Morgunblaðið - 19.02.1988, Síða 20

Morgunblaðið - 19.02.1988, Síða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 20 Minning: Bjöm Sveinbjömsson hæstaréttardómari Fæddur 1. september 1919 Dáinn 10. febrúar 1988 Búsældarlegnr er Borgarfjörður og Ijöllin fögru allt um kring. Fljót- in mörgu líða um þetta hérað og í hyljunum bunkar sig laxinn. Og þegar blessað regnið fellur á móður jörð á mildu sumardægri þá ilmar hin borgfírska björk og maður og náttúra sameinast í fegurð Guðs og verða eitt. Inn í þessa dýrð fæddist vinur minn og starfsbróðir Bjöm Svein- bjömsson og hér gekk hann um „með mal og prik“. Hvað erum við mannanna böm? Jú, sennilega emm við fyrst og fremst erfðir frá for- eldri voru. En við emm meira. Við emm afsprengi þess umhverfís er fóstrar okkur. Ekki er ég í nokkmm vafa um það, að hin borgfírska fegurð, sem Bjöm Sveinbjömsson ólst upp við, átti sinn þátt í því að gera hann að þeim indæla og góða manni, sem hann var, og verður ævinlega í mínum huga. Fundum okkar Bjöms Svein- bjömssonar bar fyrst saman á dóm- araþingum. Það fór ekki hjá því að maður tæki eftir þessum glæsilega manni. En þetta vom jrfírborðsleg kynni, þar sem aðeins var skipst á kurteislegum orðum. En þrátt fyrir það varð mér maðurinn minnisstæð- ur. Og við hlið hans var ævinlega fögur kona, frú Rósa Loftsdóttir. Lífsfömnautur sem hann elskaði' og dáði og það var gagnkvæmt. Mörgum ámm síðar átti það fyr- ir mér að liggja að kynnast Bimi Sveinbjömssyni náið. Það var þegar ég gerðist starfsbróðir hans í Hæstarétti íslands. Þá og þá fyrst kynntist ég því, hvem mann hann hafði að geyma. Innræti hans var ekki síðra en ytri ásýnd. Starf í fjölskipuðum dómi er ekki alltaf ánægjan einber. Enginn var betri en Bjöm í slíku samstarfí. Það rejmdi ég margsinnis í okkar sam- vinnu. Hversu oft drap ekki þessi maður dmnganum á dreif og létti andrúmsloftið með sinni ljúfu lund og fáguðu kímnigáfu, sem Guð hafði svo ríkulega gefíð þessum borgfírska pilti í veganesti. Og Drottinn skar ekki við nögl, þegar hann skammtaði Bimi Sveinbjöms- sjmi náðargáfumar. Ofan á góða greind og hárfínt skopskyn bætti hann hinni dým gáfu skáldskapar- ins. Hitt er annað mál, að Bjömn lagði ekki nóga rækt við skáldskap- argáfu sína, því hún er heimtufrek og krefst alls. Eflaust hafa þar embættisannir valdið miklu um. Því varð Bjöm aldrei nema hagyrðingur í hirð Gyðjunnar, en einstaklega lip- ur og slqótyrktur. Margri ferskejrtlunni kastaði Bjöm fram í Hæstarétti okkur starfsbræðmnum til skemmtunar og hugarhægðar. Nú þykist ég vita, að hann orti ekki aðeins meðan við störfuðum saman, heldur mun hann hafa leikið sér að rími og stuðlum lungann úr ævinni. Ef til er í hand- riti það sem Bjöm Sveinbjömsson hefír sett saman á þessum vett- vangi, teldi ég rétt að það yrði birt á bók. Það mjmdi að minnsta kosti auka dijúgum við íslenzka rímna- íþrótt. Við Bjöm störfuðum saman í Hæstarétti tæp fímm ár. Hann var metnaðarfullur um starf sitt og rækti það af stakri alúð og vand- virkni. Ég vissi að hann gekk ekki heill til skógar, en hvergi kom það niður á störfum hans í réttinum. Gott hjartalag og