Morgunblaðið - 09.02.1988, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988
43
Morgunblaðið/Árni Sœberg
Ahöfnin á Beiti. Talið frá vinstri: Signrjón Valdimarsson skipstjóri, Jóhann Pétur Gislason yfirvél-
stjóri, Armann Hallur Agnarsson háseti, Finnur Loftsson 1. vélstjóri, Víðir Herbertsson háseti, Stein-
þór Þórðarson háseti, Jónas Halldór Geirsson 2. vélstjóri, Helgi Valdimarsson 1. stýrimaður, Vilmundur
Tryggvason háseti, Sigurbjörn Jónsson háseti, Einar Ármannsson háseti, Sæmundur Sigurjónsson kokk-
ur, Sigurður Jóhannesson háseti, Jón Olver Magnússon 2. stýrimaður og Ingvar Freysteinsson háseti.
til Sfldarvinnslunnar á Norðfirði og
gefíð nafnið Beitir. Árið 1982 var
smíðaður á Beiti skutur til þess að
hann geti verið á trolli og í fyrra var
sett í hann rækjulína. Beitir hefur
því verið uppnefndur Breytir," sagði
Helgi og kímdi.
Klefar fyrir 50
manns í skipinu
Yfírvélstjórinn, Jóhann Pétur
Gíslason, sýndi blaðamanni gamla
teikningu af Beiti frá því að hann
var síðutogari. í skipinu voru klefar
fyrir fímmtíu manns, lifrarbræðsla,
lýsistankar og frystiklefí. Kokkurinn,
Sæmundur Siguijónsson, rak trölls-
lega ausu framan í blaðamann og
sagði: „Svona voru verkfærin þegar
fímmtíu menn voru á!“ Sæmundur
sagði að skipverjamir á Beiti væru
sómapiltar. „Þeir eru rólegir, bæði á
sjó og í landi," sagði Sæmundur.
„Það er sjaldgæft að við komumst á
dansleik á loðnuvertíðinni. Á milli
jóla og nýárs eru hins vegar allir í
landi og þá er haldin svokölluð Veiði-
gleði á Norðfírði. Einn úr hverri
skipshöfn er skipaður í nefnd til að
sjá um undirbúning fyrir gleðina.
Mér fínnast hins vegar þorrablótin á
Norðfírði skemmtilegri en þau eru
um hveija helgi á þorranum," sagði
Sæmundur kokkur.
Um miðnættið var búið að landa
úr Beiti og haldið á miðin á ný. Um
hádegi daginn eftir vorum við stadd-
ir um 70 sjómílur austur af Gerpi, á
svokölluðu Rauða torgi. Gott var í
sjóinn, bjartviðri og hitinn kominn
niður undir frostmark. Siguijón skip-
stjóri bað mannskapinn að vera kláir-
an, því loðnan kom upp á 55 faðma
dýpi. Ármann Hallur Agnarsson,
háseti, kallaði upp í brúna: „Við vilj-
um ekkert blaðamannakast; við vilj-
um fá að sjá almennilegt kast!“ Ár-
mann sagði að það væri ekki kastað
fyrr en loðnan kæmi upp á a.m.k.
50 faðma dýpi. Það gerfi hún hins
vegar sjaldan að degi til áður en hún
færi að hrygna i febrúar.
Beitir á rækjuveiðum
eftir loðnuvertíðina
Siguijón skipstjóri sagði að Beitir
hefði fengið um 22 þúsund tonna
loðnukvóta en fyrir þennan túr væri
hann búinn að veiða um 6.700 tonn
af loðnu. „Það hefur verið mjög góð
veiði að undanfömu," sagði Siguijón.
„Eftir loðnuvertíðina förum við á
rækju en ég veit ekki ennþá hversu
stóran rækjukvóta við fáum. Þetta
er svo ruglingslegt allt saman," sagði
Siguijón sem hefur stundað sjóinn
frá fermingu.
Loðnan hafði rifíð nætur nokkurra
skipa um nóttina og Ármann Hallur
sagði að kallamir yrðu að reyna að
fá hæfílega mikið í nótina. „Ef þeir
eru of gráðugir getur nótin rifnað,"
sagði Armann Hallur. „Fjögur til sex
hundruð tonna köst eru best. Stysti
túrinn okkar á þessari vertíð var 23
klukkutíma langur úr höfn í höfn og
þá komum við með fullfermi að landi.
Sá lengsti var hins vegar fjórir sólar-
hringar og þá komum við með tómt
skip í höfn, því við lentum í brælu,“
sagði Ármann Hallur.
Klukkan 16.20 var loðnan komin
upp á 43 faðma dýpi og Siguijön
hrópaði: „Látiði baujuna út!“ Hann
æddi um brúna og blaðamaður stóð
í góðu vari fyrir aftan stólinn, minn-
ugur orða 1. vélstjóra. Klukkutíma
síðar var búið að snurpa, þ.e.a.s. loka
nótinni að neðan, og byijað að dæla
loðnunni um borð. Kallinn sagði að
sér virtist þetta vera um 300 tonna
kast. Við sáum nokkur skip í kring-
um Beiti, sum þeirra voru að kasta.
