Morgunblaðið - 13.02.1988, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
19
Það eru fleiri en Neytendasamtökin sem vilja stöðva eggjahljóðið í litlu gulu hænunni...
aðstöðu að hafa aðrar tekjur með
eggjaframleiðslunni og geta því
væntanlega þraukað lengur á erfið-
leikatímum en sumir af þeim stærri.
Þannig gátu þeir knúið á um skipt-
ingu framleiðslunnar. Eigendur
stærri búanna höfðu líka verið að
linast í afstöðu sinni eftir því sem
stríðið stóð lengur og staða þeirra
versnaði og náðist þama fullkomin
samstaða um framleiðslustjómun og
hækkun verðsins.
Afskipti fóðursal-
anna af markaðnum
Afstaða fóðursalanna hafði líka
áhrif. Hörð samkeppni er á milli fóð-
ursalanna og hafa þeir í mörgum
tilvikum haldið framleiðendum gang-
andi þó þeir ættu að vera komnir í
rekstrarþrot. Þetta hafa þeir í sum-
um tilvikum getað gert með erlend-
um lánum. Dæmi eru um að framleið-
endur skuldi yfír eins árs fóðurút-
tekt. Fóðursalamir gera þetta til að
halda í sinn hluta af fóðurmarkaðn-
um. Fóðurskuldir em almennar kröf-
ur í þrotabúum og ef fóðursalamir
hætta að lána framleiðanda og hann
fer á hausinn getur fóðursalinn átt
á hættu að tapa öllum sínum kröfum.
Þeir vilja því í mörgum tilvikum taka
áhættuna og halda framleiðendunum
gangandi enn um sinn í þeirri von
að ástandið lagist og bændumir
greiði skuldir sínar að lokum. Þama
er um verulegar upphæðir að ræða
því á síðasta ári var fóðurnotkun
alifuglabænda tæp 20 þúsund tonn
að verðmæti 350—400 milljónir kr.
Fróðir menn telja að fóðurskuldir
alifuglabænda séu nú á annað hundr-
að milljónir kr.
Fóðursali sem rætt var við sagðist
ekki geta stöðvað menn sem hann
væri búinn að hjálpa af stað. Kjúkl-
ingabændur hefðu til dæmis lent í
sölusamdrætti vegna salmonellusýk-
ingar í fyrra. Hann sagði að ef það
gengi eftir sem nú væri búið að setja
upp í framleiðslustjómuninni yrðu
sínir viðskiptavinir komnir á græna
grein í árslok.
Sem dæmi um stöðu framleiðenda
má nefna bónda sem framleiðir 7
tonn af eggjum á mánuði og hefur
engar aðrar tekjur. Þetta er tæplega
meðalbú en mjög vel rekið að mati
kunnugra. Fóðurkostnaðurinn er
rúmlega 500 þúsund krónur á mán-
uði en vegna fóðurskulda sem safn-
ast hafa saman á erfiðleikatímunum
skuldar bóndinn um 6 milljónir hjá
fóðursalanum og hækka dráttarvext-.
imir fóðurreikninginn um 50% eða
upp í 750 þúsund krónur. Vitaskuld
er aðstaðan misjöfn og þetta sjálf-
sagt með verri dæmum, en ætli það
þurfi ekki talsvert til að koma til að
þetta dæmi gangi einhvern tímann
upp?
Eftir 2V2 árs verðstríð er staðan
nánast óbreytt í eggjaframleiðslunni:
markaðurinn ekkert stærri þrátt fyr-
ir verðstríð og undirboð, lítið um að
menn hætti, mismunurinn á milli
framleiðenda ekki nógu mikill og
enginn gefur eftir. Framundan sáu
þeir fram á að fara saman á hausinn
eða ná samkomulagi um leikreglur
á markaðnum sem menn væru
neyddir til að virða.
Rykið dustað af hug-
myndum um samlag
í umræðum eggjabænda um
björgunaraðgerðir hefur hugmynd-
inni um eggjasamlag sem hefði
einkarétt á sölunni aukist fylgi.
Framleiðendur ákváðóKþó að leggja
þessa hugmynd til hliðar í bili og
sýna fyrst fram á að eggjaverðið
myndi ekki hækka við opinbera verð-
lagningu, eins og einn eggjabóndi
orðaði það í samtali við blaðamann.
Mikil samkeppni hefur einnig ver-
ið á kjúklingamarkaðnum. Haustið
1985 var heildsöluverð á kílói af
kjúklingum 260 krónur og í nóvem-
ber var það hækkað í 288 krónur.
