Morgunblaðið - 19.02.1988, Síða 28

Morgunblaðið - 19.02.1988, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 Kúba: Aðsúgur gerður að mannréttindanefnd Havanna. Reuter. HÓPUR manna settist í gær um hús þar sem hin óopinbera mann- réttindanefnd á Kúbu var saman komin til fundar. Er það haft eftir vestrænum stjórnarerind- rekum, að aðsúgurinn sé að sjálf- sögðu runninn nndan rifjum stjórnvalda og sýni vel hvaða augum þau líti starfsemi nefnd- arinnar. „Þama voru að verki einhveijir ónefndir einstaklingar og því ekki beinlínis hægt að kenna stjóminni um en auðvitað fer ekki á milli mála, að árásin er liður í því að uppræta mannréttindastarfið," sagði vestrænn sendimaður um-at- burðinn en þrír erlendir blaðamenn urðu vitni að honum. Á fundinum ætlaði andófsmaður- inn Ricardo BofiU, forseti Kúbönsku mannréttindanefndarinnar, að kynna frekari gögn og sannanir fyrir mannréttindabrotum á Kúbu. Að undanfömu hafa stjómvöld nokkuð slakað á klónni gagnvart nefndarmönnum og hafa útlendir gestir, blaðamenn, Iögfræðingar og þingmenn, fengið að ræða við þá óáreittir. Bofill og félagar hans birtu í fyrra mánuði skýrslu um mannréttindabrot í landinu og var stuðst við hana í yfirliti bandaríska utanríkisráðuneytisins yfir ástand mannréttindamála í heiminum. Um 300 manns voru í hópnum, sem gerði aðsúg að húsi mannrétt- indanefndarinnar, og sagði Bofill síðar, að atburðurinn væri gott dæmi um getuleysi Fidels Kastrós Kúbuleiðtoga. Talsmenn kúbanska utanríkisráðuneytisins höfðu ekkert um málið að segja og lögreglu- mennimir, sem vom á vappi við húsið, kváðust vera þar mönnum til vemdar. Skýrsla Bofills og félaga hans var send til mannréttindaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hófst í Genf 1. febrúar sl., og er búist við, að Bandaríkjamenn leggi þar fram ályktunartillögu þar sem fordæmd eru mannréttindabrot á Kúbu. Reuter Meðferð á föngum mótmælt Þessir fjórir flóttamenn eru tyrkneskir kúrdar sem dvelja í Aþenu. í fyrradag mótmæltu þeir meðferð á kúrdum í tyrkneskum fangelsum með þvi að fara í fangabúninga og setja á svið aftöku. Að sögn talnmanns kúrda í Aþenu eru um 80.000 pólitfskir fangar í tyrkneskum fangelsum, þar af 30.000 kúrdar. Kúrdar eru þjóðflokkur sem býr á landamærum Tyrklands, írans og Sovétríkj- ana. Þeir eru taldir vera um 9 miiyónir og hafa lengi barist fyrir sjálfstæði. Skjöl Bandaríkjasljórnar geta ERLENT tengt Waldheim við stríðsglæpi _ New York, Vfn, Reuter. ÁKVEÐIÐ var að meina Kurt Waldheim, forseta Austurríkis, að koma til Bandaríkjanna að hluta til vegna þýskra skjala frá Blazer-jakkar. Buxur__________ Skyrtur________ Rúskinnsjakkar Leðurjakkar.... Kr. 7.500,- Kr. 2.890.- Kr. 1.780.- .Kr. 8.900.- Kr. 14.900.