Morgunblaðið - 19.02.1988, Side 45

Morgunblaðið - 19.02.1988, Side 45
I ógn né skelfíng — því hún vissi að í dauðanum myndi hún hvíla í hendi Guðs eins og hún hafði gert allt sitt líf. Þar yrði engin breyting á. Amma lifði og dó í þeirri fullvissu, að Guð væri með henni í öliu og að himinninn stæði henni opinn. Eftirfarandi söngur var ömmu mjög hugleikinn: „Þegar Drottins lúður hljómar og þá dagur fer í hönd. Þegar dýrðarmorgunn ljómar eilífðar. Þegar Guð með nafni kallar allt sitt fólk á friðarströnd. Sem hans frelsi meðtók — einnig verð ég þar. Þegar Drottinn nafn mitt nefnir. Verð ég þar.“ (Sigurbjöm Sveinsson.) Við systumar kveðjum elsku ömmu okkar og þökkum Guði fyrir allt það, sem hún var okkur. Við vitum, að Hann umvefur hana með kærleika sínum. Elsku afí. Við skynjum sorg þína á þessum erfíðu dögum í lífi þínu. Samband ykkar ömmu var alla tíð mjög náið og ykkur báðum mikils virði. Við eigum vonina um endur- fundi. Guði séu þakkir fyrir það. Guðlaug Helga, Steinunn og Ragnhildur. Guðlaug Helgadóttir fæddist 9. nóvember 1913 í Reykjavík. Foreldr- ar hennar voru sæmdarhjónin Eyrún Helgadóttir og Helgi Guðmundsson sjómaður. Helgi lést fyrir aldur fram 30. mars 1937, en Eyrún lést 31. maí 1980 tæplega níræð að aldri. Böm þeirra Eyrúnar og Helga voru sex: Guðmundur, Guðlaug, Sigdór, Ingi R. og tvíburadætumar Fjója og Hulda. Á uppvaxtarárum þeirra systkina var íbúðarhúsnæði fjölskyldna al- mennt ekki stórt í Reykjavík, en fjöl- skyldur voru þá yfírleitt stórar, því að böm voru oft mörg, ekki var þá hægt að leita til gæsluvalla eða bamaheimila um pössun bama. Því var það að heimilin urðu bömunum allt, og einmitt í frumbemsku komu fram þau sterku uppeldislegu áhrif foreldranna sem mótuðu bömin með hinum kristilegu siðgæðisáhrifum, sem dugað hafa þeim í lífshiaupi þeirra, allt til þessa dags. Svo stórum bamahópi fylgir ávallt glaðværð og saklaus gáski. Því var það að margar vom hinar björtu bemskuminningar, sem systkinin áttu frá þeim ámm þegar þau vom heima hjá mömmu og pabba. Oft hafa þær minningar verið riflaðar upp á góðum stundum og yljað um hjartarætur. Þótt fátækt og atvinnu- leysi hafi verið mikið á fyrrihluta þessarar aldar hér í Reykjavík og á alþýðuheimilum hafi ríkt kvíði og vonleysi, því að ekki var vitað hvort heimilisfeður fengju vinnu næsta dag, þá var heimilið, þótt fátæklegt væri, eini vettvangurinn sem böm höfðu til margvíslegra leikja eða bamslegrar tjáningar, heimilin vom þá hinn góði og mikilvægi skóli í uppeldislegu tilliti. Bömin lærðu það er foreldrar þeirra kenndu þeim bæði til munns og handa, enda kom það þeim vel síðar á lífsleiðinni. Þau námu það af foreldmm sínum sem aldrei verður lært af bókum, þótt í langskólanámi væm. Fimmtudagurinn 4. febrúar sl. var fagur vetrardagur, heiðríkja og kyrrt veður. Guðlaug sagði þá við eigin- mann sinn, Ragnar Eliasson, að hana langaði að skreppa f bæinn í inn- kaupaferð. Þau kvöddust eins og þeirra var vani og gert var ráð fyrir að hún yrði komin aftur heim eigi cíðar en um klukkan flögur, en um það leyti hringdi síminn og Ragnari var tjáð að Guðlaug hefði misst með- vitund og hnigið niður á Hverfís- götunni og verið flutt á Landspítal- ann. Hún lcomst ekki til meðvitundar aftur og lést mánudaginn 8. febrúar sl. 74 ára að aldri. Ragnar, eiginmaður hennar, fékk að vera við sjúkrabeð hennar aílt frá því að honum var kunnugt um að hún hefði verið flutt á Landspítalann og þar til hún andaðist, 8. febrúar sl. A þeirri stundu var hún umvafin nærvem og ástúð eiginmanns síns, dætra og annarra nánustu ættingja. