Morgunblaðið - 23.02.1988, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveirysson.
Matthías Johanhessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 55 kr. eintakiö.
Starfsaðstaða Land-
helgisgæzlunnar
Ráðstefna um umhverfismál:
Mál fyrir þá að vakna
sem sofið hafa á verði
- sagði Valdís Bjarnadóttir arkitekt
Fullnaðarsigur vannst í land-
helgismálinu fyrir rúmum
áratug. Þá hurfu erlendir togar-
ar af íslandsmiðum. Verksvið
og ekki síður starfsvettvangur
Landhelgisgæzlunnar breyttust
mikið. Þessa hefur gætt í af-
stöðu og fjárveitingum stjóm-
valda til stofnunarinnar. Það er
eins og „stjómmálamenn átti
sig ekki nægilega vel á gildi
þess að halda úti vaskri sveit
manna, sem getur látið til sín
taka við hinar erfíðustu aðstæð-
ur á sjó og landi, ef því er að
skipta“, eins og komizt var að
orði í forystugrein hér í Morgun-
blaðinu fyrir tæpu ári.
Á tveimur síðastliðnum ámm,
1986 og 1987, fór þyrla Land-
helgisgæzlunnar í 56 sjúkraflug
yfír land og 15 sjúkraflug yfír
sjó. Fluttur var 71 sjúklingur
af landsbyggð til höftiðborgar
og 15 sjúklingar af skipi á hafí
úti til lands.
Á síðastliðnu ári vóm 10 sjó-
menn teknir af strandstað um
borð í þyrlu og fluttir til byggð-
ar. í öðm tilfellinu af tveimur,
sem þyrla var nýtt við björgun
af strandstað 1987, það er þeg-
ar Barðinn GK 475 strandaði í
Dritvík á Snæfellsnesi, var unn-
ið frækilegt björgunarafrek,
sem lengi mun í minnum haft.
Það sem af er þessu ári hefur
þyrla gæzlunnar tvisvar sótt
sjómenn á stranastað. Þegar
Hrafn Sveinbjamarson strand-
aði við Hópsnes vóm 11 sjó-
menn fluttir í land í nokkmm
ferðum. Fyrir fáum dögum
strandaði síðan Ófeigur III frá
Vestmannaeyjum vestan við
Sporið við Hafnamesvita í Þor-
lákshöfn. Þá vóm 4 sjómenn
fluttir af strandstað. í tveimur
síðasttöldu ströndunum vóm
viðkomendur ekki í lífsháska og
þar hefði hugsanlega mátt
koma við björgun úr landi með
línutækjum. Þyrlan var hins-
vegar hentugri. Einni klukku-
stund og fjömtíu mínútum eftir
að hjálparbeiðni barst vegna
strandsins við Þorlákshöfn var
búið að flytja sjómennina til
byggðar.
Ekki var hægt að sinna öllum
beiðnum um sjúkraflug 1987,
sumpart vegna þess hve skip,
sem aðstoðar leituðu, vóm langt
í burtu. Þar var einkum um
rússnesk skip að ræða, 250-300
mílur suðvestur frá Reykjavík.
Langt getur og verið að fara
frá Reykjavík á slysstað eða til
að sækja sjúkling á sjó úti fyrir
Austur- eða Norðurlandi. Það
hefur því komið til tals að hafa
aðra þyrlu staðsetta, a.m.k.
hluta úr ári, annaðhvort á Akur-
eyri eða Egilsstöðum, en oft
getur skipt sköpum að vera
fljótur á slysstað.
