Morgunblaðið - 13.02.1988, Page 23

Morgunblaðið - 13.02.1988, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FÉBRÚAR 1988 23 ________________________ihkEgíM mífí Umsjónarmaður Gísli Jónsson 424. þáttur Mynd/Norðurmynd Akureyrarmeistarar í brids 1988 Sveit Kristjáns Guðrjónssonar varð nýlega Akureyrarmeistari í sveita- keppni 1988. Aftari röð frá vinstri: Hilmar Jakobsson og Jón Sverris- son. Fremri röð: Dísa Pétursdóttir, Kristján Guðjónsson og Soffía Guð- mundsson. Arnór Ragnarsson Evrópumót yngri spilara í Búlgaríu Bridssamband íslands hefur hug á að senda sveit á Evrópumót yngri spilara í bridge sem haldið verður dagana 5. ágúst til 13. ágúst 1988 í Búlgaríu. Aldursmörk eru þau að spilarar séu fæddir eftir 1. janúar 1963. Auglýst er eftir umsóknum til þátttöku í forkeppni eða forvali um skipan landsliðs. I umsókn komi fram: 1. Nöfn spilara. 2. Heimilisfang. 3. Sími. 4. Fæðingard. og ár. Umsóknum sé komið á skrifstofu Bridssambands íslands, sendar í pósti eða hringdar inn (91- 689360). Umsóknir skulu hafa bor- ist fyrir 20. febrúar 1988. (Frá Bridssambandi íslands.) íslandsmót kvenna og yngri spilara Bridssambandið minnir á skrán- inguna í íslandsmót kvenna og yngri spilara í sveitakeppni, sem spilað verður í Sigtúni 9, helgina 20.—21. febrúar. Skráð er á skrif- stofu BSÍ. Opna stórmótið á Laugarvatni Skráning í Opna tvímennings- stórmótið sem spilað verður í Menntaskólanum á Laugarvatni laugardaginn 5. mars hefur farið mjög vel af stað. Aðeins er skráð á skrifstofu Bridssambandsins. Spilaður verður barómeter og lokað á 32—34 pör. Mjög góð verðlaun og silfurstig. Bridsfélag Akureyrar Eftir fyrsta kvöldið í Akureyrar- mótinu í tvímenningi (þátttaka 28 pör) er staða efstu para þessi: Magnús Aðalbjömsson — Gunnlaugur Guðmundsson 71 Guðmundur Víðir Gunnlaugsson — Stefán Vilhjálmsson Ámi Arason — 63 Tómas Karlsson Haukur Jónsson — 45 Pétur Jósefsson Haukur Harðarson — 45 Kristján Guðjónsson Grettir Frímannsson — 30 Stefán Ragnarsson Ámi Bjamason — 29 Kristinn Kristinsson Ragnar Gunnarsson — 27 Sigfús Hreiðarsson 27 Skráning í Opna stórmótið, sem spilað verður á Akureyri helgina 19.—20. mars nk., er hafín. Skráð er hjá BSÍ í Reykjavík og stjóm BA. Stefnt er að 50 para barómeter- keppni með afar háum peningaverð- launum. Nánar síðar. Undanrásir íslands- mótsins á Vestfjörðum 9 sveitir tóku þátt í úrtökumóti Vestfjarða fýrir íslandsmótið í sveitakeppni. Spilað var á Tálkna- fírði. Svæðið á rétt á tveimur sveit- um til íslandsmóts. Sigurvegari varð sveit Ævars Jónassonar frá Tálknafirði. Með honum spiluðu: Jón H. Gíslason, Brynjar Olgeirs- son, Egill Sigurðsson, Bjöm Sveins- son og Steinberg Ríkarðsson. í öðru sæti varð sveit Halldörs Tryggvasonar frá Þingeyri, en með honum spiluðu: Máni Laxdal, Frið- geir Magnússon og Gunnar Jóhann- esson. Röð efstu sveita: Ævar Jónasson Tálknafírði 180 Halldór Tryggvason Þingeyri 168 Þorsteinn Geirsson ísafirði 153 Kristján Haraldsson ísafirði 152 Jóhannes Bjamason Þingeyri 