Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 32

Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 32
32 .VÍTAVÍ A.r ffJJOAQIJWffld OTGA IPVfITf)flOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 rrt • Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, prédikaði og þjónaði fyrir altari. Séð yfir hluta gesta við vígslu Breiðholtskirkj u. Morgunblaðið/BAR Sóknarpresturinn, séra Gísli Jónasson. Breiðholtskirkja vígð Breiðholtskirkja í Mjódd var vígð á sunnudag. Biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirsson, vígði kirkjuna að viðstöddum vígslu- vottum. Um altarisgöngu sáu vigslubiskup, séra Ólafur Skúla- son, sem gegndi fyrstur störfum sóknarprests í Breiðholtspresta- kalli, Lárus Halldórsson, sóknar- prestur 1972-1986 og Gísli Jónas- son, núverandi sóknarprestur. Við athöfiiina lék strengjasveit undir stjóm Áma Arinbjamarsonar auk trompetleikaranna Jóns Sig- urðssonar og Ásgeirs Steingríms- sonar. Þá söng kór kirkjunnar und- ir stjóm Daníels Jónassonar. Um 550 manns voru viðstaddir athöfn- ina, meðal þeirra voru forseti ís- Iands, frú Vigdís Finnbogadóttir, kirkjumálaráðherra, Jón Sigurðs- son, Davíð Oddsson borgarstjóri, Magnús L. Sveinsson forseti borg- arstjómar og formaður byggingar- nefndar, Sigurður E. Guðmunds- son. Að sögn Sveinbjamar Bjamason- ar, formanns sóknamefndar var þetta óneitanlega stór stund fyrir söfnuðinn, sem í eru um 4000 manns. Hann var stofnaður í nóv- ember 1972 og hefur hann alla tíð haft aðsetur í Breiðholtsskóla, við frábæra aðstöðu að sögn Svein- bjamar. Fyrsta skóflustunga að kirkjunni var tekin í nóvember 1978. Kirkju- skipið er fullfrágengið en safnaðar- heimili er enn ólokið og nokkur vegur frá því að kirkjan verði full- gerð. Kirkjuna hönnuðu arkitekt- amir Ferdinand Alfreðsson og Guð- mundur Kristinsson, auk Harðar Bjamarsonar tæknifræðings. Kór Breiðholtskirkju tveggja blásara. söng við athöfnina auk strengjasveitar og Magnús L Sveinsson formaður VR: Tílboð Ferðabæjar var 43% hærra en samningurinn við Lionair MORGUNBLAÐINU barst í gær frá Magnúsi L. Sveinssyni, for- manni Verslunarmannafélags Reykjavíkur, eftirfarandi „svar VR við rangfærslum fram- kvæmdastjóra Ferðabæjar hf.“. „Ekki veit ég hver tilgangur Birg- is Sumarliðasonar, framkvæmda- stjóra Ferðabæjar, er að eiga viðtal við Morgunblaðið, sem birtist sl. ERT ÞU KONA? Viltu: Fræðast um sérstöðu kvenna við stjórnunarstörf? Kynnast eigin stjórnunarmáta? Bæta samstarfshæfni þína? Viltu: Auka sjálfsöryggi þitt? Styrkja sjálfsímynd þína? Bæta tímastjórnun þína? Ef svo er, þá er þetta námskeið fyrir þig. Leiðbeinandi: Steinunn H. Lárusdóttir, M Ed í stjórnun. Námskeiðið hefst laugardaginn 19. mars. Upplýsingar og innritun í síma 11293 kl. 18.00-23.00. ________________FRAMÞRÓUN s/f.__________________________ Námskeið og ráðgjöf á sviði stjórnunar, samskipta og fjölmiðlunar, Espigerði 12,108 Reykjavík. Anna G. Magnúsdóttir, Einar I. Magnússon, Sigþór Magnússon og Steinunn H. Lárusdóttir. sunnudag, þar sem hann fer með gróf ósannindi um verðtilboð hans til VR á flugi til Kölnar í sumar. Birgir segir í viðtalinu, að Ferðabær hafí boðið VR að fljúga til Kölnar „fyrir tæpar 8.700 krónur fram og til baka“. Þessari tölu er slegið upp í fyrirsögn blaðsins. Hið rétta er, að samkvæmt tilboði Ferðabæjar hefði flugfarið með rútu- kostnaði Köln/Lúxemborg fram og til baka kostað 13.575 krónur