Morgunblaðið - 19.02.1988, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.02.1988, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 Ástríða og logar Vinna og mannlíf Bökmenntfir Jóhann Hjálmarsson SAGA MANNKYNS. Ritröð AB. 11. bindi. EVRÓPA í HÁSÆTI 1815-1870 eftir Lars-Arne. Nor- borg'. Gísli Ólafsson íslenskaði. Ritstjórar: Knut Helle, Jarle Sim- ensen, Sven Tagil. Kare Tönnes- son. Ritstjórn: Öivind Blom, Bjarte Kaldhol, Aud Rössum. Ritstjórn íslensku útgáfunnar: Eirikur Hreinn Finnbogason, Helgi Skúli Kjartansson. Val mynda: BodU Toepfer. Almenna bókafélagið 1987. Evrópa í hásæti 1815-1870 nefii- ist ellefta bindi Sögu mannkyns. Eins og segir í formála höfundar- ins, Lars-Ame Norborg, var Evrópa öflugri í samanburði við aðra hluta heims en nokkru sinni fyrr á því tímabili sem bókin nær yfir. Menn- ing Evrópu „bjó yfír innra afli sem leiddi til sóknar á flestum sviðum: mannfjölda, tækni, efnahagsmála, trúarbragða, menningar og stríðsreksturs". Lars-Ame Norborg segir að kraftbirtingin evrópska hafi átt sér rætur sem rekja mátti til kross- farartímanna, en 1780-1815 hafi franska stjómarbyltingin og iðn- byltingin á Englandi verið búnar að efla hana svo að hún var þess megnug að gjörbreyta heiminum. Menning annarra heimsálfa gat ekki staðist ásókn Evrópumenning- arinnar. í Evrópu sjálfri létu nýjar stéttir að sér kveða: borgarar og verkamenn. Það er furðu víða komið við í Sögu mannkyns og er ellefta bindið engin undantekning frá þeirri stefnu. Lars-Ame Norborg fjallar m.a. ítarlega um ríki borgaranna sem hann setur spumingarmerki við. Hann telur að skýringuna á gengi borgaralegrar hugmjmda- fræði í Evrópu á nítjándu öld sé að fínna í pólitískri nauðsyn, þ.e.a.s. útþenslu álfunnar. Þess vegna þurfti borgarastéttin ekkiað „hrifsa" til sín öll völd eins og Karl Marx kenndi, hagstæð skilyrði fyrir einkaeign og einkaframtak komu af sjálfu sér. Marx er að því er virð- ist sáttur við þetta í Kommúnista- ávarpinu þegar hann skrifar með nokkurri velþóknun: „Borgarastétt- in hefur með nytjun heimsmarkað- arins fært framleiðslu og neyslu allra þjóða í alþjóðlegt horf. Aftur- haldinu til ama og óþurftar hefur hún kippt þjóðlegum grundvelli undan fótum iðnaðarins." Og enn fremur: „Afurðir eru ekki aðeins notaðar í framleiðslulandinu sjálfu, heldur í öllum heimsálfum . . . Gagnkvæm samskipti taka þar við, er áður ríkti sjálfsánægja og ein- angmn þjóða og sveita.“ Eins og svo oft áður er ráðlegt að leita til skáldanna um framtíð- arspár. Heinrich Heine kom í nokkr- ar verksmiðjur í París vorið 1840 og sannfærðist um blóðþorsta verkamanna og trylling. Hann hreifst af birtunni þegar neistamir sindruðu frá eimyijunni og lét eftir- farandi orð falla: „Allt er ástríða og logar!“ Þótt Lars-Ame Norborg haldi sig að mestu á heimaslóðum í Evrópu gerir hann einnig skil þeim löndum sem Evrópumenn leituðu til og þar sem evrópsk áhrif urðu sterk. Hann greinir frá strauminum vestur á bóginn, til Ameríku, og líka austur. Við kynnumst Indlandsveldi Breta, Kína og Japan, Rómönsku Ameríku og ófriðartímum í Afríku. Hvað varðar vesturfara eru eftirfarandi upplýsingar fróðlegar: „Af um 50 milljónum evrópskra vesturfara voru 2,5 milljónir eða Vinnuþrælkun kvenna og barna í verksmiðjum var algeng á Eng- landi á nítjándu öld. 5% frá Norðurlöndum. Það er í rauninni mjög há tala þegar þess er gætt að íbúar á öllum Norður- löndum voru um aldamótin 1800 ekki öllu fleiri en 5,2 milljónir eða 2,8% allra Evrópubúa. Fyrsti útflytjendahópurinn frá Norðurlöndum fór frá Noregi árið 1825, samtals 52. Þeir lögðu upp frá Stafangri með skonnortunni „Restauration" — „Mayflower“ Noregs. Frá Noregi voru útflytjend- umir einnig hlutfallslega flestir. Þeir svöruðu til rúmlega þriðjungs af íbúum landsins um aldamótin 1900. Næstir komu íslendingar með um fjórðung landsmanna.