Morgunblaðið - 15.03.1988, Side 27

Morgunblaðið - 15.03.1988, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 27 Morgunblaðið/Sverrir Snorri Orn Snorrason og Sverrir Guðjónsson sem flytja munu lög frá endurreisnartimanum á Háskólatónleikum á morgun í Norræna húsinu. Háskólatónleikar í Norræna húsinu ATTUNDU Háskólatónleikar á vormisseri verða haldnir í Nor- ræna húsinu miðvikudaginn 16. mars kl. 12.30-13.00. Á tónleikunum munu Sverrir Guðjónsson kontra-tenór og Snorri Öm Snorrason lútuleikari flytja ensk, spönsk, þýsk og ítölsk lög frá endurreisnartímabilinu. Á efnis- skránni eru einnig þijú íslensk þjóð- lög. (Fréttatilkynning) Helgi Hálfdanarson: Lítið hús við litla Ijöm Fyrir nokkru hafði ég orð á því, að ég teldi tjamhúsmálið svo- kallaða með öllu tapað. En seint skyldi örvænt; og viti menn! nú glæðist von að nýju. Nú er sem sé hugsanlegt, að borgarstjórinn okkar falli frá þeirri frægu skoðun sinni að fylgi Reykvíkinga við Bakkabæ standi í öfugu hlutfalli við niðurstöður skoðanakannana, og muni hann þá fremur láta til leiðast að efna til almennrar leynilegrar at- kvæðagreiðslu. Því könnun sú, sem Skáís hefur nýverið gert, bendir til þess, að hugmyndinni um ráðhús í Tjöm hafl aukizt fýlgi um skeið, og það svo, að Bakkabændur mættu við una. Bomar hafa verið brigður á niðurstöður Skáíss vegna óheppi- legra vinnubragða. En ekki sé ég ástæðu til þess. Að vísu kynni að slá i baksegl, ef það gæti orðið öllum ljóst, að þetta smákríli, sem kallað hefur verið „litla snotra ráðhúsið", er ferlíki á stærð við Hallgríms- kirkju, í hrópandi ósamræmi við allt umhverfíð, svo ekki sé minnzt á þau óleysanlegu vandamál skipulags og umferðar, sem hljóta að fylgja, og þarflausan ógrynn- is-kostnað, sem bæjarbúum er ætlað að rogast með. Víst kann það að þykja nokkuð dularfullt, að fýlgið við Bakkabæ geti tekið skyndilegum breyting- um, svo sem könnun Skáíss bend- ir til. Heyrt hef ég þá tilgátu, að ýmsir þeirra flokksmanna borgar- stjórans, sem hafa verið og em andvígir smíðinni, telji naumast annað fært, úr því sem komið er, en halda áfram í Tjörninni vegna þess mikla kostnaðar, sem þar hefur nú þegar verið álpazt út í. Að vísu eru þær miljónir, sem þarna færu í súginn, naumast umtalsverður hégómi hjá því þarf- leysu-bruðli, sem fram undan væri. Samt er sennilegri skýring vandfundin. Raunar gæti hún átt við fleiri en pólitíska fylgismenn borgarstjórans, þó ekki væri nema eðlilegt, að einmitt þeim sárnaði hvað mest að sjá hann sólunda, ekki aðeins dýrmætum íjármún- um að óþörfu, heldur ef til vill jafnframt dýrmætu fylgi. Þetta er alltjent æði miklu trúlegra en hitt, að þeim sem í gær þótti ráðs- konan á Bakka ófríð og illa siðuð, þyki hún allt í einu hið prúðasta fegurðarkvendi í dag. Þess vegna er því haldið fram, að raunveruleg andstaða gegn tjamhýsinu sé söm við sig, en purkunarlaus frekja Bakkabænda hafí borið þann ár- angur sem til var ætlazt, að þeg- ar greinilega hefði verið hafizt handa af fullum krafti og nógu miklu til kostað, þætti mörgum illskárra að halda áfram en að reyna að snúa við. Ef tillaga um stórhýsasmíðar við Tjörnina yrði borin undir Reykvíkinga í almennri atkvæða- greiðslu og samþykkt, hlyti það vitaskuld að valda vonbrigðum öllum þeim, sem vilja vemda Tjamarsvæðið og viðkvæmar menningarminjar alls gamla hverfisins; því þótt þeir að sjálf- sögðu sætti sig við niðurstöðu, sem fengist á lýðræðislegan hátt, hver sem hún yrði, þá stæðu rök- semdir þeirra óhaggaðar eftir sem áður. Hins vegar hefðu engir meiri ástæðu til að óska þess, að tillaga um ráðhús í Tjöm yrði felld, en Bakkabændur sjálfír. Samþykkt hennar gæti hvort sem ér ekki þvegið af þeim þann svarta blett að fara fram með einræðis- offorsi, meðan allt bendir til þess, að mikill meirihluti Reykvíkinga sé andvígur gerðum þeirra. En ólukka þeirra hin mesta yrði sú að hljóta að halda áfram því verki, sem æ betur sést, hvílíkt glapræði var að steðja út í, halda áfram að baka framtíðinni grófari vanda en leystur yrði á nokkum boðleg- an hátt. í stað þess að velja einhvern þeirra ótal mörgu staða í bænum, sem allir Reykvíkingar gátu sam- einazt um og í einingu glaðzt yfir, er valin einmitt sú skákin, sem allir vissu að mjög mikill fjöldi bæjarbúa var afar mótfallinn. Háttvísir menn hefðu ekki kosið, að ráðhús staðarins, sem öllum ætti að vera kært, sprytti upp í algerri óþökk mikils Muta bæj- arbúa. Aðfarir bo rgarstjórans að und- anfömu hefðu Fom-Grikkir trú- lega kallað „oflæti“, sem þeir töldu að boðaði fall þeirra sem það hefðu í frammi. Ég óska þess sannarlega, að oflæti verði borg- arstjóranum ekki að neinu því falli, sem honum yrði meint af. En óttinn við allsheijar atkvæða- greiðslu ætti að hafa rénað, og horfumar á því, að hún fáist fram, batnað að sama skapi. Sjáum hvað setur! JVC kynnir GR-CU VideoMovie Getur smátt orðið ennþá smærra? Já, GR-Cll VideoMovie er einfaldari, léttari og mirmi en nokkur önnur VideoMovie vél. Hjá JVC er smæðin samt ekki aðalatriðið, heldurgæðin. Hin nýja GR-Cll býr yftr fullkomnustu tækni sem völ er á. 4 Með tilkomu GR-Cll geta allir skrásett í lifcindi myndum, uppvöxt, afmæli og giftingar með ágætum ársuigri. Hú eða fcirið í ferðalag með frábærum félaga. GR-Cll er nefhilega mjög létt á sér og skörp, og alveg sérlega minnug. Já, fyrirþá sem vilja taka lífið raunverulega upp er GR-Cll eina lausnin. Glasgow-verð! Aðeins kr.: 54. 900 stgr. FaCO • Laugavegi 89 • SS? 91-13008 Fæst ( Reykjauík hjá Nesco Kringlunni, Kaupstað ( Mjódd og Leysi Nóatúni auk Faco. Og hjá hinum ffölmörgu JVC söluaðilum úti á landi. Munið JVC1988 uideobæklinginn með upplýsingum um GR-Cl 1. Haflð samband og uið sendum ykkur eintak. stórstirnið frá Raunveruleg stærð VideoMovie s4UTO FOCUS HCl CCD 950 12 þrefalt sjálf SJÁLFSKESPA HAGÆÐA MYND MVNDFLAGA GROMM LUX súm þræoing

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.