Morgunblaðið - 23.02.1988, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988
27
Forkosningar Repúblikanaflokksins:
Bush spáð öruggum sign
í kosningunum 8. mars
Kosið í dag í Minnesota og Suður-Dakóta
Washington, New York, Dallas. Reuter.
GEORGE Bush, varaforseti
Bandaríkjanna, mun vinna ör-
uggan sigur á helsta keppinaut
sínum, þingmanninum Robert
Dole, í forkosningum Repúblik-
anaflokksins í suðurríkjum
Bandarikjanna, ef marka má nið- -
urstöður skoðanakönnunar sem
birtist í nýjasta hefti tímarits-
insIYme. Kosningarnar fara
fram í 17 rikjum þann 8. mars
og er talið að þá muni skýrast
hver verður frambjóðandi Repú-
blikanaflokksins i forsetakosn-
ingum i haust. Staða Bush þykir
hafa styrkst mjög undanfarna
daga en í dag, þriðjudag, fara
fram forkosningar i tveimur
ríkjum og gerir Doie sér vonir
um sigur i þeim.
Forkosningar fara fram í dag í
Suður-Dakóta og Minnesota og
kunna niðurstöður þeirra að skipta
miklu fyrir þá Robert Dole og Poul
Simon, sem er í framboði fyrir
Demókrataflokkinn. Kosningar í
ríkjum þessum hafa hingað til ekki
þótt sérlega mikilvægar og hafa
frambjóðendur einkum beint kröft--
um sínum að því að undirbúa kosn-
ingamar 8. mars. Sérfræðingar
telja að Dole þurfi á góðri kosningu
að halda eftir að Bush gjörsigraði
hann í New Hampshire í síðustu
viku og hann megi tæpast við frek-
ari ósigrum fyrir kosningamar 8.
mars.
Poul Simon varð í örðu sæti í
forkosningum demókrata í Iowa og
í þriðja sæti í New Hampshire.
Hann hefur lýst yfir því að hann
verði að sigra í dag ætli hann sér
að halda áfram baráttunni.
A sunnudag lýsti sjónvarpspréd-
ikari einn, Jimmy Swaggart að
nafni, því yfír að hann hefði syndg-
að gegn guði og mönnum með því
að eiga vingott við skækju og
kvaðst hann af þeim sökum ekki
lengur getað prédikað guðsorð.
Fylgismenn sjónvarpsprédikara
koma flestir úr röðum repúblikana
og er talið hugsanlegt að þetta
hneykslismál komi til með að skaða
frambjóðendur flokksins einkum
sjónvarpsklerkinn Pat Robertson,
sem náði óvænt örðu sæti í forkosn-
ingunum í Iowa og skaut sjálfum
varaforsetanum aftur fyrir sig.
Þriðjudaginn 8. mars fara fram
forkosningar á vegum Repúblikana-
flokksins í 17 ríkjum en demókratar
munu kjósa í 20 ríkjum. 12 þessara
ríkja heyra til suðurríkja Banda-
ríkjanna. George Bush og aðstoðar-
menn hans hafa sagt að varaforset-
inn muni fara með sigur af hólmi
í þessum kosningum sem taldar eru
sérlega mikilvægar. Samkvæmt
skoðanakönnun tímaritsins Time
nýtur Bush mun meiri vinsælda en
Robert Dole, í suðurríkjunum.
Varaforsetinn mun samkvæmt
könnun tímaritsins fá 53 prósent
atkvæða í þeim kosningum en Dole
aðeins 23 prósent.
Bush mætti þingmanninum Jack
Kemp í beinni sjónvarpsútsendingu
í Dallas á laugardag og fór sá fyrr-
nefndi með sigur af hólmi, sam-
kvæmt skoðanakönnun sem gerð
var eftir að útsendingunni lauk.
Robert Dole og Pat Roberston tóku
ekki þátt í umræðunni og sögðu
þeir sem þátt tóku í könnuninni að
það yrði ekki til að auka sigurlíkur
þeirra í forkosningunum. 66 prósent
aðspurðra töldu Bush hafa sigrað
Kemp en aðeins 28 prósent töldu
þingmanninn hafa staðið sig betur.
Ford-verkfalli lokið á Bretlandi:
Verkalýðshreyfingin þyk-
ir hafa sótt í sig veðrið
Lundúnum, frá Valdimar Unnari Valdinu
í GÆR sneru starfsmenn bresku
Ford-verksmiðjanna aftur til
starfa eftir verkfall, sem stóð í
tæpan hálfan mánuð. Lyktir þess-
arar vinnudeilu þykja fela i sér
umtalsverðan sigur fyrir verka-
menn og telja ýmsir að vinnudeil-
an marki að ýmsu leyti þáttaskil
V-Þýskaland:
Herferð gegn
hvalveiðum
Islendinga
ZUrích, frá Önnu Bjarnad&ttur, fróttaritara
Morgunblaðsins.
GREENPEACE-samtökin í Vest-
ur-Þýskalandi undirbúa nú her-
ferð sem hafin verður um miðjan
mars gegn hvalveiðum íslend-
inga. „Eg vil ekki segja i smáatrið-
um í hveiju herferðin verður fólg-
in,“ sagði Peter Piichschel, hval-
asérfræðingur Greenpeace. „En
við munum upplýsa almenning um
hvalveiðar íslendinga og jafnvel
nefna islensk fyrirtæki og við-
skiptavini þeirra hér i Þýskalandi
á nafn ef allt annað bregst í barát-
tunni gegn hvalveiðum."
