Morgunblaðið - 13.02.1988, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
45
^ spurt og svarad
I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS1
Nýju
húsnæðislánin
HÉR Á eftir fara spurningar sem lesendur Morgunblaðsins hafa
beint til þáttarins Spurt og svarað um nýju húsnæðislánin og
svör Húsnæðisstofnunar ríkisins við þeim. Þjónusta þessi er í
þvi fólgin að lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 691100,
milli klukkan 10 og 12 virka daga og borið upp spurningar um
nýju húsnæðislánin. Morgunblaðið leitar svara hjá Húsnæðis-
stofnun ríkisins og birtast þau siðan í þessum þætti.
Franco Donatoni
AI: Altént er margt ólíkt með
ítölum og Norður-Evrópubúum.
D: Jú, oft er eins og sjónarhomin
séu andstæð. Ég þekki fá skand-
inavísk tónskáld. Ég sat eitt sinn í
dómnefnd með Per Nörgard og urð-
um við algerlega ósammála um
hvaða verk skyldi verðlauna. í verk-
um sem mér þóttu afleit sá hann
einhverja fágæta náttúrulega
stemmningu, og það sem mér lejst
eftir Atla Ingólfsson
Við höfum heyrt því fleygt, að
það menningarskeið sem við nú lif-
um einkennist af vaxandi mikilvægi
hins sjónræna. Að veruleikinn sé
að verða að veruleika augans, ein-
hverju sem hægt er að myndgera,
prenta, tákna, horfa á, lesa. Þetta
ku svo hafa sín áhrif á tjáningu
mannanna og væntingar. Víðast
hvar gerast menn nú æ ragari við
texta ef ekki fylgja honum myndir,
og jafnvel er svo komið að fólk sem
ekki gleður augað nær ekki lengur
til hjartans.
Hvernig er þá komið fyrir hljóð-
heiminum? Svo virðist sem hljóðið
geri meiri kröfur til ímyndunarafls
okkar, og sé í eðli sínu sértækara
en myndræn tjáning. Það felur ekki
í sér jafn beina skírskotun til þekkts
veruleika og hið sjónræna. (Þetta á
þó vitanlega ekki við um hin allra
hversdagslegustu hljóð, svo sem
vélargný, gelt eða hósta.)
Ofangreind þróun virðist hafa
kallað fram tvær andstæður í heimi
tónlistarinnar. Annars vegar hefur
myndast tóniðnaður sem lagar sig
að skynleti fólks, rétt eins og
myndasögur koma til móts við lestr-
arlinkuna. Ástæðulaust er að amast
við skemmtiiðnaði. Vandinn er sá
að fjöldinn heldur að skemmtitónlist
sé hin eina og sanna tónlist.
Á hinn bóginn er andstæða
skemmtitónlistarinnar, hin alvar-
lega tónlist; og hún hefur hneigst
til mótvægis við hið létta og al-
menna. Til skamms tíma gekk hún
viljandi í átt til sértækni, flækni,
sérhæfingar, og dró sig inn í skel
sína. Eða hvað átti tónskáld að
segja við fólk sem að listgildi lagði
að jöfnu Bach og Bacharach, Schu-
bert og Shoo-be-doo? Hvað átti
skáldið að vilja fólki sem vildi því
ekkert?
Tónlist þessarar aldar hefur ein-
kennst af leit tónskálda að tónmáli
sem hæfði tímunum. Stundum tók
þessi leit á sig mynd vísindalegra
rannsókna, og jafnvel virtist stund-
um sem hið listræna félli í skugg-
ann. Ótal möguleikar hafa verið
kannaðir og enginn skyldi neita því
best á líkaði honum ekki. Ég held
ég kjósi frekar að spásséra og spjalla
við þann ágæta mann en vinna með
honum.
AI: Nú hefur þú fremur lítið sam-
ið fyrir söngrödd. Hvað sækir ítalskt
tónskáld í dag til lýrísku óperuhefð-
arinnar?
D: Mín skoðun er að ópera sé jafn
óhugsandi í dag og til dæmis sin-
fónía. Hún er algerlega á skjön við
þetta augnablik sögunnar sem við
nú lifum.
