Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 19. FEBRÚAR 1988 PLO í Gríkklandi: Ætla að senda ann- að skip til ísrael Aþenu, Tel Aviv, Reuter. Palestínumenn, sem fluttir hafa verið brott frá ísrael, hafa fre- stað för sinni til föðurlandsins og þeir saka ísraela um að hafa sprengt feijuna, sem átti að flytja þá þangað, á mánudag. Talsmenn frelsissamtaka Palestínumanna, PLO, sögðu á miðvikudag að þeir væru hins vegar ekki hættir við ferðina, jafnvel þótt svo gæti farið að hún yrði ekki að veruleika fyrr en eftir mánuði eða ár. Talsmenn frelsissamtaka Pal- estínumanna sögðu á miðvikudag að fyrirhugaðri ferð 106 útlægra Palestfnumanna til ísrael hefði ver- ið frestað um óákveðinn tíma. Einn __________________________ Grænland: Dæmdur fyrir ölvunarakstur Nuuk. Frá Níls Jðrgeo Bruun, fréttarítara MorgunblaAuna. JOSEF Motzfeldt, sem fer með viðskipta- og samgöngumál í grænlensku landstjórninni, var nýlega dæmdur fyrir ölvunar- akstur. Samkvæmt dóminum, sem kveðinn var upp f Nuuk, var Motzfeldt gert að greiða sekt að upphæð 18.000 danskar krónur (103 þús. ísl. kr.) og sæta svipt- ingu ökuleyfis í eitt og hálft ár. Áfengismagnið f blóði hans mældist 1,78 prómill. Josef Motzfeldt situr í iandstjóm- inni fyrir Inuit Ataqatigiit, sam- starfsflokk Siumut. Flokkur hans hefur falið þingnefnd að ákveða, hvort hann geti haldið sæti sfnu á landsþinginu. Ákvörðun þess efnis verður í fyrsta lagi tekin í aprflmán- uði, þegar þingið kemur saman. Átvik þetta á sér fordæmi á Grænlandi. Þingmaður stjómarand- stöðuflokksins Atassut fékk dóm fyrir ölvunarakstur án þess að það hefði áhrif á stöðu hans f íands- þinginu. Þingmanni, sem sat f land- stjóminni fyrir Siumut, var á hinn bóginn vikið úr embætti þegar í stað, auk þess sem hann var íátinn víkja úr öllum pólitfskum trúnaðar- störfum, þegar hann hlaut slíkan dóm, en ölvunarakstur hans ieiddi til umferðarslyss. Josef Motzfeldt var stöðvaður við venjubundið eftirlit lögreglunnar í Nuuk. Palestfnumannanna, Abdui-Hamid al-Sayeh, sagði á fréttamannafundi að ísraelar hefðu sprengt feijuna í Kýpur, sama dag og ferðin hefði átt að hefjast. „Við lýsum því jrfir að engar þær hindranir sem við höfum þurft að yfirstíga til þessa verða til þess að við hættum við að ná fram því markmiði okkar að snúa áður en um langt um iíður aftur til ætfjarðarinnar," sagði al- Sayeh. Talsmaður PLO sagði að þrátt fyrir að ferðinni hefði verið frestað um sinn, hefði tilraunin ekki mistek- ist með öllu. „Þetta hefur beint al- menningsálitinu að harmleik þeirra Palestfnumanna, sem ísraelar hafa flutt brott,“ sagði talsmaðurinn. ísraelsk stjómvöld hafa hvorki játað né neitað að þau beri ábyrgð á sprengingunni. Reuter Tækniráðgjafi grlska sjóhersins á ferð um skemmdu feijuna sem frelsissamtök Palestfnumanna Ieigðu. Fyrir aftan hann er félagi í frelsissamtökunum. Handtökurá merkisdegi í söguLitáa Moskvu. Reuter. Lögreglan í Litáen handtók 32 menn síðastliðinn þriðjudag og var þeim gefíð að sök að hafa verið með skrílslæti. 