Morgunblaðið - 19.02.1988, Side 24

Morgunblaðið - 19.02.1988, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 Líflegnr fundur um launamisréttíð í landinu > KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins í Suðurlandskjördæmi efndi til opins fundar um launa- misréttið í landinu að kvöldi mið- vikudags. Frummælendur voru úr öllum stigum þjóðfélagsins og ræddu um málið frá ýmsum og ólíkum sjónarhomum. Arni Jo- hnsen, formaður kjördæmisráðs- ins, stýrði fundinum, sem var vel sóttur. Hér fer á eftir frásögn af því helsta sem kom fram i ræðum frummælenda. Óhóflegur launamunur óásættanlegnr Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, tók fyrstur frummælenda til máls. Hann sagði launamisréttið mikilvægt umræðuefni í þjóðfélag- inu á hveijum tíma og hvemig þjóð- arkökunni væri skipt á sem réttlát- astan hátt. Það sé ein af grundvall- arregium lýðræðislegs þjóðskipu- lags að atvinnurekendur og launa- fólk geti samið um launakjör í fijálsum samningum. Lýðræðis- þjóðfélagið byggi þó ekki einungis á frelsi, heldur eirinig samkomulagi og sáttum og það sé ekki síður mikilvægt að sú megihregla sé við- urkennd, þar sem óhóflegur mis- munur á kjörum sé óásættanlegur og grafi undan meginstoðum lýð- ræðisins. Það sé vandi og ábyigð samningsaðila að finna þama hinn gullna meðalveg, en ávallt séu uppi mismunandi skoðanir á hvað teljist réttlátur launamunur og umræðu- efriið viðkvæmt. Þorsteinn benti á að þó þessum málum væri að mestum hluta skip- að í fijálsum samningum, þá hefði ríkisvaldið oft haft þaraa afskipti, meðal annars með trygginga- og skattalöggjöf til að jafna aðstöðu fólks og gefa öllum möguleika til eðlilegra lífskjara. Vitnaði hann til orða Aðalheiðar Bjamfreðsdóttur, alþingismanns og fyirurn formanns starfsmannafélagsins Sóknar, í umræðu um efnahagsmál á Alþingi fyrír skömmu, þar sem hún sagði að hún hefði ekki trú á að kjör lág- launafólks yrðu löguð í kjarasamn- ingum. Sagðist hann telja þetta raunsætt mat á aðstæðum og hann værí um margt sammála Aðalheiði. Staðreyndin væri sú að menn töluðu í ræðu og riti um hagsmuni lág- launafólks og kjarabætur til þess væru síðan notaður af meiríhlutan- um til þess að klifra upp bakið-á þvf. Þoreteinn rakti síðan nokkur dæmi þess að rfkið hefði komið að kjarasamningum. Ræddi hann sér- staklega um desembereamningana 1986, sem hefðu verið ein merkasta tilraun aðila vinnumarkaðarins til þess að hækka lægstu launin sér- staklega upp á eigin spýtur. Þá hefði því verið haldið fram að verð- bólgan yrði í kjölfarið 30-40% vegna þess að hækkunin myndi ganga upp allan launastigann með launaskriði og reyndin hefði orðið sú. Hann sagði að ríkisstjómir væm yfirleitt tilbúnar til að freista þess að ná fram markmiðum um aukinn launajöfnuð og hann vænti þess að svo yrði áfram. Varðandi þær samn- ingaviðræður sem nú standa yfir sagðist Þoreteinn ekki vilja gera þær að umræðuefni, en ríkisstjómin væri tilbúin til að eiga þátt f þeim þegar samningsaðilar hefðu náð samstöðu sfn á milli. Kaupkröfuklúbbar Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands og verkamannafélagsins Dagsbrúnar, sagði að þjóðfélagið hefði mikið breyst á undanfömum ámm úr lítjð stéttskiptu þjóðfélagi, sem bændur, sjómenn og verka- menn hefðu sett meginsvipinn á, í það að vera þjóðfélag sérfræðing- anna og sérhæfðs fólks af ýmsum toga. Eitt einkenni á þessum hóp- um, en innan þeirra væm margir góðir einstaklingar úr ýmsum flokk- um, væri kröfuharka án tillitis til aðstöðu og kjara annarra. Hann vildi kalla þessá hópa kaupkröfu- klúbba