Á síðastliðnu ári veittu varð-
skip Landhelgisgæzlunnar 30
farm- og fískiskipum aðstoð á
miðum og siglingaleiðum um-
hverfís landið. Að minnsta kosti
jafnmörgum hjálparbeiðnum,
sem bámst, var ekki hægt að
sinna vegna þess að gæzlan var
ekki með varðskip í nánd. Eitt
varðskip á sjó, til dæmis fyrir
Vesturlandi, aðstoðar vart skip
í nauð fyrir Austurlandi. Gæzl-
an hefur aðeins þrjú skip. Fjár-
veiting til hennar miðast við það
að tvö skip séu gerð út allt árið
en það þriðrja í níu mánuði. Að
mati forstjóra Landhelgisgæzl-
unnar þyrfti stofnunin, ef vel á
að vera, að fá eitt vel búið varð-
skip til viðbótar, til eftirlits- og
hjálparstarfa, og fjármuni til að
halda flota sínum úti allt árið.
Aðstaða til björgunar yrði og
stómm betri ef gæzlan hefði
það stóra þyrlu á sínum vegum
að hún gæti flutt í einni og sömu
ferðinni skipshöfn meðalstórs
fískibáts — og gæti, að auki,
staðsett vel búna þyrlu, a.m.k.
hluta úr ári, norðan lands eða
austan.
Aðhald í ríkisbúskapnum er
af hinu góða. Ekki síður hitt
að hvers konar útgjaldatillögur
sæti vandlegri íhugun og hæfí-
legri íhaldssemi. En réttsýni og
hyggindi verða að ráða ferð.
íslenzkur þjóðarbúskapur sækir
stærstan hluta þjóðarfram-
leiðslu og lífskjara landsmanna
í auðlindir hafsins. Það er því
ekkert eðlilegra en að þeir aðil-
ar, sem standa vörð um þessar
auðlindir, landhelgi og nytja-
stofna, þar á meðal Hafrann-
sóknastofnun og Landhelgis-
gæzla, hafí eins góða starfsað-
stöðu og frekast er hægt að
láta í té. Þetta gildir enn frekar
um öryggi þeirra er verðmætin
sækja í sjávardjúp. Það þarf að
tryggja eftir öllum fæmm leið-
um.
Landhelgisgæzlan, Slysa-
vamafélag íslands og hjálpar-
sveitir víðsvegar um landið
gegna þýðingarmiklu og vax-
andi hlutverki í samfélaginu.
Þeim fjármunum er vel varið
sem ganga til þess að efla eftir-
lits- og björgunarstörf á miðun-
um umhverfís landið.
VALDÍS Bjamadóttir arkitekt
sagði á ráðstefnu, sem Landssam-
band sjálfstœðiskvenna og um-
hverfismálanefnd Sjálfstæðis-
flokksins stóðu fyrir um umhverf-
ismál í Valhöll sí. laugardag, að
einhveijir hefðu sofið á verðinum
þvi íslendingar væru enn að rifa
gömlu húsin. Erlendis væri hins
vegar verið að rifa nýleg íjót hús.
Á ráðstefnunni fluttu einnig erindi
Hulda Valtýsdóttir formaður Skóg-
ræktarfélags íslands, Þór Sigfús-
son nemi, Tryggvi Þórðarson
vatnaliffræðingur, Sveinn Ásgeirs-
son verkstjóri og Sigurður M.
Magnússon, forstöðumaður Geisla-
varna rikisins.
Mikilvægt að taka mið
af sérstöðu landsins
Sigurður M. Magnússon, forstöðu-
maður Geislavama ríkisins, sagði að
umhverfísmál væru nú ofarlega á
baugi hérlendis. Sjálfstæðisflokkurinn
teldi mikilvægt að íslendingar tækju
mið af sérstöðu landsins í umhverfís-
málum í stað þess að taka upp erlend-
ar hugmyndir í þessum málum sem
byggi á öðrum aðstæðum. Ríkisstjóm
Þorsteins Pálssonar hefði skipað
nefnd til að semja frumvarp til laga
um umhverfísmál í samræmi við þá
stefnuyfírlýsingu ríkisstjómarinnar
að sett verði almenn lög um um-
hverfísmál og samræming þeirra falin
einu ráðuneyti. Nefndin muni væntan-
lega ljúka störfum á næstunni og
hugmyndir nefndarmanna séu til
umræðu í ríkisstjóminni. Komið hefðu
t.d. fram hugmyndir um að stofnuð
yrði sérstök umhverfísmálaskrifstofa
sem sinnti t.d. erlendum samskiptum
og hlutur sveitarfélaga í umhverfiseft-
irliti aukinn. Einnig hefði nefndin t.d.
fjallað um mengun vegna útblásturs
frá bifreiðum, einnnota umbúðir, eyð-
ingu ósonlagsins og gróðurvemd, sem
væri stærstn málið.
