Morgunblaðið - 15.03.1988, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.03.1988, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 VEÐUR Áburðarverksmiðjan í Gufunesi: Sekkjunarstöðin, sem lokið var við í janúar sl. er nýjasti hluti verk- smiðjunnar. Áður unnu 28 manns við sekkjun en nú eru starfsmenn 5, enda er nýja stöðin að mestu sjálfvirk. Of mikið gert úr áhættu af notkun gamla geymisins - segir Hákon Björnsson „AÐ okkar dómi eru þessar dramatísku iýsingar á mikill hættu við áframhaldandi notkun gamla ammoníaksgeymisins stórlega ýktar enda er ekki vitað til að slys hafi orðið af völdum samskonar geyma annars staðar. Við teljum því að óskir borgaryfirvalda um að við hættum að nota hann svona fyrirvaralaust séu ekki byggðar á réttum forsend- um,“ sagði Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Áburðarverksmiðjunn- ar í Gufunesi, er hann var inntur álits á þeim umræðum sem orðið hafa að undanförnu um geymslu ammoníaks á vinnusvæði Áburðar- verskmiðjunnar í Gufunesi. Forsaga málsins er sú, að í janúar 1986 gaf Vinnueftirlit ríkisins út skýrslu sem nefnd var „Hættumat vegna ammoníaksgeymis Áburðar- verksmiðju ríkisins í Gufunesi". Nið- óhappi voru hins vegar taldar mjög litlar. í framhaldi af þessari skýrslu skipaði þáverandi félagsmálaráð- herra starfshóp í febrúar 1986, til að gera tillögur um úrbætur vegna urstaða skýrslunnar var í stuttu /hugsanlegrar hættu af geymslu máli sú, að kæmi mikill og skyndileg- ur leki að kúlugeymi verksmiðjunnar fullum, gæti það haft alvarlegar af- leiðingar fyrir stóran hluta Reykjavíkursvæðisins vegna amm- oníaksmengunar. Líkur á slíku ammoníaks undir þrýstingi á verk- smiðjusvæðinu í Gufunesi. Niður- staða starfshópsins var í stuttu máli sú að hætta gæti einkum stafað af utanaðkomandi atburðum, svo sem náttúruhamförum, flugslysi eðajafn- Morgu nblaðið/S verrir Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi. í baksýn er ammoníakskúl- an umdeilda. vel skemmdarverki. Hvað varðar náttúruhamfarir var það einkum jarðskjálfti sem hætta gæti stafað af og í framhaldi af því var skjálfta- þol kúlunnar kannað af Verkfræði- stofnun Háskólans. Niðurstaða þeirr- ar könnunar var sú að styrkja þyrfti burðarvirki kúlunnar nokkuð til að þola hugsanlega stærstu skjálfta, þótt líkur á slíkum skjálfta væru mjög litlar. Auk þess var lagt til að gerðar yrðu ýmsar breytingar á geyminum, svo sem með kælingu innihaldsins og einangrun auk ann- arra öryggisráðstafanna. Hákon sagði að starfshópurinn hefði gert tillögur um ákveðnar breytingar á gamla geyminum en að lokinni nánari athugun, þar sem í ljós kom að bygging nýs kælds geym- is myndi verð hagkvæmari og heppi- legri samþykkti stjóm verksmiðjunn- ar í byijun febrúar síðastliðinn að ráðast í þær framkvæmdir. „Þegar að því kom að fá sam- þykki borgarráðs fyrir byggingar- leyfi á nýjum geymi fór hins vegar að bera á þessum umræðum um mikla áhættu vegna áframhaldandi notkunar gamla geymisins," sagði Hákon. „í framhaldi af þessu fóru fjölmiðlar að láta málið til sín taka „Okkar skoðun er því sú að hættan á áframhaldandi notkun gamla geymisins sé ekki svo • mikil sem menn hafa viljað vera láta og að ekki sé ástæða til að tjúka upp til handa og fóta og hætta að nota hann á meðan sá nýi er í byggingu, ekki síst ef tekið er tilliti til þess tekjutaps sem það hefði í för með sér fyrir verksmiðjuna," sagði Há- kon. Hann sagði að þrátt fyrir sam- drátt í sölu á áburði á árinu 1987 hefði afkoma aburðarverksmiðjunar verið góð. Samkvæmt uppgjöri sem nú lægi fyrir hefði orðið tekjuafgang- ur af rekstrinum á árinu 1987 upp á 30,5 milljónir króna. Á untianföm- um árum hefði verið leitast við að draga úr rekstrarkostnaði og halda fjárfestingum í lágmarki. Jafnframt hefði verið lögð áhersla á að lækka ÍDAGkl. 12.00: Heimild: Veðursiofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR Í DAG, 1S.3. 