Morgunblaðið - 23.02.1988, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 23.02.1988, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Meinatæknir óskast til Rannsóknastofu mjólkuriðnaðar- ins. Laun samkvæmt samkomulagi. Umsóknir sendist til Rannsóknastofu mjólk- uriðnaðarins, pósthólf 5166, 125 Reykjavík. Spennandi starf Óskum að ráða starfskraft 35-50 ára til starfa í Ijósa- og gjafavöruverslun í Kringl- unni. Vinnutími er seinnipartur dags og ann- ar hver laugardagur. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 10. mars merktar: „H - 4683“. Heildverslun óskar eftir góðum starfskrafti í fjölbreytt starf s.s. við skrifstofustörf, skipulagningu og út- keyrslu á léttum vörum. Þarf að geta hafið störf fljótlega. Umsóknir leggist á auglýsingadeild Mbl. merktar: „X - 4682“ fyrir næstu mánaðamót. Lagerstarf Heildsölufyrirtæki í Garðabæ óskar eftir að ráða starfsmann á lager. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsinga- deild Mbl. fyrir 26. febrúar merktar: „Lagerstarf - 4940“. Framkvæmdastjóri Frjálst framtak hefur í hyggju að ráða fram- kvæmdastjóra fyrir byggingasvið sitt. Við- komandi þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 1. Aldur: Æskilegur aldur á bilinu 28-38 ára. 2. Menntun: Viðskiptafræðimenntun eða sambæri- leg menntun æskileg. 3. Starfsreynsla: Viðkomandi þarf að hafa 5-12 ára starfsreynslu í stjórnunarstörfum, en þar er átt við reynslu af skipulagi og stjórnun verkefna, reynslu í fjármálum og markaðsmálum. Þá þarf viðkomandi að eiga auðvelt með að umgangast fólk. Starfið býður upp á eftirfarandi: 1. Þróun: Skipulag og þróun stórs bygginga- svæðis með fjölda af sérfræðingum. 2. Samningar: Samninga við fjölda fyrirtækja í bygg- ingaiðnaði og samstarf við þá. 3. Stjórnun: Stjórnun á mjög stóru verkefni í bygg- ingariðnaði, sem felur í sér fjármála- stjórn, skipulag og framkvæmd á sölu bygginga og samvinnu við sérfræðinga. 4. Samvinnu: Vinnu í fyrirtæki í miklum uppgangi með fjölda af hæfu starfsfólki. Þeir, sem hafa áhuga á að sækja um ofan- greint starf, eru vinsamlegast beðnir um að leggja inn skriflega umsókn, sem tilgreini öll þau atriði, sem til greina geta komið við mat á hæfni umsækjanda. Með allar umsóknir verður farið sem trún- aðarmál og öllum verður svarað. Si? Frjálst framtak Ármúla 18, 108 Reykjavík, sími82300. Mosfellsbær Blaðburðarfólk óskast í Holtahverfi. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 666293. fltaQQmiItfiiMfr Garðabær Óskum að ráða starfskrafta til pökkunar- starfa og fleira, strax. Upplýsingar á staðnum og í síma 54481 milli kl. 17.00 til 19.00 í dag. Grensásbakarí Lingási 11, Garðabæ. Verkstjóri Matvælafyrirtæki óskar eftir að ráða verkstjóra. Starfssvið: Blöndun hráefna. Umsjón með pökkun. Umsjón með birgðum og innkap í samráði við innkaupastjóra. Mannahald. Áríðandi er að viðkomandi geti unnið sjálf- stætt, sé nákvæmur og beri skynbragð á það hreinlæti, sem þarf við matvælafram- leiðslu. Æskilegur aldur 25-45 ára. Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „J - 4685“ fyrir 1. mars nk. Ræstingafólk óskast til að þrífa sameign í verslunarhús- inu, Gerðubergi 1. Einnig óskast húsvörðurtil starfa á sama stað. Upplýsingar gefur Guðjón Pálsson, eftir kl. 19.00, í síma 77772. Framkvæmdastjóri Fyrirtæki í augiýsingaiðnaði óskar eftir kraft- miklum framkvæmdastjóra sem fyrst. Hlut- deild í rekstrinum eða eignaraðild kemur til greina. Fyrirtæk'rð er vel búið tækjum og er í góðu húsnæði og með traust viðskiptasam- bönd. Gott tækifæri fyrir aðila sem vill vinna hjá sjálfum sér og rækta upp fyrirtæki og hefur góð sambönd í viðskiptalífinu. Svar óskast sent auglýsingadeild Mbl. fyrir fimmtudagskvöldið 25. þ.m. merkt: „Auglýsing - 3563“. Bílaverkstæði - mótttaka fólksbíla Viljum ráða áhugasaman mann til afgreiðslu í móttöku fólksbílaverkstæðis. Framtíðarstarf. Viðkomandi þarf að vera lipur og hafa góða framkomu í hvívetna. Almenn þekking á bílum nauðsynleg. Samviskusemi, reglusemi og stundvísi áskilin. Vinnutími frá kl. 07.45-17.30, hálf klst. mat- artími. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar gefur Ásgeir Þorsteinsson, þjón- ustustjóri. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá símaverði. iHlHEKLAHF I Laugavegi 170-172. Sími 695500. Háseta vantar á 200 lesta netabát sem rær frá Grindavík. Upplýsingar í símum 92-68755 og 92-68413. Vísirhf., Grindavík. Hejlsugæslan Álftamýri óskar eftir að ráða starfskraft til ræstinga. Upplýsingar í síma 688550. Blönduós Staða húsvarðar við Félagsheimilið á Blönduósi er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. mars. Upplýsingar gefur formaður rekstrarnefndar, Sturla Þórðarson, í símum 95-4356 og 95-4357. Starfsreynsla 28 ára gamall maður óskar eftir vel launaðri atvinnu í Reykjavík eða úti á landi. Hefur versl- unarpróf og 10 ára starfsreynslu við innflutning og önnur skyld störf. Góð meðmæli. Upplýsingar í síma 72550 eftir kl. 17.00. Offsetprentari Óskum eftir að ráða offsetprentara. Upplýsingar veitir Óðinn Rögnvaldsson í síma 38383. XxKassagerð Reykjavíkur hf. KLEPPSVEGI 33-105 REYKJAVlK - S. 38383 Þroskaþjálfar Við þjálfunarstofnunina Lækjarás eru eftirfar- andi stöður lausar til umsóknar. Umsóknar- frestur er til 5. mars nk. 1. Staða deildarþroskaþjálfa á væntanlegri dagvistardeild fyrir eldri í Blesugróf. Full staða. Verksvið: Umönnun, meðferð og verkstjórn 8 einstaklinga á aldrinum 47-63 ára. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálf- stætt, hafa góða skipulagshæfileika og vera tilbúinn að taka þátt í að móta starf- semina á deildinni. 2. Staða deildarþroskaþjálfa, full staða. Verk- svið: Umsjón, þjálfun og verkstjórn 10 ein- staklinga á aldrinum 26-50 ára. Viðkomandi þarf, auk sjálfstæðra og skipu- legra vinnubragða, að hafa innsýn í meðferð einstaklinga með geðræn vandamál. Báðar þessar stöður veitast frá 15. mars nk. eða eftir nánara samkomulagi. 3. Staða deildarþroskaþjálfa, full staða. Verk- svið: Umsjón, þjálfun og umönnun 4ra fjöl- fatlaðra einstaklinga á aldrinum 29-33 ára. Viðkomandi þarf auk sjálfstæðra og skipulegra vinnubragða að hafa innsýn í sjúkraþjálfun og aðra meðferð mikið fatl- aðra einstaklinga. Staðan veitist frá 15. maí eða eftir nánara samkomulagi. Við bjóðum ykkur: 1. Faglegann stuðning. 2. Aðstoð vegna kostnaðar við barnagæslu. 3. Góða vinnuaðstöðu og góðan anda á vinnustað. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Styrktarfélags vangefinna, Háteigsvegi 6, og á stofnunum félagsins. Nánari upplýsingar veitir forstöðukona í síma 39944.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.