Hækkunin kom í raun ekki til fram-
kvæmda heldur fóru kjúklingamir á
útsölu vegna offramboðs og
verðstríðs. Verðið fór niður í um 200
krónur. Kjúklingar voru síðan á út-
sölu mikinn hluta ársins 1986 og um
haustið keyptu verslanirnar kjúkling-
ana á 170—180 krónur kílóið. Það
verð er langt undir skráðu heildsölu-
verði 0g í raun undir skilaverði til
bænda. Sláturhúsin fengu þannig
ekkert upp í sinn kostnað, hvorki við
slátrun né birgðahald sem var tölu-
vert. Stærsta sláturhúsið, Hreiður
hf. í Mosfellssveit, greiddi bændum
með vfxlum og gat síðan ekki greitt
víxlana þannig að bændurnir hafa
setið uppi með tapið. Hreiður hefur
rambað á barmi gjaldþrots vegna
áfalla, sérstaklega frá árinu 1986.
í þessari stöðu hófust umræður
meðal kjúklingabænda um fram-
leiðslustjómun og var heildsöluverðið
hækkað upp í 245 krónur. Það hélst
fram á vor 1987 og var þá hækkað
aftur. Aftur hækkuðu kjúklingamir
síðastliðið haust vegna nýs kjamfóð-
urskatts en þessar hækkanir voru
falskar, að minnsta kosti að hluta
til, þvi framleiðendur juku afslátt
sinn á móti. Erfítt er því að gera sér
grein fyrir raunverulegu heildsölu-
verði.
Þegar samstaða var komin meðal
eggjabænda um framleiðslustjómun
ákváðu kjúklingabændur að vera
með og var reglugerðinni brevtt á
síðustu stundu í þá veru í land-
búnaðarráðuneytinu.
Það er skoðun margra kjúklinga-
bænda sem studd er með dæmum
frá undanfömum mánuðum og árum
að ekki þýði fyrir þá aö bjóða kjúkl-
ingana á lægra verði en nú er. Þeim
verði alltaf refsað fyrir það af stjórn-
völdum sem beri ábyrgð á sölu
lambakjötsins vegna búvömsamn-
inga ríkis og bænda og þoli ekki
samkeppnina. Dæmi um þetta sé
álagning sífellt nýrra kjamfóður-
skatta. Og þó hætt yrði að framleiða
kjúklinga hér innanlands og ódýrir
kjúklingar fluttir inn í staðinn, myndi
sami hlutur gerast, stjómvöld myndu
sjá til þess að kjúklingamir ógnuðu
ekki sölu á kindakjöti. Þeir segja að
þetta sé staðreynd sem þeir hafi nú
neyðst til að viðurkenna og þetta
verði svona þar til búið verði að leysa
vandamál hefðbundnu búgreinanna.
Kallaðir inn á teppið
Framleiðendur 0g landbúnaðar-
ráðherra fengu hörð viðbrögð á
ákvörðunina um framleiðslustjómun.
Enda ekki við öðm að búast þar sem
Neytendasamtökin og kaupmenn
höfðu lengi barist gegn þessu' máli.
Neytendasamtökin boðuðu blaða-
mannafund og mótmæltu óvenju
harðlega og em samtökin þó ekki
þekkt fyrir hógværð í orðalagi yfir-
lýsinga. Gáfu samtökin út eigið verð,
töluvert langt fyrir neðan það verð
sem framleiðendur vom með á vömm
sínum, og hvöttu kaupmenn til að
kaupa egg og kjúklinga ekki á hærra
verði. Fram komu upplýsingar um
mikinn mun á verði þessara afurða
hér og erlendis. Hagkaup leitaði eft-
ir tilboðum erlendis og sótti um leyfi
til að flytja þessar vömr inn, taldi
sig geta boðið innflutta kjúklinga og
egg á miklu lægra verði en innlenda
framleiðslu. Bakarameistarar hafa
einnig lagt fram sams konar ósk. í
búvörulögunum em skýr ákvæði um
að innflutningur landbúnaðarvara
skuldi því aðeins leyfður að Fram-
leiðsluráð staðfesti að innlend fram-
leiðsla fullnægi ekki neysluþörfínni.
Telja ýmsir fuglabændur í ljósi þessa
að innflutningshugmyndir Hag-
kaupsmanna séu einungis settar
fram í áróðurstilgangi.
