Morgunblaðið - 19.02.1988, Side 18

Morgunblaðið - 19.02.1988, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 Skákmótið í St. John: f slendingarnir end- uðu allir við miðjuna Karl teflir sennilega við Kasparo v í fyrstu umferð hraðskákmótsins ÍSLENSKU skákmennirnir í St. John í Kanada enduðu um og ofan við miðju í opna skákmótinu sem þar lauk á miðvikudags- kvðld. Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson fengu 5 vinninga af 9 en Karl Þorsteins 4,5 vinninga. Yasser Seirawan frá Banda- ríkjunum vann mótið, fékk 7 vinninga. Helgi Ólafsson átti möguleika á að lenda í verðlaunasæti fyrir síðustu umferðina en hann var þá kominn með 5 vinninga eftir sigur á búlgarska stórmeistaranum Ve- likov í 8. umferð. í síðustu skákinni tapaði hann sfðan fyrir alþjóðiega meistaranum Krum Georgiev frá Búlgaríu en sá náði sér um leið í áfanga að stórmeistaratitli. Alls náðu 5 skákmenn slíkum áfanga á mótinu. Margeir Pétursson vann tvær síðustu skákir sínar á mótinu, gegn alþjóðlegu meisturunum Martinov- skij og Perenyi. Karl tapaði næst- síðustu skákinni fyrir Acosta en vann Fonk frá Kanada í síðustu skákinni. Seirawan vann mótið eins og áður sagði en í 2.-3. sæti urðu Lputjan og Damlijanovic með 6,5. Tólf skákmenn urðu jafnir í 4. sæti með 6 vinninga, þar á meðal Sovét- mennimir Tal, Vaganjan, Júsupov og Ehlvest. Heimsmeistarasmótið í hraðskak hefst í dag. Þar hefja 32 skákmenn þátttöku og tefla 6 skáka útslátta- reinvígi. Raðað er í fyrstu umferð eftir skákstigum og eru allar líkur á að Karl Þorsteins tefli í fyrstu umferð við Garry Kasparov heims- meistara, en af þeim sem tryggt höfðu sér rétt í gær var Karl stiga- lægstur. í gær fór þó fram síðasta úrtökumótið fyrir keppnina og var því ekki loku fyrir það skotið að Karl slyppi við heimsmeistarann í fyrstu umferð. En þá væri Anatolij Karpov næstur og síðan Artur Jú- supov. Morgunblaðið/BAR Fundargestir á borgarafundi Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti. Davíð Oddsson á fundi Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti: Kostnaður við byggingu ráð- húss innan ramma áætlana Pianóleikarinn Alain Raes og klarínettuleikarinn Claude Faucomprez. Þeir leika á tónleikum í Norræna húsinu nk. laugardag og mánudag. Norræna húsið: Tveir Frakkar leika DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri og Vilhjálmur Þ. Vilþjálmsson voru gestir á almennum borgara- fundi, sem Sjálfstæðisfélögin í Breiðholti héldu síðastliðinn mið- vikudag i Gerðubergi. Fjölmenni var á fundinum og barst þeim Viþjálmi og Davíð fjöldi fyrir- spurna. Davfð Oddsson flutti fyrri fram- söguna, þar sem hann ræddi um nýgerða fjárhagsáætlun borgarinn- ar, stöðu borgarsjóðs og helstu framkvæmdir almennt í borginni og í Breiðholti. Davíð benti á í upphafi ræðu sinnar að í tíð fyrverandi meirihluta hefði viðkvæðið sífellt verið hjá borgarfulltrúum þess meirihluta að §árhagsörðugleikar væru miklir og peninga vantaði. Núna segðu þessir sömu menn að borgin væri rík. Davíð kvað það rétt vera að borgin væri vel stödd fjárhagslega; hún skuldaði minna en hún ætti í úti- standandi skuldum og væri það nokkuð sem hann vissi ekki til að gerðist hjá öðrum bæjarfélögum. Einnig benti hann á að staða borg- arinnar væri mun betri en annarra höfuðborga á Norðurlöndum. Mikill f ramkvæmdavilji á tónleikum á vegum Alliance Frangaise PÍANÓLEIKARINN Alain Raes og klarínettuleikarinn Claude Faucomprez halda tónleika á vegum Alliance FranQaise í Norr- æna húsinu nk. laugardag og mánudag. Leikin verða verk eft- ir BurgmTler, Weber, Debussy, Gade og Poulenc. