Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 21 ur það nokkur huggun harmi gegn að manna eins og Bjöms Svein- bjömssonar er gott að minnast. Við anna vottum ekkju hans okkar dýpstu samúð og hluttekningu og biðjum þess að minningin um góðan dreng verði til að létta henni sár- asta harminn. Heimir Áskelsson Bjöm Sveinbjömsson, fv. hæsta- réttardómari, lést á Landspítalan- um aðfaranótt 10. þessa mánaðar, tæpum þrettán mánuðum eftir að hann gekkst undir hjartaaðgerð. Bjöm Sveinbjömsson var af kunnum borgfírskum ættum, fædd- ur 1. september 1919 að Heggs- stöðum í Borgarfirði, sonur Svein- bjöms bónda þar, síðar í Þingnesi í Borgarfírði, Bjömssonar bónda á Þverfelli í Lundarreykjadal Svein- bjömssonar og fyrri konu hans, Margrétar Hjálmsdóttur, hrepp- stjóra í Þingnesi Jónssonar. Bjöm ólst upp í Þingnesi þar sem Grímsá streymir fram og sameinast Hvítá. Við Þingnes og Borgarfjörð var hann tengdur sterkum böndum. A bökkum Grímsár reisti hann sér síðar lítinn kofa og þar dvaldist hann oft að sumarlagi þegar tóm gafst til ásamt Rósu konu sinni. Þangað var gott að koma og dunda sér við silungsveiðar. Að lóknu námi á Laugarvatni og í undirbúnings- deild í héraðsskólanum í Reykholti lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík þar sem hann lauk stúd- entsprófi vorið 1939. Bjöm innrit- aðist í lagadeild Háskólans og lauk þaðan embættisprófi 25. maí 1945. Bjöm var félagslyndur maður og tók á námsámm sínum í háskólan- um virkan þátt í félagslífi stúdenta. Hann var formaður í Félagi fijáls- lyndra stúdenta 1940—1941 og formaður Orators, félags laganema, 1943-1944. Hinn 20. september 1945 réðst Bjöm sem fulltrúi til sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógetans í Hafnarfirði, sem þá var Guðmundur í. Guðmunds- son, síðar utanríkisráðherra. Á ár- inu 1946 var samið um brottför hersins og íslendingum afhentur Keflavíkurflugvöllur. Jafnframt voru ráðnir allmargir lögreglumenn og tollverðir til löggæslustarfa á flugvallarsvæðinu. Kom það í hlut Bjöms að byggja upp löggæslu- starfið á Keflavíkurflugvelli og fluttist hann þá þangað suðureftir og annaðist stjóm löggæslunnar í umboði sýslumanns frá 1946— 1950. Eftir dvölina á Keflavíkur- flugvelli fluttist starfsvettvangur Bjöms til Hafnarflarðar en sá sem þessar línur ritar tók við starfi hans á Keflavíkurflugvelli um miðjan ágúst 1951 og gegndi því til janúar- loka 1954 er flugvallarsvæðið var gert að sérstöku lögsagnarum- dæmi. Kynni okkar Bjöms hófust haustið 1951 er hann kom til starfa eftir nokkurt hlé vegna veikinda og húsbóndinn, Guðmundur í., sendi hann suðureftir til þess að líta til með drengnum. Eftir þá för tókst með okkur óijúfandi vinátta sem aldrei bar skugga á. Bjöm var frá- bær leiðbeinandi og það var ómet- anlegt fyrir ungan mann að geta sótt holl ráð og leiðbeiningar til annars sér reyndari sem aldrei taldi eftir sér tíma og fyrirhöfn. Á þessum árum var ekki komin á sú starfsskipting sem síðar varð á störfum löglærðra fulltrúa við hin stærri bæjarfógeta- og sýslumanns- embætti. Fulltrúastarfið bauð því upp á mikla alhliða reynslu á sviði dómsmála og hvers konar umboðs- starfa á vegum embættanna. Guð- mundur í. Guðmundsson var góður húsbóndi. Áður en hann gerðist sýslumaður og bæjarfógeti hafði hann um árabil verið í fremstu röð lögmanna. Hann var góður stjóm- andi og fylgdist grannt með öllu, úthlutaði verkefnum og leit vel eft- ir öllum embættisrekstrinum. Þar sem Guðmundur var jafnframt einn af þingmönnum Gullbringu- og Kjósarsýslu og mjög virkur í pólitík fór óhjákvæmilega mikill hluti af tíma hans í það að sinna stjóm- málastörfum. Bjöm Sveinbjömsson naut að verðleikum óskoraðs trausts og álits Guðmundar og þeg- ar ráðherraferill Guðmundar hófst árið 1956 var Bjöm settur til þess að gegna störfum bæjarfógeta og sýslumanns í forföllum Guðmundar á eigin ábyrgð hinn 20. október 1956. Stóð sú skipan í níu og hálft ár eða til 1. mars 1966. Bjöm var gjörkunnugur öllum þáttum emb- ættisrekstursins þegar hann tók við forstöðu embættisins og þekkti vel til manna og málefna í hinum ýmsu hreppsfélögum. Þá var hann ná- kunnugur öllum hreppstjórum, sýslunefndarmönnum og oddvitum í sýslunni sem höfðu mikii sam- skipti við embættið. Á