Morgunblaðið - 19.02.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.02.1988, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 Fiskmarkaðimir í Þýzkalandi: Offramboð or- sakar verðfall - Stjórnleysi okkar við útflutninginn til skanunar, segir Kristján Ragnarsson OFFRAMBOÐ á karfa héðan hefur nú valdið verðhruni á fiskmörkuð- unum í Þýzkalandi. LÍÚ varar menn eindregið við útflutningi á karfa á þessa markaði, en verð í gœr hafði fallið úr 70 krónum i síðustu viku í rúmar 30 krónur. Það er lögbundið lágmarksverð, en auk þess var í einhverjum tilfellum samið um að flokka karfann niður, greiða eitthvað til baka til kaupenda og í Cuxhaven voru 37 tonn dæmd í gúanó, þar sem þau náðu ekki lágmarksverði á upp- boðinu. „í síðustu viku vorum við að fá 70 krónur fyrir karfakílóið. Á mánudag fengust 65 krónur, á mið- vikudag var verðið komið niður í 45 og á fimmtudag var það fallið í 30 krónur rúmar fyrir 300 tonn,“ sagði Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, í samtali við Morgunblaðið. „Nú eru 270 tonn af físki á leiðinni með sérstöku skipi inn á þessa markaði, 290 tonn i tveimur öðrum skipum og Ögri verður úti á mánudag með 320 tonn. Þetta er allt of mikið og gjör- samlega óviðunandi. Frá því í haust höfum við verið að selja karfann í Þýzkalandi fyrir 60 til 70 krónur kílóið. Það hefur náðst með takmörkuðu framboði Fleiri flóða- bílar frá Drammen Keflavík. Fjórmenningamir sem stóðu að innflutningi 235 Subaru-bíla, sem Ientu í flóðum í Drammen í Noregi, hafa nú keypt rúmlega 100 bíla til viðbótar. Þeir eru af tegundinni Mazda 626 og Dai- hatsu Charade, árgerðir 1988. Bílana keyptu þeir félagar í Hol- landi og sagði Margeir Margeirs- son, einn fjórmenninganna, að þeir væru væntanlegir til lands-. ins nm mánaðamótin. Margeir sagði að bílamir hefðu verið keyptir af bandarísku trygg- ingafyrirtæki og hefði sámi aðili og seldi þeim Subaru-bfla haft for- göngu með þessi viðskipti. Margeir sagðist eiga von á að þessir bflar fengju sömu afgreiðslu hjá bifreiða- eftirlitinu og Subaru-bfla. Margeir sagði að afsláttur af þessum bflum yrði svipaður og á Subaru-bflunum, 16-20% frá gangverði nýrra bfla og ábyrgðir með svipuðum hætti. Bflamir vom fluttir til Hollands frá Drammen og þaðan koma þeir hingað til lands. - BB og stjóm á siglingum skipanna. Eigi verð að haldast uppi, verður að takmarka framboðið, en eins og málum er háttað, setja þeir, sem ekki fá að senda skipin út, fískinn í gáma og eyðileggja söluna fyrir bæði hinum og sjálfum sér. Stjóm- völd hafa ekki verið fáanleg til sam- starfs við okkur útvegsmenn við að stjóma þessum málum og því höfum við einfaldlega orðið okkur til skammar á mörkuðunum. Það verður að draga þá til ábyrgðar á einhvem hátt sem eyðileggja mark- aðinn. Menn geta hreinlega ekki leyft sér að segja að þetta hljóti að sleppa, þegar þeir senda of mik- ið utan. Það sleppur ekki og það vita menn,“ sagði Kristján. Sunnutindur SU seldi á miðviku- dag 115 tonn, mest karfa í Bremer- haven. Heildarverð var 5,2 milljónir króna, meðalverð 45,27. Á mánu- dag seldi Ýmir HF 167 tonn í Cux- haven og var meðalverð þá 64,42 fyrir aflann, sem var að mestu karfi. Á fimmtudag voru seld um 300 tonnn úr gámum héðan. Heild- arverð var 10 milljónir, meðalverð 33,53. 