Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRUAR 1988 53 Minning: Benedikt Jóns- son frá Aðalbóli Ég stend til brautar búinn, mín bæn til þín og trúin er hjartans huggun mín, minn veiki vinaskari, ég veit, þótt burt ég fari, er, Herra Guð, í hendi þín. (Matth. Jochumsson) Nú er langri ævi lokið. Sæl er hvíld eftir vegferð langa. Benedikt Jónsson frá Aðalbóli í Miðfirði hefur endað lífshlaup sitt á nítugasta og þriðja ári. Þetta var viðburðaríkt lífshlaup. Við Benedikt vorum bræðrasynir og nágrannar í rúm þijátíu ár. Hann var tuttugu árum eldri en ég og því hálf fullorðinn maður er ég man fyrst eftir honum. Það mun hafa verið sumarið 1920 að haldin var feiknamikil samkoma á Aðal- bóli og til skemmtunar var, að reyndir voru nokkrir hestar á hólm- anum fyrir neðan túnið. Þar man ég Benedikt fyrst. Hann sat rauðan hest, fangreistan, spriklandi af fjöri með geislandi augu. Hann hét Bóa- dýr, mjög smár en þó sló hann öllum hinum hestunum við og var fyrstur í mark. Þessi samkoma var ein af mörg- um sem haldnar voru á Aðalbóli. Á þeim gleðistundum var spilað, sung- ið, dansað og glaðværð höfð í önd- vegi. Eg minnist þess hve húsbóndinn gat hlegið dillandi hlátri á þeim góðu stundum. Benedikt var spila- maður með ágætum og hygg ég að það hafi verið færri dagar af árinu sem ekki var þreifað á spilum á Aðalbóli, þótt ekki væri það látið koma niður á heimilisverkunum. Oft vaf margt um manninn á þeim bæ, bæði heimamenn og gest- ir, enda þau hjón, Benedikt og Ól- öf,, sem látin er fyrir fáum árum, rómuð fyrir myndarskap og gest- risni. Það sýnir best hvað þau voru góðir húsbændur að sama fólkið var hjá þeim árum saman. Hestamennska var snar þáttur í lífi Benedikts. Hann átti mörg hross og afburða reiðhesta. Sjálfur var hann harðduglegur ferðamaður, enda eftirsóttur leiðsögumaður ferðamanna upp um fjöll og firn- indi, ratvís og öruggur. Stóðrekstur stundaði hann í mörg ár og þótti þar liðtækur sem og í öðru. Eitt sinn hafði ég tal af einum rekstrar- manni. Hann sagði Benedikt vera á við tvo til þrjá menn í þessu starfi. Seinna fór Benedikt að kaupa hross til slátrunar og selja til Laug- arvatnsskóla og víðar og fór þá jafnan suður Tvídægru. Gaman þótti frænda að fara í hestakaup við menn og slapp hann oftast vel frá því starfi. Benedikt var litríkur maður, allt- af eitthvað að gerast þar sem hann var. Hann var vel lesinn, stálminn- Blómastofa Fríöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. ugur og hafði sérstaklega góða frá- sagnargáfu. Það kom enginn að tómum kofanum hjá honum er ís- lendingasögur voru á dagskrá. Ég var ungur að árum og kunni lítt til verka við veiðistörf er ég fyrst fór að fara með nafna mínum og frænda fram til heiða og stunda veiðistörf í Amarvatni. En sú iðja var stunduð um árabil frá fremstu bæjunum í Austurárdal. Slíkar ferð- ir voru sem ævintýraheimur fyrir mig. Þessar ferðir voru farnar snemma vors eða um leið og menn héldu að vötn væru orðin íslaus. Stundum var kuldalegt út að líta á morgnana, snjóhrafl yfir öllu, allt frosið sem frosið gat í bátunum, árar og tollar svellaðir. Svo það var ekki heiglum hent að halda árunum á sínum stað, er þær vildu renna upp úr tollunum. En Benedikt hélt ró sinni hvemig sem aðstæður vom. Enda hef ég ekki séð neinn hand- leika árar af jafn mikilli leikni og veija bátinn áföllum óg hann. Já, það er margs að minnast frá liðnum árum er við kveðjum síðasta bóndann sem bjó á Aðalbóli í Aust- urárdal. Ég þakka honum sam- fylgdina. Nú'er dalurinn okkar kominn í eyði. Ekki sést framar ijúka á bæj- unum, enginn á ferð. Állt er autt og hljótt nema áin sem líður eftir dalnum og bíður þess að laxinn streymi eftir henni inn til heiða. Við vottum sonum hans og fjöl- skyldum þeirra samúð. „Sofðu vært hinn síðsta blund, uns hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund." (V. Briem) Benedikt og Ólöf frá Bjargarstöðum. SVAR MITT eftir Billy Graham Tíminn er dýrmætur Eg verð að viðurkenna að ég er víst orðin þræl- bundin við framhaldsþættina í sjónvarpinu. Eg veit að eg eyði of löngum tíma til að horfá á þá, en eg er eins og límd við stólinn og get alls ekki slitið mig frá þeim. Er þetta þó ekki skaðlaust? Mig grunar að þú vitir svarið við spurningum þínum því að það er sektartónn í bréfi þínu. Þér finnst þú ættir