rík réttlætiskennd gerði hann að góðum dómara. Einhvem tímann kom þar tali okkar á stemmnings stundu, að Hamsun væri beztur. Því ákváðum við að lesa hann upp á nýtt. Flesta morgna, einn veturinn, ræddum við þann dýra skáldskap. Af ilmandi síðum hins lýríska prósa heyrðum við grasið gróa og okkur leið vel í grænkunni — báðum tveim. Og nú hefír Bjöm Sveinbjömsson snúið sér að grænkunni í eitt skipti fyrir öll. Hinn 10. febrúar sl. tók hann á ný sinn „mal og prik“ og hvarf á vit uppruna síns. í nýju ljósi sér hann nú fegurð Borgarfjarðar, þar sem hann ungur átti sitt jmdi og undur. í lífí sínu og starfí arkaði Bjöm Sveinbjömsson auðnuveginn. Ég fylgdi honum stuttan spöl á þeirri vegferð. Það var ljúf samfylgd og lærdómsrík, er ég þakka af alhug. Ég votta eiginkonu Bjöms, frú Rósu Loftsdóttur, og ástvinum öll- um einlæga samúð. Guð blessi minningu Bjöms Sveinbjömssonar. Magnús Thoroddsen Kveðja frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar Við fráfall Bjöms Sveinbjöms- sonar, hæstaréttardómara, fínnst mér sjálfsagt að rifla lítillega upp afskipti hans af vexti og viðgangi Bridgefélags HafnarQarðar. Bjöm mun ungur hafa numið þá íþrótt að spila brids og var ásamt Ama Þorvaldssjmi heisti forgöngu- maður þess, að Bridgefélag Hafnar- flarðar var stoftiað haustið 1946. í gerðarbókum BH sér þess glögg merki, að Bjöm var á ýmsan hátt potturinn og pannan í starfí félags- ins á meðan það var að slíta bams- skónum. Þannig var hann fyrsti formaður þess og ennfremur tvíveg- is í viðbót á fyrstu starfsárum fé- lagsins. Líklega mun Bjöm hafa haft hönd í bagga varðandi samn- ingu fyrstu félagslaganna og skjal- fest er, að hann tók virkan þátt í öllum þeim brejdingum á lögum og reglum, sem nauðsjmlegar vom í tímans rás. Þegar Bjöm var ekki formaður sjálfur virðist hann nánast hafa verið sjálfkjörinn sem fundarstjóri á aðalftindum félagsins, enda virð- ist hann hafa mætt öðmm mönnum betur á aðalfundi, því að honum var annt um þetta félag, sem hann átti svo stóran þátt í að stofna og móta. Bjöm virðist oftar en flestir eða allir aðrir á sínum tíma hafa verið valinn fulltrúi BH á þing Bridge- sambands íslands, sem stofnað var 1948 eða tæpum tveimur ámm á eftir BH. Svo hafa tjáð mér menn, sem sátu Bridgesambandsþing með Bimi, að hann hafi verið skömlegur og góður fulltrúi síns félags. Ekki þarf að koma á óvart, að Bjöm gegndi einnig ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Bridgesambandið, sem hér með er þakkað fyrir í umboði forseta þess. Það væri synd að segja, að þessi störf Bjöms í þágu BH og BSÍ hefðu komið niður á árangri hans við græna borðið. í raun stóðust fáir Bimi snúning í íþróttinni. Sem dæmi um það má nefna, að frá stofnun félagsins til 1965 varð hann alls 12 sinnum Hafnaifyarðarmeist- ari í sveitakeppni, 6 sinnum vann hann aðaltvímenningskeppnina (með ýmsum meðspilumm) og tvisvar vann hann svo einmennings- keppni félagsins. Því má svo bæta við, að á þessum ámm var yfírleitt aðeins um þessa þijá titla að ræða, enda tók hver keppni mun lengri tíma en nú tíðkast. A 40 ára afmæli Bridgefélags Hafnarfjarðar heiðraði félagið