“ Ellefta bindi Sögu mannkyns vekur ekki síst athygli fyrir vandað umbrot og útlit og val mynda. En enginn er fullkominn. Á framhlið kápu er mynd af öldungi sem sagð- ur er vera William Gladstone, en á bls. 180 er sá sami nefndur John Stuart Mill. Þýðing Gísla Ólafssonar er lipur. • IVyndfifist Bragi Ásgeirsson í Listasafni ASÍ eru þessa dag- ana og fram til 28. mánaðarins til sýnis 42 myndir, sem tengjast vinnu og mannlífí. Furðulítið hefur farið fyrir þessari sýningu, hvemig sem á því stendur, og hún lítið auglýst, enda var það svo, að er mig bar að garði á dögunum höfðu sárafá- ir litið inn í salina, ef marka má gestabókina, — suma daga ein- ungis einn. Eg man ekki heldur til þess að hafa fengið boðskort á sýninguna, enda skildist mér á gestabókinni, að engin formleg opnun hafi átt sér stað. Ég vissi ei heldur af henni, fyrr en ég átti leið um Grensásveginn í almenningsvagni og skiltið við safnið blasti við með tilvísun á sýninguna, sem mér þótti forvitnileg. Má vera, að þetta boði stefnu- brejrtingu hjá listasafninu í þá veru, að það snúi sér meira að því að starfa sem safn en ekki sem sýningarsalur og einnig að miðla listaverkum á vinnustaði. Hvað litla aðsókn á þennan ann- ars ágæta sýningarstað snertir þá er ekki einungis staðsetning- unni um að kenna heldur einnig rekstrarforminu. Ekki er hægt að búast við að rífandi aðsókn sé að safninu á þessum stað, hvað al- mennar upphengingar verka safnsins áhrærir, þegar jafnan eru í gangi vandaðar sýningar á verk- um þess í Alþýðubankanum á miðjum Laugavegi! Þetta hefur einneigin áhrif á aðsókn á almennar sýningar á staðnum, sem er með alminnsta móti og virðist hafa farið minnk- andi, enda eru listamenn famir að veigra sér við að sýna þar að sogn. Hér vantar að skapa forvitni hjá almenningi, að maður segi ekki listamönnum einnig og það gerist einungis með þvi að um- bylta rekstrinum og færa hann í lifandi og þróttmikið form. Hvað sýninguna „Vinna og mannlíf" áhrærir, þá er hún frek- ar máttlaus framkvæmd og ákaf- lega fljótskoðuð. Maður þakkar guði fyrir, að sósíalrealismi í því formi, sem hann birtist í sumum myndanna, festi ekki rætur hér, því að hann er best geymdur fyr- ir austan tjald. Hins vegar er hann til í öðru og áhugaverðara formi í vestrinu, eins og einnig kemur fram að nokkru á þessari sýningu. Og þannig séð hefði ver- ið kjörið tækifæri til að skilgreina hann í sambandi við sýninguná í almennu spjalli í sýningarskrá og nota hinn ágæta litskyggnuskjá á staðnum í því skjmi svo og til að skýra þema sýningarinnar. En því miður dregur sýningar- skráin dám af framkvæmdinni allri og er með rýrasta móti og hefði maður báglega trúað að fá slíkt upp í hendumar á þessum stað. Auðvitað eru ágæt verk innan- um á veggjunum, en þau njóta sín ekki til fulls í hinni brotnu heildarmynd, og er lítill greiði gerður með.þátttöku sinni í fram- kvæmdinni. Við sem viljum veg þessa safns sem mestan svo og málverkagjaf- ar Ragnars Jónssonar í Smára eigum bágt með að sætta okkur við þessa þróun, því að safnið á að vera .fyrir almenning — lifandi og forvitnileg stofnun, sem tekur þéttingsfast í hendur hvers og eins, er þangað ratar. Lyftir honum upp úr amstri dægranna... QgfrjAKi J ,^«aðeins.—- .« r /kg 421 kr Folaldabun --- ..753 kr. Folalda gullasch 959 kr. iFolaldafiUet..... 19» kr iFolaldahakk —j—111-— ------------- 1.1 19, S /kg 406 kr Bacon . __A aðeins /kg 486 lSteikur a issteikur kr Rifja' /hg kr Laeris Lkótilettur ilundir. •• • /kg oxo kr Svína1 Svína1 ímVALSNAUTAKJ0TgO ....... ...... _ /kg kr /hg 720 kr /hg 670 kr Buff /kg 96O kr Lllasch /kg 290 Gu kr FiUet /kg 360 kr »rbráð /hg 308 Mö kr •illsteikur /hg 436 Gr kr igsteikur 1 r\r ,/stk 40 Bó kr /brauði Hakk .................... iborgarar Ham KJOTMIÐSTOÐIN Laugalæk, sími686511. Garðabæ> sími656400

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.