Hulda Valtýsdóttir, formaður
Skógræktarfélags íslands, sagði að
fyrstu lögin sem sett vom um land-
vemd hér á landi hefðu verið lög um
skógrækt, sem samþykkt vora árið
1907, en í þeim væra ákvæði um
vemdun skóga. Búið væri að sam-
þykkja landgræðslu- og landvemdará-
ætlun til næstu 5 ára og unnið hefði
verið að landnýtingaráætlun á vegum
landbúnaðarráðuneytisins. Verið væri
að reyna að skipuleggja landbúnað
þar sem gróður væri nokkuð traust-
ur. Auka þurfí fræðslu um landvemd-
armál, t.d. í skyldunámi, bændaskól-
um og Garðyrkjuskóla ríkisins. Einnig
ætti að gefa þeim, sem leggi fram fé
til landvemdar, kost á skattaívilnun-
um.
Biðja megi fóik um að
taka átthagana í fóstur
Þór Sigfússon, nemi, sagði að hægt
væri að græða upp 20% af landinu,
þ.e.a.s. 2 milljónir hektara, á 20 áram
fyrir 30 milljarða króna. Mesta þörfín
á uppgræðslu lands væri í uppsveitum
Ámessýslu og Mývatnssveit. Sauðfé
hefði hins vegar fækkað mest á jaðar-
svæðum en ekki þar sem gróðureyð-
ingin væri mest. Þýðingarmest væri
hins vegar að fá fólkið til að virða
landið sitt. Það ætti að geta keypt,
t.d. á bensínstöðvum, plöntur og fræ
og setja þyrfti upp skilti við vegina
þar sem bent væri á land sem sá
þyrfti í. Einnig mætti biðja fólk um
„að taka átthagana í fóstur," þ.e.a.s.
græða upp land á þeim stöðum sem
það reki ættir sínar til. Frá árangrin-
um þyrfti síðan að greina reglulega
í fjölmiðlum.
Tryggvi Þórðarson, vatnalíffræð-
ingur, sagði að líklega tengdu margir
mengun við stóriðju en mörg smáfyr-
irtæki gætu einnig valdið mengun,
t.d. framköllunarfyrirtæki og leir-
munaverkstæði. Talið væri að 240 til
250 kg af sorpi kæmi frá hveijum
íbúa á höfuðborgarsvæðinu á ári
hveiju. Loftmengun vegna bifreið-
aumferðar í Reykjavík hefði verið 20%
meiri í fyrra en árið áður. Mælingar
á loftmengun hefðu hins vegar ekki
farið fram annars staðar á landinu.
Talið sé að 12 af hveijum milljón íbú-
um Svfþjóðar fengju krabbamein af
völdum loftmengunar.
Mengun sjávar stafi t.d. af sigvatni
frá sorphaugum en engin aðstaða sé
t. d. á höfuðborgarsvæðinu til að taka
við eiturefnum annars staðar en á
sorphaugum. Brýnt sé að setja hér
upp móttökustöð fyrir eiturefni sem
sæi um að efnunum yrði eytt, annað-
hvort hér eða erlendis. Einnig þurfí
að beijast með öllum tiltækum ráðum
gegn því að nágrannaþjóðir okkar
Iosi eiturefni í sjó.
