Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.02.1988, Blaðsíða 48
48 fólk f fréttum MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 VESTMANNAEYJAR Þótti gott að ræsa mi g Jón í. Sigurðsson lætur af störfum sem lóðs eftir fjörutíu ára starf JÓN Isak Sigurðsson, elsti starfandi lóðs á landinu, ævinlega kallaður „Jón lóðs“, lét af starfi við Vestmannaeyja- höfn um seinustu áramót eftir fjörutíu ára starf sem lóðs. Af því tilefni færðu bæjaryfirvöld honum áletraðan þakkarskjöld ásamt hafnsögumannsskirteini númer eitt. í þessi fjörutíu ár hefur Jón lóðsað inn i Vest- mannaeyjahöfn þúsundir skipa, stórra og smárra, og aldrei hlekkst á. Þeir eru ekki margir sjómenn- imir á farskipunum sem ekki kannast við Jón lóðs eða hafa heyrt hans getið, því frá því hann hóf störf sem Ióðs við Vestmanna- eyjahöfn árið 1947, hefur hann komið um borð í rúmlega fimmtán þúsund skip, stór og smá, innlend og erlend og auðvitað oft í mörg þeirra. En það hlýtur að teljast gæfu- maður sem allan þennan tíma hefur unnið við þetta oft svo van- dasama starf, getur sest í helgan stein án þess að hafa nokkumtíma lent í óhappi, þó komið hafi fyrir að hurð hafi skollið nærri hælum. Margir muna hvemig aðstæður vora við innsiglinguna að Vest- mannaeyjahöfn fyrir gos. Þá var höfnin aðeins varin tveimur hafn- argörðum, en utan þeirra lék haf- aldan lausum hala. Oft mátti sjá Eyjamenn híma í skjóli í austan stórviðram uppi á Skansi, þar sem sjá mátti yfír innsiglinguna. 0g þegar austan stórviðrin geisuðu, virtist mönnum oft að það væri ögran við forsjónina að reyna að sigla báti eða skipi til hafnar. . Ytri-höfnin líktist þá oft sjóðandi potti þegar himinháar öldumar Morgunblaðið/Sigurgeir Jónsson Jón í Sigurðsson. geystust inn innsiglinguna og stundum hurfu bátamir alveg í öldudalina. Stóðum við þá, hinir yngri, og héldum í okkur andan- um, því oft virtist. sem sjórinn hefði gleypt bát í einum bita, en alltaf komu þeir þó í ljós aftur. Það fylgdi því oft mikil spenna að horfa yfír þennan starfsvett- vang Jóns, þegar veðurguðimir vora í sínum versta ham. En Jón var aldrei ragur í glímu sinni við Ægi, þvert á móti þótti sumum hann fullkappsamur á stundum. Oft þótti skipstjóram lítt eða ekki vænlegt að rejma við innsigling- una, en létu þó Jón ráða ferðinni, enda treystu menn honum fyrir skipi sínu, það þekkti enginn bet- ur aðstæður. Jón í. Sigurðsson er fæddur í Eyjum 7. nóvember 1911. For- eldrar hans vora Sigurður Bjöms- son skipasmiður og Sigríður Ámadóttir. Á yngri áram stund- aði Jón sjóinn en á milli úthalda vann hann við höfnina og vann þá með mektarkörlum eins og Hannesi lóðs, Áma Þórðarsyni og Eyvindi Þórðarsyni. Jón segir að ein af ástæðum þess að hann vald- ist til þess að aðstoða Hannes lóðs hafí verið sú að Hannesi þótti gott að ræsa Jón. Þá var jú ekki unnið frá 8-5.,heldur hvenær sem var sólarhringsins, eftir þörfum. Jón hefur fengist við fleira um ævina en að lóðsa skip. Hann var í áratugi í stjóm og formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja og í tæpa hálfa öld var hann í stjóm Bátaábyrgðarfélags Vest- mannaeyja. í tuttugu ár var hann formaður starfsmannafélags Vestmanna- eyjabæjar og í tvo áratugi vara- og aðalfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins í bæjarstjóm. Þá hefur hann verið norskur konsúll um árabil. Jón hefur því að líkum lóðsað mörg góð mál í gegn á lífsleið- inni. Margir hafa og séð ástæðu til þess að þakka Jóni og heiðra fyrir störf hans. Hann hefur með- al annars hlotið riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu, viður- kenningarskjal frá Lloyds, heið- ursskjal frá Sambandslýðveldinu Þýskalandi, belgísku Leopoldsorð- una og tvisvar hafa Norðmenn séð ástæðu til þess að heiðra hann með konungsorðum. Má af þessu sjá að einhveijum hefur þótt fetæða til að heiðra lífshlaup Jóns. Ekki hefur Jón þó siglt lífsins ólgusjó einn, eiginkona hans er Klara Friðriksdóttir. — Bjarni SJÖUNDI ÁRATUGURINN íslenskir bítlar og bítlavinir Bítlaæðið var allsráðandi á sjö- unda áratugnum en hefur sko- tið upp kollinum öðra hvora síðan. Gefnar hafa verið út bækur og gerð- ar kvikmyndir um fyrirbærið. Fyrr- verandi blómaböm og aðrir sem létu heillast af tíðaranda þessara ára sjá um að hann falli ekki í gleymsku. Þorsteinn Erlingsson er umsjónarmaður þátta Stöðvar 2 um tónlist og tíðaranda sjöunda áratug- arins, en þeir era á dagskrá á fimmtudagskvöldum. Hljómsveitin Hljómar tók upp litla plötu sem gefin var út snemma árs 1965. Hún hét því rómantíska nafni „Bláu augun þín“ og varð fyrsta íslenska bítlaplatan. I kjölfar hennar fylgdu fleiri slíkar, bæði með Hljómum og hljómsveitum eins og Oðmönnum, Tónum og ýmsum öðrum. Morgunblaðið/01.K.M. Myndin var tekin af liðsmönnum Hljóma fyrir þrettán árum í hyóðstofu Ríkisútvarpsins við Skúlagötu. Upptökur á smáskifunni „Bláu augun þín“ stóðu sem hæst, en á myndinni eru Rúnar Júlíusson sem leikur á gítar, Engilbert Jensen söngvari hljómsveitarinnar, Gunnar Þórðarson og Erlingur Björnsson gítarleik- arar og trommuleikarinn Pétur Ostlund. Reuter Hin 126 ára gamla Carmen Camacho frá Equador fór að vinna heima við fyrir nokkrum árum. Dalurinn þar sem hún býr er eitt þeirra heimshorna er státað geta af elstu, heil- brigðu íbúunum. LANGLÍFI Inn af ökrunum í húsverkin Carmen Camacho frá þorpinu Quinara í Equador fæddist rétt eftir miðbik síðustu aldar. Hún segist vera orðin 126 ára gömul, elst þriggja þorpsbúa sem fyllt hafa hundrað ár. Emesto Inigu er 118 ára og fjörkálfurinn Samuel Chingo á 107 ár að baki. Þorpið er í dal sem frægur er fyrir langlífi íbúanna. Alvarlegir hjartasjúkdómar þekkjast ekki. Astæður þessa era samkvæmt rannsóknum tært vatn, hreint Ioft, heilnæmt matræði, streituleysi og hreyfing við vinnu á ökranum. „Eg vann á ökranum dag hvem, þar til fyrir nokkrum áram, en nú er ég farin að vinna ýmis hús- störf,“ segir hin ema Carmen Camacho. COSPER Ég vil alls ekki tala við þig. Hvað á ég að segja það mörgum, mörgum sinnum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.