Morgunblaðið - 19.02.1988, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 19.02.1988, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 33 Kjarvalsstaðir: Skúlptúrar úr rekaviði SÆMUNDUR Valdimarsson heldur sýningu á skúlptúrum úr rekaviði á vesturgangi Kjarvals- staða dagana 20. febrúar til 6. mars n.k. Sýningin verður opin kl. 14 til 22 alla dagana. Þetta er sjötta einkasýning Sæmundar og eru verkin til sölu. Sæmundur er fæddur árið 1918 að Krossi á Barðaströnd, bjó þar ti lfullorðinsára og stundaði ýmis störf til sjávar og sveita. Árið 1948 fluttist hann til Reykjavíkur, þar sem hann hefur búið síðan.- Um 1970 fór Sæmundur að setja saman myndir úr steinum og reka- viði. Þessar mvndir voru fyrst sýnd- ar í Gallerí SUM árið 1974, á sýn- ingu á alþýðulist, sem þar var hald- in. Um líkt leyti fór hann að vinna stærri skúlptúra úr rekaviði. Fyrstu einkasýningu sína hélt Sæmundur árið 1983 og eru einka- sýningar hans nú orðnar sex tals- Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sæmundur Valdimarsson við tvö af verkum sínum, skúlptúra úr rekaviði. ins, auk þess hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum. Verk Sæmundar hafa vakið athygli bæði innlendra og erlenda listunnenda og um þau hefur verið skrifað í blöðum og tímaritum. Stjóm Framsóknarfélags Reykjavíkur: Boði Sovétmanna hefði átt að taka Morgunblaðinu befur borizt samþykkt frá stjórn Framsókn- arfélags Reykjavikur. Þar eru vinnubrögð f orsætisráðherra Þorsteins Pálssonar átalin og tekið undir sjónarmið utanrikis- ráðherra Steingríms Hermanns- sonar í málinu. í samþykktinni eru vinnubrögð forsætisráðherra varðandi heimboð forseta íslands til Sovétrílqanna harðlega átalin. Stjóm félagsins tekur undir þau sjónarmið Steingríms Hermannssonar, ut- anríkisráðherra, að rétt hefði verið að taka boði Sovétmanna, þrátt fyrir stuttan fyrirvara, enda megi lfta á boð þeirra, sem staðfestingu á því aukna trausti, sem ísland njóti á alþjóðavettvangi. í samþykktinni er sagt að opin- berar heimsóknir þjóðhöfðingja stuðli að auknum viðskiptatengsl- um þjóða. Spyija megi hvemig Þorsteinn Pálsson í stöðu utanríkis- ráðherra hefði brugðizt við, hefði samskonar boð komið frá forseta Bandaríkjanna undir þeim kring- umstæðum að erfíðleikar væm í físksölumálum íslendinga vestra eða loftferðasamningur við Banda- ríkin væri í hættu. Þá segir í sam- þykktinni að á tímum bættra sam- skipta risveldanna gangi kalda- stríðshugsanaháttur ýmissa for- ystumanna Sjálfstæðisflokksins í berhögg við hagsmuni íslands. Þennan úrelta hugsanahátt beri að harma. Fræðslufund- ur um íþrótt- ir aldraðra FÉLAG áhugafólks um íþróttir aldraðra boðar til fræðslufundar næsfkomandi laugardag, 20. febrúar kl. 14.00 á Hrafnistu í Hafnarfirði. Erindi flytja Anna Jónsdóttir fé- lagsráðgjafí, sem nefnist „Aldraðir í nútímasamfélagi", og Páll Gísla- son læknir flytur erindi sem nefnist „Slagæðasjúkdómar fóta“. « ----. Þorrablót Raufarhafn- arfélagsins Hið árlega þorrablót Raufar- hafnarfélagsins í Reykjavík verður haldið í kvöld, föstudaginn 19. fe- brúar í Fóstbræðraheimilinu á Langholtsvegi 109—111. Húsið opnar kl. 20. Borðhald hefst kl. 21. / Stykkishólmur: Tónleikar kirkjukórsins Stykkishólmi. KIRKJUKÓR Stykkishóbns efnir til tónleika í félagsheimilinu í Stykkishólmi á morgun kl. 4. Ingveldur Hjaltested ópemsöng- kona syngur einsöng á tónleikun- um. Undirleikarar kórsins em Er- lendur Jónsson og Kay Lúðvíksson ásamt hljómsveit Jóns Svans Pét- urssonar. í kómum em 30 söng- menn og efnisskráin er mjög íjöl- breytt. Þessa tónleika kallar kórinn þorraþrælinn 1988. -Arni * Islandsnefnd Lett- erstedtska sjóðsins: Styrkir vísinda- og fræðimenn ÍSLANDSNEFND Lettersted- tska sjóðsins hefur ákveðið að veita ferðastyrki tíl íslenskra fræði- og vísindamanna sem i ár viy'a ferðast til annarra Norður- landa í rannsóknarskyni. Ekki er um eiginlega námsferða- styrki að ræða, heldur koma þeir einir til greina við úthlutunina sem lokið hafa námi en hyggja á frek- ari rannsóknir eða þekkingarleit á sínu sviði. Umsóknir skal senda til Þórs Magnússonar, Þjóðminjasafni íslands, fyrir 15. mars nk. en hann veitir einnig nánari upplýsingar, segir í fréttatilkynningu. Félag einstæðra foreldra: Flóamarkaður í Skeljanesi Laugardagsflóamarkaður Fé- lags einstæðra foreldra heldur áfram á morgun kl. 2 í Skelja- nesi 6. Nú hefur verið bætt við af nýjum fatnaði, sem nokkrar vérsianir sendu að gjöf, sömuleiðis gömlum tízkufötum og mikið úrval verður af bamafötum. Bækur og skór verða til sölu, búsáhaldadeildinni hafa bæst ýmsir munir og fleira verður á boðstólum. Ætlunin er að hafa þessa mark- aði a.m.k. tvo laugardaga til við- bótar. Allur ágóði fer rakleitt í að standa straum af afborgunum lána á neyðarhúsnæði FEF og viðhalds- aðgerðum, en nýlega þurfti að kaupa þvottavél í Skeljaneshúsið og framkvæma all kostnaðarsamar viðgerðir á þakinu. (Fréttatílkynning) Gæði og Glæsilbiki OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-16 HERRADEILPI AUSTURSTRÆTI 14 • SU2345 UÓSRITUNARVÉLAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.