Morgunblaðið - 13.02.1988, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
mam Vínarráðstefnan:
Skilnaði lokið
Reuter
Joan Collins (t.v.) svarar spurningum fréttamanna með bros á
vör þegar endanlega hafði verið gengið frá skilnaði þeirra Pet-
er Holm, sem er lengst til hægri á myndinni. Málaferlum lauk
með þvi Collins sættist á að borga Holm 180 þúsund doUara, eða
6,7 milljónir íslenzkra króna. Þar af greiðast 98 þúsund dollarar
sem vangoldin þóknun fyrir að sýsla með auð eiginkonunnar.
Auk þessa heldur Holm bifreið að verðmæti 40 þúsund dala, sem
þau keyptu á sínum tima. Hins vegar fær Collins 400 þúsund
dollara villu í Suður-Frakklandi.
Glasnost hvorki fram-
fylgt í orði né verki
Vín, frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
FULLTRÚAR vestrænna ríkja á Ráðstefnu um öryggi og samvinnu
í Evrópu (RÖSE) í Vínarborg hafa orðið fyrir vonbrigðum með
hversu lítil áhrif glasnost-stefna Mikhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga
hefur haft á framvindu mála á ráðstefnunni. „Það er eins og sov-
ésku fulltrúarnir hafi ekki fengið fyrirmæli um að vinna í anda
glasnost-stefnunnar," sagði Hjálmar Hannesson, sendifulltrúi íslands
á ráðstefnunni. „Framkvæmd hennar kemur hvorki fram í ræðum
fulltrúanna né í viðbrögðum þeirra við tillögum okkar, sérstaklega
á sviði mannréttindamála. Þetta veldur miklum vonbrigðum.“
Yfir 150 tillögur hafa verið lagð-
ar fram á ráðstefnunni síðan hún
.hófst í nóvember 1986. Það er
tímafrekt að semja um hin ólíku
sjónarmið sem koma þar fram og
ráðstefnan hefur þrívegis verið
framlengd. Viðræðum um öryggis-
mál og viðskipti hefur þó þokað
nokkuð vel áfram en mannréttinda-
mál draga ráðstefnuna á langinn.
„Það er tregða við að samþykkja
tillögur vestrænna þjóða sem eru í
I
NÁMSKEIÐ í SICUNCUM
verða í júní, júlí og ágúst
CRUNNNÁMSKEIÐ
IKI. 8-16 mánudaga - föstudaga, 5 daga námskeiö. 40 klst.
samræmi við glasnost," sagði
Hjálmar. „Við höfum meðal annars
lagt til að ákveðin tímamörk verði
sett á afgreiðslu ferðaumsókna
þeirra Sovétborgara sem vilja heim-
sækja dauðvona ættingja erlendis
svo að leyfin verði ekki veitt þegar
það er um seinan; að frelsi til trúar-
bragðafræðslu verði aukið; og að
ákvæðum um ævilangt ferðabann
þeirra sem hafa einhvem tíma haft
vitneskju um atriði varðandi öryggi
Heimsækir
Gorbatsjov
páfa í apríl?
London, Reuter.
DAGBLAÐ kaþólikka í Bret-
landi hefur greint frá því að
Míkhaíl Gorbatsjov, Sovét-
leiðtogi, heimsæki Jóhannes
Pál páfa II. í apríl.
í dagblaðinu The Universe
er haft eftir háttsettum heim-
ildarmönnum innan kaþólsku
kirkjunnar að leynilegar við-
ræður hafi átt sér stað í nokkra
mánuði þar sem heimsókn
Gorbatsjovs í Páfagarð hafi
verið undirbúin.
Talað er um að Gorbatsjov
heimsæki páfann um leið og
opinber heimsókn hans í Ítalíu
standi yfir, en að sögn ítalskra
embættismanna hefur ekki ver-
ið ákveðið hvenær Gorbatsjov
komi til Ítalíu, þótt þeir búist
við að það verði á þessu ári.
Talsmenn páfa hafa áður sagt
að Gorbatsjov væri velkominn
í Páfagarð þegar hann heim-
sæki Italíu.
ríkisins verði breytt, til að nefna
örfá dæmi. Kommúnistaríkin hafa
ekki fallist á neina þessara til-
lagna.“
Fulltrúum landanna 35, sem und-
irrituðu Helsinki-sáttmálann, var
boðið til Feneyja á fund um mann-
réttindamál um síðustu helgi. Þar
voru fulltrúar flóttamanna, andófs-
manna og talsmenn helstu mann-
réttindahreyfínga á Vesturlöndum
saman komnir. Fulltrúar Sovétríkj-
anna sóttu fundinn og sátu undir
harðri gagnrýni um mannréttinda-
brot. „Þetta var í fyrsta skipti sem
fulltrúar Sovétríkjanna sækja
slíkan fund. Þeir sögðu að breyting-
ar stæðu fyrir dyrum í Sovétríkjun-
um og menn yrðu að sýna þolin-
mæði,“ sagði Hjálmar. „Það má
vera en við höfum ekki orðið varir
við að þeir vilji skjalfesta þessar
breytingar hér í Vín.“
Vínarráðstefnunni átti fyrst að
ljúka í júlí á síðasta ári. Hjálmar
sagði að vonir stæðu nú til að sam-
komulag um öll helstu atriðin
næðist fyrir páska og gengið yrði
frá lokaskjali að páskafríi loknu.
