Morgunblaðið - 15.03.1988, Síða 16

Morgunblaðið - 15.03.1988, Síða 16
16 MORG UNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 Rætt við Búnaðarþingsfulltrúa: Menn vilja standa vörð um Búnaðarfélag Islands - segir Hjörtur E. Þórarinsson formaður Á nýafstöðnu Búnaðarþingi voru tekin fyrir 34 mál og þau afgreidd með 29 ályktunum. Oft hafa fleiri mál verið lögð fram á Búnaðarþingum, en þingið var með stysta móti að þessu sinni. Morgunblaðið ræddi við formann Búnaðarfélags Islands og for- menn fjögurra nefnda í lok þingsins. Þeir voru sammála um að umfangsmesta málið á þinginu hafi verið áfangaskýrsla nefndar sem Iandbúnaðarráðherra skipaði og fjallaði um skipan land- búnaðarþjónustu. Skýrslan tengist öllum þáttum landbúnaðar „Merkilegasta málið sem við fjöliuðum um á þessu þingi var áfangaskýrsla nefndar sem land- búnaðarráðherra skipaði til að §alla um leiðbeiningarþjónusta og fyrirkomulag á henni, en alls- heijamefndin fjallaði um faglegu hlið þessarar skýrslu," sagði Egill Bjamason ráðunautur á Sauðár- króki, en hann er formaður alls- heijamefndar. Egill sagði að skýrslan tengdist nánast öllum þáttum landbúnað- arins með einhveijum hætti. Hún fjalláði um leiðbeiningastarfsem- ina og fræðsluna og hvernig byggja á upp félagslega kerfið. Þá gæfi hún mjög gott yfírlit yfir stöðuna eins og hún er og færðar eru út hugmyndir í ýmsum mála- flokkum. Niðurstaðan hefði orðið sú að Búnaðarþing lagði til að ráðherra feli þessari nefnda að útfæra fullmótaðar tillögur í nokkuð mörgum efnisþáttum þannig að endanlegar tillögur liggi fyrir næsta Búnaðarþingi. Allsheijamefndin fjallaði einnig um tölvutækni í leiðbeiningaþjón- ustu og þjónustu búnaðarsam- bandanna. Tækjakostur hefur ver- ið byggður upp hjá búnaðarsam- böndunum og samræmd forrit notuð. Taldi Egill að hæst bæri svokallað bændabókhald sem ver- ið er að reyna að koma á sem víðast. Þá væri hugmyndir um að koma upp víðtækri gagnasöfnum svo hægt væri að vinna raun- hæfar áætlanir og bæta þannig reksturinn til dæmis með hag- kvæmari framleiðslu í hefðbundn- um greinum. Auk þess væri knýj- andi nauðsyn að hafa nýjar grein- ar inni í þessu, svo sem fiskeldi, ferðamannaþjónustu og fleira. Með því væri hægt að hafa glöggt yfirlit yfír reksturinn og hægt að sjá hvemig þessar nýju greinar þróast. „Málefni loðdýraræktarinnar hafa verið mikið til umfjöllunar hér,“ sagði Egill. „Ýtarlegar ábendingar voru gerðar um hverm ig hægt væri að standa að því að leysa þau. Vandi refabænda stafar meðal annars af því að mikið verðfall var á skinnum og þessi lægð hef- ur staðið óvenju lengi. Meginmálið er þó að hægt sé að framleiða fóðrið með hóflegum tilkostnaði og að minkaræktin st'andi sig vel og skili sæmilegri afkomu. Refabændur em færri og'það væri kannski tiltölulega auðvelt og ekki svo fjárfrekt að leysa fjár- mál loðdýraræktarinnar ef Fram- leiðnisjóður hefði sinnt þeim verk- efnum sem honum er fyrst og fremst ætlað, þ.e. að styðja upp- byggingu þessara nýju greina. Miklar umræður fóm fram og mikil vinna var lögð í að skoða ijármál félagsins og möguleika á að halda starfsemi þess í svipuðu horfí. Við stöndum frammi fyrir því að fjárveitingar til félagsins hafa verið minnkaðar. Það er gert fyrirvaralaust og skapar því ekki möguleika að aðlaga sig að þessu. Allsheijamefnd mun fara ofan í þessi mál og gera fullmótaðar til- lögur um hvernig fjármálahliðin á þessu verður leyst fyrir næsta Búnaðarþing," sagði Egill Bjama- son. Breyttar áherslur á þessu þingri Sveinn Jónsson frá Kálfsskinni í Eyjafirði er formaður fjárhags- neftidar Búnaðarþings. Hann sagði að áherslur hafi verið nokk- uð breyttar á þessu þingi. Aðalá- herslan var lögð á að vinna sem bestan sáttmála við ríkisvaldið um íjárveitingar til stjómunar land- ■ búnaðar og þeirra þátta sem