Bílflökin fara
á sorphaugana
Sveinn Ásgeirsson, verkstjóri, sagði
að Sindrastál hefði unnið að endur-
vinnslu brotajáms í 40 ár en fyrir
u. þ.b. ári hefði fyrirtækið hætt að
taka á móti ónýtum bifreiðum þar sem
það svaraði ekki lengur kostnaði að
endurvinna brotajám úr þeim. Afköst-
in hjá Sindrastáli hefðu verið 9 til 10
þúsund tonn af brotajámi á ári og
12 til 16 menn hefðu haft vinnu við
endurvinnsluna. Nú fari bílflökin hins
Sigurður M. Magnússon, for-
stöðumaður Geislavarna rikisins,
í ræðustól á ráðstefnunni.
vegar á sorphaugana og talið sé að
17 þúsund tonn af brotajámi hafí
verið urðuð síðastliðið ár og urðunin
kostað 20 til 25 milljónir króna.
Um eitt þúsund bílflök séu í Kap-
elluhrauni fyrir sunnan Hafnarfjörð
og um 800 tonn af brotajámi á sorp-
haugum Hafnaify'arðar. Einnig sé t.d.
mikið af brotajámi á sorphaugum
Suðumesja, við álverið í Straumsvík
og mörg bílflök á víð og dreif á úti-
vistarsvæði við Úlfarsfell í Mosfells-
sveit. Athugandi sé hvort íslendingar
ættu að greiða skilatryggingariðgjald
af bifreiðum sínum, eins og Norðmenn
geri, þannig að þeir fengju greitt
skilagjald fyrir að fara með bílflökin
á ákveðinn stað þar sem séð yrði til
þess að brotajámið yrði endurannið.
Ljótin húsin látin standa
Valgerður Bjamadóttir, arkitekt,
sagði að íslendingar gerðu sér í sívax-
andi mæli grein fyrir því hversu miklu
máli umhverfíð skipti fyrir líðan
þeirra. Hér hefðir mörg gömul hús
rifín en ljótu húsin, í mörgum tilfellum
nýlega byggð, væra látin standa.
Víða erlendis væri verið að rífa nýleg
ljót hús en íslendingar væra enn að
rífa gömlu húsin. Þannig hefði t.d.
Fjalakötturinn verið rifínn nýlega,
enda þótt hann hefði verið eitt af
sögufrægustu húsum í Reykjavík.
Einhveijir hafí sofíð á verðinum og
mál sé fyrir þá að vakna.
Ráðstefnunni lauk með pallborðs-
umræðum með þáttöku iðnaðarráð-
herra, Friðriks Sophussonar, Elínar
Pálmadóttur, varaformanns náttúra-
vemdarráðs, Jóhanns Pálssonar,
garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar,
Þorvaldar S Þorvaldssonar, forstöðu-
manns borgarskipulags og Margrétar
Kristinsdóttur umhverfísmálanefnd
Akureyrar.
Morgunblaðið/Sverrir
Frá ráðstefnunni um umhverfismál sem haldin var í Valhöll sl. laug-
ardag.
Sprengjugabb í ínnanlandsflugí
búnaði til að auðvelda að rekja símtöl
af þessu tagi og sagði Bogi Ágústs-
son upplýsingafulltrúi Flugleiða að
menn vildu vera eins vel í stakk bún-
ir og unnt væri til að glíma við mál
sem þetta.
FOKKERFLUGVÉL Flugleiða átti aðeins eina mínútu ófarna frá Akur-
eyri til Reykjavíkur á sunnudagsmorgun, þegar hringt var í síma inna-
landsflugs Flugleiða í Reykjavik og karlmaður tilkynnti Báru Alexand-
ersdóttur sem varð fyrir svörum að sprengja væri í vélinni og að myndi
hún springa eftir 20 mínútur, eða klukkan 11.30. Bára hváði og þá
sagði maðurinn: „Ég endurtek aðeins einu sinni. Hún springur klukkan
11.30.“ Bára vissi hvernig átti að bregðast við. Hún lagði símann ekki á
og hafði strax samband við lögreglu sem gerði ráðstafanir til að láta
rekja símtalið.
