Morgunblaðið - 19.02.1988, Side 22

Morgunblaðið - 19.02.1988, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 „Kallar hann mig og kallar hann þig“ eftir Guðrúnu Agnarsdóttur Sólveig Pétursdóttir, varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein í Morgunblaðið 13. febrúar sl. og er tilefni hennar grein undirrit- aðrar í sama blaði 9. febrúar. Sólveig minnir mig á að fleiri konur byggi þetta land en þær sem kjósa Kvennalistann. Því var ég nú reyndar ekki búin að gleyma og fínnst ég á engan hátt gera þeim rangt til þó að ég nefni oft konur sem heild án þess að greina þær eftir skoðunum. En mikið væri það nú stórkost- legt, Sólveig, ef allar konur á fs- landi gætu staðið einhuga saman um að leiðrétta kjör sín og stöðu í samfélaginu og búa jafnframt betur í haginn fyrir okkur öll. Ef svo væri þyrfti varla Kvennalista en loka- markmið Kvennalistans er að sjálf- sögðu að verða ónauðsynlegur. Horfumst við í augu, en dugir það til? Ekki veit ég af hverju Sólveig kýs að setja kvenmannsleysi hinna hefð- bundnu stjómmálaflokka innan gæ- salappa. Það er að vísu ekki algert sem betur fer og kann að vera skýr- ing á gæsalöppum. Hins vegar er það nöturleg stað- reynd að alltof fáar konur hafa ver- ið kosnar af listum hefðbundinna stjómmálaflokka til að hafa áhrif í sveitarstjómum og á Alþingi. Þeim duga nefnilega engin sæmileg von- arsæti til að komast þangað. Þetta sætta konur innan slíkra flokka sig að sjálfsögðu illa við og hafa ekki farið leynt með óánægju sína á opin- bemm vettvangi í ræðu eða riti. Því miður held ég að dugi skammt að horfa fast í augu karlanna, flokksbræðra sinna, til að minna á málstað kvenna eins og góð og gegn sj álfstæðiskona lagði til í ávarpi í afmælishófi Þorsteins Pálssonar. Kvennalistakonur áttu fæstar flokksbræður en völdu samt aðra leið og óhefðbundnari. Sú virðist hafa dugað nokkuð vel, bæði til að koma okkar sjónarmiðum á fram- færi en einnig hefur hún nýst konum I hörðum stjómmálasamtökum þvi að hlutfall kvenna í sveitarstjómum og á Alþingi hefur farið vaxandi frá því að Kvennaframboðið og Kvenna- listinn urðu til og aldrei verið hærra en einmitt nú. Það er vel því að Kvennalistanum er ekki otefnt gegn konum fremur en körlum. Það er ekki okkar að velja fyrir aðrar konur, miklu fremur að vinna að því að sem flestar leiðir séu bæði konum og körlum opnar. Öllu verra fannst mér að Sólveig skyldi telja ástæðu til að setja gæsa- lappir utan um ábyrgðina í gagnrýni okkar kvennalistakvenna á ríkis- stjómina vegna nýlegra efnahagsr- áðstafana hennar. Það finnst mér óréttmætt. Vera kann að þessar ráðstafanir hafi verið meintar og ætlaðar flöl- skyldum í hag. Við töldum hins veg- ar margar þeirra rangar og var illa að þeim staðið, enda hefur reynst erfitt að sjá fyrir og stýra áhrifum þeirra. Reyndin hefur orðið sú að framfærslukostnaður sem ekkert átti að hækka hefur hækkað um 3% og bætur ná ekki að vega á móti þeim kostnaðarauka sem hækkanir á matvælum valda. Þetta á einkum við um tekjulágar Qölskyldur þar sem matvæli vega þyngra í heildar- kostnaði heimilis. Það er síðan ætíð grundvallarat- riði hvemig staðið er að því að afla ljár til samneyslunnar. Kvennalist- Guðrún Agnarsdóttir „Áhrif Kvennalistans á íslensk stjórnmál eru þegar orðin talsverð. Meira máli skipta þó hin óbeinu áhrif sem tilvist okkar hefur haft til stuðnings og hvatn- ingar konum í líf i og starfi.