Ég gerði tilraun með uppsetningu
eins konar músíkleikhúss á Scala
fyrir tveimur árum. Það mun ég
ekki endurtaka. Það er eins og hljóð
og ímynd geti ekki lengur tengst
hvort öðru. Það er merkilegt hvemig
tónlistin virtist gerð til að þjóna hinu
sjónræna á þessari sýningu. í raun
var því öfugt farið. En sjónin virðist
heyminni yfírsterkari og það var eins
og tónlistin réðist af hendingu. I
svona músíkleikhúsi er tónlistin að
vísu oft góð að því leyti sem hún er
ekki tónlist. En þessi tilraun mín
virkaði ekki.
Heimur minn er hljóðrænn, og
hefur ekkert með hið sjónræna að
gera.
AI: Að lokum. Hvert er lykilorð
sköpunar þinnar?
. D: Form! (Þögn og bros.)
Hin mikla opinberun tónlistarinnar
er ekkert annað en Form. Hér á ég
þó alls ekki við form sem kerfi eða
uppdrátt verksins. Ég á við Formið,
þetta sem ekki er hægt að þekkja
því það er handan hinna einstöku
forma. Við getum aðeins þekkt form-
in, en þau leitast við að ná handan
eigin niðurstöðu, vilja fela í sér hið
yfirskilvitlega og nálgast Formið.
Kannski mætti nefna þetta mystík,
en mér er tamara að hugsa um starf
mitt eins og ég sagði áðan; tónskáld-
ið vinnur með huglæg form sem
raunverulega hluti.
að tímabil rannsóknanna (sem af
mestum ákafa voru stundaðar á 6.
og 7. áratugnum) á sín listrænu
afrek. Þau eru sennilega fá. Víst
er samt að gleymskan mun fyrr
gæða sér á þeim sem létu sig engu
varða þróun tónmálsins á þessum
tíma.
Form, en því mun maður að vísu
aldrei ná. Þetta dregur ekki úr
mikilvægi þess að leita Formsins.
Ein Zen-dæmisaga varpar ljósi á
málið: Ungur maður nam bogfimi
hjá meistara sínum. Þótt honum
tækist alltaf að hitta markið rak
meistarinn hann samt burt. Ástæð-
an var þessi: Maður skýtur ekki til
Þau eru mörg tækniundrin núorð-
ið. Eitt þeirra er að finna í Japan.
Herbergi til að herma eða líkja eftir
hljómburði í sölum, bæði þeim sem
eru til og eins þeim sem einu sinni
voru. Hér á eftir fer frásögn af þess--
um hljóðhermi.
Núorðið er hægt að reyna hljóm-
burðinn í helstu tónlistarsölum í
heimi án þess að flakka á milli þeirra,
aðeins með því að stíga inn í eitt
herbergi í Japan. Byggingafyrirtæk-
ið Takenaka Komuten í Osaka hefur
sett upp hljóðherbergi þar sem hægt
er að líkja eftir hljómi tónlistarsala
með því að nota 24 háfylara. Stærð
og byggingarefni tónlistarsalar er
sett inn í tölvu, sem getur síðan
reiknað út hljómburðinn og gert
vísindamönnum tæknirannsóknar-
stofnunar fyrirtækisins mögulegt að
líkja eftir og endurskapa hljóðein-
kenni tiltekins salar. í framtíðinni
verður hlustunarherbergið einkum
notað til að prófa sali, áður en þeir
verða byggðir.
Stafrænar tónlistarupptökur eru
spilaðar í herberginu, sem hefur
sjálft ekkert endurkast, til að líkja
Nú gerist það hins vegar að hæg-
ist á þróuninni og sú tónlist sem
samin er ber ekki lengur svip rann-
sókna. Tónskáld taka afstöðu til tón-
listarsögu síðustu ára og nýta sér
afrakstur hennar. En áhuginn beinist
nú aðeins að því að semja innihalds-
ríka tónlist, að leita þess sem tónlist
hefur alltaf verið og mun alltaf verða.
Þótt tónmálið sé vissulega alltaf í
mótun virðist það nú 'hafa náð því
stigi að flest tónskáld geta verið
nokkuð sammála í tæknilegum efn-
um. Hugmyndaheimurinn verður æ
samstæðari. Aðferðir einstakling-
anna munu þó að sjálfsögðu alltaf
verða ólíkar innan þess heims.
