Morgunblaðið - 23.02.1988, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988
41
Pétur Guðjónsson
„Að hafa aðeins einn
þátt verðtryggðan eins
og vextina veldur
heimskulegri uppskrúf-
un á fjármagnskostnaði
sem nú er að setja allt
á hausinn.“
indi, þ.e. að menn geti lifað af
dagíaunum sínum. Væri það gert,
kæmi engum til hugar að bijóta
þessi sjálfsögðu mannréttindi með
launatöxtum langt undir fram-
færsluvísitölu.
í öðru lagi eru allskyns dellu-
kenningar í gangi eins og þessi:
„Ef við hækkum lægstu launin þá
rísa þau upp allan skalann og úr
því skapast mikil verðbólga." Við
í Flokki mannsins höfum bent á
að það eru ekki laun sem orsaka
verðbólgu. Það hefur og komið í
ljós á síðastliðnum árum að verð-
bólgan hefur aukist án þess þó að
launataxtar hafi komið þar nærri.
í þessu þjóðfélagi eru alltof háir
vextir og það er flármagnskostnað-
urinn sem kyndir verðbólgubálið.
Þessari staðreynd höfum við haldið
fram í langan tíma og loks eru
aðrir farnir að taka undir þetta
sjónarmið, jaftivel atvinnufyrir-
tækin eru farin að viðurkenna að
það sé fjármagnskostnaðurinn sem
er að sliga þau.
Síðast en ekki síst er ein ástæð-
an fyrir því að laun eru ekki
hærri, að svokallaðir verkalýðsleið-
togar komast upp með að semja
um laun sem fólk lifir ekki á. Þeir
vita jú að þegar komið er á félags-
fund mæta fáir og þeir geta komið
í gegn næstum hvaða samningi
sem er. Með öðrum orðum ástæðan
fyrir því að laun eru þetta lág er
óvirkni launþega. Þessi óvirkni er
skiljanleg því fólk er ekki þjálfað
í félagsstarfi og enn hefur engin
samstæð hreyfing þeirra, sem vilja
breyta til, myndast.
Lausnir
Hvað er hægt að gera til að
breyta ástandinu? í fýrsta lagi vilj-
um við’í Flokki mannsins að lág-
markslaun taki mið af framfærslu-
vísitölu og séu lögbundin.
En hver ættu lágmarkslaunin
að vera í dag? Við fórum fram á
40.000 kr. í maí sl. Hliðstæð upp-
hæð er líklega nær 50.000 núna?
Skattftjáls og í þjóðfélagi án mat-
arskatts. Þeir atvinnurekendur
sem ekki geta borgað þessi lág-
markslaun eiga að finna sér eitt-
hvað annað að sýsla við en að reka
fyrirtæki. Á sama hátt og þeir
gera ráð fyrir að borga opinber
gjöld, og borga fyrir framleiðslu-
vörur og tæki ættu þeir að gera
ráð fyrir að greiða góð laun. Þetta
á að sjálfsögðu að vera fastur liður
í þeirra áætlun og fyrirtæki sem
ekki getur boðið mannsæmandi
laun hefur ekki rekstrargrundvöll.
Annað sem nauðsjmlegt er að
breyta hér á landi er „þríliðan"
fræga: laun, vextir og verðlag. En
kaupmáttur fólks ræðst að miklu
leyti af því hvemig samspilið er
milli launa, verðlags og ^ármagns-
kostnaðar. Ef einn þáttur af þess-
um er verðtiyggður, eins og vext-
imir eru í dag, er ekki sanngjamt
að kippa hinum þáttunum úr sam-
bandi. Þar sem í dag en ftjáls verð-
lagning er auðvelt að hækka verð-
lag eins og hver vill er hinsvegar
hafa launþegar enga tryggingu.
Annaðhvort á að hafa þetta allt
verðtryggt, vextina, launin og
verðlagið, eða hafa alls enga verð-
tryggingu. Að hafa aðeins einn
þátt verðtryggðan eins og vextina
veldur heimskulegri uppskrúfun á
Qármagnskostnaði sem nú er að
setja allt á hausinn.
Að lokum hvetjum við til að það
verði mikil virkni hjá launþegum.
Ef það gerist ekki, heldur sami
farsinn áfram að endurtaka sig ár
eftir ár, áratug eftir áratug. Því
þetta er ekki í fyrsta skipti sem
við heyrum að bæta eigi hag hinna
lægst launuðu, er það? Góð vísa
er yfirleitt ekki of oft kveðin en
leiðinlegir farsar em hallærislegir
til lengdar.
Höfundur er formaður Flokks
niflnnm'iM.
Pað nálgast stórmál. . . þegar tvö ný
SMÁMÁL
-------------- -
koma upp samtímis. >:
Súkkulaðifrauð
og Dalafrauð.
nmr
AUK/SlA K3d1-580