Morgunblaðið - 09.02.1988, Page 51

Morgunblaðið - 09.02.1988, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 5% óþrifnaði sem jafnan fylgir slíkum störfum. En hjá Jónmundi var þessu á allt annan veg farið. Verkstæðið var eins og þrifalegt bankaútibú og þar gekk eigandinn um skartklædd- ur rétt eins og hann væri að fara á ball. Jónmundur var snyrtimenni sVo af bar. Hann leit út eins og Clark heitinn Gable, með fínlegt yfír- skegg, glæsilegur á velli, hár, tein- réttur og samsvaraði sér vel. Hann var einhvemveginn eins og nýr, „svona beint úr kassanum" eins og sagt er. Jónmundur hafði yndi af ferða- lögum og þá sérstaklega til annarra landa. Á síðastliðnu ári átti ég þess kost að fara í nokkurra daga frí til Lúxemborgar með honum og syni okkar hjónanna. Þessir dagar eru mér ógleymanlegir. Jónmundur var þá hinn sanni heimsmaður sem naut hvíldarinnar til hlítar. Við spjölluðum frá morgni til kvölds um lífið og tilveruna og þá fannst mér sem ég ætti Jónmund allan og það var góð tilfinning. Við ákváðum að endurtaka þessa ferð að vori kom- anda, en þeirri ferð verður nú að skjóta á frest til næsta lífs. Síðasta utanlandsferð Jónmund- ar var farin til Kanaríeyja í nóvem- ber síðastliðinum. Þar keypti hann sér forkunnarfagran gráan leður- jakka. Ég minnist Jónmundar klæddan þessum jakka í skóm frá Lloyds með skartbindi eins og beint úr nýjasta tískublaði. Jónmundur Guðmundsson fædd- ist 2. september 1915 á Akranesi og var því rösklega 72 ára þegar hann lést. Hann var sonur hjónanna Guðmundar Guðmundssonar sjó- manns, f. 1884, d. 1938 og Kristín- ar Jónsdóttur frá Heimaskaga, Akranesi, f. 1881, d. 1966. Hann lauk prófi í vélstjórn frá Fiskifélagi íslands 1934 og meira- prófi í vélstjórn árið 1944. Hann var vélstjóri á ýmsum fiski- skipum 1936—1942 og var vélstjóri hjá SR á Siglufirði 1942-1943 og hjá Hraðfrystihúsi Heimaskaga 1944. Hann réðst sem vélstjóri á Fann- eyju RE 4 og starfaði þar næstu 17 árin en þá stofnsetti hann Diesel- stillingu Jónmundar. Hann kvæntist þann 26. febrúar 1937 Aðalheiði Ólafsdóttur, f. 25. ágúst 1915, dóttur hjónanna Ólafs Halldórssonar bónda og Jóhönnu Margrétar Halldórsdóttur. Jónmundur og Aðalheiður höfðu verið hamingjusamlega gift í meira en hálfa öld þegar kallið kom. Þeim var fjögurra bama auðið, en þau eru: Jóhanna Kristín skrif- stofumaður, f. 31. júlí 1937, gift Hans Ploder fagottleikarra í Sin- fóníuhljómsveit Islands og eiga þau 5 böm. Guðmundur Kristinn bama- læknir, f. 24. júlí 1939, kvæntur Ásdísi Þóru Kolbeinsdóttur hjúkr- unarfræðingi og eiga þau 4 böm. Fanný verslunareigandi, fædd 21. apríl 1945 og á hún 4 böm, og Þórey Rut, flugfreyja, fædd 22. desember 1953, gift Jóhanni G. Eiríkssyni verslunarstjóra og eiga þau 2 böm. Með okkur Jónmundi tókst góð vinátta og kveð ég hann með mikl- um söknuði. Ég þykist þó viss um að við verðum nánir ferðafélagar í næsta lífí. Á meðan mun hann vaka yfir velferð afkomanda sinna og ástvina eftir því sem því verður við komið. Með bestu þökkum fýrir sam- fylgdina. Jóhann G. Eiríksson rEIKnnévar u’Anusta Herfis^a Stöðvar 2 AKBANES: Aöalrássl. akubeybþ. Akurvík KT.SU™> bolungabvík. BnarGuöiinnsson KauRp^Borgtirðinga eskífJöbðUB: Elis Guðnason GBiNDAVÍK: Batborg HELLA: Niosfell HÚSAVÍK: Bókaverlun p Stetánssonar Sölva Bagnarssonar iSAFJÖBÐUB: pólltnn KEFLAVÍK: Stapatell NESKAUPSTAÐUB: Nesvideó S5S5SSS PB28S5. SELFOSS: MM-búðin seyðisfjöbðub. Stál STYKKISHÓLMUB: Húsið vestmannaeyjab. Kiami E3N55»íí pOBLÁKSHÖFN: Bássf. rEYKJAVÍK: HeimWstæW n»- Sætúm 8 Hatnarstræt' ó Krtngtunnt StSMiódd Badióbúsið, wSssf Mikligaröursf. ■sÆTÚH..-.691S15H^Br15r 15 ^ KRINGI-UNNI 691620 ÍSCUtUUKQV*0 fl ö! PIONŒŒJ ^EISLASPILARAR R*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.