Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 09.02.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1988 63 Frú Vigdís Finn- bogadóttir forseti íslands og Justine Jolson, móðir hins nývígða biskups, ræða saman í hóf- inu. Biskuparnir Al- freð Jolson og Pét- ur Sigurgeirsson takast i hendur i sem haldið vígsluna. söfnuðinn og útskýrði í megindrátt- um hvemig vígslan færi fram. Því næst var sungin áköllun til Heilags Anda. Eftir messuupphafið var Kanon eftir J. Pachelbel spiluð og að því loknu lesið úr Spádómsbók Jesaja, Hebreabréfi og Jóhannesarguð- spjalli. Að lokinni orðsþjónustu gekk aðalvígjandi fram fyrir altarið ásamt aðstoðarmönnum en biskups- efiiið gekk, ásamt aðstoðarmönnum sínum, fram fýrir aðalvígjanda. Einn prestanna sagði: „Virðulegi faðir, kirkjan á íslandi biður yður að vígja prestinn Alfreð Jolson til biskups." Þá spurði aðalvígjandi: „Hafið þér postullegt vígsluboð?“ Presturinn las upp bréf Jóhannesar Páls II páfa, sem dagsett var 4. desember sl. í bréfínu sendi páfí Jolson postullegar kveðjur og von- aðist til að Jolson yrði öðmm mönn- um framúrskarandi fyrirmynd í biskupsembættinu. Að upplestrinum loknum flutti O’Connor ávarp og sagði meðal annars að Jolson færði söfnuði sínum hjartagæsku og glaðværð. Þeir hefðu verið skólabræður f Jes- úítaskólanum í Ffladelfíu í Banda- ríkjunum og auk þess væru móðir hans og Jolson bæði fædd í Bridge- ford skammt frá New York. Við Jolson sagði O’Connor að hann yrði að hjálpa söfnuðinum að bera byrð- ar hans. Eftir ávarpið reis biskups- efiiið á fætur og gekk fram fyrir aðalvfgjanda sem spurði hvort hann væri reiðubúinn að uppfylla emb- ættisskyldur sínar sem biskup. „Ég er reiðubúinn," svaraði Jolson. Þá kmpu allir á kné og sungu Litaníu allra heilagra nema biskupsefnið sem lagðist á gólfið fyrir framan aðalvfgjanda. Að litanfu lokinni reis O’Connor á fætur og baðst fyrir. Eftir bænina sagði djákni mönnum að rísa á fætur. Biskupsefnið gekk fram fyr- ir aðalvfgjanda, kraup og aðalvígj- andi lagði hendur yfir höfuð hans. Hið sama gerðu aðrir biskupar sem viðstaddir vom. Aðalvígjandi lagði guðspjallabók á höfuð biskupsefnis- ins og bað vígslubæn. Eftir bænina lagði annar djákninn guðspjallabók- ina á altarið og allir settust. Að- alvígjandi smurði vígðri olíu (krismu) á enni biskupsins, rétti honum guðspjallabókina og sagði: „Tak þú guðspjallið og boða orð Guðs af þolinmæði og skírri þekk- ingu.“ Hann dró biskupshring á hönd biskupnum, setti mítur á höf- uð hans, færði honum hirðisstaf (bagal) í hendur og sagði: „Tak þú stafínn, tákn hirðisembættisins. Leiddu hjörðina sem Heilagur Andi setti þig biskup jrfír til að stjóma kirkju Guðs.“ Allir risu á fætur, klöppuðu hinum nývígða biskupi lof í lófa og biskupamir og söfnuðurinn tóku í hönd honum á meðan sung- inn var 96. Davíðssálmur. Þvf næst var trúaijátningin sung- in. Að henni lokinni var þjónað til altaris þar sem fram fór fóman og var Chorale da Chiesa eftir S. Kuran leikin meðan á hénni stóð. Beðin var Efstabæn að rómverskum hætti. Eftir að Faðirvorið hafði ver- ið lesið söng kirkjukórinn Agnus Dei undir stjóm Úlriks Ólasonar organista. Þá meðtók söfnuðurinn Drottin í hinu helga altarissakra- menti á meðan leikinn var klari- nettukonsertinn