Bjöm fyrir „vel unnin störf í þágu félagsins og góðan árangur við græna borðið“ eins og stendur á viðurkenningarskjalinu. Enda þótt störf Björs í þágu félagsins hafí engan veginn verið tíunduð út í hörgul hér að framan ætti engu að síður að vera ljóst, að margur hefur hlotið vegtyllur af minna tilefni. Um leið og félagar BH bæði núverandi og fyrrverandi þakka Bimi fyrir ágæt störf í þágu félags- ins svo og prýðilega viðkjmningu senda þeir eftirlifandi eiginkonu hans, Rósu Loftsdóttur, sem um skeið var rejmdar með afbrigðum sigursæl á mótum félagsins, inni- iegar samúðarkveðjur. Guðni Þorsteinsson Bændasjmimir þrír úr Borgar- firði, sem settust í 4. bekk A í MR haustið 1936, skám sig úr. Þeir höfðu lokið námi í Reykholtsskóla og það sýndi sig fljótlega að það var góð undirstaða. Allir vom þeir vel hagmæltir og nánast einu skáld- in í bekknum. Einn þeirra var Bjöm Sveinbjömsson, síðar hæstaréttar- dómari. En af bekkjarbræðrunum luku sex lögfræðiprófi og af þeim hafa þrír hlotið það traust og þá virðingu að vera dómarar í Hæsta- rétti Islands. Mun enginn bekkur hér á landi getað státað af öðm eins og þótt víðar væri leitað. Þremenningamir urðu fljótlega hvers manns hugljúfi og Bjöm Sveinbjömsson ekki hvað síst. Hann var glaðlyndur og hjálpfús félagi og alltaf til í hvers konar brall. Á síðasta hálfa ári hafa þrír úr stúdentahópnum frá 1939 kvatt, Helgi J. Halldórsson kennari, Sveinn Þórðarson skattstjóri og svo Bjöm Sveinbjömsson, sem þó hóf sitt erfíða helstríð löngu á úndan þeim. Er að þeim mikil eftirsjón. Bjöm Sveinbjömsson var vand- aður maður og samviskusamur. Hann vildi tvímælalaust vera rétt- dæmdur, eins og er aðai allra góðra lögmanna. Hann var líka húsbónda- hollur og maður friðarins. Hann var aðalfulltrúinn við sýslu- mannsembættið í Hafnarfirði í tutt- ugu ár og seinni hluta tímabilsins settur sýslumaður. Þá tókst svo illa til að hann vék sér undan meðferð á einu máli, svokölluðu Flanka- staðamáli, en niðurstaða þess var réttarfarslegt slys. Hann fannn að það var maðkur í mysunni, eins og hann orðaði það eitt sinn við mig. Jafn vandaður maður og Bjöm Sveinbjömsson vildi ekki bergja af þeim kaleik. Bjöm Sveinbjömsson var rök- fastur og gagnorður, kíminn og spaugsamur. Stundum lét hann kviðlinga §úka jafnvel að loknum málflutningi í Hæstarétti. Þannig fauk einn eftir að ég hafði lokið flutningi máls í Hæstarétti, í skaða- rC/r-tijvalin tilbreyting Ljúffengt gæðakex í þremur bragðtegund- um. Frábært með osti og ídýfum eða eitt sér. rvc- eitt það besta. Láttu það ekki vanta. - bótamáli út af íkveikju og lagði hann mér í munn eftirfarandi: Ég er sannfærður um það í sálu minni / að samviskan hefur ekki verið traust /og hefði henni verið haldið inni /hefði hún játað tafar- laust. Þá .