til- heyra framkvæmd laga. I annan stað var lögð áhersla á að leita eftir tekjustofni þar sem bændur stæðu sjálfir undir félagslegum málum stéttarinnar. „Við höfum á þessu þingi eins og alltaf áður haft til umsagnar margskonar frumvörp,“ sagði Sveinn Jónsson. „En það sem ber hæst á þessu Búnaðarþingi er óneitanlega endurskoðun á leið- beiningarstarfsemi og félagsskip- an bændastéttarinnar fyrir utan uppstokkun í fjármálum félags- skaparins í heild sinni. Annars vegar hvað áhrærir félagslega þáttinn í starfinu og hins vegar hvað varðar framkvæmd laga sem okkur er falið að annast og ríkið hefur kostað. Það er erfitt að segja hver ár- angur þessa þings er. Við getum ekki metið hann í þinglok. Arang- urinn sést þegar ljóst er hvemig _til hefur tekist að þoka málum í þá átt, að það starf sem þinginu er ætlað að vinna samkvæmt lög- um frá Alþingi verður kannski virt. Oft hafur misskilnings gætt í sambandi við þetta. Sumir telja að fjármunir séu lagðir fram til félagslegra þátta stéttarinnar, en þar er eingöngu um að ræða að verið er að vinna samkvæmt ákvæði lagasetninga. Um störf Búnaðarþings sagði Sveinn að vissulega þyrfti að líta til fleiri þátta nú en áður vegna nýrra búgreina. Þetta kæmi einn- ig fram í leiðbeiningarþjón- ustunni, en þar væri geysilegur munur á áhersluatriðum. „Auðvitað verður að reyna að bregðast sem skynsamlegast við vanda nýbúgreinanna. Það er ekki endalaust hægt að fjármagna það sem illa gengur. Þess vegna er nauðsynlegt að skoða hvers vegna vandinn er og reyna að fínna lausn á honum." Nauðsynlegt að styrkja ræktun nytjaskóga Bjami Guðráðsson í Nesi í Borgarfírði er formaður jarðrækt- amefndar. Nefndin íjallar um mál sem tengjast jarðræktarlögunum og allri ræktun í landinu. Sagði Bjami að helsta mál nefndarinnar að þessu sinni hefði verið sá niður- skurður sem orðið hefur á fram- lögum til jarðræktar á þessu ári, en við fjárlagagerð á síðasta Hjörtur E. Þórarinsson. 0 . v, Morgunblaðið/ól.K.M. Sveinn Jonsson. hausti var ákveðið að greiða ekki nema hluta af framlögum til jarð- ræktar á þessu ári og geyma ákveðinn hluta þeirra til næsta árs. Bjarni sagði að þetta kæmi mjög niður á þeim sem lagt hafa í kostnað við framkvæmdir út á þessi- framlög. Verst kæmi það niður á þeim sem hafa verið að beijast í því að byggja vegna loð- dýraræktar. „Loðdýrabændur fá framlag samkvæmt jarðræktarlögunum til nýbygginga. Fj'árþörfin vegna þessa málaflokks varð meiri en menn bjuggust við, því lokið var við fleiri framkvæmdir í þeirri góðu tíð sem var í nóvember og desember á síðasta ári. Sagði Bjarni að stjóm Búnaðarfélags íslands hafi verið falið að vinna að því með einhveijum hætti að leyst verði úr þessum vanda. Nefndin fjallaði einnig um skógræktarmál. Hún fékk meðal annars til umsagnar þingsálykt- unartillögu um skógrækt á Fljóts- dalshéraði. „Fyrir þremur árum var sett löggjöf um nytjaskóga á bújörð- um, sem reyndist það flókin og erfíð í framkvæmd að hún hefur ekki orðið bændum hvati til að hefja skógrækt. Auk þess hefur ekki verið veitt nægilegt fé til að hrinda þess af stað. Skógrækt til nytja er langtímamarkmið sem þjóðfélagið verður að styrkja veru- lega því arðurinn kemur ekki fyrr en eftir þijátíu til fjörtíu ár. Við rædddum mikið um kart- öflumálin. Tvö síðustu ár vom góð kartöfluár og allt of mikið til af kartöflum í landinu. Við viljum að það sé tekið fyrir innflutning á kartöflum á sama tíma. Þessi umræða um frönsku kartöflunar fínnst okkur vera fráleit. Við ályktuðum um innflutninginn og Egill Bjarnason. Bjarni Guðráðsson. leggjumst gegn honum. Þá telur nefndin óhjákvæmilegt að taka upp einhveija stýringu á fram- leiðsluna. Nýlega var settur sölu- skattur á kartöflur og við lítum á að það sé nauðsynlegt að endur'- greiða þennan söluskatt eða greiða kartöflurnar niður til neyt- enda.