Ljósin eru slökkt, þegar kastað er,
til þess að loðnan „sökkvi" ekki og
menn paufast um með vasaljós í
myrkrinu.
Þegar búið var að tæma nótina
og draga hana inn á ný var fljótlega
kastað aftur. Eitthvað af lóðningunni
var komið upp fyrir 20 faðma og það
lóðaði vel. Háfurinn, sem dregur
nótina út, fór ekki strax út en það
kom ekki að sök, því loðnan var ekki
á mikilli ferð. Klukkan 19.25 var
búið að snurpa og ljósin því kveikt
á ný. „Það er ábyggilega gott í þessu
kasti," sagði Siguijón skipstjóri.
„Þetta er stærsta kast sem ég hef
séð,“ sagði Dóri 2. vélstjóri. „Þetta
eru sjö til átta hundruð tonn,“ sagði
Jóhann Pétur yfirvélstjóri.
300.000 kr. háseta-
hlutur fyrir janúar
Vilmundur Tryggvason háseti
sagði að hásetahluturinn eftir jan-
úarmánuð yrði um þijú hundruð þús-
und krónur. Vilmundur er búinn að
vera meira og minna til sjós síðan
hann var 13 ára og fínnst loðnuveið-
amar yfírleitt frekar einfaldur og
þægilegur veiðiskapur, eins og
reyndar flestum öðrum í áhöfn Beit-
is. Klukkan 21.25 var kastað í niða-
myrkri. Siguijón skipstjóri rýndi í
asdic-tækið og sagði: „Það eru bútar
í þessu.“ Síðan kallaði hann: „Hífa!“
Brátt sást í nótina og Finnur 1. vél-
stjóri sagði: „Það er aðeins farið að
krauma.“ Kastið var um 150 tonn
og Siguijón sagði að það vantaði
aðeins um 100 tonn til að fylla skipar
ið. „Þetta getur orðið dálftið skrítið.
Maður reynir að fá ekki of mikið
þegar lítið vantar í lestimar," sagði
Siguijón.
Sæmundur kokkur sagði að loðnan
tæki strikið að Hvalbak og upp að
Hrolllaugseyjum og þeir alhörðustu
veiddu hana þar á þriðja eða fjórða
broti. „Það er fátítt að loðnan hrygni
fyrir austan Vestmannaeyjar. Yfír-
leitt hrygnir hún í Faxaflóa og
Breiðafírði," sagði Sæmundur. Helgi
1. stýrimaður sagði að skipt væri
um nót þegar loðnan gengi upp á
grunnið. Djúpnótin væri 87 faðmár**
en gmnnnótin 50 faðmar. Um mið-
nættið kallaði Siguijón: „Klárir!" Og
skömmu síðar sagði hann: „Þetta er
helvítis bútadrasl eins og áðan!“
Stundarfjórðungi síðar kallaði hann:
„Lagó!“ og sjö mínútum síðar var
nótin komin út.
Það var nógu mikið í þessu kasti
til að fylla skipið og klukkán 2.15
var búið að ganga frá öllu á þilfar-
inu. Þá voru liðnar um tíu klukku-
stundir frá því að fyrst var kastað í
þessum túr. í talstöðinni heyrðist að
Víkingur hefði fengið rúmlega þús-
und tonna kast en vantaði hins veg-
ar einungis 400 tonn til að fylla skip-
ið. Hákon og Svanur fengu smá-
slatta hjá Víkingi en Pétur Jónsson,
sem var að koma á miðin, fékk af-
ganginn.
í talstöðinni var skeggrætt um
verðið sem bræðslumar greiddu fyrir
tonnið af loðnu: „Tvö þúsund og eitt
hundrað á Seyðisfírði, tvöþúsund og
fimm hundruð á Þórshöfn og Sigló.
Og svo auðvitað bónusgreiðslumar
maður! En það voru allar bræðslur
orðnar fullar á Austfjörðum og því
var ákveðið að landa úr Beiti á Siglu-
fírði. Þangað vorum við komnir um
miðnætti aðfaranótt fostudags, um_
tveim sólarhringum eftir að Beitir lét
úr hööi á Norðfirði.
Nýjar vörur
frá
Espritog Ball
< /HOCNS>
Ilaugavegi lOll
Innréttingarnar einkennast af góöri nútíma-
legri hönnun og sígildu útliti sem stenst
tímans tönn.
Þar sem góðu kaupin gerast.
2 Kópavogi
44444
FALLEGAR OG
'V"
Sj
IAHA ÍBÚÐINA
INNRÉTTINGA- OG HÚSGAGNASÝNING UM HELGINA
OPIÐ LAUGARDAG KL 10 - 16 OG SUNNUDAG 14 -17