16. febrúar ár hvert eru Litáar vanir að minn- ast sjálfstæðisyfirlýsingarinnar frá árinu 1918. Stasis Lisauskas, innanrfkisráð- herra Litáens, skýrði frá þessu í við- tali við Tass-fréttastofuna sovésku og neitaði, að komið hefði til mót- mæla í landinu. Sagði hann, að hinir handteknu hefðu bara verið í hópi þeirra, sem daglega væru teknir fyr- ir að ólæti á almannafæri. „Það voru engin andsovésk mótmæli í Litáen,“ sagði Lisauskas. Vestrænir fréttamenn, sem komu til höfuðborgarinnar, Vilnius, og Kaunas á mánudag og þriðjudag sáu engin merki um mótmæli en við- búnaður var hins vegar mikill. Ein- kennisklæddir og óeinkennisklæddir lögreglumenn voru á hveiju strái og kunnum andófsmönnum var ekki leyft að fara út úr húsi. Kommúnistastjómin í Litáen held- ur því fram, að sjálfstæðisyfirlýsing- in, sem tjóðarráð Litáa gaf út 16. febrúar 1918, hafi ekki leitt til form- legs sjálfstæðis og því engin ástæða til að minnast hennar. Arið 1940 innlimuðu Sovétmenn Litáen og önn- ur Eystrasaltsríki. „Mestu rnáli skiptir að minnka fjárlagaliallaiin“ - sagði Reagan forseti þegar hann kynnti fjárlagafrumvarp sitt Washingtoo. Reuter. RONALD Reagan Bandarflga- forseti kynnti þinginu £ gær síðustu fjárlagatillögur aínar en í þeim er kveðið á am ellefu hundruð mil(jarða dollara Tyrir næsta fjárlagaár, sem liefst 1. október. Þykja tillögurnar ibera meiri keim af þeim málamiðlun- um, sem náðst hafa milli oingsins og forseta um fjármáiin, <an af stefnumálum Reagans ajálfs. Er gert ráð fyrir, að Fjárlagahallinn verði 129,5 miljjarðar dollara eða vel innan þeirra narka, sem ákveðin voru í september sl., og farið fram á 294 mil(jarða doll- ara til hersins. Þar verður um að ræða nokkum aamdrátt. Reagan sagði þegar hann kynnti tillögumar, að þær væm ekki að öllu í þeim anda, sem hann hefði helst kosið. Kvaðst hann vera bund- inn samkomulaginu, sem hann hefði gert við þingið 20. nóvember í Ungverskt dagblað gerir gys að persónudýrkun Ceaucescu Vínarborg1, Reuter. UNGVERSKT dagblaðið Magy- ar Nemetz gerði á miðvikudag gys að persónudýrkun þeirri, sem umlýkur Nikolai Ceauces- cu, kommúnistaleiðtoga Rúm- eníu. Segja vestrænir stjómar- erindrekar að grein þessi und- irstriki slæm samskipti ná- grannarflganna. Þá var stjóra efnahagsmála f Rúmenfu einnig gagnrýnd, en hagfræðingum austan tjalds og vestan ber sam- an um að hún sé i miklnm ólestri. Opinberar krytur rílg'a Varsjár- bandalagsins em nánast óþekktar og deilur yfirleitt leystar bak við tjöldin. Undanfarið ár hafa þó stjómvöld f Búkarest og Búdapest skipst á harðorðum yfírlýsingum um meðferð Rúmena á ungverska minnihlutanum þar í landi. í fyrmefiidri grein, sem vest- rænir sljómarerindrekar í Búda- pest segja hafa verið ritaða af kaldhæðni, sem sjaldséð mun í opinberum dagblöðum. Greinina ritaði fréttaskýrandinn Miklos Ritecz og fjallaði hún að mestu leyti um þau ógrynni heillaskeyta, sem Ceaucescu bámst á 70 ára afinæli sínu í sfðasta mánuði. Reuter Nikolai Ceaucescu á afmælis- daginn hinn 25. janúar. „Þrátt fyrir að afinæli aðalrit- arans væri í endaðan janúar tók það rúmesk dagblöð rúma viku að koma öllum heillaskeytunum til skila, en þau bámst hvaðanæva úr heimsbyggðinni og frá nær öllum rúmenskum stjómarskrif- stofum og félagssamtökum.“ Hins vegar benti Ritecz á, að samkvæmt vestrænum fréttastof- um hefði vikuritið Lumea birt skeyti frá erlendum þjóðhöfðingj- um og flokksleiðtogum þar sem mannkostir Ceaucescus vom út- málaðir í lýsingarorðaflóði, en sá galli hefði verið á gjöf Njarðar að skeytin hefðu aidrei verið send af viðkomandi leiðtogum. Breta- stjóm mótmælti þvf til að mynda harðlega að Elísabet H. Breta- drottning hefði sent harðstjóran- um heillaskeyti og sagði Lumea hafa skáldað það. Rúmensk jrfir- völd sögðu að um misskilning hefði verið að ræða. í Rúmeníu er mikil persónu- dýrkun á Ceaucescu og hefur vax- ið gegndarlaust þá tvo áratugi, sem hann hefur verið þar við stjóm. í Búkarest má hvarvetna sjá gríðarleg veggspjöld með ásjónu leiðtogans