Morgunblaðið - 23.02.1988, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988
Hvað segja þeir um stöðu frystingarinnar og mögulegar úrbætur?
leiða til útflutnings. Saltfiskfram-
leiðendum fjölgaði um 80 til 90 á
síðasta ári. En vandinn, sem menn
standa alltaf frammi fyrir, er
ákvörðunin um hveijir eigi að lifa
og hverjir ekki. Það hins vegar jafn-
ljóst að fyrirtækin sjálf geta gert
ýmislegt. Þar má nefna hvað
Reykjavíkuborg og fleiri gerðu með
stofnun Granda hf. Kannski verður
fiskvinnslan í framtíðinni annars
vegar rekin í mjög stórum einingum
og hins vegar mjög litlum.
Frystihúsin í landinu eru 100 til
120. Það er augljóst að rekstur
þeirra er jafnmisjafn og þau eru
mörg. Sum fyrirtæki eru rekin af
miklum myndarskap og hag-
kvæmni. Þar má til dæmis nefna
Útgerðarfélag Akureyringa,
Granda hf í Reykjavik og fleiri slík
fyrirtæki. Auðvitað hefur einhveij-
um öðrum fyrirtækjum vegnað mið-
ur og þurfa að bæta reksturinn.
Fiskvinnslan og sjávarútvegurinn í
heild leitar stöðugt leiða til að auka
hagkvæmni, bæði hvað varðar veið-
ar og vinnslu. Menn reyna að vinna
í sem dýrastar pakkningar og koma
á hópbónuskerfi til að leita aukinn-
ar hagkvæmni. Menn eru alltaf að
leita leiða til að gera betur og það
er alltaf hægt, en það er ekki hægt
að segja að slæmur rekstur sé or-
sök vandans. Vel rekin fyrirtæki
verða að fá að njóta þess, en ekki
má mismuna fyrirtækjum eftir því
hvar þau eru staðsett á landinu
með því að láta Byggðasjóð lána
hinum ýmsu fyrirtækjum og búa
þannig til falska afkomu víða um
land, sem um leið heldur rekstrar-
grundvelli fískvinnslunnar í heild
niðri," sagði Sigurður Einarsson.
að sjálfsögðu hækkað, en það er
ekki nema eðlilegur hlutur og ekki
til þess að ætlast að svo yrði ekki,
enda ætti öllum að vera það ljóst,
að fólk, sem vinnur að framleiðslu
á helztu útflutningsafurðum og
gjaldeyrisgjafa þjóðarinnar á það
skilið að fá mannsæmandi laun fyr-
ir störf sín. Aukinn fjármagns-
kostnaður á og sinn þátt í óförun-
um.
Það, sem gera þarf, er einfald-
lega að gjaldeyririnn, sem fyrir
vöruna fæst, verði seldur á svo háu
verði að dugi fyrir framleiðslukostn-
aði að viðbættum einhveijum
rekstrarhagnaði. Hvernig að því
verður farið, verða stíómvöld gjald-
eyrismála að leysa. Eg fæ ekki séð
aðra leið, þótt að vísu mætti ef til
vill draga úr kostnaði á einhvem
hátt, sæju stjómvöld sér það fært.
Ég held að ekki hafí verið um
offjárfestingu að ræða hjá frysti-
húsunum á síðustu tímum. Hitt er
svo annað að þau em með mikil
eldri lán og þunginn af þeim verður
nú óbærilegur, þegar greiðslumar
af skuldum hækka samkvæmt verð-
bólgu, en tekjur lækka eða í bezta
falli standa í stað. Slíkt getur ekki
gengið til lengdar.
Hvort frystihúsin á íslandi séu
nógu vel rekin, ætla ég mér ekki
að dæma um. Vafalaust er það eitt-
hvað misjafnt eins og á öðmm svið-
um atvinnureksturs, en ég held að
enginn geri það að gamni sínu að
stefna fyrirtæki sínu að gjaldþroti.
Og f þessum töluðum orðum berast
mér fréttir um verðfall á þorskblokk
í Bandaríkjunum. Líklegt þykir að
sú lækkun geti verið upphafíð að
öðm og meiru" sagði Gísli Konráðs-
son.
Hermann Hansson,
Höfn í Hornafirði:
Gengisskrán-
ingnna verður
að leiðrétta
„VIÐ erum að tapa eins og aðrir
í frystingimni, í kringum 10 til
16% geri ég ráð fyrir. Tapið fer
meðal annars eftir þvi hvaða
fisktegundir menn eru að vinna.
Einfaldasta skýringin á tap-
rekstrinum er sú, að við fáum
færri krónur fyrir hveija ein-
ingu, sem við flytjum út núna,
þrátt fyrir verulega kostnaðar-
aukningu. Það má nefna vexti
og vinnulaun. Frá því laun hækk-
uðu síðast í október um 7,23%,
hefur dollarinn líklega lækkað
um 7%. Við getum auðvitað nefnt
alla aðra kostnaðarliði, sem ekki
eru háðir tekjum i erlendum
gjaldeyri. Það má nefna orku,
opinbera þjónustu og ég veit
reyndar ekki hvaða má ekki
nefna. Það hefur allt hækkað um
20 til 30% á meðan tekjumar eru
að minnka. Það þarf þvi engan
að undra þó tap sé á rekstrin-
um,“ sagði Hermann Hansson,
kaupfélagsstjóri á Höfn i Homa-
firði.