og hann óttaðist að þeir væm að ýmsu lejrti orðnir sterkari aðili f þjóðfélaginu en almennt verkafólk, sem jafriframt því að beijast fyrir sínum kjömm, reyndi að tryggja kjör gamals fólks og bamafólks til dæmis. Verkalýðs- hreyfingin hefði á undanfömum áratugum breytt þessu þjóðfélagi mikið, þótt oft á tíðum fyndist fólki það ganga hægt. Ef ræstingakona hækkaði um 13% í launum skyldi það ganga upp allan launastigann hvort sem launin væm 250 eða 500 þúsund. Guðmundur sagði að þetta svo- nefrida launaskrið hefði heitið yfir- borgamir f hans ungdæmi og það sem einkenndi yfirborganimar væri að þær væm mestar á hæstu laun- in og minnstar á lægstu launin. Á sama tíma og reynt væri að koma lægstu launum í 200 krónur á klukkustund væri ekki til sá tré- smiður á suðvesturhominu, sem hefði minna en# 500 krónur á tímann. Þetta sagðist hann myndi hafa látið ósagt ef hann hefði enn- þá verið flokksbundinn í Alþýðu- bandalaginu. Staðreyndin væri sú að launamisréttið væri miklu meira en taxtamir gæfu til kynna vegna yfirborgananna. Guðmundur sagði að tvær þjóðir væra famar að búa í landinu. Víða út um land, til dæmis f Borgamesi og á Hellu, væri fólk ekki með nema um 500 þúsund krónur f árelaun. Hjón eða sambýlisfólk ynnu bæði úti myrkranna á milli og unglingar fæm út á vinnumarkaðinn strax og þeir gætu. Fólk hér á landi legði á sig gífurlega vinnu, það væri gengið út í öfgar og eðlilegt flöl- skyldulíf væri farið að rofria af þessum sökum. Hann sagðist full- yrða að ekki hefði áður verið jafn mikill launamunur milli hópa og einnig milli landssvæða og nú væri. Sannleikurinn væri sá að til dæmis kennarar hefðu hækkað helmingi meira en almennt verkafólk á síðasta ári. Verkalýðshreyfingin og ríkisvaldið þyrftu að taka höndum saman um að leiðrétta þettá, annað væri kjarkleysi og hann hefði sagt við foreætisráðherra að hann væri tilbúinn dl þess að gera bandalag um að koma prósentunum burt. Guðmundur sagði að ungt fólk væri að kikna undir skuldbindingum vegna lánslg'aravísitölunnar, sem þyti upp og væri alltaf fyrir ofan kaupið. Annaðhvort ætti allt að vera tryggt með vísitölu eða ekk- ert. Honum væri næst skapi að fá stjóm Dagsbrúnar til þess að Iýsa yfir stuðningi við frumvarp Eggerts Haukdal um afnám lánskjaravísi- tölunnar Ekki hægt að lögbinda lágmarkslaun Friðrik Sophusson, iðnaðarráð- herra, sagði að launamunur ætti sér margar skýringar og fór nokkr- um orðum um þær, en eitt aðalatríð- ið væri að samningsrétturinn um kaup og kjör væri fijáls. Nefndi hann að Kvennalistinn hefði viljað lögbindingu lágmarkslauna í stjóm- armyndunarviðræðunum síðastliðið sumar, sem hefði í reyndinni haft það í för með sér að samningsrétt- urinn yrði tekinn af, því hvemig hefði átt að koma í veg fyrir að hærra launaðir hópar krefðust sömu hækkana. Engir aðrir flokkar á Alþingi væm þessarar skoðunar. Hann sagði að það sem máli skipti væri að auka verðmætasköp- unina í landinu til þess að meira yrði til skiptanna; það væri raun- hæfasta leiðin til þess að hækka laun hinna lægst launuðu til fram- búðar. Skapa þyrfti gróskuskilyrði fyrir atvinnulífið, samkeppnin hefði aldrei verið meiri en nú og það gerði auknar kröfur til fyrirtækja og starfsfólks. Hann vitnaði til skýrelu um framleiðni, sem ýmsir hagsmunaaðilar hefðu átt aðild að. Þar kemur fram að framleiðni er ekki eins mikil hér og víða erlend- is, meðal annare vegna þess að starfsskilyrði hér væm óhagstæðari en í nágrannalöndunum og mikil orka hefði farið í það hjá fyrirtækj- unum að fást við verðbólguna. Ná þyrfti verðbólgunni