Morgunblaðið - 09.02.1988, Side 9

Morgunblaðið - 09.02.1988, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 ~"\ -------------------------------- 9 E. TH. MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRÐI, SÍMI 651000. I herbex ILTU HÆTTA... að reykja? AÐVORUN: Reykingar geta valdiö lungna- krabba og dauða!! ANTMiiHJK kUfc nW i' ‘nM>wmon „ HERBEX reykingakúrinn gerir þér það auðvelt! Hann er settur saman úr jurtaefnum og víta- mínum, sem hjálpa þér að yfirvinria reykinga- löngunina. Að tólf dögum liðnum er tóbaks- löngunin horfin.án óþæginda og fráhvarfs- einkenna, SVO EINFALT ER ÞAÐ!! Vinsamlegast sendið mér í póstkröfu: ___ pk. HERBEX á kr. 1.500 hvern pakka Nafn:. Heimili: Sveitarfélag: Akveðin er ferð fyrir psoriasissjúklinga 13. apríl nk. til eyjarinnar Lanzarote á heilsu- gæslustöðina Panorama. Þeir, sem hafa þörf fyrir slíka ferð, snúi sér til húðsjúkdómalækna og fái vottorð frá þeim. Sendið það merkt nafni, heimilisfangi, nafn- númeri og síma til Tryggingastofnunar ríkis- ins, Laugavegi 114, 3. hæð. UMSÓKNIR VERÐA AÐ HAFA B0RIST FYRIR 4. MARS. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. PSORIASISSJÚKLINGAR : j Sendisttil Póstval, Pósthólf 9133, 1 29 Reykjavík. Verðkönnun Verðlagsstofnunar: Mikill verðmunur á viðgerð- um á heimilistælgum, mynd- [bands- og sjónvarpstækjum SÍS, Timinn og Kringlan Lesendum Staksteina þarf ekki að koma á óvart, að í Tímanum sé hanskinn tekinn upp fyrir SÍS. Áður hefur verið komist þann- ig að orði hér í dálkinum, að sé stigið á skottið á SÍS þá veini Tíminn. Má segja að þessi fullyrðing sé staðfest í hvert sinn sem framsóknarmönnum þykir hallað á SÍS. Af þessari rót er neikvæð afstaða Tímans í garð hinnar nýju verslanamiðstöðvar Kringlunnar. Frá því að Kringlan var opnuð í ágúst sl. hefur Tíminn haft allt á hornum sér vegna hennar. Skín þar í gegn misskilin umhyggja fyrir velferð SÍS. Þessa fyrirtækja-bundnu afstöðu Tímans er að jafnaði reynt að færa í hugmyndafræðileg- an búning, svo sem þann að framsóknarstefnan til stuðnings SÍS sé einhverskonar millileið á milli sósíalisma og frjálshyggju. Dýrþjónusta SIS Á miðvikudag i síðustu viku ræðir Garri Tímans um stöðu frystíhúsanna og þröngan fjárhag þeirra iim þessar mundir. Tilefnið er, að Árni Bene- diktsson, framkvæmda- stjóri Félags fiskfram- leiðenda innan SÍS, ritaði Tfmagrein þar sem hann að sögn Garra raktí „þann gráa leik sem ýms- ir frammámenn í einka- geiranum hafa verið að spila til að reyna að koma því inn hjá almenningi að það séu Sambands- frystihúsin ein sem séu sífellt að tala um að nú þurfí að • fella gengið". Staksteinar ætla ekki að taka afstöðu til þess, hvort hér hafí verið um „gráan leik“ að rseða. Hitt er ljóst, að afstaða framsóknarmanna til gengismála svo að ekki sé talað um vaxtamálin sýnist ráðast meira af þvi, hvemig SÍS vegnar heldur en almennum við- horfum tíl þróunar efna- hagsmála. Er þetta gam- all og nýr sannleikur. Þannig hefur afstaðan til SÍS jafnan verið þar á bæ og má minna á um- ræðumar um „höfðatölu- regluna" og haftatímana, sem urðu i byijun vetrar. Þá leitaðist Tíminn við að sýna fram, að fram- sóknarmenn hefðu ekld reynt að hygia SÍS undir hafta- og skömmtunar- stjóm. í framhaldi af þvi að Gárri visaði tíl orða Áma Benediktssonar ræddi hann um „stórar fjárf est- ingar í verslun", sem hafí hækkað verðlag og segir: „Þar til má nefna byggingar eins og Kringluna í Reykjavík, en kostnaðurinn við smiði hennar lendir að sjálfsögðu út í verðlagið og á herihun neytenda í þessu landi. 