133 Bridssamband Vesturlands Sunnudaginn 7. febrúar sl. spil- uðu §órar sveitir af Vesturlandi til úrslita um Vesturlandsmeistaratit- ilinn í sveitakeppni í brids. Sveit Alfreðs Viktorssonar, Akranesi, varð hlutskörpust með 54 stig. Með Alfreð í sveitinni vom Gunnar M. Gunnarsson, Jón Alfreðsson, Karl Alfreðsson og Þórður Elíasson. Röð sveitanna varð þessi: Alfreð Viktorsson 54 Hörður Pálsson 48 Sjóvá 45 Ragnar Haraldsson 33 Ríkan áhuga hafa málvísir menn á því, að verða við þeirri kröfu sem Tómas Sæmundsson setti fram í inngangi Fjölnis 1835 (sjá síðasta þátt). Tómas sagði meðal annars: „Þar sem nýjar hugmyndir koma fram og þörf er á nýjum orðum, ríður á að þau séu auðskilin og málinu sem eðlilegust.“ Áhugi manna á þessu sviði hefur birst afar skýrt í mörgum bréfum til umsjónar- manns þessa þáttar, og nú und- anfarið einkum í tillögum um orð sem komið gæti í staðinn fyrir útlendu orðin robot eða róbóti. Ekki myndi Tómasi Sæmundssyni hafa þótt þau máli voru eðlileg. Enn berast mér góð bréf og skemmtilegar tillögur til úrbóta. Fyrst er hér bréf frá Páli Bergþórssyni í Reylgavík (höfundi orðsins eyðni): „Robot = robbi. Robbi er gamalt íslenskt orð og sýnist að mörgu leyti heppi- legt til að tákna það fyrirbæri, sem- sumir hafa kallað vél- menni, en gengur undir nafninu robot á erlendum málum. Þessi robbi er iðulega fyrir- ferðarmikið tæki, sem lætur nokkuð yfír sér, fyllir jafnvel heil hús, en á íslensku hafa stór- skomir og grobbnir menn stund- um verið kallaðir robbar. Robbinn er nytsamlegur og þægur eins og sauðskepna, en sumstaðar hefur tíðkast að hafa þetta orð um sauði og hrúta. Varla gegnir robbinn starfí sínu hljóðalaust, og oft mun heyrast í honum murrandi hljóð líkt og í ropandi ijúpukarra, en til er að þeir hafí verið kallaðir robbar. Það er líka kostur að robbi er alíslenskt orð og lýtur lögmálum tungunnar, en ekki sakar það heldur, að hljóðlíking- in við útlenda orðið robot er greinileg. Enda þótt orðið robbi verði tekið til þessa brúks, er engin þörf á að leggja það niður í gömlu merkingunum: sauður, grobbinri, beljaki eða ijúpukarri. Þvert á móti verður sú notkun orðsins jafnvel ennþá hnyttnari en áður, vegna líkingarinnar við sauðheimska, ropandi ruminn í verksmiðjunum: robbann.“ ★ Hér lauk fyrri þætti í bréfí Páls Bergþórssonar, og getur umsjónarmaður ekki stillt sig um að hrósa þessum skemmti- legu röksemdum. En Páll hefur ekki alveg lokið máli sínu, og hefst nú síðari hluti bréfs hans: „„í blöðum og vörpum", segir þú í þætti þínum 30. janúar og átt greinilega við útvarp og sjón- varp með orðinu vörp. Þetta líst mér ágætlega á. Mér hefur þótt heldur fordildarlegt að tala um ljósvakamiðla eða ljósvakafjöl- miðla í merkingunni útvarp og sjónvarp. Raunar lýsir það líka vanþekkingu á eðlisfræði, því að nú heldur því enginn lengur fram, að rafsegulbylgjur útvarps og sjónvarps berist í ljósvaka (eter). Það orð bjó Jónas Hall- grímsson til, og segir um það í þýðingu sinni á stjömufræði Ursins [stafsetningu haldið]: „ . -. higgja menn að ljósvaki fílli allan himingeíminn, og segja ljósið kvikni bar við hristínginn, að sínu leíti eins og hljóðið kviknar, við hristíngu jarðlopts vors.