Morgunblaðið - 19.02.1988, Page 43

Morgunblaðið - 19.02.1988, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 43 AS E A Cylinda þvottavélar ★ sænskar og sérstakar Fá frábæra dóma í neytendaprófunum fyrir þvott, skolun, vindingu (fjölhraða lotuvind- ing upp í 1200 snúninga), taumeðferð, sápu- og orkusparnað. Efnisgæði og öryggi ein- kenna ASEA. Gerðar til að endast. Í3ár /FQniX Hátúni 6A SiMI (91)24420 £=amx ábyrgð 10-15% kynningarafsláttur á reyrhúsgögnum föstudag og laugardag. Fulltrúi frá Slettvolls Manilla verksmiðjunni kynnir ný reyrhúsgögn og áklæði. Opið föstudag frá kl. 09.00-18.00 og laugardag frá kl. 10.00-16.00. Sumarhús, Háteigsvegi 20. Frá Presley-sýningu 7undar í Vestmannaeyjum en hún verður á Selfossi 20. febrúar. Selfoss: Presley- ínýMm búniQflí jjréyttOH1 Teflt af krafti á skólaskákmóti. Morgunblaðið/SigurðurJónsgon Selfoss: Skólaskákmót og helgarskákmót í gangi 50 keppendur skráðir á helgarskákmótið SdfoML SKÓLASKÁKMÓT stendur yfir þessa dagana í gagnfræðaskól- anum og eru þátttakendur yfir 30. í dag, föstudag, hefst í Hótel . Selfossi helgarskákmót með 50 keppendum, þar á meðal nokkr- um af sterkustu skákmönnum landsins. Skólaskákmótið fer fram í félags- miðstöðinni í kjallara gagnfræða- skólans og stendur yfír nokkra daga. Þess er vænst að mikill áhugi unglingantia geti orðið upphafíð að mótun öflugs skáklífs á staðnum. Fyrir rúmum 20 árum var öflugt skáklíf á Selfossi en hefur ekki ris- ið hátt á undanfömum árum, því þó að komið hafí efnilegir einstakl- ingar fram þá hefur flöldann vant- að. Tafl- og bridsklúbbur Fjölbrauta- skóla Suðurlands hefur skipulagt helgarskákmótið, sem hefst á föstu- dag, 19. febrúar, klukkan 17.00 í Hótel Selfossi, og stendur yfír þá helgi. í boði eru peningaverðlaun, 100 þúsund krónur, sem skiptast á 5 efstu sætin. Skákstjóri verður Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri tima- ritsins Skákar. Meðal keppenda á helgarskák- mótinu verða Jón L. Ámason, Sæv- ar Bjamason, Karl Þorsteins og mögulegt er að Helgi ólafsson verði einnig með. Alls eru skráðir 50 keppendur. Þröstur Ámason, sem skipulagt hefur mótið, sagði að mikill áhugi væri fyrir því. Þetta yrði góð helgi á hótelinu og um að gera fyrir fólk að koma og fylgjast með. — Sig. Jóns. / • / syning 1 Inghóli SelfoMÍ. HLJÓMSVEITIN 7 und frá Vest- mannaeyj um verður með tónlist- arsýningu i skemmtistaðnum Inghóli á Selfossi. Sýningin ber heitið í minningu Presleys og tekur um eina klukkustund i flutningi. Fyrsta sýningin verður laugardagskvöldið 20. febrúar. Það em um 40 Presleylög sem flutt verða t dagskrá 7 und, ýmist lög sem hann frumflutti eða lög sem hann tók upp eftir aðra söngvara og gerði vinsæl. Útsetningar blást- 'urshljóðfæranna eru eftir Olaf Gauk en brasssveitin er skipuð þremur trompetum og einum saxófón. Tvær stúlkur syngja bakraddir ásamt hljómsveitarfélögum. Stórsveitin er skipuð 12 manns og sýningin er að mestu sniðin eftir myndböndum frá tónleikum rokkkóngsins á sínum tíma. Að lokinni sýningunni leikur 7 und fyrir dansi í Inghóli. — Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.