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 45 Lífshamingja þeirra Guðlaugar og Ragnars var mikil, þau höfðu fengið að vera saman langa ævi. Þau gengu í hjónaband 16. júní 1934, hjónaband þeirra hefír því varað í tæp 54 ár og var alveg sérstaklega gott, um- hyggja þeirra hvors fyrir öðm, næm- leiki, virðing, hlýja og tillitssemi var öllum augljós er þeim kynntust. Þau vom sameinuð í því að styrkja hvort annað og styðja til góðra verka, allt lífsgengi þeirra var í þá vem. Ekki var veraldarauður þeirra mikill þegar þau hófu búskap í einu litlu herbergi með eldunaraðstöðu í leiguhúsnæði, en hamingja þeirra var mikil. Þau áttu hvort annað heil og óskipt og hinn dýrmæti arfur þeirra sem þau hlutu frá foreldmm sínum í uppeldinu hafði svo mjög mótandi áhrif á þau og allt þeirra líf og lífsgengi, en sá arfur var einmitt samviskusemi, trúmennska, skyldu- rækni og trúin á Guð. Slíkt vega- nesti varir sem betur fer gegnum allt lífíð. Öll styijaldarárin sigldi Ragnar á fiskiskipum, lengst af var hann vél- stjóri á togaranum Max Pemberton hjá Pétri Maack skipstjóra. íslenskir sjómenn sigldu fískiskipum sínum til Englands, færandi þeirri þjóð björg í bú. Oft blikuðu tár í augum Guð- laugar og Ragnars þegar þau kvödd- ust og haldið var úr höfn, enginn vissi hvort þeir næðu heilir í höfn aftur, því að kafbátar og tundurdufl vom um allan sjó, leitandi að skipum og mönnum til þess að granaa. Margar vom því nætumar sem hin unga eiginkona vakti í óvissu og kvíða með dætmm sínum. En þá var beðið til Guðs, traustið sett á hann og bænin var heyrð, þeir komu heil- ir að landi. Glaður var hugurinn og hlýtt þakklæti til Guðs, þegar Guð- laug og dætumar fögnuðu heimkomu eiginmanns og föður, það var líkast því að jól væm ávallt þegar hann kom heim af sjónum. Guðlaug Helgadóttir var vinsæl og góð kona og allir þeir er til henn- ar þekktu fundu það vel. Það var gott að mega leita til hennar, hún átti auðvelt með að ræða við fólk og gaf þá fólki af lífsreynslu sinni. Hún var mikil hannyrðakona, enda ber heimili þeirra hjóna vott um smekkvísi og listrænt yfírbragð. Guðlaug hafði yndi af því að gefa öðmm af því sem hún hafði unnið sjálf í höndunum. Guðlaug vann við verslunarstörf í Reykjavík hjá ýmsum aðilum um 30 ára skeið en lengst af hjá Áklæðum og gluggatjöldum. Hún var vel metin af öllum þeim störfum sem hún vann. Hún var heilsteypt og hreinskilin kona með hlýtt hjarta og vildi öllum hjálpa sem vom hjálpar þurfí. í vöggugjöf hafði Guðlaug fengið fagra söngrödd og næmt tóneyra, enda söng hún á sínum yngri árum f kór Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík og hafði mikla gleði og ánægju af að syngja undir stjóm bræðranna Páls og Sigurðar ísólfs- sonar, sem hún bar mikla virðingu fyrir. Guðlaug og Ragnar höfðu komið sér upp fögmm unaðsreit í sumarbú- staðalandi sínu við Sléttuhlíð skammt frá Hafnarfirði. Þau höfðu breytt grýtta hrauninu í fagran blómum skreyttan lund. Það er með ólíkindum hvemig þau breyttu þessu hrauni í blómlegt land. Þau lögðu á sig mikið erfíði til þess 'að svo mætti verða. Sú gleði og ánægja sem þau höfðu bæði af þessu erfiði veitti þeim mikla lífsfyllingu. Gleði þeirra var augljós þegar gesti bar að garði og unaðsrík- ar vom þær stundir þegar setið var yfir kaffíbollum og spjallað saman og skoðaður hinn fagri gróður sem umlykur sumarbústaðinn. Nú er Guðlaug