1 því efni hefur það sýnt sig að marglofuð óheft sam- keppni ftjálshyggjunnar dugar ekki.“ Dýrtíðin hér er mikil og yrði það hin mesta kjarabót ef unnt yrði að stemma stígu við henni; fáir hafa sýnt meiri vilja til þess f verki en þeir, sem áttu frumkvæði að smiði Kringhinnar, þeir Hagkaupsmenn. Hafa þeir og verið í hópi öflug- ustu gagnrýnenda SÍS, sem ekki kemur nálægt Kringlunni eins og kunn- ugt er. Sú staðreynd breytir á hinn bóginn ekki þvi, að í verðkönnun á þjónustu fyrirtælqa sem annast viðgerðir á heimilistækjum var þjón- ustan lijá rafmagnsverk- stæði SÍS einna dýrust, tíl dæmis er viðgerð á heimilistæki sem tekur eina klukkustiind 74% dýrari þjá SÍS en þjá þeim sem býður lægst verð. Fjárfestingar SIS Á undanfömum árum hafa fjárfestíngar SfS verið mjög tíl umræðu. Er skemmst að minnast tílrauna SÍS til að eignast Útvegsbankann, raunar vom þeir SÍS-menn þeirrar skoðunar, að með þvi að bjóða í bankann hefðu þeir eignast hann. Á þá frumlegu skoðun var ekki fallist en að lok- um komst viðskiptaráð- herra að þeirri niður- stöðu að vegna þess hveijir buðu og hvemig boðið var í bankann yrði að endurtaka útboðið. í miðjum þessum sviptíng- um ákváðu SÍS-menn að taka gömlu tilboði rfkis- sjóðs í Sambandshúsið við Sölvhólsgötu. Er frá þvi greint i Alþýðublað- inu nú um helgina, að ýmsum SÍS-mönnum hafí þótt SfS fá 100 miiy. kr. of iítið fyrir hinar glæsi- legu höfuðstöðvar sinar á besta stað í bænum, á milli fjármálaráðuneytis- ins og seðlabankans. Um þetta leytí var einnig skýrt frá því, að SÍS hefði fest mikið fé f land- spildu í lögsagnar- umdæmi Kópavogs. Töldu ýmsir, að þangað ætlaði SfS að flytja höf- uðstöðvar sínar. Það stendur þó ekki fyrir dyrum heldur á að fíytja þær að Kirkjusandi, þar sem ráðist verður í að endurbyggja verksmiðju- hús. Það sem hér hefur verið nefnt snertír aðeins höfuðstöðvar SÍS og tíl- raunina til að eignast banka. Það myndi fylla marga Staksteinadálka að rekja aðrar fjárfest- ingar SÍS eða dótturfyr- irtækja þess á undan- förnum misserum eða þeim tíma, sem það tók að reisa Kringluna. Raunar skal dregið f efa, að nokkur hafi yfirsýn yfír þessar fjárfestíngar allar eða yfir þann vanda, sem steðjar að SÍS-fyrirtælqum. I fyrr- nefndri grein í Alþýðu- blaðinu segir, að vandi SÍS eigi bæði rætur að rekja til ytri sldlyrða og „stjómunarlegs ágrein- ings“ eins og það er kall- að. f Alþýðublaðinu seg- ir; „Forsvarsmönnum Sambandsins og forystu Framsóknarflokksins hefur orðið tíðrætt um vaxtabyrðina, sem er að sliga kaupfélögin og fyr- irtæki í landinu. Það er ekki af ástæðulausu að þeir lýsa áhyggjum sínurn, því skuldir SÍS em gífurlegar m.a. tald- ar nema töluvert á annan milljarð króna i stærsta viðskiptabankanum, Landsbanka íslands." EFITRLAUNAREIKNINGUR VIB: II - 11,5% ávöxtun umfram verðbólpi Nýtt ár með nýjum og góðurn venjum! □ Eftirlaunareikningar VIB eni verðbréf í eigu einstaklinga skráð á nafn hvers eiganda. □ Eftirlaunareikningar VIB eru alveg óbundnir en þeir eru ávaxt- aðir eins vel og frekast er unnt án þess að taka of mikla áhættu. □ Restir greiða mánaðarlega í eftirlaunareikning sinn. VIB sér um að senda gíróseðla eða minna á reglulegar greiðslur með öðrum hætti. □ Síminn að Ármúla 7 er 68 15 30. Heiðdís, Ingibjörg, Sigurður B., Vilborg og Þórólfur gefa allar nánari upplýsingar. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNADARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavik. Simi68 15 30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.