Eigendur verslana hafa reynt með
ýmsum ráðum að bijóta skörð í sam-
stöðu framleiðenda. Sem dæmi um
þetta má nefna að stjórnendur Hag-
kaups kölluðu nokkra helstu fram-
leiðendur eggja og kjúklinga á fund
og lögðu hart að þeim að snúa við
og hjálpa þeim og Neytendasamtök-
unum að bijóta niður kerfíð. Pálmi
Jónsson stofnandi Hagkaups var á
þessum fundi ásamt forstjóra og
öðmm helstu stjómendum fyrirtæk-
isins og sýnir það hvað Hagkaup
leggur mikla áherslu á þetta mál.
En bændumir neituðu. Þeir alifugla-
og svínabændur sem em í Verslunar-
ráði íslands vom einnig kallaðir á
teppið þar og var erindið það sama.
I gagnrýni Neytendasamtakanna
hefur því verið haldið fram að nú
þegar þetta vígi (alifuglaræktin) sé
fallið komi svínaræktin á eftir með
kvóta og garðyrkjan bíði í gættinni.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins er ekki á dagskrá að setja
kvóta á svínakjötsframleiðslu eða
grænmetisframleiðslu. Garðyrkju-
bændur em að setja upp uppboðs-
markað á grænmeti þar sem verð
þeirra afurða mun myndast. Sala á
svínakjöti hefur aukist jafnt og þétt
undanfarin ár og er því ekki offram-
leiðsla í greininni þó framleiðslan
hafí aukist vemlega. Búist er við
töluverðri framleiðsluaukningu á
þessu ári og ekki vitað hvemig mark-
aðurinn bregst við henni. Ef langvar-
andi útsölur verða má búast við að
upp komi raddir um framleiðslu-
stjómun í svínaræktinni þó slíkt sé
ekki á dagskrá nú þegar jafnvægi
ríkir.
Áfram ákveðin sam-
keppni í sölunni
Framleiðendur lágu undir gagn-
rýni fyrir að verðleggja áfram vömr
sínar eftir að búið væri að loka stétt-
inni og takmarka framleiðsluna með
kvóta. Ákváðu þeir að óska eftir því
að sexmannanefnd tæki að sér að
verðleggja egg og kjúklinga og nutu
til þess stuðnings Stéttarsambands
bænda. Samkvæmt búvömlögum
verður sexmannanefndiri að vinna
þetta verk, sé þess óskað af þessum
aðilum. Sexmannanefnd hefur þegar
hafíð undirbúning að verðlagningu.
Verður hún að semja um verðlags-
gmndvöll og ákvarða verðið. í sex-
mannanefnd em þrír fulltrúar fram-
leiðenda og þrír fulltrúar neytenda
og ef ekki næst samkomulag í nefnd-
inni þarf yfímefnd að úrskurða.
Oddamaður yfímefndar er skipaður
af Hæstarétti.
Ósk framleiðenda um opinbera
verðlagningu hefur sætt gagnrýni,
en hún er í raun bein afleiðing fram-
leiðslustýringarinnar. Varla er hægt
að tala um eðlileg skilyrði fijálsrar
verðmyndunar í atvinnugre'm sem
búið er að loka á þennan hátt og
takmarka framleiðsluna með stjóm-
valdsaðgerðum. Hlýtur ósk bænda
um verðlagningu sexmannanefndar
því að vera eðlileg afleiðing af stjóm-
uninni. Segja bændur að gagnrýni á
þessa ákvörðun þeirra lýsi óþarfa
vantrausti á fulltrúa neytenda í sex-
mannanefnd. Afleiðingamar verða
síðan þær að verðið til framleiðenda
og væntanlega einnig í heildsölu
verður njörvað niður og ekkert hægt
að hreyfa það til eftir aðstæðum á
markaðnum, því samkvæmt búvöm-
lögunum má enginn selja vömr á
öðm verði en ákveðið er. Það mun
setja framleiðendum vemlegar
skorður í sölu því eins og fram hefur
komið er mikið um afslátt til versl-
ana og óvíst hvort hann verður leyfi-
legur eftir að verðlagning fer í þenn-
an farveg.
Ákveðin samkeppni er þó áfram á
milli framleiðenda, bæði bein og
óbein. Eggjabændur selja áfram hver
fyrir sig og töluverð samkeppni er á
milli kjúklingasláturhúsanna. Þá
verður að gera ráð fyrir að verðlagn-
ing afurðanna verði við það miðuð
að meðalbú og betri komist af, en
lélegri framleiðendur geti ekki búist
við tryggri afkomu. Ákveðin sam-
keppni verður því innan greinarinnar
bæði í sölu, hagkvæmni og að ein-
hveiju leyti.
