Morgunblaðið - 13.02.1988, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
17
Þvílíkur Jón í Hvammi
Það er ótrúlega leiðinlegt að bíða á bið-
stofu hjá læknum, jafnvei þó staflar af
lúnum glansblöðum á íslensku og dönsku
séu til boðs, full af lífsreynslusögum.
Ég var að blaða mig í gegnum það
þriðja án þess að finna nokkuð áhugavert
þegar tvær konur komu inn í biðstofuna
og settust andspænis mér.
Önnur var í blárri kápu, hin pelsklædd.
Þeirri pelsklæddu var mjög erfitt um gang
og dæsti mikið þegar hún var sest.
— Nei, það er sko ekkert hlaupið að því
að komast í klúbb á íslandi, sagði hún.
— Annað gæti maður haldið með alla
þá klúbba! svaraði Blákápa og fýldi grön.
— Flestir eru bara fýrir karlmenn.
— Erekki verið.aðopnaþáfyrirkonum?
— Jú að vísu. En hann Sigurbergur
minn vill ekki ganga í klúbb. Það útilokar
mig frá svo mörgum. Svo er líka annað.
- Hvað þá?
— Maður þarf að vera eitthvað sérstakt.
— Vera eitthvað sérstakt? Það eru eng-
ir tveir eins.
— Pelsklædda konan leit á vinkonu sína
eins og hún væri að virða fyrir sér ómálga
barn.
— Þú þarft að vera í starfsgrein sem
engin í klúbbnum er í.
— Starfsgrein?
— Ég ætlaði aldrei að komast inn af
því að ég er ritari. Það er svo mikið af þeim.
— Já, það get ég ímyndað mér.
— Það gekk um síðir. En eins og ég
sagði þá var það ekkert áhlaupaverk.
— Það hefur þó aldrei verið erfiðara en
þegar við gengum í stúkuna forðum og
alls konar kapellánar sátu í kringum okkur
og börðu hömrum í borð til skiptis. Og í
hvert skipti hrökk ég við eins og ég hefði
verið barin í bakið, segir Blákápa og hlær
svo að tanngarðurinn berst frá eyra til
eyra.
— Jú, vina mín, það var erfiðara. Ég
er enn með verki í löppunum, segir sú
pelsklædda og strýkur á sér kálfana.
— Löppunum! Var þetta fimleikaklúb-
bur?
— Öðru nær en jafn erfitt fyrir því. Það
byijaði með því að ég lagði inn gott orð
hér og þar svo lítið bar á. Og loksins kom
til mín kona sem hafði verið falið að bjóða
mér í klúbb. Ég sagðist þurfa að hugsa
mig um, svona til málamynda. Það er
óþarfí að láta þessar kerlingar halda að
maður hafi veri að bíða eftir því alla ævina
að komast í klúbb. Þegar hún hafði sam-
band við mig aftur sagði ég henni að ég
ætlaði að þiggja boðið.
Hún tjáði mér að næsti fundur væri á
þriðjudaginn klukkan sex upp í Húsi versl-
unarinnar. Þetta er nefnilega almennilegur
klúbbur þar sem er farið út að 'borða, ekki
staðið í tertusamkeppni í heimahúsum.
— Vel á minnst. Ég er nýbúin að fá svo
góða uppskrift sem ég ætlaði að gefa þér,
segir Blákápa.
En hin lætur ekki slá sig út af laginu.
— Ég spurði hana hvort hún ætti við
staðinn þarna uppi. Ég lenti nefnilega einu
sinni í svo dýrðlegri veislu uppi á íjórtándu
hæð. Hún samsinnti og sagði að þetta
væri þarna uppfrá.
—Það eru naumast flottheit, segir Blá-
kápa.
— Þriðjudagseftirmiðdagurinn fór í
undirbúning. Mér finnst svo erfitt að vita
hvemig ég á að vera klædd þegar ég er
að fyra í fyrsta sinn. Þú veist, að vera
nógú fín en ekki eins og jólatré.
Eg mátaði öll fötin mín en fannst ekk-
ert passa alveg. Þá skrapp ég yfir til Jónu
í næsta húsi og fékk lánaða peysu sem
hún var nýbúin að kaupa sér. Hún var
dálítið þykk og heit en mjög elegant og
eins og sniðin við leðurpilsið mitt.
Ég lét það eftir mér að fara í blástur
hjá hárgreiðsludömunni á horninu. Svo tók
ég góðan tíma að snyrta mig.
— yesenið alla tíð, tautar Blákápa.
— Ég var svo lengi að hafa mig til að
klukkan var orðin rúmlega sex þegar ég
kom upp í Hús verslunarinnar. Eg var
dálítið á tauginni yfir að vera of sein á
fyrsta fundinn.
— Nokrar mínítur til eða frá skipta nú
varla máli, segir Blákápa.
— Kannski ekki, en ég vissi ekki nema
þetta væri eins og í stúkunni og þær væm
famar að bíða með hamrana, svarar hin.
— auk þess vissi ég ekki hvernig ég átti
að komast upp.
— Það hlýtur að vera lyfta.
