Morgunblaðið - 13.02.1988, Side 50

Morgunblaðið - 13.02.1988, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988 Asdís K. Einarsdóttir, Isafirði — Minning Fædd 22. október 1895 Dáin 7. febrúar 1988 Hún amma, Ásdís Katrín Einars- dóttir, hefur fengið hvíldina, en hún lést á Sjúkrahúsi ísafjarðar þann 7. febrúar eftir langa legu og hefur hvíldin því verið henni kærkomin. Hún verður jarðsett á ísafirði laug- ardaginn 13. febrúar. Amma var fædd og uppalin á ísafirði og bjó þar allan sinn bú- skap. Foreldrar hennar voru Ólöf Hinriksdóttir og Einar Gunnarsson og bjuggu þau lengst af í Króksbæ, eignuðust þau ellefu börn og eru nú tvær systur eftir, þær Guðrún og Lára, báðar búsettar á ísafirði. Arið 1924 giftist hún Jóni Guð- mundssyni en hann lést árið 1958 aðeins 54 ára að aldri, þau áttu sex böm og eru þrjú þeirra á lífi. Nú þegar amma er farin verður mér hugsað til bemskuáranna. Fyrstu minningar mínar um ömmu eru þegar hún bjó á Læk, litlu húsi sem stóð við Seljalandsveginn en er nú löngu horfið, þar var alltaf gott að koma og fá stundum að sofa. Eftir að afi dó bjó hún áfram á Læk í nokkur ár, en árið 1961 lést dóttir hennar Guðríður langt um aldur fram frá eiginmanni og þrem sonum, sýndi amma þá best hvað í henni bjó, flutti hún til þeirra á Engjaveginn og tók að sér heimilið, kunnu þeir vel að meta það við hana. Á Engjaveginum áttum við amma margar góðar stundir saman, sátum við mörg kvöldin þar í litla herberginu og spjölluðum. Oft rifj- aði hún upp gömlu dagana í Króks- bænum en þar ólst hún upp og bjó svo sjálf í mörg 'ar, einnig minntist hún á dvöl sína í Ingólfsfirði, en þar var hún matráðskona sumar- tíma. Oft hafði verið glatt á hjalla þó mikið væri unnið. Síðar flutti hún til sonar síns og tengdadóttur á Hlíðarveginum og átti hjá þeim góða daga. Þó aldur- inn færðist yfir var amma sístarf- andi, hún fann sér alltaf eitthvað til dundurs. Eftir að ég fór að búa var oft litið inn á Hlíðarveginum, iðulega sat hún þá og pijónaði, því alltaf var hugsunin að bamabömin ættu nóg af hlýjum vettlingum og sokkum. Eftir að ég flutti frá ísafirði urðu heimsóknir stopulli en alltaf hittumst við af og til. Þar kom að heilsan gaf sig og lá leiðin þá á sjúkrahúsið. Síðustu árin urðu henni þung og vil ég þakka hjúkmnar- og starfsfólki sjúkrahússins fyrir góða umönnun og allt sem fyrir hana var gert. Ég kveð elsku ömmu með þökk fyrir allt. Friður sé með henni. „Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgarþraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimum vai. Ur inni harms og hiyggða til helgra ljóssins byggða Far vel í Guðs þíns gleðisal." (V.Briem.) Dísa + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GÍSLINA INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR frá Neskaupstað, Skipasundi 51, Reykjavík, sem lést í Landspítalanum þann 5. febrúar, verður jarðsungin frá Bústaöakirkju mánudaginn 15. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim vilja minnast hennar er bent á liknarstofnanir. Eyþór Einarsson, Svandfs Ólafsdóttir, Gylfi Einarsson, Jóna Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t HÓLMFRIÐUR SIGURÐARDÓTTIR, fyrrum til heimilis á Sólvallagötu 51, en sfðast á Kieppsspítala, lést í Landakotsspítala miðvikudaginn 10. febrúar. Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Vilhjálmur Egilsson. + KARÓLÍNA S. KARLSDÓTTIR, lést 5. febrúar á heimili sinu Hátúni 4, Reykjavík. Jarðarförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd systkinanna, Hrefna Karlsdóttir. + Konan mín, móðir, amma og systir, UNNUR ÁRNADÓTTIR McDONALD, lést í sjúkrahúsi í New Jersey miövikudaginn 10. febrúar. John McDonald, Jón Árni Hjartarson, barnabörn og systkini. Amma mín andaðist í Sjúkrahúsi Isafjarðar sunnudaginn 7. febrúar sl. eftir langa sjúkdómslegu. Hún var orðin rúmlega 92 ára gömul er hún lést og hvíldar þurfandi. Hún fæddist á ísafírði 22. októ- ber 1895 og bjó þar alla