horfin frá þessu jarðneska lífi og ekkert verður eins og áður, en við megum halda okkur við hina kristnu lífstrú, því að við vitum iið látinn lifír. Ég veit að Ragnar bróðir minn hefír misst rnikið við fráfall hinnar ágætu eiginkonu sinnar sem hann mat mikils og var honum mikil stoð í gegnum allt lífið, traustur vinur í baráttu lífsins. Söknuður hans og dætra þeirra er djúpur og sár, engin mannleg orð lækna þau sorgarsár, en minningin um góða eiginkonu, móður og ömmu varpar birtu inn í myrkan huga sorgarinnar. Tvær dætur eignuðust þau Guð- laug og Ragnar. Eldri dóttirin, Jó- hanna (Hanna), býr í Kanada og er gift Áma S. Jónssyni skipstjóra, böm þeirra em Ragna Linda, Jón Bjöm og Ragnar. Yngri dóttirin, Guðlaug, giftist Ásgeiri B. Ellertssyni lækni, en þau slitu samvistum, böm þeirra em Guðlaug Helga og tvíburadætumar Steinunn og Ragnhildur. Við hjónin þökkum alla vináttu liðinna ára og allar hinar mörgu góðu samvemstundir á heimili Guð- laugar og Ragnars og hvar sem við nutum samvista þeirra. Efst í huga okkar er þakklæti fyrir allt og allt. Við drúpum höfði í þökk og virð- ingu til hinnar látnu og biðjum góðan Guð að blessa og styrkja eiginmann hennar og dætumar ásamt öðmm ættingjum í söknuði þeirra. Útför Guðlaugar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 19. febr- úar kl. 13.30. Guðrún og Helgi Ellasson. Systir mín, Guðlaug Helgadóttir, verður til moldar borin í dag, en hún lést 8. febrúar sl. Ég vil minn- ast hennar hér með nokkmm orðum og flytja fram þakkir. Guðlaug, sem oftast var kölluð Lauga og heitir eftir föðurömmu sinni, fæddist 9. nóvember 1913 í Reykjavík, dóttir hjónanna Eyrúnar Helgadóttur (d. 1980) og Helga Guðmundssonar (d. 1937). Systkini Guðlaugar em auk mín Guðmund- ur, Sigdór, Hulda og Fjóla. Guðlaug fluttist með foreldmm sínum til Vestmannaeyja 1919 og ólst þar upp sem unglingur til haustsins 1930, er hún fluttist með fjölskyld- unni aftur til Reykjavíkur nýorðin 17 ára og hér hefur hún átt heima síðan. Þessi uppvaxtarár í Vest- mannaeyjum settu hins vegar það mark á Guðlaugu, að ævinlega taldi hún sig Vestmanneying. Ung að ámm trúlofaðist Guðlaug Ragnari Elíassyni, vélstjóra og síðar afgreiðslustjóra á Bifreiðastöð Steindórs, en þau giftu sig 16. júní 1934. Þeim varð tveggja bama auðið. Eldri telpan, Hanna, f. 1932, giftist Áma S. Jónssyni, skipstjóra og fluttist með honum til Kanada 1964 og stendur heimili þeirra í Bridgewater í Nova Scotia. Ámi og Hanna eiga þijú böm, Rögnu Lindu (f. 1953), Jón Bjöm (f. 1959) og Ragnar (f. 1962) og fóm þau öll með þeim vestur. Ragna Linda á tvær dætur með Ralph Joudrey, þær Lísu og Michelle og stendur heimili þeirra mæðgna einnig f Bridgewater. Yngri telgan, Guðlaug, f. 1940, giftist dr. Ásgeiri B. Ellertssyni, lækni, og eiga þau 3 dætur, Guð- laugu Helgu (f. 1961) og tvíburana Steinunni og Ragnhildi (f. 1966). Guðlaug Helga er gift Lámsi Marin- ussjmi og Ragnhildur er gift Andr- ési Jónssyni. Guðlaug og Ásgeir dvöldust í Svíþjóð í 7 ár, en skildu 1981. Guðlaug er fyrst úr systkina- hópnum, sem fellur frá og er þar rofíð stórt skarð, svo styrkur bak- hjarl sem hún var fyrir hópinn. Henni var mjög lagið að snúa öllum vanda til betri vegar, koma til hjálp- ar ef á bjátaði og gleðjast með okkur á gleðistundum. Við systkin- in eigum henni stóra skuld að gjalda fyrir allt sem hún var okkur og hversu vel hún studdi mömmu, þeg- ar pabbi veiktist. Fyrir þetta vil ég nú þakka og mæli fyrir munn okk- ar allra. Þá