KV 622 eftir W. A. Mozart. Að honum loknum söng kórinn Te Deum, Ljúfi Guð, í þýð- ingu Stefáns frá Hvítadal. I messulok flutti. séra Jolson ávarp til safnaðarins og sagði með- al annars á íslensku: „Ég þakka ykkur hjartanlega fyrir að þið hafíð boðið mig velkominn sem íslending, sendan til að vera fulltrúi íslendinga í heimskirkjunni. Mér þykir fyrir því að enda þótt ég tali frönsku, ítölsku, ensku, dálftið í norsku, eitt- hvað í arabisku og svolítið í þýsku og spænsku, þá er ég eins og sakir standa rétt að byija að læra íslensku. Þrátt fyrir það mun ég leggja hart að mér að læra hið erf- iða en jafnframt heillandi mál okk- ar, með hjálp og kærleika ykkar og beita til þess þolinmæði og góðu geði. Mér er ánægja að því að vera kominn hingað, samkvæmt óskum ykkar, sem hinn heilagi faðir, Jó- hannes Páll II. hefur orðið við en hann vissi að afí minn var íslensk- ur. Ég er hér sem íslendingur. Ég þakka ykkur og ég þakka Guði,“ sagði Jolson biskup. Eftir ræðuna gengu biskupamir úr kirkju á meðan leikinn var Chor- al í a-moll eftir C. Franck. Hætt við aðklaki fari djúpt 0 • •• X íjorð Borg í Míklaholtshreppi. SEGJA má að frá Þorláksmessu hafi ríkt hér vetrartíð, oft mikl- ir stormar og frosthart. Snjó hefur ekki fest á láglendi, vegir hafa ekki teppst og eru sam- göngur þvi í ágætu lagi. Með komu þorra, sem nú er rétt hálfnaður, hefur marga daga verið mikið frost. Það hefur kom- ist í 18—19 stig þegar mest hefur verið. Stormasamt hefur verið flesta daga og jörðin ber og er því hætt við að klaki fari djúpt í jörðu. En sem betur fer eru túnin svelia- laus, þótt komið hafí snjófol hefur það fokið burtu og enginn bloti hefur komið enn á þessu ári. Nýlega heimti bóndinn í Hraunsmúla í Kolbeinsstaðahreppi veturgamla kind. Þegar smalaður var afréttur Kolbeinsstaðahrepps þann 8. nóvember á fyrra ári, fundust í Fagraskógarfjalli tvær kindur, önnur kindin slapp út í buskann en sú sem náðist var lamb en móðir þess átti að vera vet- urgömul. Kindin sem slapp kom nú inn á Bjarmaland í Hörðudal og reyndist hún vera í þokkalegu ástandi. pAu IL TOLVUPRENTARAR ***• BEV^ FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 Fundur um starfsemi Þróunarsam- vinnu stofn- unar Islands BRÚ, félag áhugafólks um þró- unarlöndin, efnir til fundar mið- vikudaginn 10. febrúar í sam- komusal Rauða krossins á Rauð- arárstíg 18. Efni fundarins er starfsemi Þró- unarsamvinnustofnunar íslands. Dr. Bjöm Dagbjartsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarsamvinnu- stofnunar, flytur erindi um verk- efni sem nú er unnið að svo og framtíðaráform stofnunarinnar. Að erindi loknu verður fyrirspurn- um svarað og efnt til umræðna. Fundurinn hefst kl. 20.30. FAG kólu- og rúllulegur Leiðrétting: Miklaholtshreppur: Fasteigna- gjöld 0,55% á Akureyri í viðtali við Magnús E. Guðjóns- son, framkvæmdastjóra Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga, sem birt var í Morgunblaðinu sl. laug- ardag, segir að fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði á Akureyri 1988 verði 0,625%. Hér hafa tölur skol- ast til. Prósenta fasteignagjalda á Akureyri verður hin sama 1988 og 1987: 0,55%. Þetta leiðréttist hér með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.