“ inn vill ekki leggja skatt á nauð- þurftir eins og matvæli í þessum til- gangi, en telur að fara megi aðrar leiðir sem ég nefni í fyrri grein minni (Mbl. 9. febr. sl.). Göngiun við í kringum Mesópótamíu Eins og Sólveig réttilega segir var opinbera skýringin á því að stjómar- myndunarviðræður milli Alþýðu- flokks, Sjálfstæðisflokks og Kvenna- lista strönduðu, sú, að kvennalista- konur vildu lögbinda lágmarkslaun en hinir ekki. Staðreyndin var reyndar sú eins og ég tiltók í fyrri grein minni að við ákváðum að láta fyrst reyna á meginmál eins og kjaramálin áður en lengra yrði haldið. Þetta varð að niðurstöðu eftir umhugsun margra kvenna, ekki vegna þess að við vær- um kosnar til þess eins að kippa þeim málum í lag, heldur hins að Qárhagslegt sjálfstæði kvenna er undirstaða sjálfstæðis þeirra á öðr- um sviðum. ÍCjaramálin er úrslitamál fyrir mörg heimili launþega í landinu og við vildum einnig hækka telqur aldraðra og öryrkja. Til að ná þessum markmiðum vomm við reiðubúnar að leita allra leiða og lögbinda lágmarkslaun ef annarra kosta væri ekki völ. Úrræðaleysi stjómmálamanna og efnahagssérfræðinga var þó algjört andspænis því aldagamla lögmáli sem kennt var við Mesópótamíu og virðist beinlínis smíðað til að hindra launajöfnuð. Ifyrri reynsla hafði kennt þeim að þeir sem betur em settir muni aldrei láta af sínu, ekki heldur til þess að hinum sem illa eða verr em settir tækist betur að sjá sér farborða. Lögmálið byggðist á mannlegu eðli sem mælir sjálfsvirð- ingu sína með viðmiðun við aðra og því að geta ekki orðið mikill nema aðrjr séu minni. Á þessu lögmáli byggjast t.d. launþegasamtókin, sögðu þeir. Þess vegna myndi mannsæmandi hækkun lægstu launa bmna upp launastig- ann þar til að bankastjórinn og launabræður hans með tífold fóstm- launin og bflafríðindi auk annarra hlunninda væm búnir að fá sína hlutdeild í hækkuninni. Slíka hækk- un þyldu fyrirtækin og þjóðarbúið einfaldlega ekki. Samábyrgð, ofar sérhyggju Þessu lögmáli hafna kvennalista- konur. Við vitum að manneskjan er margslungin og eðli hennar marg- þætt. Með manneskjum blunda ólík- ir eiginleikar eins og samkeppni og samhjálp, sérhyggja og samábyrgð. Öllu máli skiptir þó til hvaða eigin- leika er höfðað og hveijir em ríkjandi jafnframt í einstaklingum og sam- félögum. Kvennalistakonur geta ekki séð að það rýri sjálfsvirðingu nokkurs manns þó að tekjur annarra batni. Ekki höfum við heldur getað komið auga á hverjar þær sérþarfir em sem réttlæta nokkur hundruð þúsunda króna mánaðarlaun auk fríðinda. Við trúum því einfaldlega að hægt sé að breyta þjóðfélaginu á þann veg að fyrirtækin og þjóðarbúið geti greitt öllu vinnandi fólki mannsæm- andi laun, án þess að afkoma eða réttur nokkurs sé skertur. Það er rétt að Kvennalistinn velur ýmsar aðrar leiðir en Sjálfstæðis- flokkurinn til skattlagningar. Hitt er ekki rétt að við viljum efla mið- stýringu, úr henni viljum við einmitt draga og meginstefið í stefnuskrá Kvennalistans er valddreifing. Varðandi orðið „alvörupólitík“ sem Sólveig telur mig kjósa að nota þá er það reyndar bein tilvitnun í Halldór Ásgrímsson. Af máli hans í sjónvarpsþætti nýlega mátti skilja að sjálfur væri hann í „alvömpólitík" en Kvennalistinn hins vegar í mjúku málunum. Gæsalappimar kaus ég þó að setja vegna þess að kvennalis- takonur taka af fiillri alvöm þátt í stjómmálum og hafa sinnt öllum málafiokkum á Alþingi þótt áherslur okkar séu aðrar. Fyrir okkur er ástand hinna mjúku mála þó alvar- legt áhyggjuefni vegna þess að á þeim byggist