“ Bjami taldi að á þessu þingi hefði borið hæst umræður um áfangaskýrsluna um skipulag leiðbeiningar- og ráðunautaþjón ustu. „Um skýrsluna urðu nokkrar umræður og skiljanlega vom ekki allir á eitt sáttir. Þeirri umræðu er engan vegin lokið og Búnaðar- þing afgreiðir málið með því að halda málinu áfram eftir þeirri leið sem fetuð er í skýrslunni. Ég tel að leiðbeiningarþjónust- an eigi að vera undir einum hatti og það er eðlilegast að það séu heildarsamtök bænda. Ég held að það verði ekki til bóta og veiki stéttina að dreifa leiðbeiningar- þjónustunni í búgreinafélögin eins og tillögur hafa komið fram um.“ Grundvöllur refabúskapar brostinn Magnús Sigurðsson á Gils- bakka í Borgarfírði er formaður búfjárræktamefndar. Hann sagði að nefndin hefði oft fjallað um fleiri mál en nú, en að þessu sinni fjallað hún aðallega um málefni loðdýraræktarinnar. „Við ræddum að þessu sinni aðallega efnahagsleg vandamál loðdýrabænda, sem em rnikil," sagði Magnús. „Það má segja að grundvöllur refabúskaparins sé brostinn. Bæði vegna þess að af- urðaverðið er lágt og einnig vegna þess að fóðrið er allt of dýrt. Við lítum þannig á að sumir bændur hafí verið ginntir út í þennan bú- skap og að við skuldum þeim ein- hveija fyrirgreiðslu þess vegna. Auk þess er byggð víða í stór- hættu ef þeir sem em orðnir gjald- þrota gefast upp. Við leggjum til að verð á fóðri verði lækkað til dæmis með hlut- afjárframlögum Byggðasjóðs í fóðurstöðvarnar og fleiri aðgerð- um. Nú er að mestu leyti búið að meta fjárhag hvers bónda fyrir sig og reynt verður að hjálpa þeim sem hægt er að fleyta yfír þetta.“ Búfjárræktamefndin fjallaði einnig pm innflutning kynbóta- dýra, aðallega minka. Sagði Magnús brýna þörf vera á því, sérstaklega þar sem minkarækt hefði aukist mjög mikið. Brýnt væri að koma í veg fyrir að sjúk- dómar bæmst aftur til landsins með kynbótadýmm. Ef það tækist væri möguleiki á að eftirspurn yrði eftir dýmm héðan til útflutn- ings. Búfjárræktarnefndin ræddi um hættuna af riðuveiki á svokölluð- um jaðarsvæðum. Sagði Magnús að menn gerðu sér vonir um að halda riðuveikinni niðri með því að skera alltaf niður hvar sem kemur ný sýkt hjörð og væri eftir- litið á nágrannasvæðinu mjög mikilvægt. Magnús Sigurðsson. Magnús sagði að vegna þess hve reglur em stífar um hve mik- ið mætti leggja inn í sláturhús væri sú hætta fyrir hendi að menn freistuðust til að skjóta rollurnar niður í gröf í stað þess að borga flutning á þeim í sláturhúsið og síðan sláturkostnað. En til þess að hafa eftirlit með sýkingunni verður að senda heilasýni úr full- orðnu fé. Var rætt um að skylda bændur til að senda hausa til skoðunar. Magnús sagði að mörg merki- leg mál hefðu verið til umræðu á þessu Búnaðarþingi. Mætti þar nefna áfangaskýrsluna um leið- beiningarþjónustuna og eins fjár- mál bændasamtakanna. „Þessi peninganiðurskurður er mikið vandamál. Við emm fullt af starfsfólki sem við megum ekki og getum ekki misst. Þetta er félagsskapur sem vinnur viss verkefni fyrir ríkið, en ekki stofn- un. Bændur þurfa sjálfír að standa undir félagslegu hliðinni en það er eðlilegt að ríkið greiði kostnað vegna þeirra mála sem það vísar til þingsins." Búnaðarfélagið lagi sig að breyttum tímum „Á þessu Búnaðarþingi var mikið rætt um leiðbeiningarþjón- ustu í landbúnaði og starfsemi Búnaðarfélags íslands á því sviði. Segja má að þessi starfsemi sé aðalverkefni Búnaðarfélagsins og réttlæting tilvem þess,“ sagði Hjörtur E. Þórarinsson frá Tjörn í Svarfaðardal, formaður Búnað- arfélags Islands. „Gagnrýnisraddir hafa heyrst um að Búnaðarfélag íslands sé ekki nógu opið fyrir nýjungum og að það hafí ekki breytt sér í sam- ræmi við þær miklu nýjungar sem orðið hafa í landbúnaðinum í sam-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.