Hið nýja tónmál er í grundvallarat-
riðum frábrugðið máli hefðarinnar
(tónlist 18. og 19. aldar), en reynir
þó ekki að öðlast mátt með því að
ganga gegn henni. Hefðin er nægi-
lega fjarlæg til að sættast megi við
hana, þótt fráleitt sé að fylgja henni.
Nær væri að segja að nú skjóti rótum
ný hefð. Einnig má segja að tón-
skáld séu að sættast við fjöldann
þótt þau eltist ekki við óþróaðan
smekk. Segjum að nú þyki alveg
meinlaust þótt leikir jafnt sem lærð-
ir njóti afurða þeirra. Hér er alls
ekki um stöðnun að ræða; öllu held-
ur það að óttinn við stöðnun er horf-
inn. Eins og þegar ljóst er að barn
mun halda lífi, allir anda rólegar og
bamið vex. Þess bíður blómlegt líf
og ótal ævintýr.
Nýja tónlistin er til þess búin að
opna okkur heima sem ekki verður
lýst með orðum eða myndum. Þeir
heimar eru innra með okkur sjálfum
og við þurfum að þroska hæfileikann
til að hlusta eftir þeim. Veruleikinn
er ekki allur þar sem hann er séður.
Einn helsti spámaður hins nýja
skeiðs í tónsköpun er ítalska tón-
skáldið Franco Donatoni, og ber of-
angreint ósjaldan á góma í umfjöllun
hans um tónlist.
að hitta markið. Maður hittir mark-
ið þegar athöfnin að skjóta er rétt
í sjálfri sér. Að þessu hafði lærling-
urinn greinilega ekki hugað.
Ég finn þörf hins óorðna að verða
til og geri það sem í mínu valdi
stendur til að það fæðist sem ekki
er fætt. Ég geri það með hjálp
forma. Þetta er mín athöfn.
Höfundur er við tónsmíðanáni í
Mílanó. Aðbeiðni umsjónarmanns
tónlistarsiðunnar skrifaði hann
hugleiðingu um samtímatónlist og
tók viðtal við eitt erkitónskálda
ítala.
fullkomlega eftir þeim sérstöku
hljómburðareinkennum, sem hver
salur hefur, segir framkvæmdastjóri
rannsóknarstofnunarinnar.
Með því að reikna út stærð salar-
ins og bergmál frá veggjum og lofti
er hægt að líkja eftir hljómburðinum
eins og hann er úr 800 mismunandi
áttum. í hlustunarherberginu er líka
hægt að líkja eftir hljómburði frægra
tónlistarsala, sem hafa eyðilagst, en
þannig fóru til dæmis nokkrir góðir
í seinni heimsstyrjöldinni.
Þama eru nú notaðar stafrænar
upptökur af fímmtán tónverkum,
fluttum af Fílharmoníusveit Osaka.
Sama upptakan getur hljómað gjör-
ólíkt, allt eftir því hvaða sal er verið
að líkja eftir. Með hljómburði hins
víðfræga Musikverein-salar í Vín,
fékkst hljóð, sem ómaði kröftuglega,
en hljóðið úr Kita-ku-salnum í Osaka
hljómaði næsta dauflega. Kannski
eitthvað líkt hljóminurti í Háskólabíói
— en ekki ónýtt ef hægt væri að
prófa tóninn í tilvonandi tónlistar-
húsi okkar í Laugardalnum, ef þá
undrið er eins undursamlegt og frá-
sögnin hér að ofan hermir ...
Lilja Högnadóttir spyr: Hve-
nær má ég vænta láns frá stofnun-
inni? Ég er með bréf uppá það að
ég hef lánsrétt og lífeyrissjóður
minn hefur gert samning við Hús-
næðismálastjóm. Ég sótti um hús-
næðislán í maí 1987.
Svar: Vegna fyrirspurnar Lilju
Högnadóttur skal því svarað til, að
almennt séð er nú reiknað með
því, að íbúðaeigendur, sem eru í
víkjandi hóp og sent hafa stofnun-
inni umsóknir sínar í maí 1987,
geti gert sér vonir um að fá fyrri
hluta heildarlánsins útborgaðan
haustið 1989. Tilkynningar þar að
lútandi verða væntanlega sendar
hlutaðeigandi aðilum á komandi
hausti.
Eiríkur Stefánsson spyr: Ég
spyr fyrir hjón á Fáskrúðsfirði. Þau
hafa tekið húsnæðismálastjórnarlán
áður, eiga tveggja herbergja íbúð
og em með tvö böm. Hvað þyrftu
þau að bíða lengi ef þau sæktu um
húsnæðislán í dag?