Vélin var í lokastefnu á Reykjavík
þegar tilkynningin barst og var
áhöfninni ekki tilkynnt um hótunina
heldur var staðið að lendingunni eins
og allt væri með eðlilegum hætti.
Þegar vélin var lent vora farþegar
og farangur fluttir úr henni og vélin
dregin burt á braut númer 25-07,
milli Miklatorgs og SkerjaQarðar.
Sprengjusérfræðingar lögreglunnar í
Reykjavík og Landhelgisgæslunnar
komu á vettvang á bifreið sem hefur
verið sérútbúin til sprengjuleitar.
Síðan var leitað vandlega í vélinni.
Fyrst leitaði Andri Hrólfsson stöðvar-
stjóri Flugleiða með tveimur flug-
virlqum, síðan sprengjusérfræðingar
lögreglunnar og Landhelgisgæslunn-
ar og þriðju og ítarlegustu leitina
framkvæmdu flugvirkjar félagsins.
Ekkert fannst. Um klukkan 12, þeg-
ar hálftfmi var kominn fram yfír
tfmann þegar sprengjan átti að
springa, leyfði lögreglan svo far-
þegum að fá farangur sinn enda ta-
lið ljóst að um gabb væri að ræða.
Lögreglumenn ræða við áhöfn og farþega
Morgunblaðið/Sverrir
Stax á sunnudag létu Flugleiða-
menn koma fyrir við símkerfí sitt
Að sögii Helga Daníelssonar yfír- * reglu ríkisins tókst ekki að rekja
lögregluþjóns hjá Rannsóknarlög- símtalið og er enn ekki vitað hver
Morgunblaðið/Jú'.íus
Sérfræðingar á leið til leitar um
borð í vélinni.
þarna var að verki.
„Maður fékk ekkert að vita fyrr
en átti að ná f farangurinn. Ég var
sjálfur bara með handfarangur en
ætlaði að keyra stúlku sem ég hafði
orðið samferða, sagði Jón Hildiberg
sem var farþegi f vélinni. „Þegar við
voram búin vað bíða í 10 mínútur
inni eftir farangrinum hennar fórum
við að athuga málið. Þá sáum við
vélina úti á braut og farangurinn þar
hjá og okkur var sagt að sprengjuhót-
un hefði borist en sem betur fer vissi
maður ekkert af þessu meðan vélin
var í loftinu. Þeir sem ekki vora með
farangur hafa sennilega ekkert vitað
um málið fyrr en þeir heyrðu frétt-
ir,“ sagði Jón Hildiberg.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988
31
Eftir fund jafnaðarmannaleiðtoga Norðurlanda:
Hugmyndir Jóns Baldvins um EB
og varnarmál sæta gagnrýni
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokka o g utanríkisráðherra
gagnrýna harðlega þær hugmyndir Jóns Baldvins Hannibals-
sonar fjármálaráðherra um að Islendingar bjóði Evrópu-
bandalaginu samstarf í öryggis- og varnarmálum í staðinn
fyrir tollfrjálsan aðgang að mörkuðum fyrir afurðir. Fjár-
málaráðherra setti þessar hugmyndir fram í ræðu á fundi
leiðtoga jafnaðarmannaflokka Norðurlandanna i Ósló fyrir
helgi og er einnig gagnrýnt að hann skuli hafa rætt utanrík-
ismál á þeim vettvangi. Forsætisráðherra segir að fjarmála-
ráðherra hafi verið á fundinum sem formaður Alþýðuflokks-
ins og ekki sé hægt að leggja neinar hömlur á hann að
fjalla þar um utanríkismál. Auk þess þurfi aukna umræðu
um öryggis- og vamarmál milli þjóða Mið- og Norður-
Evrópu en þó sjái hann ekki hvernig viðskiptamál eigi að
tengjast þeim umræðum.