37 tonn af fiskinum náðu ekki lágmarksverði í Cuxhaven og vom því dæmd í gúanó. - Eldurígömlu bakaríi ELDUR kom upp í vinnslusal bakarísins að Nönnugötu 16 um klukkan 8 í gærkvöldi. Bakaríið mun ekki hafa verið starfrækt um skeið. Slökkviliðið sendi tvo reykkafara inn í húsið og gekk slökkvistarf újótt fyrir sig. Tjón er talið óverulegt. Eldsupptök eru ókunn en rafmagn var ekki á þessum hluta hússins. Háskólaráð ógilti teningakastið: Hlutkesti ekki lengur viðunantli vinnulag - segir háskólarektor SAMÞYKKT var i leynilegri atkvæðagreiðslu á fundi Háskólaráðs í gær, með tólf atkvæðum gegn tveimur, að samþykkja beiðni tann- læknanemans sem komst ekki áfram eftir úrslit teningakasts, um að hann fengi að halda áfram námi i tannlæknadeild. Neminn sem var felldur með þessum hætti sagði í samtali við Morgunblaðið i gær að hann væri ánægður að þessu væri lokið, en að öðru leyti vildi hann ekki segja neitt um málið. „Málið var afgreitt á þann veg að þessum stúdent, sem var 8. í röð- Vandræðaástand vegna vatnsskorts VATNSLEIÐSLAN tíl Vest- mannaeyja hefur nú bilað tvisvar með skömmu millibili. Fyrri bilun- in fannst um hádegið f fyrradag en sú seinni siðdegis f gær. Við- gerð á fyrri biluninni var lokið í gærmorgun og búist var við að viðgerð á seinni biluninni tækist um miðnættið f nótt. Vandræða- ástand hefur skapast- f Vest- mannaeyjum vegna vatnsskortsins og þurftu fiskvinnslufyrirtæki og bræðslur t.d. að hætta starfsemi. Fyrri bilunin á vatnsleiðslunni til Yestmannaeyja var hjá svokölluðum Álum sem er vatnasvæði í Austur- Landeyjum. Þar hafði samskeyti á milli asbest- og plastleiðslu gefið sig. í dag •ERorfiunblníúb Seinni bilunin á vatnsleiðslunni til Vestmannaeyja fannst um klukkan 17 í gær. Bilunin fannst í landi Syðstu-Merkur undir Vestur-Eyja- flöllum, ekki langt frá þeim stað sem vatnið er tekið úr lind í 215 metra hæð. í Ijós kom að asbestleiðsla hafi brotnað. Vandræðaástand hefur skapast í Vestmannaeyjum vegna vatnsskorts- ins. öll fiskvinnslufyrirtæki og loðnu- bræðslur hafa hætt starfsemi nema Fiskimjölsverksmiðja Einars Sig- urðssonar sem hefur tekist að halda starfseminni áfram með því að nota vatn úr eigin brunni og spara til hins ýtrasta. Skólamir voru allir lokaðir í gær, svo og öll dagheimili og íþróttamiðstöðin. Fjarhitun Vest- mannaeyja, sem notar um 500 tonn af vatni til hraunhitaveitunnar á dag, notast nú við olíukyndingu. Vegna leka í kerfínu hefur Fjar- hitunin orðið að sækja vatn í tank- bflum inn f Heijólfsdal þar sem dælt hefur verið upp úr gömlum brunni. Einnig hefur vatni verið safnað af bryggjunum og það sett í stóran tank, sem dælt hefur verið úr inn á vatnskerfi sjúkrahússins. — bs BLAÐ B Neyðarblys álofti NEYÐARBLYS sást á lofti í Grindavfk um klukkan 21 í gær- kvöldi. Björgunarsveitir voru þegar kallaðar út og þyrla Land- helgisæslunnar var í viðbragðs- stöðu. Um klukkan 22 barst lögreglunni síðan tilkynning um að blysið hefði sést skjótast á loft úr miðju pláss- inu, en ekki er vitað hveijir voru að verki. inni, var veitt heimild til að halda áfram í námi og menn gera sér grein fyrir því að það vinnulag sem reglugerðir gera ráð fyrir, hlut- kesti, er ekki lengur viðunandi,“ sagði Sigmundur Guðbjamason há- skólarektor. „Þessar reglur voru settar fyrir 9 eða 10 ámm og