tíð. Foreldr- ar hennar voru Einar Gunnarsson frá Sauðholti í Rangárvallasýslu, Tómassonar, og kona hans, Ólöf Ólafsdóttir frá Ranakoti á Stokks- eyri, Jónssonar. Þau eignuðust 11 böm. Amma giftist 7. október 1924 Jóni Ingigeir Guðmundssyni, fædd- ur 13. apríl 1903, dáinn 25. febrúar 1958. Hún var sjómaður. Þau eign- uðust 6 böm, af þeim komust 5 til fullorðinsára. Afí og amma bjuggu allan sinn búskap á ísafirði, lengst af í húsi sem hét Króksbær, við bamabömin höfum mikið heyrt um það merka hús og ekki síst lífið innan veggja þess, yfírleitt var þar þröngt set m bekkurinn í afar þröngum húsakynnum og mikið líf og fjör bama og unglinga, og lét hún ekki sitt eftir liggja að tuskast á við krakkana. Þegar ég man fyrst eftir henni, þá býr hún í húsi sem hét Lækur, en bæði þessi hús em horfin núna. Ekki var þar hátt til lofts eða vítt til veggja, en þar var nóg hjarta- rúm, enda ófáar ferðimar sem við bamabömin gerðum okkur til henn- ar. Árið 1961 dó dóttir hennar frá 3 ungum sonum sínum, þá flutti hún heim til þeirra og sá um heimil- ishaldið þar, meðan hennar var þörf. Eftir það flutti hún til foreldra minna, þar var hún að mestu leyti • þar til hún veiktist, fyrir 7 árum og fór á sjúkrahúsið, þaðan átti hún ekki afturkvæmt, það var mjög vel hugsað um hana þar og henni leið vel enda naut hún mjög góðrar umönnunar starfsfólks sjúkrahúss- ins og vil ég þakka það. Það eru margar minningar sem leita á hugann núna þegar kveðju- stundinn er runnin upp, ekki síst er margt að þakka, enda bar hún hag íjölskyldu sinna mjög fyrir brjósti alla tíð og tók virkan þátt í lífi afkomenda sinna. Hún var afar bamgóð og gaf sér alltaf tíma fyrir þau, enda löðuðust þau að henni ömmubömin og langömmubömin, allir vildu vera hjá henni. Hún hafði mjög gaman af því að gefa gjafir helst urðu þær að vera stórar og mikið innan í þeim, aldrei var nógu mikið gefið, hæst bar jólagjafírnar, enda er það kapítuli útaf fyrir sig, allt árið var verið að pijóna sokka og vettlinga á öll bamabömin og kaupa gjafir til að hafa með í pakk- anum, já, það var mikil lífsfylling hjá henni að útbúa pakkana sem áttu að gleðja fólkið hennar, og gerði líka skammlaust. Ég tel mig hafa verið lánsama að hafa fengið að vera svo mikið með henni og raun varð á og að hafa fengið að vera undir handar- jaðri hennar, og ekki síður bömin mín, sérstaklega þau eldri, sem kynntust henni meira en þau yngri, þau eins og ég á sínum tíma undu vel inní herbergi hennar, hún gat rætt við þau stór og smá um alla heima og geima, og hafði mjög gaman af. Hún hafði mikið yndi af bóka- lestri og var mikill bókaunnandi. Hún helgaði fjölskyldu sinni líf sitt og starf, og veit ég að fjölskyldan kunni vel að meta það við hana, ekki síst bömin. Blessuð sé minning hennar. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (VBr.) Hildur Margs er að minnast, margs er að sakna. Með þessum orðum kveð ég kæra tengdamóður mína. Okkar kynni hafa nú staðið í hálfa öld, eða frá því að ég var lítil stelpa og ein af krökkunum sem áttu viðkomustað í Króksbæ. Þegar maður hugsar til baka, þá er það umhugsunarefni að í þessu litla húsi vom allir velkomnir. Hvort sem heldur það vom ærslafullir krakkar, eins og við vomm flest, eða aðrir sem áttu viðkomustað þar. Einu gilti þó að varla væri pláss fyrir heimilisfólkið, maður fann sig + Eiginmaður minn, JÓHANN GUNNAR RAGÚELS, Skálagerði 3, - Akureyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 11. febrúar. • Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 19. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið eða aðrar liknar- stofnanir. Jónína Ragúels og fjölskylda. + Innilegar þakkir til ,allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls og útfarar SIGURÐAR STEINARS SIGURÐSSONAR, og JÓNj.NU GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR. Grundarbraut 12, Ólafsvík. Sérstakar þakkir til allra þeirra er veittu okkur aðstoð vegna minn- ingarathafnarinnar og jarðarfararinnar. Sigurður Valdimarsson, Guðrún Sigurðardóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Una Jóna Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson, Guðlaugur Kristján Sigurðsson, Anna María Jónsdóttir, Kristín Guðbjörg Sigurðardóttir, Bjarni Arnarson, Valdimar Gunnar Sigurðsson, Daði Rúnar Jónsson. ávallt velkominn. Enda býst ég við að ég mæli fyrir munn flestra þeirra sem muna þennan tíma. Ásdís Einarsdóttir fæddist á ísafirði 22. október 1895 og var næstelst af ellefu bömum þeirra hjóna Ólafar Hinriksdóttur (ættuð frá Stokkseyri af Bergsætt) og Ein- ars Gunnarssonar fismatsmanns (ættaður úr Rangárvallasýslu, af Víkingslækjarætt). Tvær dætur þeirra hjóna létust ungar, þær Sveinbjörg og Guðríður. Böm Einars og Olafar vom þessi: Jónína, Ásdís Katrín, Júníus, Kristín Adólfína, Hinrik, Gunnar, Guðrún, Rósa Aldís, Guðríður, Lára og Sveinbjörg. Og em þau nú öll látin nema Guðrún og Lára sem báðar búa á ísafirði. I þessum stóra systkinahópi ólst Ásdfs upp við leik og störf eins og þá tíðkaðist og fór snemma að vinna til að létta undir með foreldrum sínum, sem og þau systkin öll. Ásdís fór í vist til Reykjavíkur eftir að hún varð fullorðin og var þá um tíma hjá Lúðvík Lámssyni kaupmanni og konu hans. Einnig á Vatnsleysu hjá afa og ömmu þeirra Auðunsbræðra. Hún átti margar góðar minning- ar frá þeim tíma, sem hún talaði oft um. Einnig frá síldarsummm á Siglufírði við söltun í Hvanneyrar- krók. En ísafjörður var heima- byggðin og þar vildi hún vera. Þann 7. október 1924 giftist hún Jóni Ingigeir Guðmundssyni. For- eldrar hans vom Anna Jónsdóttir ættuð úr Eyrarsveit og Guðmundur Jónsson póstur ættaður af Breiða- firði. Þau Jón og Ásdís bjuggu á ísafirði alla tíð, lengst af í Króks- bæ, eins og áður er getið. En það kom að því að litli bærinn þurfti að víkja, svo þau festu kaup á húsi við Seljalandsveg (Læk). Jón stundaði sjó á ýmsum skipum og var þá oft langdvölum að heim- an. Síðustu ár ævi sinnar starfaði hann hjá íshúsfélagi ísfirðinga, þá orðinn sjúkur maður. En hann lést langt um aldur fram úr hjartabilun þann 25. febrúar 1958. Þau eignuð- ust 6 böm, af þeim komust fímm til fullorðinsára, einn sonur dó í frumbemsku. Böm þeirra sem upp komust vom þessi, talin í aldursröð: Jón Krist- ján, skipstjóri. f. 23.7. 1922, Anna húsmóðir, f. 5.5. 1925, Guðríður, húsmóðir, fædd 23.4. 1928, d. 21.12. 1961, Garðar, skipstjóri, f. 21.5. 1931, d. 29.7. 1986, Elísabet, húsmóðir, f. 15.5. 1934. Þegar Ásdís var orðin ekkja vaknaði sú spuming hvernig hún mundi afla sér tekna. Og varð það úr, að hún tók að sér heimavinnu sem hún starfaði við í nokkur ár. Tveim ámm fyrir lát Jóns dó tengdadóttir þeirra, aðeins 22 ára, af bamsfömm frá eiginmanni og ungum syni og var það mikið áfall. En þann 21. desember 1961 lést dóttir hennar, Guðríður, 33 ára gömul, frá eiginmanni og 3 sonum. Kom þá kjarkur Ásdísar í ljós eins og oft áður, er hún tók að sér að halda heimili með tengdasyni sínum í um það bil 9 ár, þar til synimir vom uppkomnir. í ágúst 1986 lést svo Garðar sonur hennar úr hjarta- bilun eins og faðir hans, aðeins 55 ára að aldri. Ásdís hafði mikla samúð með öllum sem bágt áttu og var boðin og búin að veita aðstoð þeim sem vom minnimáttar. Einnig vom bamabömin mjög hænd að henni og em margar minningar tengdar sambandi þeirra, svo og jólapökk- unum sem aldrei vom nógu stórir að hennar mati. Á heimilum barna sinna dvaldi hún nokkur ár, eða þar til hún veikt- ist 1981 og var flutt í sjúkrahús Isafjarðar, þar náði hún sæmilegri heilsu um tíma. Læknum, hjúkr- unarfólki og öðm starfsfólki sjúkra- húss Isafjarðar em hér með færðar alúðar þakkir fyrir góða umönnun. Að lokum vil ég þakka tengda- móður minni aðstoð þá sem hún veitti okkur hjónunum í veikindum sínum, svo og alla viðkynninguna. Hafi tengdamóðir mín þökk fyrir samfylgdina. Sigríður Aðalsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.