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 báða dag- ana. Alain Raes fæddist í Roubaix f Norður-Frakklandi en Claude Faucomprez í Lens í Norður- Frakklandi. Báðir stunduðu þeir nám við Rfkistónlistarháskólann í París og hafa frá árinu 1977 sam- hæft tónlistarhæfíleika sína. Þeir eru sífellt að reyna að fullkomna túlkun sína á hinum ^ölbreyti- legustu og oft á tíðum lítt þekktu tónverkum, segir í fréttatilkynn- ingu. Það sem einkennir flárhagsáætl- unina í ár að sögn borgarstjóra er mikill framkvæmdavilji, en um 25% af heildarfjármunum borgarinnar fara í eignabreytingar. Stærsta framkvæmdin eru hitaveitufram- kvæmdir Hitaveitu Reykjavíkur að Nesjavöllum, sem í heild er áætlað að kosti um 3 milljarða. Davíð rakti einnig helstu fram- kvæmdir á vegum borgarinnar f Breiðholti; ný sundlaug hefði verið byggð við Ölduselsskóla, hafín bygging fyrsta áfanga nýs fþrótta- húss við Fjölbrautarskólann í Breið- holti, ný skólabygging við Selás- skóla yrði tekin í notkun, ný leik- svæði fullgerð, nýr gæsluvöllur í Selási tekinn í notkun og ný skipti- stöð SVR í Mjódd yrði tilbúin undir tréverk. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og formaður skipu- lagsnefndar flutti annað framsögu- erindið og ræddi hann um umferð- armál og skipulagsmál f Breiðholti. Hann gerði í fyrstu grein fyrir ný- samþykktu aðalskipulagi og helstu nýmælunum þar. Borginni hefur nú verið skipt upp í 9 hverfaskipu- lagssvæði og er það nýmæli hugsað til þess að efla tengsl borgarbúa á viðkomandi svæðum og borgaryfír- valda. Kvað Vilhjálmur ekki langt f það að gengist yrði í skipulag Breiðholtssvæðis og þegar að því kæmi yrði haft samband við borg- arbúa. Breiðholtsskipulag Vilhjálmur ræddi og nokkuð um umferðarmál í Breiðholti, og þá aðallega um Höfðabakkabraut og Ofanbyggðaveg. Um framlengingu Höfðabakkabrautar sagði Vilhjálm- ur að skiptar skoðanir væru um lagningu þess vegarkafla. Hann kvaðst sjálfur hafa verið á báðum áttum áður, en eftir að hafa verið á fundum með íbúum í hverfínu virtist sér nauðsynlegt að ráðast í þessa framkvæmd til þess að létta á umferðinni eftir Vesturbergi, Austurbergi og Suðurhólum. „Það verður hins vegar ekki á næstu 4—5 árum sem í þessa framkvæmd verð- ur ráðist og þegar að þvf kemur að taka endanlega ákvörðun full- vissa ég menn um það að samráð verður haft við íbúa í Breiðholti." Um Ofanbyggðaveg sagði Vihjálm- ur að vissulega væru skiptar skoð- anir um þann veg, en menn mættu hins vegar ekki gleyma því að Vegagerð ríkisins þefði ákvörðun- arvald um lagningu þess vegar og hefði hún það á stefnuskrá sinni að ráðast í lagningu þess vegar á næstu tveimur árum. væru núverandi tölur innan þessa svigrúms. Borgarsfjóri vildi þó ekki neftia neinar ákveðnar tölur, enda