Morgunblaðið - 23.02.1988, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988
SIEMENS
SIEMENS uppþvottavél
LADY SN 4S20 með Aqua-
Stop vatnsöryggi. Vandvirk
og hljóðlát.
O 5 þvottakerfi.
0 Fjórföld vöm gegn vatnsleka.
0 Övenjulega hljóðlát og spameytin.
Smith og Norland,
Nóatúni 4,
s. 28300.
SPECK
Lensi-, slor-, skolp-,
sjo-, vatns- og
holræsa-dælur.
Útvegum einnig dælu-
sett meö raf-, Bensín-
og Diesel vélum.
SfliaofflaiuigKuiir
dJfeirD©©®ini ©fcD
Vesturgötu 16,
sími 13280
SIEMENS
Siwamat5830þvotta-
vélin frá Siemens
fyrír vandiátt fólk
OFrjálst hitaval.
OÁfangaþeytivinding fyrir allan
þvott, líka ull. Mesti vindu-
hraði 1200 sn./mín.
OSparnaðarkerfi þegar þvegið
er í hálffylltri vól.
OSkyndiþvottakerfi fyrir íþrótta-
föt, gestahandklæöi og annað
sem lítið er búið að nota.
OHagkvæmnihnappur til að
minnka hita og lengja þvotta-
tíma: Sparar rafmagn.
OHægt er að fá þurrkara með
sama útliti til að setja ofan á
vélina.
OAIIar leiðbeiningar á íslensku.
Hjá SIEMENS eru gæði, ending
og fallegt útlit ávallt sett á
oddinn.
Smith og Norland
Nóatúni 4,
s. 28300.
Spurt og svarað Lesendaþjónusta Morgunblaðsins
Nýju húsnæðislánín
HÉR Á eftir fara spurningar
sem lesendur Morgunblaðsins
hafa beint tíl þáttarins Spurt
og svarað um nýju húsnæðisl-
ánin og svðr Húsnæðisstofnun-
ar ríkisins við þeim. Þjónusta
þessi er í því fólgin að lesendur
geta hringt í síma Morgun-
blaðsins, 691100, milli klukkan
10 og 12 virka daga og borið
upp spumingar um nýju hús-
næðislánin. Morgunblaðið leit-
ar svara hjá Húsnæðisstofnun
ríkisins og birtast þau síðan í
þessum þætti.
Neyðarlári
Már spyn
Hvaða reglur gilda um svoköll-
uð neyðarlán til þeirra sem misst
hafa íbúðir eða hús sín á nauðung-
aruppboði?
Svar:
Þeir sem misst hafa íbúðir sínar
á nauðungaruppboði og sækja um
lán úr Byggingarsjóði ríkisins til
bygginga eða kaupa á íbúðar-
húsnæði, geta talist vera að
byggja eða kaupa í fyrsta sinn.
Umsóknir þeirra geta því verið
afgreiddar í forgang. Að sjálf-
sögðu er þetta háð því að umsækj-
andi og maki hafi greitt í lífeyris-
sjóði í 20 mánuði af síðustu 24
mánuðum fyrir umsóknardag, og
að viðkomandi lífeyrissjóðir hafi
gert samning við Húsnæðisstofn-
un um skuldabréfakaup af stofn-
uninni.
íbúðareigendum f greiðsiuerfið-
leikum, sem fullnægja ákveðnum
skilyrðum, standa nú til boða sér-
stök lán úr Byggingarsjóði ríkis-
ins. Þeir sem misst hafa íbúðir
sínar á nauðungaruppboði, og
ekki hafa fest kaup á annarri íbúð,
eru ekki lánshæfir úr þessum
lánafiokki, þar sem það gildir um
öll lán Húsnæðisstofnunar, að þau
eru veitt gegn veði í íbúð viðkom-
andi umsækjanda.
Reglur um lánveitingar Bygg-
ingarsjóðs rfkisins vegna greiðslu-
erfiðleika:
Lánshæfni umsækjenda
íbúðareigendur í greiðsluerfíð-
leikum, sem fullnægja eftirfarandi
skilyrðum, eru lánshæfin
1 .Fjárhagsvandi umsækjanda sé
til kominn vegna fjármögnun-
ar fbúðarhúsnæðis af hóflegri
stærð miðað við §ölskyldu-
stærð hans.
2. Umsækjandi hafi fest kaup á
íbúð, eða íbúð orðið fokheld,
sem sótt er um lán til, eftir
1. janúar 1980 og fyrir 1. sept-
. ember 1986.
3. Umsækjandi eigi ekki fleiri
íbúðir en þá sem sótt er um
lán til.
4. Eignarhluti umsækjanda í íbúð
sé lægri en nemur tvöföldu
hámarksláni úr Byggingar-
sjóði ríkisins til kaupa á not-
aðri íbúð.
Með eignarhluta er hér átt við
brunabótamat íbúðar, eða
áætlað söluvirði ef fyrir liggur
að það er lægra, að frádregn-
um lánum sem stafa af bygg-
ingu eða kaupum íbúðar.
5. Árstekjur umsækjanda 1987
hafi verið undir eftirfarandi
mörkum:
Pjölsk.stærð: Árstekjur ’87 (brúttó)
(krónur)
1. 1.000.000,-
2. 1.250.000,-
3. 1.500.000,-
4. 1.650.000,-
5. 1.750.000,-
Ef um stærri fjölskyldu er að
ræða metur húsnæðismála-
stjóm hvert tilfelli sérstaklega,
svo og ef um er að ræða sér-
þarfir svo sem vegna veikinda.
