Morgunblaðið - 09.02.1988, Síða 23

Morgunblaðið - 09.02.1988, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 23 Skipan aðstoðar- yfirlögregluþjóns í Kópavogi: Veitmgarvald- ið er í hönd- um dómsmála- ráðherra - segir bæjarfógeti Bæjarfógetinn í Kópavogi gerði tillögu til dómsmálaráð- herra um að Sæmundur Guð- mundsson, varðstjóri í Kópavogs- lögreglunni, fengi stöðu aðstoð- aryfirlögregluþjóns við embætt- ið. Sæmundur hefur gegnt starf- inu undanfarið ár. Dómsmála- ráðherra skipaði hins vegar ann- an í stöðuna, eins og kom fram í frétt blaðsins á föstudag. Mikil óánægja ríkir í röðum lög- reglumanna í Kópavogi með þessa ráðningu, þar sem þeim þykir að gengið hafi verið fram hjá hæfum umsækjanda úr þeirra röðum. Morgunblaðið hafði tal af Ásgeiri Péturssyni, bæjarfógeta í Kópa- vogi, og spurði hann, hvað hefði ráðið þessari stöðuveitingu. Ásgeir vildi ekki tjá sig um annað en stað- reyndir málsins, sem hann sagði vera þær að hann gerði tillögu um hvemig ætti að leysa þetta mál. „Ég lagði til, að Sæmundur Guðmunds- son yrði ráðinn. Hann hefur gegnt störfum lögreglumanns í Kópavogi í 23 ár og þekkir vel til manna og aðstæðna hér, auk þess sem hann hafði gegnt umræddu starfi í ár. En, veitingarvaldið er hjá ráðherra og hann kaus að skipa annan mann í stöðuna, um það er ekkert fleira að segja“, sagði Asgeir. Umsækjendur um stöðu aðstoð- aryfirlögregluþjóns í Kópavogi voru níu. Sá sem ráiðinn var, Guðmundur Jónsson, kemur frá Rannsóknarlög- reglu ríkisins og hafa lögreglumenn í Kópavogi tekið það fram, að óán- ægja þeirra beinist ekki að honum, heldur málsmeðferðinni. Jón Sigurðsson, dómsmálaráð- herra, sagði að Sæmundur Guð- mundsson væri hinn ágætasti mað- ur, líkt og aðrir umsækjendur. „Ég tel mig ekki þurfa að skýra ákvörð- un mína frekar, en ég fullvissaði mig um að lögreglustjóranum litist vel á Guðmund Jónsson, sem ég skipaði í starfið,“ sagði ráðherra. „Þá vil ég líka taka fram að í des- ember skipaði ég yfirlögregluþjón í Kópavogi og var ákvörðun minni þá fagnað mjög af lögreglumönnum þar í bæ. Ég tel að það eigi að vera mögulegt að menn gangi á milli svæða og stofnana í lögregl- unni, eins og æskiiegt er að geti gerst á öllum sviðum í okkar opin- bera kerfi." Sambyggðar trésmíðavélar íSeoul Til að ná langt á Olympíuleikunum í Seoul þá þurfa handknattleiksmenn okkar að leggja hart að sér. Þú getur hjálpað þeim með því að kaupa Boltabrauð. Af hverju brauði sem keypt er renna 3 krónur til handknattleikslandsliðsins. bakarameistara VELDU OTDK OGHAFÐUALLTÁ HREINU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.