ætti eftir að leggja þær fyrir borg- arráð. Leiknir á uppleið Á fundinum var nokkuð rætt um íþróttafélagið Leikni, sem fundar- menn voru sammála um að líf væri aftur komið í. Benti Heimir Berg- mann á, að stórum fjármunum væri varið í aðhlynningu og af- vötnun ungmenna sem illa hefði farið út úr vímuefnum, en litlu sem engu fé varið f forvamarstarf sem íþrótta- og ungmennastarf væri. Taldi hann borgaryfírvöld ekki hafa gert nógu mikið til þess að hjálpa Leikni til þess að komast á laggim- ar, mikið væri í húfí þar sem á ferð- inni væri félag í einu bamflesta hverfí landsins. Davíð tók undir það að aldrei væri nógsamlega að íþrótta- og æskulýðsstarfí hlynnt, jafn ómetan- legt og það væri. Hann benti hins vegar á að á þessu fjárlagaári færi samtals 112 milljónirtil íþróttamála á þessu ári, fyrir utan það Qármagn sem færi til byggingar íþróttahúss við Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Beygja. inn á Mjóddina Ólafur Sveinsson spurði þá Davíð og Vilhjálm að því hvenær mætti eiga von á því að vinstribeygja kæmi á Reylqanesbraut inn að verslanamiðstöðinni við Mjódd. Vil- hjálmur svaraði því til að umferðas- érfræðingar borgarinnar hefðu al- farið lagst gegn því að þama væri vinstribeygja af umferðarlegum ástæðum. Hann sagði hins vegar að leiddi tfminn það í ljós að núver- andi gatnaskipan kæmi verulega niður á þeim þjónustuaðilum er þama væru, yrði að skoða þetta mál alveg frá gmnni. Borgarfulitrúar Sjálfstœðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardög- um frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. _ ... Laugardaginn 20. febrúar verða til viðtals Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formað- ur skipulagsnefndar Reykjavíkur og Sigurjón Fjeldsted, formaður stjórnar SVR og í stjórn skólamálaráðs og fræðsluráðs. mm^mmmmmm^^mm^^am^mmm^mmm^mmmmmmmmmmmmmm^ Ráðhúskostnaður innan ramma Á fundinum var lítillega rætt um fyrirhugaða ráðhúsbyggingu. Ragnar Magnússon spurði borgar- stjóra hver áætlaður heildarkostn- aður yrði af byggingu ráðhússins á þessu stígi. Davíð svaraði þvf til, að þegar samþykkt hefði verið að fara í byggingu ráðhússins, hefði verið gert ráð fyrir 250 miiljóna kostnaði við bílastæðisgeymslu og 500 milljónum til sjálfs ráðhússins. Á núvirði mætti uppfæra þessar tölur með um 10% verðbólgu, þann- ig að hún yrði samtals um 820 milljónir. Hann kvað við áætlanir hafa verið gert ráð fyrir 10% svigr- úmi til hækkunar á kostnaði og Þjónusta SVR Jón Þorgeirsson kom á framfæri þeirri spumingu hvenær mætti eiga von á því að samræmt strætis- vagnakerfi tæki gildi, annars vegar þannig að ferðast mætti beint á milli úthverfa borgarinnar og hins vegar beint til nágrannasveitarfé- lagann. Siguijón Fjeldsted, borgar- fulltrúi og stjómarformaður Stræt- isvagna Reykjavíkur, sem staddur var á fundinum svaraði þessu þann- ig að menn mættu eiga von á því að með hinni nýju skiptistöð yrði leiðakerfíð endurskoðað með beinar samgöngur milli bæjarhluta í huga. „Mér segir svo einnig hugur, að önnur bæjarfélög og sérleyfíshafar muni æskja þess að hafa viðkomu í hinni nýju skiptistöð."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.