Morgunblaðið - 13.02.1988, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
Fuglavemdarfélag Islands:
FRÓÐLEGUR FUNDUR
UM REYKJAVÍKURTJÖRN
eftir Sverri Þórðarson
Nokkru fyrir jólin hélt Fugla-
verndarfélag íslands fræðslufund í
Norræna húsinu. Voru þar fluttir
tveir fyrirlestrar um Tjömina og
fuglalífið. Þeir sem þar töluðu voru
Ólafur Karl Nielsen líffræðingur og
Jóhann Óli Hilmarsson sem um
nokkurt skeið var eftirlitsmaður
með Reykjavíkurtjöm. Miðluðu þeir
fundarmönnum ótrúlega miklum
fróðleik þessa kvöldstund um þenn-
an gimstein höfuðborgarinnar,
Reykjavíkurtjöm.
Þessi fræðslufundur hófst með
því að fundarmönnum var sagt frá
sjálfri Reykjavíkurtjöm. Elstu
heimildir herma að forðum hafi hún
verið talin fullir 12 hektarar að
stærð. Það var í þá daga er Skot-
húsvegurinn hafði ekki verið lagð-
ur. Hann skipti 'Ijöminni þannig
að upp frá því hefur verið talað um
aðal tjamarsvæðið sem Norður-
Ijömina og Syðri-Tjömina sunnan
Skothúsvegar, í sjálfum Hljóm-
skálagarðinum. Norður-Tjömin
hafði náð langleiðina að Alþingis-
húsinu og Dómkirkjunni. Nú er
'Ijömin, þ.e.a.s. þetta svæði sem
hér hefur verið lýst, talin ná yfir
um 9 hektara alls. En vatnasvæði
Tjamarinnar er stærra. Sunnan
Hljómskálagarðsins og Hringbraut-
arinnar em tvær tjamir sem til-
heyra vatnasvæði Tjamarinnar. Er
önnur þeirra Vatnsmýrartjöm, en
hin Hústjöm. Svo nefnist tjömin
litla við Norræna húsið.
Fyrirlesaramir gerðu fundar-
mönnum mjög glögga grein fyrir
fuglalífi Tjamarinnar og sögðu frá
hinum Qölmörgu fuglategundum
sem telja verður með fasta búsetu
þar. Nefndu þeir jafnvel tölur yfir
iQölda einstaklinga af hinum ýmsu
fuglategundum. Einnig greindu þeir
frá því að álitlegur hópur flækings-
fugla hefur árvissa viðkomu á
Tjöminni og er þar lengur eða
skemur. Sýndar vom myndir og
kort sem sýndu sveiflur í fjölda ein-
stakra fuglategunda m.m. Var auð-
heyrt að fuglafræðingar og aðrir
fræðimenn sem láta sig skipta
fuglalífið á Tjöminni, hafa viðað
að sér miklum og gagnlegum fróð-
leik um þennan þátt lífríkisins. Á
sumrin skipta fuglamir á Tjöminni
hundmðum.
En þeir ræddu líka um umhverfi
Reykjavíkurtjamar frá sjónarmiði
fuglanna, það er að segja framtíðar-
horfumar fyrir fuglalífið á
Reykjavíkurtjöm. Þar skiptir að
sjálfsögðu höfuðmáli vatnsbúskap-
ur Tjamarinnar. Varðandi hann
þarf margt að athuga gaumgæfi-
lega. Eins og horfir þarf að fara
varlega. Skurður sem liggur sunnan
úr Vatnsmýrinni norður eftir mýr-
inni, og undir Hringbrautina í Suð-
ur-Tjömina flytur allt vatnið í
Ijömina. Uppi em ráðagerðir um
að sunnan Hringbrautarinnar rísi
hús og byggingar, jafnvel stórbygg-
ingar. Er að sjálfsögðu óhjákvæmi-
legt að gera nauðsjmlegar ráðstaf-
anir tímanlega til þess að þessi
skurður skili áfram sínu hlutverki
sem lífæð Reykjavíkurtjamar, eða
að tímanlega verði leitað þeirra
ráða sem duga til að tryggja vatns-
búskap Tjamarinnar, verði ekki hjá
því komist að valda röskun sem
jrrði til þess að þessi skurður í
Vatnsmýrinni tepptist.
Fuglafræðingar og þeir sérfræð-
ingar sem gjörst vita um fuglalífið
við 'Ijömina telja að suður í Vatns-
mýrinni sé um að ræða alls um 50
hektara lands. — Fyrir all nokkmm
ámm hafði einhver nefnd á vegum
Reykjavíkurborgar fengið tillögu
þess efnis að innan þessa svæðis
yrði afgirt og friðuð rneð öllu svo
sem 5 hektara spilda. Á því svæði
er varpland fuglanna yið Tjömina,
ekki aðeins andanna heldur og
mófugla. Því skal skotið inn hér að
æðarfuglinn gerir sér ekki hreiður
á þessu svæði. Hann heldur sig í
sjálfum tjamarhólmunum er að
hreiðurgerð kemur. Gert var kort
af þessu friðlýsta svæði og málið
allt undirbúið til frekari úrvinnslu
hjá borgaryfirvöldum. En lítið mark
virðist hafa verið tekið á þessum
tillögum og þær dagað uppi ein-
hversstaðar í kerfinu. En það er í
sjálfu sér fagnaðarefni að þær em
til og eiga sennilega engu minni
rétt á sér nú en hér fyrr á ámm.