Svar: Varðandi umsókn Eiríks
Stefánssonar, vegna hjóna á Fá-
skrúðsfirði, skal því svarað til, að
afgreiðsla umsóknar þeirra byggist
alfarið á því hvort hún verður úr-
skurðuð í forgangsafgreiðsluhóp
eða verður afgreidd með umsóknum
annarra íbúðaeigenda. Sé íbúð
þeirra ekki stærri en svo að um-
sóknin falli undir forgangsréttar-
ákvæði laga nr. 84/1987 og upp-
fylli þau að öðru leyti skilyrði fyrir
forgangsafgreiðslu, kemur umsókn
ALMENNA bókafélagið hefur
nú endurútgefið Vísnabók Káins,
útgáfu Tómasar Guðmundsson-
ar, en fyrri útgáfan kom út hjá
Bókfellsútgáfunni árið 1965.
Bókin er janúarbók Bókaklúbbs
AB og er þessi nýja útgáfa
óbreytt að öðru leyti en því, að
ný og fullkomnari efnisskrá fylg-
ir nú.
Káinn, eða Kristján Níels Jóns-
son, fæddist á Akureyri 7. apríl
1860, en fluttist til Ameríku 18 ára
gamall. Fyrstu ár sín þar dvaldist
hann í Winnipeg, en lengst af átti
hann heima í Pembínahéraði í Norð-
ur-Dakota. Hann dó ókvæntur og
barnlaus 25. október 1925.
í frétt frá Bókaklúbbi Almenna
bókafélagsins segir, að Káinn hafi
þeirra mun fyrr til afgreiðslu eri
ella. Þegar umsókn þeirra hefur
verið úrskurðuð lánshæf munu þau
fá tilkynningu um lánsrétt og 12
mánuðum fyrir ákveðinn útborgun-
ardag munu þau fá tilkynningu um
lánsafgreiðslu. Á þessu stigi mála
er ekkert hægt að segja um líkleg-
an útborgunartíma ef umsókn hefur
borizt í janúarmánuði sl. eða síðar.
Hafliði spyr:l) Hvað um þá sem
hafa keypt einu sinni án þess að
taka húsnæðislán, njóta þeir sömu
réttinda og þeir sem kaupa í fyrsta
sinn?
2) Ég keypti 2h hluta í íbúð 1983,
fæ ég eitthvert hlutfall af húsnæðis-
bótum þess vegna nú í ár?
Svar: í tilefni af spurningum
Hafliða skal það sagt, að það veitir
ekki rétt til hámarksláns, eins og
um fyrstu íbúð sé að ræða, þótt
menn hafi ekki fengið húsnæðislán
til kaupa eða byggingar á fyrri eða
núverandi íbúð.
Seinni spumingu spytjanda,
varðandi húsnæðisbætur, verður að
vísa til Ríkisskattstjóra. Það mál
er alfarið á vegum skattkerfisins í
landinu.
I lokin skal tekið fram, að Hús-
næðisstofnunin mun leitast við að
gefa almenn svör við þeim spum-
ingum, sem henni berast í þessum
dálki og ekki svara mönnum per-
sónulega, enda em lánsumsóknir
þeirra einkamál og stofnunin með-
höndlar þær sem slík.
verið einn ísmeygilegasti háðfugl í
skáldahópi sem Island hefur alið.
Hann hafi sjálfur lítt haldið skáld-
skap sínum á lofti, og þegar hann
sendi frá sér sína fyrstu og einu
ljóðabók fyrir þrábeiðni vina sinna,
þá sextugur að aldri, skrifaði hann
á einhver eintök til vina sinna:
Þó vandlætisskáldin mig kveði í kút,
er kverinu af stokkunum hleypt,
svo bullið og vitleysan breiðst geti út,
sú bók verður lesin og keypt.
Vísnabók Káins er 240 blaðsíður
að stærð. Prentsmiðjan Oddi hf. sá
um setningu, prentun og bókband.
Framan á bókarspjaldi er.mynd af
skáldinu og er hún teiknuð af Atla
Má.
Tónlist á sjónöld
Tónmælingar
á tækniöld
Ný útgafa Vísnabók-
ar Káins komin út