vil ég líka þakka fyrir bömin okkar Rögnu, sem hún lét sér mjög annt um. Þau hændust að henni sakir hlýju og umhyggju og stóð faðmur hennar þeim ævinlega op- inn. Henni var lagið að vinna sér traust bama, talaði ekki við þau á bamamáli, þau vom hennar jafn- ingjar. Þau minnast hennar nú með söknuði. Guðlaug var fríðleiksstúlka og strax í æsku komu þeir eiginleikar fram hjá henni, sem mest máttu sín, þegar út í lífíð kom, einarðleik- inn, dugnaðurinn og hjálpsemin. Þótt hún stæði jafnan fast á sfnu, sýndi hún aldrei yfírgang, heldur var hún einkar blíð í öllu viðmóti. Eitt fékk hún í vöggugjöf, sem gaf henni sjálfri mikla gleði og öllum í kringum hana, en það var undur- fögur sópranrödd. Mjög ung tók hún að syngja í Kirkjukór Heima- kirkju í Vestmannaeyjum undir stjóm Brynjólfs Sigfússonar og þegar til Reykjavíkur kom söng hún í Fríkirkjunni í rúman áratug, und- ir handleiðslu Sigurðar ísólfssonar. Kona sú í Véstmannaeyjum, sem ég er heitin eftir í seinna nafni, Ragnhildur Þórðardóttir, móðir Guðna Ingvarssonar, sagði mér, að hún léti aldrei messu í Fríkirkjunni fram hjá sér fara í útvarpinu, því að hún greindi alltaf rödd Guðlaug- ar f söngnum. Ekki fékk Guðlaug notið annarr- ar menntunar en bamaskólanáms og einn vetur f unglingaskóla og ung að ámm byijaði hún að vinna til að létta undir með heimilinu. Ég má segja að hún hafí byijað versl- unarstörf í Verslun Gísla Johnsen í Eyjum, og eftir að til Reykjavíkur kom vann hún að verslunarstörfum hér í ein 30 ár og þar af lengst í versluninni „Áklæði og glugga- tjöld". Henni fómst þessi störf vel úr hendi, var virt af yfírboðumm sem viðskiptavinum, enda kunn- áttusöm og lipur í afgreiðslu og sérstaklega samviskusöm. Sjálf var hún hannjrrðakona af guðs náð og sjaldan féll henni verk úr hendi. Hún saumaði m.a. margar stórar gobelin-mjmdir, sem urðu fyrirmjmdir annarra, og ekki færri en 50 ábreiður, svokölluð „kónga- teppi", saumaði hún og gaf ættingj- um og vinum og em hinar mestu gersemar. Það var ást við fyrstu sýn, er hún leit eftirlifandi eiginmann sinn, Ragnar Eliasson, um borð í gömlu Esju, milli lands og eyja sumarið 1928, en þá var hún á 16. aldurs- ári. Tveimur ámm seinna vom heit- in unnin, árið 1931 var bjnjað að búa, en þau giftu sig ekki fyrr en 1934, þegar Ragnar fékk fastráðn- ingu í skipsrúm á togaranum Max Pemberton. Þeim auðnaðist að vera saman í 57 ár og sambúð þeirra var einstök. Þau vom fram á síðasta dag eins og nýtrúlofað par og unun var að vera samvistum við þau og. hejrra, hvemig þau töluðu saman. Samstilling huga þeirra og hjartna var svo sterk, að ekkert náði að skyggjá á eða skapa misklíð. Líf þeirra var þó ekki alltaf dans á rósum, en samhygðin var engu minni í mótlætinu en á gleðistund- um. Ragnar sigldi á togumm öll stríðsárin og hlutskipti Guðlaugar vom hin erfíðu vandamál sjómanns- konunnar með bömin bíðandi heima. Forsjónin skildi Ragnar eftir heima, þegar Max Pemberton fór í síðustu veiðiferðina og fórst í af- takaveðri í janúar 1943. Það lýsir Guðlaugu vel, að hún hafði það fyrir reglu meðan telpumar þeirra báðar vom að alast upp, að fara með þær út fyrir húsdjrr klukkan 12 á miðnætti á gamlárskvöld til að þakka Guði fyrir að á liðnu ári skyldi faðir þeirra hafa haldið lífi og heilsu og biðja fyrir honum á næsta ári. Guðlaug bjó ijölskyldu sinni fagurt heimili og Ragnar sagði mér um daginn, þegar við vomm að riija upp gamlar minningar, að það hafí alltaf verið jól á heimili hans, þegar hann