Piichschel sagði að Greenpeace-
samtökin myndu standa ein að bar-
áttunni í upphafi en leita samvinnu
við önnur umhverfis- og dýravernd-
unarfélög ef nauðsyn krefði. „Þetta
er barátta sem verður að vinnast svo
að hvölunum verði ekki útrýmt,"
sagði hann. „Við sækjumst ekki eft-
ir deilum við Íslendinga og viljum
ekki bera sigur úr býtum sigursins
syni, fréttaritara Morgunbladsins.
hvað snertir styrk og áræðni
breska verkalýðsfélaga, sem lítt
hafa haft sig í frammi undanfarin
ár.
Verkfallið í bresku Ford-verk-
smiðjunum hófst fyrir tveimur vikum
eftir að verkamenn höfðu með yfir-
gnæfandi meirihluta hafnað samn-
ingsdrögum, sem þá lágu fyrir. Þau
samningsdrög höfðu gert ráð fyrir
töluverðum kauphækkunum en
verkamönnum þótti sá böggull fylgja
skammrifi að samningurinn átti að
gilda til þriggja ára, auk þess sem
forráðamönnum Ford-vérksmiðj-
anna skyldi gefast kostur á að gera
ýmsar breytingar á vinnutilhögun
án sérstaks samráðs við verkalýðs-
félögin. Ákvæðum af þessu tagi
vildu verkamenn ekki una og fóru
því í hart. Verkfall hófst og mikill
hugur var í verkamönnum, sem vildu
fá sinn skerf af þeim mikla hagnaði
sem Ford-verksmiðjunar hafa átt að
fagna að undanförnu.
Samstaða verkamanna var alger
og gat enginn farið í grafgötur um
að þeir ætluðu sér ekki að gefa eft-
ir. Fjárhagslegt tap Ford-verksmiðj-
anna var hins vegar orðið gífurlegt
og forráðamenn þeirra ákváðu að
láta undan. Þeir settu fram nýtt til-
boð í upphafi síðustu viku og komu
þannig til móts við ýmsar kröfur
verkamanna, til dæmis varðandi
styttri gildistíma samnings og
ákvæði um það hvemig staðið skuli
að breytingum á vinnutilhögun. Á
Hef
fimmtudaginn greiddu verkamenn
Ford-verksmiðjanna atkvæði um
hinn nýja samning, sem var sam-
þykktur með miklum meirihluta, um
70 af hundraði verkamanna greiddu
honum atkvæði en um 30 af hundr-
aði voru á móti.
. Lyktir Ford-deilunnar eru túlkað-
ar sem umtalsverður sigur verka-
manna og þeirra verkalýðsfélaga
sem í hlut áttu. Taka sumir svo djúpt
í árinni að segja að með þessari
vinnudeilu sé að ýmsu leyti brotið
blað í sögu breskrar verkalýðsbar-
áttu. Bresk verkalýðsfélög hafa átt
mjög erfítt uppdráttar á undanförn-
um árum í stjómartíð Margretar
Thatcher, og er skemmst að minn-
ast kolaverkfallsins, sem lauk með
algerum ósigri námumanna. Er
gjaman haft á orði hér í landi að
ríkisstjóm íhaldsflokksins hafi brot-
ið breska verkalýðsforystu á bak
aftur, verkalýðsfélög hafa verið á
undanhaldi og í vamarstöðu. Nú
þykir hins vegar ýmislegt benda til
að á þessu sé að verða breyting,
verkalýðsfélögum sé að aukast
áræðni á ný. Þessu til stuðnings er
bent á að Ford-verkfallið sé síður
en svo eina vinnudeilan sem verið
hafi í sviðsljósinu hér í landi að und-
anfömu. Ymsir aðrir hópar launa-
fólks hafi látið til sín heyra og hefur
þar borið einna mest á hjúkmna-
rfræðingum, sem til stuðnings kröf-
um um launahækkanir hafa efnt til
tíðra vinnustöðvana að undanförnu.
vegna. Við vildum helst að Islending-
ar sæju sjálfir að sér og ákvæðu að
hætta hvalveiðum. Þeir gætu lýst
því yfir að þeir ætli að hætta hval-
veiðum og lagt til á hvalveiðiráð-
stefnunni að veiðum í vísindaskyni
verði hætt og þannig leyst málið á
alþjóðlegum vettvangi sem er okkur
óviðkomandi. Þannig gætu þeir
bjargað eigin andliti og þyrftu ekki
að bíða ósigur fyrir okkur.“
endurskoðunarskrifstofu mína
í Skipholt 50b. Sími 680077.
Reynir Ragnarsson,
lögg. endurskoðandi.
Ný tímarit og metsölubækur berast viku-
lega í flugfrakt. Yfir 200 titlar til sölu í dag og
yfir 2.000 titlar í pöntunarþjónustu (póstsend-
um ef óskað er). Engar kvaðir að kaupa tímarit
áfram eftir pöntun og skoðun. Líttu við eða
hringdu í síma 686780.
ftOftAHúsie
LAUGAVEGI 178, SlMI 686780
10% yfir 1.000 kr.
15% yfir 5.000 kr.
20% yfir 10.000 kr.
eða magnafsláttur 30% afsláttur á tímaritum siðasta mánaðar.
Heildsöludreifing: DCO sf. Sími 91-651815
essemm/slA 24.02