reikn- að með sama hætti og tilboðið frá Lionair, sem hljóðar upp á kr. 9.500. Tilboð Ferðabæjar er því 43% hærra. Rétt er að gera nánari grein fyrir kostnaðarþáttum samkvæmt tilboði Ferðabæjar. Samkvæmt því var gert ráð fyrir að fljúga á föstudögum í júní, júlí og ágúst. Fyrsta ferðin hefði ekki orðið fyrr en föstudaginn 10. júní þar sem sumarhús sem VR hefur tekið á leigu í Þýskalandi frá þeim tíma eru tengd fluginu. Ferð- imar hefðu því orðið 12 til ágústloka. Gengið er út frá því að fólk sé 3 vikur í þessum ferðum. Þijár fyrstu ferðimar eru vélar til Islands tómar, þar sem fyrsti hópurinn kemur ekki heim fyrr en eftir 3 vikur. Þannig er það einnig í lok tímabilsins þegar verið er að flytja fólkið heim, að þrjár síðustu ferðimar verða vélam- ar tómar frá íslandi. Samkvæmt því hefði verið hægt að selja í 9 ferðir frá íslandi miðað við að síðasti hóp- urinn kæmi heim síðasta föstudag í ágúst. Samkvæmt tilboðinu bauðst Ferðabær til að „taka á sig tómu leggina vegna fyrsta og síðasta flugs“ eins og segir orðrétt í tilboði þeirra frá 11. febrúar sl. Það þýðir að VR hefði orðið að borga sem svarar 11 af 12 ferðum. Samkvæmt tilboði Ferðabæjar átti hvert flug fram og til baka að kosta 26.000 bandaríska dollara. Það margfaldað með 11 ferðum ger- ir 286.000 dollara. í tilboðinu var gert ráð fyrir flug- vél af gerðinni Boeing 737 með 118 sætum. í verðinu sem reiknað er með í samningi við Lionair er reikn- að með 92% nýtingu. Samkvæmt sömu reglu væri hægt að flytja 977 farþega með flugvél Ferðabæjar. Flugfarið eitt myndi því verða á hvern mann, 293 dollarar eða ísl. kr. 11.720. Þá á eftir að reikna þókn- un til Ferðabæjar vegna útgáfu fars- eðla, sem samkvæmt tilboðinu átti að vera í umsjón þeirra „gegn hóf- legri þóknun og nánara samkomu- lagi aðila", eins og segir í tilboðinu. Algengt mun vera að reikna með 9% ofan á fargjaldið vegna þessarar þóknunar, sem myndi samkv. því gera kr. 1.055 á hvern miða. Þá er eftir að reikna með ferðakostnaði Köln/Lúx. fram og til baka; sem ekki var í tilboði Ferðabæjar. Eg hef ekki ákveðna tölu um þennan kostn- að, en geri ráð fýrir að hann sé vart undir 600 krónum á mann mið- að við báðar leiðir. Þá er eftir að reikna með svokölluðum Leifsskatti sem er 200 krónur á mann og er ekki innifalinn í tilboði Ferðabæjar. Þegar allt þetta er tekið saman lítur kostnaður á hvem mann þann- ig út, samkvæmt tilboði Ferðabæjar: Flugfar kr. 11.720 Þóknun til Ferðabæjar kr. 1.055 Rúta Köln/Lúx. kr. 600 Leifsskattur___________kr. 200 Samtals kr. 13.575 Samningur VR við Lionair felur alla þessa kostnaðarliði í sér og hljóðar hann upp á kr. 9.500 á mann og er tilboð Ferðabæjar því 43% hærra. Rétt er að taka fram, að VR og BSRB, sem hafa staðið saman að því að leita eftir hagstæðum orlofs- ferðum hafa átt ítarlegar viðræður við Arnarflug um þessar ferðir. Ferðabær tekur fram að tilboð þeirra byggist á samstarfí við Arnarflug. Niðurstaða viðræðna við Arnarflug var því miður sú, að þeir treystu sér ekki til að fljúga fyrir gjald sem væri það nærri tilboði Lionair að réttlætanlegt væri að taka því. Sú staðreynd segir sína sögu um sann- leiksgildi orða Birgis Sumarliðason- ar. Þá er einnig rétt að láta það koma fram að samkvæmt samningi við Lionair er hægt að flytja nærri helm- ingi fleira fólk í þessum ferðum en samkvæmt tilboði Ferðabæjar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.