þóttu þá eðlileg- ar enda hefur sama fyrirkomulag gilt við ýmsa evrópska háskóla en þessi aðferð þykir ekki viðunandi nú,“ sagði rektor. „Það vom rædd- ar ýmsar leiðir til að leysa vanda af þessu tagi á annan hátt og ég held að við höfum fundið vænlega lausn á þeim vanda." Hann sagði að ráðið hefði rætt 4 kosti í þessu efni og hafí verið ákveðið að skoða einn þeirra ítarlega en vildi ekki að svo stöddu skýra frá í hveiju hann fælist. „Ég tel eðlilegt að málið verði skoðað innan veggja háskólans og af þeim aðilum sem við eiga að búa, áður en það verður rætt opinberlega en ég ítreka að ég held að það verði einfalt mál að leysa þetta til frambúðar," sagði hann. Sigmundur kvaðst vilja taka skýrt fram að tannlæknadeild hafi I einu og öllu unnið eftir gildandi reglum í þessu máli. „Hins vegar var þetta í fyrsta skipti sem reyndi á þetta ákvæði og þá kom á daginn að menn geta ekki fellt sig við þetta vinnulag og því verður að breyta um aðferð," sagði háskólarektor. „Ég efaðist aldrei um að þetta færi svona, þetta var sanngimis- mál,“ sagði Valborg Snævarr, ein af §ómm fulltrúum stúdenta í Há- skólaráði. Hallur Halldórsson," formaður Félags íslenskra tann- læknanema, sagðist samgleðjast nemanum á þessarri stundu. „Að fara í gegnum þessi samkeppnis- próf er nóg taugastríð út af fyrir sig þó að ekki bætist við þessi óvissa um hvort hann fái að halda áfram." Höfðum ekki leyfi til að afgreiða málið með öðrum hætti „Úr því sem komið var tel ég að þaraa hafi fundist farsæl lausn á málinu fyrir þennan nemanda," sagði Þórður Eydal Magnússon prófessor. „Hún bitnar aftur á móti á öðmm nemendum með minnkun klínísks tíma, þ.e. verklegs náms við sjúklinga, nema sérstakar ráð- stafanir verði gerðar til lengingar kennslu. Eg tel að ekki hafi komið nægilega skýrt fram að Tann- læknadeild vann í einu og öllu eftir ótvíræðum reglum Háskólans og hafði ekki leyfi til að afgreiða mál- ið með öðmm hætti en þeim að láta hlutkesti ráða. Þessi 108. grein hefúr 'verið óbreytt í gildi í Qöldamörg ár og mér er ekki kunnugt um að fulltrú- ar nemenda eða aðrir hafi gert ágreining vegna hennar. Hins vegar mun ég, eins og vafalaust allir kennarar Tannlæknadeildar, fagna því ef betri og sanngjamari leið finnst, til að nota þegar gera þarf upp á milli nemenda i tilfellum af þessu tagi I framtíðinni," sagði Þórður Eydal Magnússon. Athuga- semd vegna fyrirsagnar í FRÉTT Morgunblaðsins í gær er vitnað {ummæli Þor- steins Pálssonar forsætísráð- herra um að enginn ágrein- ingur hafi verið milli hans og forseta íslands um með- ferð málsins, þegar rætt var um heimsóknina til Sov- étríkjanna. Ákveðið var á fiindi ríkis- stjómar íslands 11. febrúar, þ.e. á fímmtudaginn fyrir viku, að þiggja boðið til forsetans en að æskja viðræðna um aðra dagsetningu en Sovétmenn nefndu. Fyrireögn í frétt þessari var svohljóðandi í Morgunblaðinu: „Boð Sovétmanna: Forseti og foreætisráðherra einhuga um málsmeðferð." Eins og sjá má er blæbrigðamunur á fyrireögn og því sem haft er eftir foraæt- isráðherra. Ljóst er að foreeti íslands tekur ekki afstöðu til afgreiðslu mála innan ríkisstjómarinnar, enda hefur það komið fram í ummælum foraætisráðherra hér í blaðinu að foreeti faeri að óskum ríkis8tjómarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.