niður, því að- eins þannig yxi kaupmátturinn. Friðrik sagði að standa þyrfti eðlilega að hlutunum í sambandi við samspil atvinnuveganna. Ef góðæri væri í sjávarútveginum færi iðnaðurinn niður á við og ef „vel heppnað hallæri" væri í sjávarút- veginum áraði vel fyrir iðnaðinn. Út úr þessum vítahring þyrfti að komast og væri einn möguleikinn að selja eða taka gjald fyrir veiði- leyfi. Hann endurtók að launamunur gæti átt sér eðlilegar skýringar, en launamisrétti þyrfti að leiðrétta. Þórir Kjartansson. Hróplegasta misréttið væri Iauna- munur karla og kvenna. Hann sagði að launafólk og atvinnurekendur ættu miklu meira sameiginlegt en það sem sundraði þeim. Einstaklingshyggja í uppgangi Ásmundur Stefánsson, foreeti Alþýðusambands íslands, rakti nokkrar tölulegar staðreyndir varð- andi launamun og launaþróun með tilliti til stétta, kynja, vinnutíma og fleira. Hann sagði að útgjöld vísi- tölufjölskyldunnar væm nú rúm- lega 115 þúsund krónur á mánuði. Matvara hefði hækkað um 5.515 krónur frá því í júlí eða um 24% á sama tíma og laun hefðu hækkað um 7,23%. Kaupmáttur hefði fallið og þeir sem eyddu stómm hluta tekna sinna í matvömr hefðu orðið illa úti. Þrátt fyrir fullyrðingar stjómvalda um að hækkun matvöm hefði verið 'mætt með hækkun bamabóta væri staðreyndin sú að bamabætur með einu bami hefðu hækkað um 126 krónur á mánuði frá síðasta ári. Ásmundur benti á nokkrar leiðir sem hægt væri að fara og famar hefðu verið til þess að bæta hag láglaunafólks. I fyreta lagi væri hægt að skera neðan af launaskal- anum. Tilraunir í þessa vem hefðu Frá fundinum. Morgunblaðið/Bjami Þorsteinn Pálsson. Grétar Pétursson. oft verið reyndar, en ekki gengið sem skyldi. Oánægja hefði til dæm- is verið með að byijendur og þeir sem lengur hefðu unnið væm á sama kaupi og það hefði valdið því að dregið hefði sundur aftur. Þá væri hægt að hækka laun um sömu krónutölu, en það hefði ekki skilað langvinnum árangri. í þriðja lagi væri hægt að hækka laun undir ákveðnum mörkum og í Ijórða lagi færa fólk milli flokka. Þá gæti ríkis- valdið einnig bætt hag láglauna- fólks, til dæmis með hækkun bama- bóta og skattleysismarka, lækkun skatts á nauðsynjum og hækkun bóta almannatrygginga. Ásmundur varaði alvarlega við þeirri breytingu á hugsunarhætti, sem sér virtist vera að eiga sér stað í íslensku þjóðfélagi, þ.e. þróunar í átt til aukinnar markaðs- og ein- staklingshyggju. Sagði hann þetta einkum umhugsunarvert fyrir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins, þar sem þessara sjónarmiða hefði fyret og fremst gætt, þótt þau mætti finna í öllum flokkum. Ein- staklingurinn hugsaði fyret og fremst um sjálfan sig og teldi sig ekki bera ábyrgð gagnvart öðmm eða heildinni. Helmlngs tekna aflað með yfirvinnu eða bónus Stella Steinþóredóttir, verkamað- ur frá Neskaupstað, hóf framsögu sína með því að spyija hvemig það mætti vera að meðallaun væm talin vera 65-70 þúsund krónur á mán- uði á sama tíma og kjarasamningar hljóðuðu upp á 30-40 þúsund. Sam- kvæmt því hlyti launafólk að afla allt að helmingi tekna sinna með yfirvinnu, bónus eða yfírborgunum. Láglaunastefna undanfarinna ára hefði valdið meiri röskun og mis- rétti en fólki hefði órað fyrir. Óheillavænleg þróun hefði hafíst árið 1983 þegar verðbætur vom afnumdar og verkafólk látið greiða niður verðbólguna. Þá hefði ekki verið um annað að ræða fyrir marga en bæta við sig vinnu. í framhaldi af því hefði verið tekin upp ný við- miðun um afkomu verkafólks, þar sem vom ráðstöfunartekjur heimil-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.