skrifstofu embættisins ríkti góður starfsandi. Þar vann margt ágætra manna og kvenna sem gott er að minnast. Hinn 31. ágúst 1965 lét Guð- mundur í. Guðmundsson af ráð- herradómi og tæpum mánuði sfðar var hann skipaður ambassador í Bretlandi og sagði bæjarfógeta- og sýslumannsembættinu lausu. Var þá embættið auglýst laust til um- sóknar og veitt öðrum en Bimi frá 1. janúar 1966 en embættismanna- skiptin drógust þó fram til 1. mars það ár. Bjöm Sveinbjömsson hafði rækt störf sín framúrskarandi vel og naut trausts og mikilla vinsælda f umdæminu án tillits til þess hvar í flokki menn stóðu. Hér er hvorki staður né stund til þess að rifja upp þessa sögu en hún er þó hluti af starfsferli Bjöms. Sú mikla mót- mælaalda sem reis í kjölfar þessar- ar stöðuveitingar á sér ekki hlið- stæðu og ber glöggt vitni um þann orðstír og vinsældir sem Bjöm hafði áunnið sér persónulega og fyrir embættisfærslu sína. Enda þótt það hafi að sjálfsögðu valdið Bimi vonbrigðum að fram hjá honum var gengið við veitingu embættisins eftir svo langan og óaðfinnanlegan feril var hann alltof jákvæður maður til þess að láta það fylla huga sinn beiskju. Hæstiréttur lýsti Bjöm Svein- bjömsson löghæfan til þess að flytja mál fyrir Hæstarétti án prófraunar sökum starfshæfni hans við dóms- störf og veitti honum undanþágu frá því að þreyta prófraun. Var leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti gefið út Bimi til handa hinn 22. desember 1965. Bjöm hófst þegar handa um undirbúning að stofnun lögmannsstofu er hann léti af emb- ætti og í marsmánuði 1966 stofn- aði hann ásamt undirrituðum, Skúla J. Pálmasyni hrl. og Sveini H. Valdi- marssyni hrl. lögmannsstofu í Reykjavík, og rak hana með þeim í sjö ár. Með okkur tókst hin ágæt- asta samvinna. Ekki þurfti Bjöm að kvíða verk- efnaskorti því að margir ieituðu til hans. Að lögmannsstörfum gekk hann með sama dugnaði og eljusemi og honum var lagið við embættis- störfin. Haustið 1971 sat hann á Alþingi um skeið sem varaþingmað- ur Reykjaneskjördæmis, 1972 var hann skipaður formaður nefndar til að endurskoða dómstólakerfið á héraðsdómsstigi og 1971—1973 sat hann í stjóm Lögmannafélags ís- lands. Hinn 22. júní 1973 var Bjöm skipaður hæstaréttardómari frá 1. ágúst 1973 og í Hæstarétti lauk hann glæsilegum starfsferli í árslok 1985, 66 ára að aldri. Bjöm Sveinbjömsson var hár maður og grannvaxinn, samsvaraði sér vel, og fyrirmannlegur í fram- göngu. Hárið þétt og með hvítum lokki sem óx upp frá miðju enni. En undir virðulegum svipnum var grunnt á húmomum því hann var gæddur miklu skopskyni. Hann var aldrei stífur heldur sveigjanlegur, hjálplegur og hjartahlýr en hafði einnig til að bera skapfestu og ákveðni ef á þurfti að halda. Á góðum stundum í hópi vina var Bjöm hrókur alls fagnaðar. Hann var vel skáldmæltur og ljóð- elskur, alinn upp við sterka ijóða- hefð, og kunni ókjörin öll af ljóðum, lausavísum, rímnakveðskap og óprentuðum kveðskap, enda minnið traust. Bjöm var með afbrigðum skemmtilegur maður og sjarmer- andi. Hann var gáfumaður en hafði einnig til að bera „common sense“ í ríkum mæli og var fljótur að greina aðalatriði máls ftá aukaat- riðum, sem em meginkostir góðs dómara, og ritfær í besta lagi. Áður er þess getið að Bjöm var mjög félagslyndur. Hann hafði gaman af því að starfa í félögum. Hann var bridgemaður ágætur og um árabil var hann ein af driffjöðrum { Bridgefélagi Hafnaifyarðar, sem starfaði með blóma. Hann var Li- onSmaður og Frímúrari. Á háskólaárum sínum var Bjöm einn í hópi stúdenta sem kallaði sig Leirskáldafélagið og fékkst við yrk- ingar eins og nafnið bendir til. Þess- ir menn urðu síðar þjóðkunnir en af öðmm störfum. Löngu síðar kom þessi hópur stundum saman á heim- ili eins þeirra, sem var sýnu kunn- astur. Fundarstaðurinn var Bessa- staðir. En Bjöm var lfka karlmenni. Margsinnis mátti hann horfa ffarn- an í þann sem dregur okkur öll til sín að lokum, dauðann. En ávallt var hann jafn æðmlaus. Er hann gekkst undir hjartaaðgerð í janúar SJÁ BLS 41. Við fögnum hækkandi sól og bjóðum m afs/átt af öllum vörum f dag og næstu daga. íboda) Kringlunni, sími 689122. ÍKOSTAJ V - ___J Bankastræti 10, sími 13122. í BQDAJ V_____/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.