kom heim af sjón- um. Þau skópu sér mikinn sælureit í Sléttuhlíðinni suður við Kaldársel, byggðu sér þar sumarbústað og ræktuðu þar blóm, grænmeti og tré á erfðafestulandi, sem þau kejrptu 1959. Þar áttu þau saman dýrðar- daga og þangað var gott að heim- sækja þau. Með Guðlaugu Helgadóttur er genginn drengur góður, framúr- skarandi hlýr persónuleiki, trygg- ljmdur og ráðhollur vinur, réttsýn og góð kona. Elsku Raggi, missir þinn er mik- ill en ég vona, að minningamar um Laugu auki þér kraft í því sem framundan er. Ég og Ragna send- um þér okkar innilegustu samúðar- kveðjur, svo og til bama ykkar og bamabama. Ingi R. Helgason Hún Lauga er dáin. Hún veiktist þann 4. febrúar og lést §órum dögum síðar án þess að komast til meðvitundar. Þessir fjórir sólarhringar hafa verið sem heil eilífð fyrir hennar nánustu. Það var ekki vikið frá dánarbeði hennar þennan tíma, það var beðið til Guðs og vonað að tíma hennar hér á meðal okkar væri ekki lokið svona fyrirvaralaust. Þegar ég kom upp á spítala, tveimur dögum eftir að hún Lauga veiktist og sá hvað hún var veik, þá vissi ég innst inni að þetta væri í síðasta sinn, sem okkar fundum bæri saman, þó ég neitaði að trúa að svo væri. Þegar ég kyssti hana á ennið og kvaddi komst aðeins ein hugsun að; henni verður að batna. Tveimur dögum síðar hringdi síminn og mér var sagt að Lauga væri dáin. Það var eins og dimmdi skjmdilega en síðan rofaði til þegar miningamar hrönnuðust upp. Það eru 40 ár síðan ég kom fyrst á heimili Laugu og Ragnars, þá nýflutt í nágrennið og í fylgd nýrr- ar vinkonu, Lullu dóttur þeirra. Minningin um þennan fyrsta fund okkar Laugu stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Oft hlógum við Lauga að okkar fyrstu kynnum, eftir að ég var uppkomin. Lauga sá strax að Lulla, dóttir hennar, þá átta ára og ári eldri en nýja vin- konan, myndi hafa bætandi áhrif á mig en ekki öfugt. Því amaðist hún aldrei jrfir vinskap okkar. Árin liðu og oft leið langur tími á milli heimsókna til Laugu en allt- af tók hún á móti mér eins og siðasta heimsóknin hefði verið deg- inum áður. Það var alltaf hressandi og gaman að koma til hennar hvort sem það var í Hátúnið eða upp í Sléttuhlíð. Kaffíð og heimalagað meðlæti var drifíð á borð, en þar var alltaf af nógu að taka. Lauga var einstaklega mikil húsmóðir, eins og heimili hennar bar greinilega vott um, það var sama hvort horft var til hreinlætis, matargerðar eða hannjrrða. Það fór ekki framhjá neinum sem umgekkst þau hjón, Ragnar og Laugu, að ást og virðing þeirra fyrir hvort öðru var einstök eftir 50 ára hjónaband. Þau áttu sameig- inlegt áhugamál sem var heimilið dætumar og þeirra Qölskyldur. Missirinn er því mikill hjá Ragn- ari, Lullu, Hönnu og fjölskyldum þeirra. Nú, þegar daginn tekur að lengra og sólir hækkar á lofti mun mesta sorgin vílqa fyrir fagurri minningu um góða konu. Elsku Lulla, Ragnar, Hanna og Ámi, Guð styrki ykkur og flölskyld- ur ykkar. Vinarkveðja, Sigurhanna Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS S. HERMANNSSONAR, Tómasarhaga 32, Reykjavík. Árni S. Kristjánsson, Lára Clausen, Guðrún H. Kristjánsdóttir, Kjartan Jónsson, Steinunn Kristjánsdóttir, Sigurjón Einarsson, Hermann Kristjánsson, Rakel Ólafsdóttir og barnabörn. Lokað Bæjarfógeta- og sýsluskrifstofan í Hafnarfirði verður lokuð eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar BJÖRNS SVEINBJÖRNSSONAR, hæstaréttardómara. Bæjarfógeti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.