Fyririesaramir viku máli sínu í
sambandi við lífríki Tjamarinnar
að botnleðjunni í henni. Því hefði
verið hrejrft að rétt væri áð dæla
eða grafa upp botnleðjuna. Við því
var varað á þessum fræðslufundi,
að ganga í það af einhveiju offorsi
eins og verið væri að grafa mógraf-
ir með stórvirkum vélskóflum. Fram
kom að botnleðjan er matarkista
andamnganna fyrst eftir að þeir
koma á Tjömina. f botnleðjunni
finna þeir æti, t.d. krabbadýr. Það
tekur ungana nokkum tíma að venj-
ast annarri fæðu sem býðst, t.d.
brauðinu. Því væri botnleðjan mikil-
væg fyrir ungviðið og nauðsynlegt
að fella rannsóknimar á henni að
öðmm þeim rannsóknum sem að-
kallandi em í sambandi við viðhald
fuglalífsins á Tjöminni.
Fyrirlesaramir sögðu fundar-
mönnum ítarlega frá sjálfu fuglalíf-
inu á Tjöminni og birtu máli sínu
til frekari skýringar kort og myndir
af fuglategundum sem þar teljast
heimilisfastar og alimargar tegund-
ir fugla, sem flokkast undir flæk-
ingsfugla og hafa þar lengri eða
skemmri viðdvöl.
Var auðheyrt að fuglafræðingar
og aðrir sérfræðingar fylgjast náið
með fuglalífinu á Tjörninni. Eiga
þeir í fómm sínum miklar og ítar-
legar upplýsingar um hinn mikla
fjölda einstakra fuglategunda sem
halda sig á Tjöminni. A Tjörninni
em að staðaldri yfír sumarmánuð-
ina fleiri hundmð fuglar.
Síðan þessi fræðslufundur var
haldinn í Fuglavemdarfélaginu
hafa blöðin flutt þau tíðindi að
Reykjavíkurborg ætlar að snúa sér
til náttúmfræðinga um að fram-
kvæma víðtækar rannsóknir á
fugla- og lífríki Tjamarinnar eins
og það er oft kallað: Allt lífsmynstr-
ið sem á einn eða annan hátt teng-
ist fuglalífinu þar. Er það vissulega
fagnaðarefni, enda aðkallandi m.a.
vegna fyrirhugaðra framkvæmda á
svæðinu sunnan Tjamarinnar, en
þar er gert ráð fyrir ýmsum meiri-
háttar mannvirkjum sem snerta
mun náttúmmynstrið og getur auð-
veldlega haft áhrif á fuglalífið.
Eins og sagt var frá hér að ofan
höfðu einhverjir í kerfinu fengið
afhent einhvers konar vinnuplagg,
ábendingar til bæjaryfirvalda um
friðunaraðgerðir suður f Vatns-
mýrinni, sem ekki hafa komið í ljós
síðan.
En nokkm eftir að þessi desem-
berfundur í Fuglavemdarfélaginu
var haldinn gerði borgarráð og
borgarstjóm samþykkt um að láta
fara fram ítarlega rannsókn á
vatnasviði Tjamarinnar. Leitað yrði
eftir samstarfí við Náttúruvemdar-
ráð. Þar segir um rannsóknina m.a.:
Einkum skal athuga með hvaða
hætti endumýjun vatns í Tjöminni
á sér stað. Hvaða áhrif framtíðar-
byggingar geti haft í þeim efnum,
svo og þýðing þess að Reykjavíkur-
flugvöllur og umhverfi hans sé í
óbrejdtri mjmd annars vegar og
hins vegar hver áhrif þess yrðu, ef
flugvöllurinn yrði lagður niður og
íbúða- og þjónustubyggð skipulögð
á svæðinu? Kannað verði samhengi
náttúmlegs umhverfis Tjamarinnar
við það dýralíf sem þar þrífst, eins
og segir í samþykktinni. Þá verði
skoðað með hveijum hætti megi
stemma stigu við vaxandi leðjufyll-
ingu í Tjöminni, án þess að skaða
það dýralíf, sem henni tengist.
í samþykktinni segir að heimila
skuli borgarstjóra að leita til inn-
lendra og erlendra aðila sem hafa
mesta þekkingu og besta í þessum
efnum.
Náttúmvemdarráð hefur þegar
fjallað um þetta mál og tilnefnt tvo
fulltrúa sína í samstarfsnefndina
um þessi mál. Það em þeir: Gísli
Már Gíslason vatnalíffræðingur og
Einar E. Sæmundsen landslagsarki-
tekt. Þeir eiga báðir sæti í Náttúm-
vemdarráði.
Höfundur er blaðamaður.