Morgunblaðið - 11.03.1988, Síða 42

Morgunblaðið - 11.03.1988, Síða 42
þ42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1988 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri spekingur! Ég er fædd á Akureyri 28.6. 1963 um kl. 15. Getur þú frætt mig eitt- hvað um t.d. persónuleika minn og hvaða merki eiga best við mig.“ Svar: Þú hefur Sól í Krabba, Tungl í Rísandi merki í Vog, Merkúr og Venus í Tvíbura, Mars í Meyju og Ljón á Miðhimni. Heildarmyndin Sú heildarmynd sem ég fæ þegar ég horfi á stjömukort þitt er að þú sért tilfinninga- rík og ljúf persóna og jafn- framt félagslynd, tillitssöm og vingjamleg. Tilfinningarík Það að hafa Sól í Krabba táknar að grunneðli þitt er í Krabbamerkinu. Það þýðir að þú ert tilfinningamanneskja, hefur sterkt ímyndunarafl, ert næm og finnur til með fólki. I grunneðli þínu ert þú síðan varkár. Það að Sólin er , f 9. húsi táknar hins vegar að þú fínnur sjálfa þig í gegn- um æðri menntun eða erlend lönd. Það þýðir að þú ert for- vitnari en gengur og gerist með Krabbann, að þú ert leit- andi og leggur ekki jafn mikla áherslu á öryggi og Krabbar almennt. Ljúf Það að þú hefur Tungl í Vog táknar að þú hefur ljúfar og mjúkar tilfinningar, ert fé- lagslynd, kurteis og jákvæð í lund. Þú vilt samvinnu en ekki deilur eða samkeppni. Daglegt umhverfi þitt þarf að vera fallegt. Málgefm Merkúr og Venus í Tvíbura táknar að þú ert opin í hugs- un og vingjamleg gagnvart fólki. Þú ert einnig forvitin og vilt pæla f mörgu og kynn- ast ólikum mönnum og mál- efnum. Það að Merkúr og Venus eru f samstöðu táknar að þú leggur áherslu á fágun í tali. Eitt helsta vandamál þitt tengt þessari stöðu er eirðarleysi, að þú ferð stund- um úr einu í annað. Ólík Krabbanum Þessi tvö merki, Vog og Tvíburi, eru ólík Krabbanum. Það táknar að þú getur sveifl- ast á milli tilfinningasemi og skynsemishyggju, að stund- um verða tilfinningar ofan á en stundum „köld“ skynsemi. Dugleg Mars í Meyju táknar síðan að þú ert dugleg i vinnu, ná- kvæm, jarðbundin og sam- viskusöm. Tungumál Meðal hæfileika þinna má nefna tungumál og fjölmiðlun (Tvíburi), listir og félagsstörf (Vog, Ljón, Merkúr/Venus). Þú ættir að geta notið þín í ferðamálum, tekið á móti fólki af hlýju, einlægni og jákvæðum huga. Égtel einnig að flest nám liggi fyrir þér, svo fremi sem þú yfirvinnur ákveðið eirðarleysi. Þín svið ættu samt sem áður að liggja í mannlega geiranum, í því að vinna með fólki. Hress og jarÖbundin Algengt er að laðast að fólki sem er í hinum merkjum manns. Það ætti þá að vera Tvíburi/Vog hjá þér. Júpíter er í Hrút í hjónabandshúsi þínu og getur það gefið til kynna Bogmann, mann af ólíkum uppruna, eða fyrst og fremst hressan og jákvæðan persónuleika. En þar sem þú ert Krabbi með Mars í Meyju þarf viðkomandi einnig að vera jarðbundin og skynsam- ur. GARPUR A/A/ E<5 AÐDR'ATTARSU/eÐ- JNU—, GRETTIR DYRAGLENS LJOSKA FERDINAND SMAFOLK ''WHATPIP WEEN/ER POTO HURT VOU?" „Kæri höfundur" „Við höfum móttekið nýj- „Af hverju sendir þú það „Hvenær höfum við sært asta handrit þitt“ til okkar?“ þig’?“ BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Nýlega kom út í Bandaríkjun- um 200 blaðsíðna bók um útspil eftir Jeff Rubens, aðstoðarrit- stjóra „The Bridge World", og Lawrence Rosler. Bókin heitir einfaldlega „Journalist útspil", en þeir félagar kynntu þau fyrst árið 1964. Flestirtengja hugtak- ið Joumalist-útspil við grand- samninga. f stað þess að koma út með ijórða hæsta spila menn út því lægra spili, sem liturinn er sterkari. Ennfremur er reglan um að tían lofi gosanum og öðru háspili frá þeim komin. Svo og sú venja að spila 3. og 5. spilinu frá langlit í trompsamningi, sem heita má almenn regla hjá reyndari spilurum nú til dags. Hér er spil, sem höfundamir nota sem dæmi um ágæti þeirr- ar aðferðar: Norður gefur; NS á hættu Norður ♦ D108 ♦ KD98 ♦ G8 ♦ KD84 Vestur Austur ♦ K43 ♦e ¥4 | ¥8532 ♦ 10532 ♦ D974 ♦ G9732 ♦Á1065 Suður ♦ ÁG9752 ¥ ÁG107 ♦ ÁK6 ♦ - Vestur Norður Austur Suður — 1 lauf Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass 5 tíglar Pass 5 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Laufútspilið virðist nokkuð eðlilegt eftir þessar sagnir. Sam- kvæmt hinni gömlu ensku hefð að spila ætíð fjórða hæsta frá langlit, ætti vestur að koma út með þristinn. Sem setur austur í vanda ef sagnhafi lætur lítið úr borðinu, því suður gæti átt tvistinn. Spili menn 3. og 5. er hins vegar sannað mál að tvisturinn er frá fimmlit. Austur veit því að suður á ekkert lauf og getur látið tíuna ef sagnhafi leggur fyrir hann áðumefnda gildru. Hann getur líka dúkkað af öryggi ef sagnhafi stingur upp háspili í borðinu!! Og það er reyndar eina leiðin til að bana spilinu. Sagnhafi kemur annað hvort til með að missa vald á laufinu eða gefa austri stungu í spaða! SKAK Umsjón Margeir Pétursson Danski alþjóðlegi meistarinn Bjarke Kristensen kom mjög á óvart á mótinu í Saint John í Kanada um daginn. Þótt hann hefði aðeins 2300 stig fyrir mótið náði hann áfanga að stórmeistara- titli. Þessi staða kom upp í skák hans í síðustu umferð. Bjarke hefur hvítt og á leik gegn ísra- elska stórmeistaranum Griinfeld. 31. Hxg7! (Þetta er að sjálfsögi miklu sterkara en 31. Bxe5? He8) Hxg7, 32. Dxe5 - He8, 3 Re6 - Df7, 34. Dxg7+ - Dxg 35. Rxg7 - He4, 36. Re8+ < svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.