Eftir að sexmannanefnd hefur
verðlagt egg og kjúklinga má búast
við að kjúklingamir verði einnig
verðlagðir í heildsölu og þá af fimm-
mannanefnd sem starfar undir for-
sæti verðlaggstjóra. Fimmmannar
nefnd getur þó ákveðið að verðleggja
afurðimir ekki í heildsölu ef sam-
keppni er talin næg í greininni.
Misvísandi verð-
útreikningar
Neytendasamtökin hafa gefið út
tölur um áætlaðan kostnað við fram-
leiðslu eggja og kjúklinga hér á landi
miðað við kostnað í Danmörku og
„með tilliti til sérstöðu á íslandi".
Segja reiknimeistarar samtakanna
að heildsöluverð kjúklinga í Dan-
mörku sé 111,50 kr. á kíló en 399
krónur hér, samkvæmt ugplýsingum
landbúnaðarráðuneytis. Áætla þeir
raunverulegan kostnað þama á milli,
eða 160 krónur á kíló. Munar þama
miklu á nær öllum liðum. Sem dæmi
um mun á útreikningum Neytenda-
samtakanna og þeim sem þau segj-
ast hafa frá landbúnaðarráðuneytinu
má nefna: kaup á daggömlum kjúkl-
ingum 17,50 kr. í staðinn fyrir 71
kr., fóður og flutningar á fóðri 64
kr. í stað 148 kr., laun og launa-
tengd gjöld 2 kr. í stað 20 kr. og
sláturkostnaður 63,50 kr. í stað 120
kr.
Samtökin segja að kostnaður við
að framleiða kíló af eggjum í Dan-
mörku sé 71 króna en 234 krónur
hér á landi, samkvæmt sömu upplýs-
ingum ráðuneytisins. Þau áætla sitt
verð 123 krónur. Sem dæmi um út-
reikninga Neytendasamtakanna á
kostnaði við hveija varphænu má
nefna að þau áætla „afskrift hænu“
266 kr. en segja að sá kostnaður sé
nú 668 kr. skv. upplýsingum ráðu-
neytisins, fóður 869 kr. á móti 1.093
kr. og laun og launatengd gjöld 69
kr. í stað 242 kr.
Framleiðendur eru mjög ósáttir
við verðsamanburð Neytendasam-
takanna en geta ekki rætt einstaka
liði þar sem þeir hafa ekki verið lagð-
ir fram sundurliðaðir fyrr en nú. í
samtölum við þá voru m.a. nefndar
eftirfarandi skýringar á þeim mun
sem virðist vera á verði eggja og
kjúklinga hér og erlendis:
Lítill markaður og litlar fram-
leiðslueiningar.
Lakari stofnar hér og úrkynjun
vegna takmarkaðs og óreglulegs inn-
flutnings og þá eingöngu frá Noregi
þar sem lakari stofnar eru en víða
annars staðar.
Hærri fóðurkostnaður.
Fóðurbætisskattur og almennt
meiri skattlagning.
Flutningskostnaður til landsins á
rekstrarvörum.
Hærri stofnkostnaður þar sem hér
eru gerðar meiri kröfur til húsa og
aðbúnaðar fugla en víða erlendis.
Strangari reglur hér um lyfjanotk-
un, bæði í fugla og fóður. („Erlendir
bændur telja sig ekki geta stundað
alifuglarækt án þeirra sýklahemjandi
lyfja sem þar eru notuð en bönnuð
hér.“)
Dýrara sölukerfi.
Dýrari slátrun vegna minni slátur-
húsa.
Herkostnaður vegna langvarandi
verðstríðs og undirboða sem fram-
leiðendur þurfa að vega upp með
hærra verði síðar.
Mikill fjármagnskostnaður vegna
hárra vaxta og ófullnægjandi fjár-
mögnunar í upphafí þar sem ekki
fást stofnlán en uppbygging fjár-
mögnuð með skammtímaskuldum og
með fé úr rekstri.
Ekki skal lagður dómur á hvor
aðili hafi rétt fyrir sér, Neytendasam-
tökin eða framleiðendur, en þarna
ber greinilega æði mikið á milli.
Mörg stór orð hafa fallið í
„hænsnastríðinu" og ljóst að ekki er
séð fyrir endann á því. Reglugerð
landbúnaðarráðherra er staðreynd
og er þegar farið að vinna eftir henni
að hluta. En Neytendasamtökin,
Hagkaup og fleiri vinna skipulega á
móti framkvæmdinni og munu ekki
hætta því í bráð. Tíminn verður því
að leiða i ljós hver hefur sigur í bar- '■
áttunni þegar upp verður staðið.
Sjá einnig viðtöl á bls. 48 og 49