Steingrímur Hermannsson ut-
anríkisráðherra sagði við Morgun-
blaðið að hann skildi ekki þessar
hugmyndir Jóns Baldvins Hanni-
balssonar. „Ég er sammála honum
í því að full aðild að EB kemur
ekki til greina, enda er mjög und-
ir það tekið í utanríkismálanefnd
t.d. Ég tel það hinsvegar fjarstæðu
að fara að gera vamarmálin að
verslunarvöru í þessu sambandi.
Jón Baldvin er að tala um þess-
ar hugmyndir í sambandi við
fríverslunarsamning. En menn
verða að minnast þess að fríversl-
unarsamningur okkar við EB er
ekki tímabundinn. Hann er að vísu
uppsegjanlegur en ég tel ekki
nokkra ástæðu til að ætla að þeir
segi honum upp. Við viljum
útvíkka samninginn og ná betur
inn saltfískinum og það er vissu-
lega mikils virði. En við útilok-
umst ekkert af stærri markaði
þótt við næðum því ekki, vegna
þess að við yrðum áfram með
mjög mikið af okkar fiskafurðum
á Evrópumarkaðnum.
En aðalatriðið er það að þetta
tvennt er algerlega aðskilið, vam-
armál og fríverslun," sagði
Steingrímur Hermannsson.
Yfirlýsingar í ætt við
áramótaskaup
Ólafur Ragnar Grímsson form-
aður Alþýðubandalagsins sagði að
það kæmi æ oftar fyrir að ýmsar
yfírlýsingar ráðherra virtust meira
vera í ætt við áramótaskaup en
alvöru stjómmál. „Það er kannski
í lagi þegar slíkt er gert á heima-
velli. Én hitt er verra þegar yfírlýs-
ingamar eru ætlaðar til útflutn-
ings því slíkar yfírlýsingar og
ræður verða til þess að áhrifamenn
erlendis hætta að taka mark á
íslenskum ráðamönnum.
Samskipti íslands við Evrópu-
bandalagið eru flókið og yfírgrips-
mikið mál sem snerta grundvallar-
hagsmuni íslensks atvinnu- og við-
skiptalífs og með þau mál verður
að fara þannig að bæði sé vandað
mjög til málsmeðferðar og reynt
að tryggja samstöðu hér heima.
Því er mjög hættulegt að tjúka til
útlanda og efna þar til flugelda-
sýninga til þess eins, að því er
virðist, að fullnægja óljósri athygl-
isþörf.
Hugmyndin að bjóða EB að reka
herstöðvar á íslandi er fáránleg
fyrir margra hluta sakir. í fyrsta
lagi felur hún í sér að tengja form-
lega saman viðskiptasamning og
hemaðarumsvif í landinu. í öðra
lagi era nú þegar ríki, bæði innan
og utan hemaðarbandalaga, í EB
og ef bandalagið stækkar á næstu
áram munu bætast í það hlutlaus
ríki Evrópu, þannig að nú bendir
ekkert til þess að bandalagið þrói
sjálfstæð hemaðaramsvif. I þriðja
lagi hafa Evrópuþjóðir, og þó sér-
stakiega Norðmenn, því miður lagt
ríkt kapp á að Bandaríkin væra
með hemaðaramsvif á íslandi og
greiddu bæði kostnaðinn af þeim
og rækju þá starfsemi. Ef ætlun
Jóns Baldvins hefði verið sú að
skapa samningsaðstöðu gagnvart
Evrópuþjóðum með því að blanda
hemaðaramsvifum í landinu inn í
málið, þá gat það eingöngu. verið
á þann hátt að lýsa því yfir að
hann væri allt í einu orðinn því
fylgjandi að reka herinn úr
landinu.