að nota tímann betur. Já, eg held að þú ættir að hugleiða á ný hvernig þú notar tímann. Fyrir þessu eru að minnsta kosti tvenn rök. Mér þykir ekki ólík- legt að þú eyðir svo löngum tíma við sjónvarpið — eg álykta af.orðum þínum — að þú vanrækir eitt og annað sem þér ber að gera. Tíminn er ákaflega dýrmætur. Mínúta sem fer í súginn er glötuð um aldur og ævi. „Notið hveija stundina,“ segir Biblían (Kól. 4,5). Já, við megum vissulega njóta hvfldar og hressingar. En Guð hefur líka lagt skyldur okkur á herðar, í fjölskyldunni, á vinnustað o.s.frv. í öðru lagi þarftu að spyija sjálfa þig hvort þú getir ekki notað tímann á gagnlegri hátt, þér til hagsbóta, og jafnvel hvort þú sért ekki að skaða sjálfa þig með þessari sjónvarpssetu. (Þannig ættum við að spyija um allt sem heltekur okkur og þá á eg ekki frekar við það að horfa á sjónvarpsþætti en hvað annað sem við gerum.) í Biblíunni er grundvallarregla sem við skyldum miða hugsanir okkar og athafnir við: „Allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hugfestið það“ (Fil. 4,8). Ef þetta væri ævinlega mælistikan er eg hræddur um að margt sem við gerum okkur til gamans og upplyftingar og þar með talið ýmislegt í fjöl- miðlunum nú á dögum — fengi lága einkunn. Eg hef verið að hvetja þig til að hlaupa ekki frá skyldunum. En hér á eg líka við skylduna í andlegum efnum. Hefur þú nokkum tíma hugsað í alvöru um afstöðu þína til Guðs? Notarðu daglega tíma til að biðja og lesa í Biblíunni, þannig að þú reynir að læra æ meira um vilja Guðs um líf þitt? Hafir þú aldrei gert það skaltu helga líf þitt Kristi og leitast við að fylgja honum á hveijum degi og dragast sífellt nær honum. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu samúð og virðingu við andlát SIGURÐAR E. ÓLASONAR HRL. Unnur Kolbeinsdóttir, börn og tengdabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við fráfali og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, VILBORGAR WIGELUND. Erla Wigelund, Kristján Kristjánsson, Svala Wigelund, Steinþór Steingrímsson, Hrefna Wigelund Steinþórsdóttir, Þorsteinn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. LOKAÐ í dag þriðjudag frá kl. 13.00-16.00 vegna jarðarfarar JÓNMUNDAR GUÐMUNDSSONAR. Verslunin Fanný. Laugavegi 87. t Faðir okkar, JÓN SÆMUNDSSON verslunarmaður, Hátúni 4, Reykjavik, áður hreppstjóri á Hólmavik, sem andaöist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 1. febrúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. febrúar kl. 1 3.30. Blóm og kransar afþökkuð en þeir sem vilja minnast hans eru beðnir. að láta Sjálfsbjargarfélögin njóta þess. Ragnar Sk. Jónsson, Theodór A. Jónsson. t Otför BJARNHEIÐAR SIGURRÍNSDÓTTUR, Skipholti 32, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík i dag, þriðjudaginn 9. febrúar, kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Páll Sveinsson, Steinunn Pálsdóttir, Sturla Már Jónsson, Ásta Ólafsdóttir, Guðni Þ. Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, GUÐJÓN BENEDIKTSSON vélstjóri, áður til heimilis f Gunnarssundi 7, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 5. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Börnin. t Útför sonar okkar, ÞORSTEINS, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10; febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á hjálpar- og björgunarsveitir. Sesselja Þórðardóttir, ívar Þorsteinsson. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, HRAFNS JÓNSSONAR forstjóra, Vaðlaseli 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 4A, Borgarspítalan- um fyrir frábæra umönnun og aðstoð. Erla Höskuldsdóttir. Valdimar Hrafnsson, Ásdís Þórðardóttir, Ólöf Hrefna Hrafnsdóttir, Hrafnhildur Hrafnsdóttir, Trausti Tómasson, Guðbjörg Hrafnsdóttir, Bragi Blumenstein, Sveinn Þór Hrafnsson, Bryndís Jóhannsdóttir, Daniel C. Gribb, Jóhanna Jónasdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LOVISU HALLDÓRSDÓTTUR, Bergstaðastræti 71, Reykjavik. Hrafnhildur Þórðardóttir, Hjördfs Þórðardóttir, Andrea Þórðardóttir, Hjörleifur Þórðarson, Ásdís Þórðardóttir, barnabörn og Lárus Hallbjörnsson, Guðmundur Karlsson, ísleifur Bergsteinsson, Jensína Magnúsdóttir, Valdimar Hrafnsson, barnabarnabörn. Legsteinar MARGAR GERÐIR Mamom/Granít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.