og þorri þeirra frétta, sem flölmiðlar þar flytja, fjalla um ágæti aðalritarans og nýjustu afrek hans. Hefur dýrkun- in gengið svo langt að Ceaucescu hefur orðrétt verið líkt við hálfguð og jafnvel ritað um hann sem „þennan hálfguð kommúnis- mans“. haust, en með því vom reistar skorður við eyðslu innanlands og ^árveitingum til hersins auk þess sem fjárlagahallinn skyldi lækkaður um 76 milljarða dollara á tveimur árum. „Fjárlagatillögumar sýna, að ég hef staðið við minn hlut og ég fer fram á, að þingið geri það einnig. Þær era ekki neinn óskalisti að mínu skapi og líklega ekki neins einstaks þingmanns en mestu máli skiptir að minnka íjárlagahallann. Ef við bregðumst f því er allt efna- hagslífið f voða og velferð komandi kynslóða," sagði Reagan. í fjárlagatillögunum er gert ráð fyrir, að framlög til félagsmála verði 169,1 milljarður dollara, 160,6 í fyrra, og 15,5 milljarðar dollara fari til aðstoðar við erlend ríki. Búist er við 2,4% hagvexti á þessu ári en hann var 3,8% á síðasta ári. Reagan ieggur til f tillögunum, hð flárlagaafgreiðslunni verði breytt veralega til að auðveldara verði að halda útgjöldum í skefjum. Vill hann meðai annars setja um það ákvæði f stjómarskrána, að rfkisstjóminni beri að skila halla- lausum flárlögum og einnig, að skattar verði ekki hækkaðir nema með samþykki mikils meirihluta þingmanna. Þá vill Reagan, að for- seti geti beitt neitunarvaldi gegn einstökum atriðum lagafrumvarpa um aukin útgjöld. Þessar tillögur em ekki nýjar af nálinni hjá Reag- an en þingið hefur jafnan vísað þeim burt. Eins og fyrr segir em fjárlaga- drögin upp á 11 hundmð milljarða dollara og tæpa þó, 1.094,2 millj- arða, en tekjumar era áætlaðar 964.7 milljarðar. Til samanburðar má nefna, að á fyrsta fjárlagaári Reagans, árið 1981, vora tekjumar 599,3 milljarðar dollara en útgjöldin 678,2 milljarðar. Þá var fjárlaga- hallinn 78,9 milljarðar. Jókst hall- inn hröðum skrefum fram til 1986 þegar hann var 221,2 milljarðar dollara en hefur farið minnkandi síðan. Var hann 150,4 milljarðar fram til 1. október 1987, áætlaður 146.7 fram til sama tíma á þessu ári og 129,5 á því næsta. Fjárlög Reagans Hér á eftlrfer nundurllðun á frumvarpl Ronalds Reagans, Banda- rlkjaforseta, íyrlr fiérhagsárlð, sem helst 1. október. TII aamanburðar er sundurliftun alöustu fjárlaga og mis- munurinn. Allar tðlur eru i mllljftrftum Bandarfkjadala. 1988 1989 Munur VARNARMÁL 285.4 294,0 ♦8.6 tryggingarmAl 219,7 233,8 ♦ 14,1 heilbrigðismAl 123,4 131,8 +8.4 menntamAl 33.7 37,4 ♦3.7 samgOngumAl 27,2 27,3 ♦0.1 landbúnaðarmAl 22,4 21.7 •0.7 ORkUMAL 17,8 19.1 ♦ U innanrIkismAl 9.9 13,3 ♦3.4 geimrannsúknir 10.9 13.1 ♦2.2 dómsmAl 8.3 9.9 ♦ 1.6 húsnæðismAl 12.4 7.9 -4.5 Onnur 285.3 284.9 -0.4 SAMTALS 1.056,4 .094,2 ♦37,8 Forsetakosningar í Bandaríkjunum: Babbitt og du Pont hætta DEMÓKRATINN Brace Babbitt og repúblikaninn Pierre du Pont ákváðu f gær að draga framboð sfn til baka, en b&ðir httfðu vonast til þess að hjjóta útnefningu flokka sinna til forsetaframboðs f Bandarflgunum. Báðir frambjóðendumir urðu fyrir nokkrum áföllum í forkosningunum f New Hampshire á þriðjudag og virð- ast ekki telja sig eiga viðreisnar von úr þessu. Báðir sögðust ekki vilja styðja neinn hinna frambjóðendanna að svo komnu máli. í foraíðufrétt Morgunblaðsins í gær var ranglega sagt að Robert Dole hefði fengið 26% atkvæða í New Hampshire. Hið rétta er, eins og fram kom f frétt á innsfðu, að Dole fékk 29% atkvæða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.