88 YFIRLIT í gœr: Búist er við stormi á suðvesturdjúpi. Um 1000 km suðvestur af Reykjanesi er víðáttumikil 970 mb laegö sem hreyfist austur. Yfir Noröaustur-Grænlandi er 1025 mb hæð. SPÁ: Norðaustanátt með éljum norðan til en úrkomulaust sunnan til. Frost víðast 5—10° VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Norðan- og norðaustanátt og víða um eða yfir 10° frost. Él norðanlands en úrkomulaust sunnan til. HORFUR Á FIMMTUDAG: Syðst á landinu lítur út fyrir vaxandi austanátt með snjókomu og vægu frosti en fyrir norðan verður áfram norðan- og norðaustanátt og kalt með éljum einkum í út- sveitum. Heiðskírt TAKN: o Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y. Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / # \ / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius V Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hiti +10 1 veóur snjókoma alskýjað Bergen 0 skýjað Helsinki +2 snjókoma Jan Mayen •f-9 skýjað Kaupmannah. 0 snjókoma Narssarssuaq 2 léttskýjað Nuuk +7 léttskýjað Osló 0 léttskýjað Stokkhólmur +1 léttskýjað Þórshöfn 2 skýjað Algarve 18 léttskýjað Amsterdam B skýjað Aþena vantar Barcelona 13 hálfskýjað Berlín 3 hálfskýjað Chicago +6 snjóél Feneyjar 11 þokumóða Frankfurt 3 rigning Glasgow 3 reykur Hamborg 1 snjóél Las Palmas 22 þokumóða London 6 súld Los Angeles 10 heiðskírt Lúxemborg 6 rigning Madrid 16 léttskýjað Malaga 20 hálfskýjað Mallorca 13 þokumóða Montreal +4 snjókoma New York 3 alskýjað París 9 alskýjað Róm 14 slcýjað Vfn 1 slydda Washington 2 alskýjað Winnipeg +17 léttskýjað Valencia 14 mistur og þá fóru að koma ýmsar yfirlýsing- ar frá borgarstjóra, annars vegar um geymslu á ammoníaki og hins vegar um ýmsa aðra þætti í rekstri Áburð- arverksmiðjunnar. Okkur finnst því að við séum komnir í eins konar áróð- ursstríð við borgarstjóra. Sú skoðun hefur komið upp í borgarráði, að með -hliðsjón af skýrslu starfshóps félagsmálaráðherra um áhættu af notkun gamla geymisins, sé ástæða til að óska eftir að við hættum að nota hann. Okkur finnst hins vegar að í þessum málflutningi sé lögð of mikil áhersla á þessa dramatísku hættulýsingu, en ekki haft nógu mikil hliðsjón af þeim forsendum, sem liggja að baki. Geymirinn hefur verið í notkun hér síðan 1964 og samskonar geymar hafa verið notað- ir víða um heim og við vitum ekki til að neins staðar hafi hlotist óhapp af. Í forsendum skýrslunnar er gert ráð fyrir mjög sérstæðum kringum- stæðum til að slys geti hlotist af geyminum. Það er þá helst mjög stór jarðslqálfti, stærri en vitað er til að hér hafi orðið síðan ísland byggðist." Hákon sagði að verksmiðjan fram- leiddi sjálf um 9.500 tonn af ammon- íaki á ári og flytti inn á milli 2.000 og 2.500 tonn. Ef hætt yrði notkun gamla geymisins myndi það þýða um 17% samdrátt í framleiðslu á tilbún- um áburði, sem samsvaraði afkomu- rýmun sem næmi 35 til 40 milljónum króna á. ári. Gert væri ráð fyrir að bygging nýs geymis tæki 14 til 18 mánuði og því mætti gera ráð fyrir 55 til 60 milljón króna verri afkomu en ella hjá verksmiðjunni á meðan á byggingu nýja geymisins stæði. skuldir fyrirtækisins. í árslok 1987 voru skludir tæplega 492 milljónir króna og höfðu þá verið greiddar niður um 148 milljónir króna frá því í árslok 1986. Aðspurður um þá samþykkt borg- arráðs að beina þeim tilmælum til ríkisstjómarinnar að skipuð verði nefnd til að gera allsheijarúttekt á þjóðhagslegri hagkvæmni Áburðar- verksmiðjunnar sagði Hákon meðal annars: „Við viljum gjaman að slík úttekt fari fram því að okkur finnst að í þesari umfjöllun hafi borgarstjóri slegið um sig með ýmsum fullyrðing- pm þess efnis að verksmiðjan sé óhagkvæm og að hún sé baggi á þjóðinni. Því hefur líka verið haidið fram að hún sé ljót og-tæknilega úrelt. Við viljum hins vegar halda hinu gagnstæða fram og höfum því ekkert á móti slíkri úttekt, svo að hið sanna geti þá komið í ljós. Hér vinna nú 148 manns og það þurfa því að vera mjög sterk rök fyrir því að leggja verksmiðjuna niður.“ Hákon sagði að hugmyndir um að flytja verksmiðjuna á ánnan stað væri ekki raunhæf að sínu mati. Það yrði kannsi hægt að flytja einstaka vélarhluta, en byggingar og hafnar- aðstaða yrði ekki flutt. _ Aðrir starfsmenn Áburðarverk- smiðjunnar, sem Morgunblaðið ræddi við, vom á einu máli um að í umræð- unni að undanfömu hefði verið gert of mikið úr hættunni af notkun gamla geymisins, þótt vissulega væri ástæða til að fagna því aukna ör- yggi, sem hlytist af byggingu nýs geymis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.