— Það var það sem stúlkan í veitinga-
salnum niðri sagði. Hún sagði mér að fara
inn um næstu dyr og taka lyftuna. Ég
bmnaði þangað og var svo heppin að lyft-
an var einmitt að koma niður. Ég hentist
inn í hana og var næstum búin að hlaupa
um koll manntötur sem var á leiðinni út.
Ég studdi á takka 13 en maðurinn staldr-
aði við og sagði að þetta þýddi ekki. Þessi
lyfta færi ekki neitt það væm allir famir
og búið að læsa henni.
Karlremba, hugsaði ég og svaraði að
hún hlyti að fara upp því ég þyrfti að
komast á fund á fjórtándu hæð.
Maðurinn sagði að þetta væri einhver
misskilningur og kom aftur inn í lyftuna
til mín. Því flökraði aðeins að mér hvort
hann ætlaði að fara að reyna við mig,
enda leit ég býsna vel út með hárið svona
nýblásið.
—Reyna við þig um hábjartan dag, taut-
ar Blákápa.
— Þetta var í skammdeginu, mann-
eskja. Jæja, ég ýtti fastar á takkann en
lyftan haggaðist ekki.
Maðurinn sagði að þetta væri ekki til
neins. Ég skyldi prófa lyftuna á fyrstu
hæð. Eftir æma fyrirhöfn fann ég lyftuna
á fyrstu hæð. En það var sama hvemig
ég þjösnaðist á takkanum, hún fór ekki
af stað heldur.
— Þessar lyftur em gallagripir, segir
Blákápa.
—Ég var ekki á því að gefast upp. Ég
skyldi komast upp á fjórtándu hæð. Ég
gekk út úr lyftunni og leit í kringum mig.
Þá sá ég stigann.
— Ætlarðu að segja mér að þú hafir
labbað stigana upp á fjórtándu hæð? Aug-
un í Blákápu víkka.
Ég ætlaði mér í þennan klúbb hvað
sem það kostaði. Ég kyngdi þrisvar og
lagði af stað. Þetta var þröngur hvítur
steinstigi. Hann liðaðist hæð af hæð í óend-
anlegu tilbreytingarleysi. Þegar ég var
komin á fjórðu hæð fannst mér ég vera
stödd á geðsjúkrahúsi. Allt hvítt og kalt
og _svo róandi að ég varð 'oróleg.
Á sjöttu hæð staldraði ég við og hu-
gleiddi alvarlega hvort ég ætti að hætta
við allt saman. Ég var orðin kófsveitt og
hárið farið að síga. Peysan hennar Jónu í
næsta húsi var að drepa mig úr hita. Ég
hefði náttúrlega bara átt að fara í ljósu
blússunni minni.
— Og hvað, spyr Blákápa. — Hættirðu.
við?
— Ég hélt áfram upp á áttundu hæð,
segir konan í pelsinum og verður þung-
búin á svip.
— Áttundu hæð, hvers vegna ekki
lengra?
— Þar endaði stiginn.
— Endaði stiginn?
— Já, hann bara endaði. Þrír hvítir
veggir, læstar dyr, allt búið skemmtilegt
eins og börnin segja.
— Hvað í ósköpunum gerðirðu?
— Gerði! Labbaði til baka niður þessar
átta hæðir. Klukkan rúmlega hálfsjö kom
ég aftur til byggða. Ég fann snyrtingu og
þvoði framan úr mér málninguna. Þetta
var hvort sem er allt mnnið í graut.
— Ég er nú svo yfir mig hlessa, stynur
Blákápa.
— Og ég hefði getað sparað mér þennan
sjo hundmð kall sem fór í að blása hárið.
— Þvílíkur Jón í Hvammi, segir Blá-
kápa.
- Svo fór ég inn í veitingasalinn og
uppgötvaði lítinn sal bakatil. Þar vom þær.
— Með hamrana? spyr Blákápa spennt.
— Nei, með púrtvín og sjerrí.
— Ég trúi þú hafir fengið þér einn létt-
an.
— Tvo tvöfalda. Ég var tekin í klúbbinn
og þetta varð fínt kvöld. En eins og ég
sagði. Það var ekki hlaupið að því. Ég
ætla að athuga hvort hann Einar á ekki
eitthvað handa mér við þessari stífni í
kálfanum. Ég er alltaf að fá sinadrátt,
segir hinn pelsklæddi klúbbfélagi og rís á
fætur því nú var röðin komin að henni.
Ég horfði á eftir henni þar sem hún
staulaðist inn ganginn eins og spýtukerling
og velti því fyrir mér hvað þeir væm eigin-
lega að gera með lífsreynslusögur í lúnum
glansblöðum á svona stað.
Og svo mikið veit ég nú að það er ekki
hlaupið að því að komast í klúbb á íslandi.
IÐUNN STEINSDÓTTIR .
í tiiefni af opnun söluumboðs á Suðurnesjum fyrir Bílvang sf.
höldum við veglega bílasýningu laugardag og sunnudag
hjá Bílabragganum, Bakkastíg 14, Njarðvíkum,
frákl. 13-17
j mmr/
^ BíLVANGUR sf
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
BÍLABRAGGINN
Bakkastíg14
Njarðvíkum S. 92-14418