“ Síðan hafa merkilegar til- raunir sýnt, að þessi tilgáta er ékki aðeins óþörf til að skýra hvemig ljósið berst, heldur er hún beinlínis ósennileg, enda segir Ursin í stjömufræði sinni, að þetta sé vafamál. Talið um öldur ljósvakans lýsir því annað- hvort vanþekkingu, eða þá að það er sprottið af háði, sem á ekkert erindi í þessa umræðu. Það er heldur engin einföldun eða hægðarauki að nota orð, sem er samsett úr þremur eða fjórum stofnum: ljós-vaka-fjöl-miðill, síst þegar engin skynsamleg hugsun býr á bakvið." ★ Umsjónarmaður kveður Pál Bergþórsson með þökkum og hleypir að næsta bréfritara, Reyni Eyjólfssyni í Mosfellsbæ. Hann segir: „Korridu sæll, Gísli. Eg les oft þættina þína um íslenskt mál í Mbl. og hef gaman af. Mig langar að leggja orð í belg um róbótana. Mér líst ekki vel á að kalla þessi tól róbóta, orðið fellur illa að íslensku og er auk þess langt. Þá væri illskárra að tala um róba (nf. et. róbi, beygist eins og púki). Mér hefur annars dottið í hug orðið vélmi, sem er nk. stytting á orðinu vélmenni. Þetta er kk.-orð, beygist í et. [... eins og pálmi, flt. vélmar...]. Dæmi um samsetningar: ind- ustrial robot = iðnaðarvélmi. Robotics - vélmafræði. Dæmi um setningar: „Þetta verk hentar best að gera með vélma: . .. Vélminn okkar verð- ur ekki lengi að sjá fyrir þessu.“ Það væri fróðlegt að heyra álit þitt. Með bestu kveðjum." Ég þakka Reyni þetta góða bréf, og vandast nú málið. Við fyrstu sýn og ímyndaðan hljóm er ég ekki hrifínn af „vélman- um“. Mér þykir hins vegar sem fyrri uppástunga Reynis fari nærri tillögu Páls Bergþórsson- ar. En nú er orðið úr miklu að moða. Nú þarf með bestu manna yfírsýn að koma sér saman um gott orð um vélmennið. Og síðan þarf markvissa viðleitni til að festa orðið við sífellda notkun. Nýjustu uppástungumar eru forkur, robbi, róbi og vélmi. Hvað fínnst ykkur? Ég tek feg- ins hendi við svari. ★ Salómon sunnan sendir svo- fellt fréttabréf: Hér er uppfullt af íbúum heppnum og alstaðar bruggað í hreppnum; öl, kaffi og mjólk fer ofan í fólk, en blávatnið berum við skepnum. POST- OG SIMSTOÐVA A HOFUÐBORGARSVÆÐIIVU Frá og með 16. febrúar 1988 breytist afgreiðslutími póst- og símstöðva á höfuð- borgarsvæðinu. Opiðverðurfrákl. 8.30-16.30 mánudaga, þríðjudaga, miðviku- daga og föstudaga og frá kl. 8.30-18. OO fimmtudaga. R- 1 Pósthússtræti 5 Póst- og símstöðin Kópavogi R-4 Kleppsvegi 152 Póst- og símstöðin Garðabæ R-5 Rauðarárstíg 27 Póst- og símstöðin Hafnarfirði R-7 Neshaga 16 Póst- og símstöðin Seltjarnarnesi R-8 Ármúla 25 Póst- og símstöðin Mosfellsbæ R-9 Arnarbakka 2 i _ 1 ! R- W Hraunbæ 102c R-11 Lóuhólum 2-6 PÚBtútíbúMR-3, Kringlunni, nropiö mánudaga tíifústudaga frá kl. 8.30-18.00. - - ----"1-6, Umfor&ai ------ “ . Umdæmisstjóri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.