'Lokasamþykktir þeirra ráðstefna,
sem boðað hefur verið til í því skyni
að fylgja eftir Helsinki-sáttmálan-
um, verða að vera samþykktar ein-
róma. Ein þjóð getur því staðið í
vegi fyrir að þeim ljúki, eins og
gerðist þegar Malta þráaðist við að
samþykkja lokaskjal Madrid-fund-
arins í þijá mánuði. Hjálmar átti
ekki von á að svipað gerðist í Vín.
„Tregða Austur-Evrópuríkjanna er
væntanlega bragð til að ná fram
sem flestum af kröfum þeirra á
sviði öryggis- og efnahagsmála.
Þau munu væntanlega gefa eitt-
hvað eftir í mannréttindamálum
alveg undir lok ráðstefnunnar þótt
rúmensku fulltrúamir, til dæmis,
virðist nú vera óhagganlegir."
Samhliða Vínarráðstefnunni fara
fram undirbúningsfundir 23 aðild-
arríkja NATO og Varsjárbanda-
lagsins fyrir viðræður um fækkun
herafla allt frá Atlantshafí til Úral-
fjalla. Hjálmar sagði að mikil tor-
tryggni ríkti milli þjóða bandalag-
anna tveggja og gerð erindisbréfs
fyrir viðræðumar gengi seint.
B
Kl. 18-22 aö kvöldisömu daga og kl. 8-18 laugardag og
sunnudag. 40 klst.
Þátttökugjald í grunnnámskeiöi er kr. 12.000. Fjöldi nemenda á
hverju námskeiöi: 5.
Siglt er á skútu skólans frá Reykjavík um Faxaflóa og nágranna-
hafnir heimsóttar.
FRAMHALDSNÁMSKEIÐ
10 daga sigling og búið um borð. Siglt er á stærri skútu um
Breiðafjörð og til Vestfjarða.
Þátttökugjald kr. 24.000,- fæði undanskilið.
Á NÁMSKEIÐUM SKÓLANS SAFNA NEMENDUR REYNSLUTÍMA TIL
RYA RÉTTINDA í SÉRSTAKA SJÓFERÐABÓK. SKIPSTJÓRI STAÐFESTIR
SÍCLINCA TÍMANN.
INNRITAÐ verður í húsnæði skólans að Lágmúla 7
alla virka daga næstu viku kl. 16-18.
Á sama tíma má fá nánari upplysingar í síma 68 98 85.
Innritunargjald er 25% þátttökugjalds. KREDITKORTAÞJÓNUSTA.
Bandaríkin:
Marijúana margfalt
hættulegra en tóbak
Boston. Reuter.
marijúanavmdlingum er þrisvar
sinnum meiri tjara og fimm sinn-
um meiri kolsýringur en í hefð-
bundnum tóbakssígarettum Kom
þetta fram í rannsókn visinda-
manna við Kaliforníuháskóla.
Niðurstöðumar, sem birtust í
fyrradag í hinu virta læknariti New
England Joumal of Medicine, þykja
skýra hvers vegna fólk, sem reykir
þrjá eða fjóra marijúanavindlinga á
dag, verður fyrir sömu lungna-
skemmdum ogþeir, sem reykja heilan
pakka af venjulegum sígarettum. Það
kom líka í ljós, að þeir, sem reykja
marijúana, draga reykinn betur að
sér og halda honum fjórum sinnum
lengur ofan í lungunum en sígarettu-
reyknum. Við það vaxa eituráhrif
marijúanareyksins um allan helming.
Þegar marijúana er reykt, „er fjórum
sinnum meiri tjara í lungunum en
þegar venjulegar sígarettur eru
reyktar", sagði Tzu-Chin Wu, einn
vísindamannanna.
Hingað til hafa margir haldið, að
marijúanareykingar væru hættu-
minni fyrir lungun en sígarettur-
eykingar vegna þess, að marijúana-
neytendur reyki til jafnaðar fáa vindl-
inga á dag en nú hefur annað komið
á daginn. Auk þess er það svo, að
þeir, sem reykja marijúana, nota
undantekningarlítið venjulegar síga-
rettur einnig.
Sovétríkin:
22 menn lét-
ust í árekstri
Moskvu. Reuter.
TUTTUGU og tveir létu lífið þeg-
ar strætiavagn varð fyrir járn-
brautarlest í bænum Totskoje í
Suðaustur-Rússlandi síðastliðinn
þriðjudag.
Var skýrt frá þessu í blaðinu Sov-
jetskaja Rossíja og sagði þar, að öku-
maður strætisvagnsins hefði ekki virt
aðvörunarljós við lestarteinana.
Margar sjúkrabifreiðar komu strax á
vettvang en „tuttugu og tveimur varð
ekki bjargað" sagði i blaðinu, sem
hafði það eftir lögreglunni, að slysið
mætti eingöngu rekjatil glæpsamlegs
kæruleysis.