- 5 ii ir\n\A FYRIR ALLA SNORRABRAUT heimsstyijöldinni síðari, sem bendla hann við nauðungarflutn- inga Júgóslava í þrælkunarbúðir árið 1942, að sögn bandaríska timaritsins Tbe New York Ti- mea. Blaðið vitnaði i gær i tals- menn bandarisku rikisstjómar- innar, sem segja að samkvæmt þessum 49 blaðsiðna skjölum geti Walheim hafa verið i vitorði með nasistum um striðsglæpi. Þá benda tvennar austurriskar skoðanakannanir til þess að inn- an við helmingur Austurríkis- manna séu þvi fylgjandi a£ Wald- heim gegni áfram embætti for- seta. Talsmenn Bandaríkjastjómar segja í The New York Times að skjölin sem hér um ræðir hafi fundist með- al skjala í höfuðstöðvum þýska hersins í Belgrad og þau séu frá maí árið 1942. í þeim komi fram að Waldheim, þá liðsforingi í fimmtu ftölsku Alpasveitinni, hafi verið kunnugt um að 488 óbreyttir júgóslavneskir borgarar hafi verið handteknir og fluttir í vinnuþrælk- un í Noregi. Júgóslavamir hafi allir Persaflói: Herskipum Bandaríkja- manna fækkað Bahrain, Reuter. BANDARÍSKA orrustuskipið Iowa og tvö fylgiskip þess hafa snúið til Bandaríkjanna frá Persaflóa, en hernaðarsérfræð- ingar segja að floti Banda- ríkjanna sé samt sem áður nógu öflugur á svæðinu til að geta sinnt hlutverki sínu þar. Talsmaður bandaríska vamar- málaráðuneytisins tilkynnti á þriðjudag að ákveðið hefði verið að kalla ormstuskipið og fylgiskipin tvö heim. Talið er að þetta sé fyrsta skrefið í þá átt að fækka herskipum á svæðinu eftir að þau vom send þangað í fyrra. Nú em 25 herskip á Persaflóa til að vemda olíuskip frá Kuwait fyrir árásum írana. verið piltar og karlmenn, þeir yngstu 14 ára. Talsmennimir segja að banda- ríska dómsmálaráðuneytið hafí komist að þeirri niðurstöðu að Waldheim hljóti að hafa auðveldað nauðungarflutningana vegna stöðu sinnar sem liðsforingi. Því hafi ráðuneytið sett hann á Iista yfir menn sem óheimilt er að koma til Bandaríkjanna þann 27. apríl í fyrra. Dagblaðið Die Presse, sem yfír- leitt hefur verið hliðhollt Waldheim, birti skoðanakönnun á þriðjudag, og niðurstaða hennar bendir til þess að fylgi Waldheims hafi minnkað að undanfömu. Niðurstaðan var sú að 37 af hundraði sögðust vilja að Waldheim segði af sér, en 46 af hundraði vom því mótfallnir. Þá var skoðanakönnun IFES-stofnunar- innar, sem er tengd sósíalistaflokki Austurríkis, birt á miðvikudag, en hún var gerð fyrir og eftir að Franz Vranitzky, kanslari Austurríkis, og Waldheim komu fram í sjónvarpi á sunnudag og mánudag. Niðurstaða könnunarinnar var sú að 46 prósent þeirra sem spurðir vom sögðu að það væri Austurríki fyrir bestu að Waldheim segði af sér, en 32 pró- sent sögðust ekki vera á þeirri skoð- un. Áður en þeir komu fram í sjón- varpi sögðu 41 af hundraði best væri fyrir Austurríki að hann segði af sér, en 35 af hundraði vom á annari skoðun. Þegar spurt var hvort Waldheim ætti að segja af sér vom 42 af hundraði því fylgj- andi og 42 af hundraði því mófalln- ir áður en Waldheim og Vranitzky töluðu í sjónvarpi. Fyrir útsending- amar vom 50 af hundraði hlyntir því og 31 af hundraði mótfallinn. Áður en niðurstaða alþjóðlegu sagnfræðinganefndarinnar var birt í síðustu viku naut Waldheim stuðn- ings 72 af hundraði. Vranitzky kanslari lýsti því sem kunnugt er yfir á sunnudag að svo gæti farið að hann segði af sér ef deilunum um Waldheim linnti ekki. Þegar IFES-stofnunin spurði hvor ætti að vílq'a, Vranitzky eða Waldheim, sögðu 62 af hundraði að Waldheim ætti að gera það, en aðeins 11 af hundraði vildu að Vranitzky segði af sér.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.