meira og minna dagleg velferð fólks. Það að gera lítið úr þessum málum eða vanrækja þau gerir njpnn ekki að meiri alvöm stjómmálamönnum, þvert á móti. Að þekkja vitjunartíma sinn Þó að ég hafi í grein minni haldið því fram að kvennalistakonur hefðu hlýtt kalli tímans, en efast um að sumir karlar Tfmans skildu það, gilda slíkar efasemdir vitaskuld ekki almennt. Kall tímans er margbreyti- legt og það er lflct með því og kalli jötunsins í Lómagnúp í kvæði Jóns Helgasonar að „kallar hann mig og kallar hann þig“. Kall tímans vakir stöðugt í and- ránni, síbreytilegt frá stund til stundar og hefur mismunandi skírskotun. Þó koma þeir tímar að kallið á aðgerðir og breytingar verð- ur brýnna en ella. Þeir sem heyra og hlýða slíku kalli geta með aðgerð- um sínum valdið straumhvörfum og athafnir þeirra borið ótrúlegan ár- angur, einmitt vegna þess hve þörf- in fyrir breytingar var orðin knýj- andi. Aðrir veija e.t.v. meiri orku og tíma til sömu aðgerða á öðrum og óhagstæðari tíma en vantar byr- inn og verður lítið ágengt. Réttur skammtur af réttu vatni á réttum tíma var kjörorð pressarans f Dúfnaveislu Laxness. Ekki efast ég um að seta í ríkis- stjóm sé ábyrgðarhlutverk en sama máli gegnir reyndar um svo mörg önnur störf t.d. þau sem konur sinna en þiggja lítil laun fyrir. Sjálfstæðisfiokkurinn er að verða 59 ára gamall og því ekki að undra að hann hafi oft setið í ríkisstjóm eða axlað þá ábyrgð eins og nú er gjaman haft á orði. 1 síðustu kosn- ingum fékk hann 18 þingsæti. Samt telur Sólveig að hann hafi þurft að gera talsverðar málamiðlarnir í þeirri stjóm sem hann nú situr og margir hafi jafnvel talið að þangað ætti hann ekki erindi með slíkan þingstyrk. Kvennalistinn verður 5 ára 13. mars nk. Þingkonur hans bera ábyrgð á því gagnvart kjósendum sfnum að koma stefnumiðum hans til skila. Það var ekki skortur á hugrekki eða getu til að axla ábyrgð sem réð ákvörðun kvennalista- kvenna’um að fara ekki í ríkisstjóm á sl. vori. Eftir endurteknar viðræð- ur um sfjómarmyndun og í ljósi þess að við höfðum aðeins sex þing- sæti af 63 var það yfirveguð niður- staða okkar að slíkt væri óráð og við einungis líklegar til að koma minniháttar málum áleiðis á kostnað meginstefnumála. Allt hefur sinn tíma, sagði Prédik- arinn. Rétti tíminn til stjómarþátttöku var einfaldlega ekki kominn. Hvað varðar ummæli í þá vem að þeir einir hefðu áhrif sem kæm- ist í ríkisstjóm vil ég segja: Áhrif Kvennalistans á íslensk stjómmál em þegar orðin talsverð. Meira máli skipta þó hin óbeinu áhrif sem til- vist okkar hefur haft til stuðnings og hvatningar konum í lífi og starfí. Höfundur er þingkona Kvennalist- ans. NY HAGSTÆÐ KJOR... á nokkrum notuðum úrvals bílum!!! Við getum nú boðið nokkra notaða úrvals bíla á betra verði og greiðslukjörum en áð> ur hefur þekkst. Dæmi: MAZDA 323,4ra dyra, 1.3 LX, árg. ’87 Verð...................kr. 440.000 Útborgun 25%............kr. 110.00 Afsláttur.............kr. 441.000 Eftirstöðvar sem greiðast með skuldabréfi á allt að 30 mánuðum með jöfnum afborgunum kr. 286.000 ■■ i; <i í r~ MAZÐA 323 áig.'87 MAZDA 323 árg. ’87 MAZDA 323 árg. '87 Mazda 323 árg. ’86 Toyota GT Twincam árg. '84 MAZDA 323 árg. '88 i- e Mazda 626 árg. '86 Mazda 323 station árg. ’87 4^^ f—— —| Mazda 626 GT árg. '87 ' 'mmmi - Mazda 323 árg. '87 Opid laugardaga frá kl. *l -5 BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1,S. 68-1299.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.