Morgunblaðið - 19.02.1988, Síða 29

Morgunblaðið - 19.02.1988, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 29 Afvopnunarsáttmáli rísaveldanna: Kohl aðstoðar gamlan vin Washington, Reuter. HELMUT Kohl kanslari Vestur- Þýskalands reynir nú að aðstoða góðan vin sinn Ronald Reagan Bandaríkjaforseta við að fá öld- ungadeildarþingmenn í Banda- ríkjunum til að samþykkja af- vopnunarsáttmála risaveldanna um upprætingu meðal- og skammdrægra kjarnorkueld- flauga. Kohl er nú í heimsókn vestan- hafs og hitti í gær Robert Byrd leiðtoga demókrata í þinginu og Robert Dole leiðtoga repúblikana. Kanslarinn greindi þeim frá þeirri skoðun Vestur-Þjóðveija að sam- þykkja ætti afvopnunarsamkomu- lagið án breytinga. Samþykki tveggja þriðju hluta öldungardeild- arþingmanna þarf til. Nokkrir íhaldssamir þingmenn hafa gefið til kynna að þeir hyggist greiða atkvæði gegn samkomulagi risa- veldanna. Heimildamenn innan vestur- þýsku ríkisstjómarinnar segja að Kohl vilji hjálpa Reagan við að sannfæra öldungadeildina vegna þess að málstaðurinn sé góður og að forsetinn hafí ætíð verið dyggur stuðningsmaður Vestur-Þjóðveija. í dag hittir kanslarinn Reagan og Frank Carlucci vamarmálaráð- herra. Búist er við að viðræður þeirra snúist um endumýjun kjam- orkuflauga í Vestur-Elvrópu sem draga skemmra en 500 km. Vest- ur-þýsk stjómvöld hafa áhyggjur af því að endumýjunin muni mæta mikilli andstöðu meðal almennings í landinu. Stjómin hyggst beita sér fyrir því að vestræn ríki móti stefnu varðandi afvopnun á sviði hefð- bundinna vopna og kjamavopna áður en ummræddar flaugar verði endumýjaðar. Keuter Trúarleg sjálfspynting Hindúi með tein í gegnum timguna og með gríðarstórt skurðgoð yfir hðfði sér, fest við hann með fleinum og krókum. Myndin var tekin á trúarhátið, sem haldin er árlega í Malaysíu. Efnahags vandinn í Noregi: Skilnings- leysið er erfiðast viðureignar ÓsI6. Reuter. „ÞAÐ er alvarlegast við efna- hagskreppuna hér i Noregi, að almenningur heldur, að allt sé i lukkunnar velstandi og lifir lífinu samkvæmt því,“ sagði Gunnar Berge, fjármálaráðherra Noregs, í viðtali, sem hann átti nýlega við Reutera-fréttastof- una. Berge sagði, að verðbólgan, mik- ill halli á viðskiptunum við útlönd og lækkandi verð fyrir Norðursjáv- arolíuna lékju efnahagslífíð grátt „en samt áttar fólk sig ekki á þess- um staðreyndum og virðist halda, að hér dijúpi smjör af hveiju strái. Við eyðum meiru en við öflum og ýtum til hliðar þeim vandamálum, sem óþægilegust eru . . . Hluti iðnaðarins er á opinberu framfæri og við erum orðnir allt of háðir oiíu- tekjunum", sagði Berge. Verðbólgan í Noregi er 7% og miklu meiri en f helstu samkeppnis- og viðskiptalöndum Norðmanna í Evrópubandalaginu. Þá er við- skiptahailinn mikill og að tiitölu meiri en sá, sem Bandaríkjamenn hafa að glíma við. Hver ríkisstjóm- in á fætur annarri hefur haldið lífínu í vonlausum fyrirtækjum um landið vítt og breitt í því skyni að tryggja fólki atvinnu en nú bendir margt til, að stjómvöldum fínnist mælirinn fullur. Ríkisstjómin vinnur nú að því að lækka ríkisútgjöldin og hefur meira að segja lækkað fyrra tilboð sitt um kauphækkanir fyrir hjúkmnar- fólk og kennara. Hefur það valdið nokkrum skæruhemaði meðal þess- ara stétta en Alþýðusambandið noreka hefur þó orðið við áskomn sljómvalda um hóflegar kaupkröf- ur. Ætlar það að sætta sig við 5% kauphækkun ef ríkisstjómin getur takmarkað verðbólguna við sömu tölu. omRon AFGREIÐSLUKASSAR TRAPPEUfí SKIÐASKOfí Barnaskór 2.330 St. 28-36 CONCEPT 4000 7.160 St. 36-47 LOTUS LASEfí 3*550 4*900st. 36-44 TILBOÐ TUfíBO CARBON 6000 3*390st. 36-45 9*350 St. 39-46 AfíTEX gönguskór 2.110 St. 28-47. DYNASTAfí SKÍÐI VISA 4.775st 165, 170, 175, 185, 190, 195, 200. FJORD gönguskíði 3.410 St. 180, 190, 195, 200, 210, 215. TILBOÐ COURSE GS barnaskíði og COURSE SL unglingaskíði 7.300 St. 150, 160, 165, 170, 175. COURSE GS og COURSE SL keppnisskíði 9.995st 180, 185, 195, 203. Skíðagallar karla 6.995st 46-54 Skíóagallar karla 4.995st 46-54 Skíðagallar kvenna 6.995 38-44 /MIKLIG4RDUR MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.