„Þegar um tapresktur er að
ræða, er tvennt hægt að gera;
minnka gjöldin eða auka tekjumar.
Hvaða leiðir eru svo til að auka
tekjur? Markaðsverð erlendis er í
hámarki. Það held ég öllum sé ljóst
og menn mega bara þakka fyrir
hvem þann dag, sem ekki ber verð-
lækkanir í skauti sínu. Mikill tekju-
auki verður því ekki sóttur í hækk-
uðu afurðaverði. Þá hljóta menn
að meta það hvað gengið er mikið
vitlaust skráð. Það er ekki spuming
hvort heldur hve mikið og á því
verður að gera viðeigandi leiðrétt-
ingar. Það eitt dugir ekki samt sem
áður. Það þarf að draga úr þensl-
unni innan lands, það þarf að lækka
þann kostnað, sem er lagður á út-
flutningsatvinnuvegina, meðal ann-
ars af þjónustugeiranum, sem hefur
leikið lausum hala og fengið að
hækka allt endalaust. Aðgerðir eins
og vaxtalækkun og endurgreiðsla á
söluskatti hjálpa eitthvað, en það
er líka öllum ljóst að hækka verður
laun fískverkafólks. Launaskriðið
hefur kannski orðið hjá öllum öðmm
en því. Það þarf býsna víðtækar
aðgerðir og ég er fullviss um að
aðilar vinnumarkaðsins geta ekki
leyst þetta einir. Þátttaka stjóm-
valda verður að koma til eins og
gert var fyrir tveimur ámm, í febrú-
ar 1986. Staðan er bara mun verri
nú vegna þess að afurðarverð á
erlendum mörkuðum er í toppi og
sókn þar er ekki fyrir hendi.
Sé talað um offjárfestingu fer
mat á henni eftir því hvaða stefnu
við ætlum að taka. Ætlum við okk-
ur að flytja fískinn í vaxandi mæli
óunninn úr landi, er auðvitað um
ofQárfestingu að ræða. Ætlum við
okkur hins vegar að vinna fískinn
eins og unnt er hér heima og búa
úr honum afurðir til útflutnings,
er ekki um offjárfestingu að ræða.
Hins vegar er mjög líklegt að til
þess verði að koma í atvinnugrein-
inni, að menn verði að bæta resktur-
inn og það kann að vera að ein-
hvers staðar sé um ranga fjárfest-
ingu að ræða þó svo sé ekki á heild-
ina litið. Ég held held að þetta bygg-
ist líka á því hvaða hráefni er í fram-
boði og hve mikið. Frystihús, sem
fær ekki hráefni, hefur Qárfest of
mikið. Það er enginn vandi að búa
til slíka stöðu. Breytingin, sem orð-
ið hefur á vægi milli gjaldmiðla
Evrópu og Bandaríkjanna, hefur
veikt samkeppnisstöðu fiskvinnsl-
unnar, verulega í baráttunni um
fískinn við erlenda fiskmarkaði. Þó
ferskfískútflutningur eigi rétt á sér
að einhveiju leyti, hljóta honum að
verða einhver. takmörk sett, þegar
litið er á hagsmuni heildarinnar.
Tapi menn á því að flytja karfa
óunninn til Þýzkalands er málið
allt í einu orðið vont, en þó menn
tapi á því á íslandi að unninn fisk-
ur sé fluttur út, er það allt í lagi.
Þetta er dálítið skrýtið," sagði Her-
mann Hansson.
Gísli Konráðsson,
Akureyrí:
Húsin gefast
upp á næstu
dögunum
„EINS og þegar hefur greinilega
komið fram í fjölmiðlum, er
staða frystihúsanna svo alvarleg
að gera má ráð fyrir þvi að þau
gefist upp hvert af öðru á næstu
dögum eða vikum, verði ekkert
gert af hálfu stjóravalda til að
afstýra því. Ástæðurnar fyrir
þessu bága ástandi eru margar.
Fyrst og fremst gengisskráning,
sem heldur söluverði föstu í
krónum, þótt kostnaðarliðir
hækki stöðugt vegna innlendrar
verðbólgu,“ sagði Gísli Konráðs-
son, annar framkvæmdastjóra
Útgerðarfélags Akureyringa.
„Hækkandi kostnaðarliðir, sem
valdið hafa miklu um rekstrarhall-
ann, eru fyrst og fremst fiskverðið,
sem algjörlega fór úr skorðum, þeg-
ar það var gefíð fijálst á síðasta
ári og olli þar mestu innlendir fisk-
markaðir og fisksala í gámum til
útlanda. Viðmiðun við þessa tvo
þætti skóp verðmyndun, sem mjög
viða reisti búsunum hurðarás um
öxl svo að illa hlaut að fara af
þeirri ástæðu einni. Vinnulaun hafa