Jafn vanhugsað er að leggja það
til grunvallar að við eigum að
tengja okkur við Norðmenn í við-
ræðum okkar við EB um fiskveiði-
mál. Norðmenn hafa reynst okkur
mjög erfíðir og óþægir samkeppn-
isaðilar í sjávarútvegi. Þeir reka
ríkisstyrktan sjávarútveg en á ís-
landi er efnahagslega burðugur
sjávarútvegur grandvöllurinn að
sjálfstæðri gjaldeyrissköpun þjóð-
arinnar,“ sagði Ólafur Ragnar
Grímsson.
Utan valdsviðs fjár-
málaráðherra
Albert Guðmundsson formaður
Borgaraflokksins sagðist telja það
mjög óheppilegt að ráðherrar komi
svona aftan að hverjum öðram inn
í málaflokka hvers annars. „Ég tel
að Jóni Baldvin beri að þegja um
máiaflokka annara ráðherra og
sérstaklega þegar hann er á krata-
flokkafundum erlendis sem koma
íslenskum málefnum ekki nokkurn
skapaðan hlut við.
Auðvitað geta allir íslendingar
talað um hvað sem þeir vilja hvar
sem er, en þegar menn era í slíkri
ábyrgðarstöðu sem Jón Baldvin
Hannibalsson er, eiga þeir að
halda sig innan ákveðins velsæm-
isramma gagnvart öðram ráð-
herram. Hann hefur því farið út
fyrir sitt valdsvið og ég held að
Jón hafí ekki verið með sjálfum
sér þegar hann sagði þessi orð,“
sagði Albert Guðmundsson.
Alvarlegt að stinga upp á
að versla með landið
Kristín Einarsdóttir fulltrúi
Kvennalistans í utanríkismála-
nefnd sagðist ekki hafa kynnt sér
þetta mál sérstaklega en sér fynd-
ist einkennilegt að fjármálaráð-
herra skuli hafa viðrað svona hug-
myndir um utanríkismál erlendis
án þess að þær hafí verið ræddar
í ríkisstjóminni eða á Alþingi.
„Alvarlegast er þó að hann skuli
stinga upp á því að versla með
landið og auðlindir okkar á þennan
hátt; að hann telji það raunhæfan
möguleika að bjóða Evrópubanda-
laginu að veija landið gegn því
að við fáum eitthvað annað í stað-
inn. Þetta finnst mér ákaflega
furðulega fram settar og einkenni-
legar hugmyndir.
Evrópubandalagið hefur uppi
hugmyndir um að vera einskonar
bandaríki Evrópu sem hafí sam-
eiginlega utanríkisstefnu og vam-
ir. Þessar hugmyndir eru því
sennilega sprottnar af því en mér
finnst sjálfri mjög langt frá því
að við getum gengið í EB, aðal-
lega vegna fískimiðanna, sem era
okkar eina auðlind. Og mér fínnst
það mjög einkennilegur einleikur
hjá fjármálaráðherra ef hann er
að gefa í skyn að við göngum
þangað inn,“ sagði Kristín Einars-
dóttir.
Þurfum að tengjast Evrópu
með ýmsum hætti
Þorsteinn Pálsson forsætisráð-
herra sagði að þetta mál hefði
ekki ekki verið rætt í ríkisstjóm-
inni og raunar hefðu utanríkismál
ekkert verið rædd milli stjómar-
flokkanna síðan línan var lögð í
stjómarsáttmálanum. „Ég get það
eitt sagt um þessar hugmyndir að
ég tel að við þurfum auðvitað að
huga að því að tengjast Evrópu
með ýmsum hætti og tel nauðsyn-
legt að við Norður-Evrópumenn
ræðum meira við Mið-Evrópu-
menn um vamarmál. Á tíma Geirs
Hallgrímssonar kom hingað hol-
lensk flugsveit sem hefur tekið
þátt í starfsemi vamarliðsins,
þannig að ég tel mjög eðlilegt að
þróa betur umræður um vamar-
og öryggismál milli þeirra þjóða
sem búa í Mið-Evrópu og Norður-
Evrópu. Hitt er svo annað að ég
sé ekki í fljótu bragði að það verði
tengt viðskiptasamningum við
Evrópubandalagið og held að það
sé býsna ftarlæg hugsun," sagði
Þorsteinn.