6. Aðrir lánamöguleikar umsækj-
anda séu fullkannaðir og nýtt-
ir.
7. Fyrir liggi að lán vegna
greiðsluerfiðleika úr Bygging-
arsjóði ríkisins leysi fjárhags-
vanda umsækjanda.
Ef umsækjandi er í hjónabandi
eða óvígðri sambúð, skulu tölulið-
ir 1—7 miðast við báða aðila.
Lánsfjárhæðír, lánskjör
og samráð við aðrar
lánastofnanir
1 Fjárhæðir veittra lána verði allt
að kr. 600.000,- og lánstfmi
allt að 40 ár, afborgunarlaus
fyrstu tvö árin, en lánskjör að
öðru leyti hin sömu og á lánum
úr Byggingarsjóði ríkisins til
byggingar eða kaupa á íbúð.
Lán nemi aldrei hærri Qárhæð
en svo, að lán umsækjanda úr
Byggingarsjóði ríkisins samtals
séu jöfn hámarksláni til kaupa
á notaðri íbúð.
2. Ráðgjafarstöð Húsnæðisstofn-
unar skal meta greiðslugetu og
greiðslubyrði lána umsækjenda
og hafa samráð við aðrar lána-
stofnanir um lenginu lána sem
þar eru fyrir hendi, ef þurfa
þykir.
Tryggingar
1. Veitt lán ásamt áhvílandi lán-
um, uppfærðum, skulu vera innan
við 75% af brunabótamati íbúðar
en innan við 90% af brunabóta-
mati ef íbúð er verkamannabú-
staður.
Ef fyrir liggur að íbúð er ekki
veðhæf skv. ofannefndum mörk-
um, er heimilt að taka veð í við-
komandi íbúð, enda sé baktrygg-
ing jafnframt veitt, annað hvort
í annarri íbúð eða með sjálfsskuld-
arábyrgð þriggja einstaklinga.
Gögn, sem þurfa að
fylgja umsókn
1. Afrít af skattframtölum
síðustu 2ja ára.
2 .Afrít af veðbókarvottorði.
3. Brunabótamat.
4. Afrít af síðustu geiðslukvittun-
um allra lána.
Afgreiðsla til
fórgangshópa
Rósa spyr:
Hvenær get ég átt von á að fá
húsnæðislán? Ég sótti um í júlí
1987. Ég er búin að fá tilkynn-
ingu um lánsrétt og er í forgangs-
hópi.
Svar:
Samkvæmt þeirri áætlun, sem
starfað er eftir í dag, er gert ráð
fyrir að umsækjendur sem sóttu
um lán í júlí 1987 og eru í for-
gangshópi fái fyrri hluta láns um
mitt ár 1989. Tilkynning um það
yrði send viðkomandi einu ári
áður, eða um mitt þetta ár, eins
og lög gera ráð fyrir.
Oldruðum er ekki hlíft
eftir SigTirvin
Einarsson
r
Margar eru þær nefndimar í
þjóðfélagi okkar og sumar þeirra
lítt þekktar. Ein þeirra er svonefnd
daggjaldanefnd. Hún er skipuð
fímm mönnum og þ.á m. fulltrúum
tveggja ráðherra. Hún ákveður
hversu háan dvalarkostnað vist-
fólk á elliheimilum greiðir á hveij-
um mánuði. Og svo er að sjá að
hún óttist að of mikil auraráð
þessa gamla fólks séu því óholl
líkamlega eða andlega.
Þegar við gömlu hjónin fluttum
inn á elliheimilið Seljahlíð í Breið-
holti í júní 1986 þótti okkur dvalar-
kostnaðurinn ískyggilega hár.
Hann reyndist 57.288 krónur á
mánuði fyrir okkur hjónin, en
þetta var þá sýnu meira en tvö-
föld mánaðarlaun margra lág-
launamanna. Ég var þó áhyggju-
laus um afkomuna því að ég átti
rétt á lífeyri úr tveimur góðum
lífeyrissjóðum, þ.e. lífeyrissjóði al-
þingismanna og lífeyrissjóði
starfsmanna ríkisins. Þetta hefir
gengið eftir þannig að lífeyris-
greiðslur beggja sjóðanna hafa að
jafnaði dugað fyrr dvalarkostnaði
okkar hjóna auk þess sem ellilaun
voru óskert.
En dvalarkostnaðurinn dafnaði
vel í höndum daggjaldanefndar. Á
nítján mánuðum hefir mánaðar-
reikningurinn okkar hækkað um
28.062 krónur og er orðinn í jan-
úar 1988 85.350 krónur. Að sjálf-
sögðu gegnir öðru máli um dvalar-
kostnað einstaklinga. Þeir greiða
helming þess, er hjón greiða. En
með nýja árinu kom til sögunnar
staðgreiðsluskatturinn, sem sneri
dæminu við.
Á Alþingi sitja konur, sem sýnt
hafa skilning og umhyggju í garð
þeirra, sem höllum fæti standa.
Hafa Qármál aldraðra á elliheimil-
um farið framhjá þeim? Það er
mjög iíklegt að svo sé, enda er
gamalt fólk lítið fyrir að kvarta
opinberlega, en einhver verður að
gera það þegar lítið hóf er á hlut-
unum.
Höfundur er fyrrverandi alþingis-
maður.
Sigurvin Einarsson