þykir mér ekki úr vegi að láta hér fylgja orð, sem hann lét falla um málatilbúnað þeirra ágætu kollega minna, Sveinbjöms Jóns- sonar og Páls S. Pálssonar Svein- bjöm fræðin festi á bók /fáorður í máli / á þremur síðum það sem tók / þijátíu hjá Páli. Bjöm Sveinbjömsson giftist all seint og jrfirvegað ágætri konu, Rósu Loftsdóttur, og vann hún þá þegar hugi samstúdenta hans. Hún var aðdáunarverð í þeirri miklu raun, sem viðskilnaður Bjöms Sveinbjömssonar var. Dr. Gunnlaugur Þórðarson Bjöm Sveinbjömsson var um malgt fágætur maður og óglejrm- anlegur þeim sem honum kynntust. Hann var einstakt ljúfmenni í allri umgengni og gerði sér ekki manna- mun, borgfírskur sveitamaður að ætt og uppruna, en heimsborgari í sjón og raun. Við Qölskylda mín kjmntumst vel lipurð hans og hjálp- semi þegar á rejmdi, hvort sem um var að ræða erfðamál, útlistanir flókinna lögfræðilegra hugtaka, sem honum rejmdist sérdeilis tamt að gera leikmanni auðskiljanleg, eða þegar þurfti að snara strembn- ‘um ljóðlínum úr klassískum verkum heimsbókmenntanna í boðleg vísu- orð á íslensku, þraut sem mörgum hefír rejmst torleyst, en Bjöm lék sér að. Raunar var hann ótrúlega fljótur að koma saman smeliinni stöku, eða lengri brag, ef tilefni gafst. Birtust þar vel leikandi gáfur hans, hnyttni og góðlátleg kímni. Skapferli hans var slíkt að hans nánustu undruðust og dáðust að æðruleysi hans í langvinnum og oft ströngum veikindum. Þótt Bjöm næði ekki háum aldri miðað við lffslíkur nútímafólks, hygg ég að lundarfar hans kunni að hafa lengt ævi hans til muna og jafnvel stund- um orðið honum til iífs þegar að honum svarf. Fáa samferðamenn hefí ég átt skemmtilegri, innan lands eða utan, enda átti Bjöm tiltækan hafsjó fróð- leiks um menn og málefni, hafði á takteinum kynstur af gamansögum, vísum og kvæðum, var óvenju vel heima í skáldskap, sögu, ættfræði og hvers kjms þjóðlegum fróðleik, sem löngum hefír þótt aðal góðra íslendinga. Hann var maður félags- ljmdur, var hrókur alls fagnaðar í samkvæmum, höfðingi heim að sækja og hinn mesti aufúsugestur þeim er hann sótti heim. Bjöm hlaut um ævina fjölbreyti- lega lífsrejmslu og skiptust þar vissulega á skin og skúrir. Hygg ég að hann hafí í mörgu verið vel undir það búinn að takast á hendur hið háa embætti í dómkerfi landsins sem hann gegndi á síðari hluta starfsferils síns, hafði enda verið fyrr fulltrúi og síðan settur sýslu- maður og bæjarfógeti við eitt stærsta embætti hérlendis um rúmra tveggja áratuga skeið; hafði veitt forstöðu lögfræðistofu um ára- bil og haft þar m.a. á hendi marg- vísleg ábyrgðarstörf fyrir eitt stærsta fyrirtæki landsins; verið formaður nefndar til að endurskoða dómstólakerfí á héraðsdómsstigi, og setið um hríð á Alþingi sem varaþingmaður, svo fátt eitt sé nefnt. Hygg ég að hann hafí þar skilað dijúgu og vel unnu æviverki. Ekki verður Bjöms svo minnst, að jafnframt sé ekki getið hins dygga og ástrika lífsförunautar hans, Rósu Loftsdóttur, sem í hvfvetna vakti jrfír velferð hans og annaðist hann í veikindum hans af aðdáanverðri umhyggjusemi, fóm- fysi og hetjulund. Hafa þær Anna, kona mín, verið perluvinir frá blautu bamsbeini, og við hjónin verið svo lánsöm að eiga vináttu þessara sæmdarhjóna um langt skeið. Eig- um við um þau kjmni margar og ljúfar endurminningar. Þegar ævi hallar verður hvað þungbærast það hlutskipti þeirra sem lengur lifa að þurfa að standa jrfír moldum góðvina sinna. Þá verð-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.