Aðspurður um gagnrýni á að
fjármálaráðherra skuli ræða ut-
anríkismál með þessum hætti
sagði Þorsteinn að fjármálaráð-
herra hefði verið á þessum fundi
sem formaður Alþýðuflokksins og
ekki væri hægt að leggja neinar
hömlur á hann að fjalla þar um
utanríkismál. „Ég held að það
væri full þörf á að taka upp miklu
meiri umræður um utanríkis- og
öryggismál svo ég get ekki á nokk-
um hátt tekið undir slíka gagn-
rýni. Það era ný viðhorf uppi í
þeim efnum og ég tel mjög mikil-
vægt að við höldum uppi vandaðri
umræðu um utanríkismál og látum
ekki stjómast af einhveijum
skyndiupphlaupum því það skiptir
hveija þjóð miklu að fylgja fram
trúverðugri utanríkisstefnu,"
sagði Þorsteinn Pálsson.
Verðkönnun á snyrtivörum:
Tollabreytingar almennt
ekki komnar fram í
lækkun smásöluverðs
SAMKVÆMT tveimur verðkönnunum, sem Verðlagsstofnun
gerði á ýmsum snyrtivörum, kom í ljós að tollabreytingar frá
áramótum eru almennt ekki komnar fram i lækkun smásölu-
verðs. Nokkur vörumerki höfðu þó lækkað verulega. Að sögn
Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra munu þeir innflytjendur, sem
enn hafa ekki lækkað vöru sina í samræmi við tollabreytingarn-
ar, hafa gefið þær skýringar heistar að þeir hafi legið uppi
með miklar vörubirgðir þegar breytingarnar komu til fram-
kvæmda um áramót.
í fréttatilkynningu frá Veð-
lagsstofnun vegna þessara kann-
anna eru nefnd nokkur dæmi um
vörar sem hafa lækkað, en að
sögn verðlagsstjóra mun stofn-
unin ekki hafa tekið sérstaklega
saman skrá um þau vöramerki
og innflytjendur sem enn hafa
ekki lækkað í samræmi við nýju
tollalögin.
Sem dæmi um þær vörar sem
hafa lækkað má nefna að Lan-
come steinpúður hefur lækkað
úr 1.132 krónum í 616 krónur
eða um 45,6%, Max Factor
steinpúður hefur lækkað úr 379
krónum í 228 eða um 39,8% og
Helen Rubenstein steinpúður úr
1.086 krónum í 696 krónur eða
um 35,9%. Af tegundum varalita
sem hafa lækkað má nefna að
Helen Rubenstein hefur lækkað
um 44,5%, Orlane hefur lækkað
um 41,8%, Channel hefúr lækkað
um 40%, Dior um 38,4% og Char-
les of the Ritz um 29,2%.
Augnskuggar frá Helen Ru-
benstein (2 stykki) hafa lækkað
úr 1.443 krónum í 880 krónur
eða um 39% og augnskuggar frá
Dior (5 stykki), hafa lækkað úr
3.165 krónum í 1.953 krónur eða
um 38,3%. Hárlakk frá Studiol-
ine hefur lækkað um 11,4% og
frá Elnett um 8,1%, háfroða frá
Vidal Sassoon hefur lækkað um
8,9% og naglalakk frá Barry M
um 8,6%. Rakspíri frá Van Gils
hefur lækkað úr 1.306 krónum
í 751 krónu eða um 42,5%.
í fréttatilkynningu Verðlags-
stofnunar er tekið sérstaklega
fram að þessi listi sé ekki tæm-
andi yfír þær vörur, sem skrán-
ing Verðlagsstofnunar sýndi
lækkun á og sennilega hefðu
ýmsar snyrtivörar, sem könnun
Verðlagsstofnunar náði ekki til,
lækkað í verði.