Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988
43
Morgunblaðið/Garðar Rúnar Sigurgeirsson
Frá æfingu á leikritinu „Stóri klunnalegi blórinn með uppsnúnu
uggana", sem Leikfélag Seyðisfjarðar sýnir um þessar mundir en
þar fara börn með öll hlutverkin.
Seyðisfjörður;
Barnaleikritið „Stóri
klunnalegi blórinn með
uppsnúnu uggana“
Seyðisfirði.
LEIKFÉLAG Seyðisfjarðar
frumsýndi á föstudaginn barna-
leikritið „Stóri klunnalegi blór-
inn með uppsnúnu uggana" eftir
danska leikritaskáldið Börge
Hansen i þýðingu Emils Emils-
sonar, sem um langt árabil hefur
verið burðarásinn í leikfélaginu.
Leikstjóri er Margrét G. Óskars-
dóttir.
Þetta verk hefur ekki áður verið
sett upp hér á landi. Öll hlutverkin
eru leikin af bömum á aldrinum
5—13 ára. Alls taka þátt í sýning-
unni um 80 manns. Þessi sýning
er því ein sú viðamesta sem leik-
félagið hefur ráðist í. Þetta er 26.
verkefni félagsins, en það varð 30
ára á síðasta ári. Tónlistin í leikrit-
inu er frumsamin af þeim Aðalheiði
Borgþórsdóttur og Kristrúnu Helgu
Bjömsdóttur, sem jafnframt er
stjómandi hljómsveitarinnar.
Leikritið segir frá 5 krökkum,.
sem eru að leika sér í indíánaleik.
Þau hafa tapað teppinu, sem þau
höfðu hnuplað af þvottasnúru. Þá
kemur til þeirra skrýtin stelpa, sem
upplýsir þau um að stóri klunnalegi
blórinn með uppsnúnu uggana hafi
örugglega stolið teppinu. Það er
nefnilega alltaf hann, sem gerir
allt, sem okkur er kennt um, svo
sem að nenna ekki að læra heima
fyrir skólann, pissa í buxumar
o.s.frv. Það verður úr að þau leggja
af stað í ferðalag til þess að finna
þennan ósvífna blóra. Þau fara út
á þjóðveginn, í gegnum skógin, nið-
ur að sjónum og ofan í sjóinn. Þetta
er því mikil ævintýraferð, sem þau
lenda í.
Leikfélagið ætlar að taka upp
þá nýbreytni að gefa nemendum
af öllum Austíjörðum kost á því að
koma í leikhúsferð til Seyðisfjarðar.
í því skyni verði a sýningar miðað-
ar við þá daga, sem heiðar og fjall-
vegir eru ruddir hér austanlands.
Með þessum hætti vill Leikfélag
Seyðisijarðar stuðla að því að þessi
landshluti verði sjálfum sér nógur
um skemmtanir fýrir böm og ungl-
inga. — Garðar Rúnar
Atriði Úr fyrri hluta laikritsins Ó þú. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Biskupstungur:
Ó þú frumsýnt
í Aratimgri
Selfossi.
UNGMENNAFÉLAG Biskups-
tungna frumsýndi í Aratungu á
laugardaginn leikritið Ó þú, sem
er ástarsaga pilts og stúlku í létt-
um dúr, eftir Ingibjörgu Hjartar-
dóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur og
Unni Guttormsdóttur. Leikstjóri
er Edda V. Guðmundsdóttir.
Ungmennafélagið verður 80 ára
á þessu ári og er hér um afmælis-
sýningu að ræða en félagið var
stofnað vorið 1908.
Leikendur eru 16 talsins en alls
taka 20 manns þátt í uppfærslu
verksins. Aformað er að sýna verk-
ið í nokkmm félagsheimilum í sýsl-
unni og er önnur sýning í Aratungu
14. mars, 16. mars í Arnesi, 18.
mars á Flúðum, 21. mars í Þjórsár-
veri og 22. mars í Aratungu. Sýn-
ingamar heíjast klukkan 21.00.
Sig. Jóns.
MICR©SOFT
HUGBÚNAÐUR
HORFU
HINN BJARTI TÓNN
gefur þér tilefni til að breyta skammdeginu.
Þú málar bara yfir það!
HÖRPUSKIN ný
innanhússmálning
meö 10% gljástigi
sem gerir hana
áferðarfallega og
auðvelda í þrifum.
HÖRPUSKIN skaltu
nota á herbergin og
stofurnar. Hún er afar
einföld í notkun og
þekur mjög vel.
HÖRPUSKIN
- líttu á björtu hliðarnar.
HMntOQ,
'"wn, vatno|?ynn*nl*o InrtmáWnfl
w nolkun«r A «toln, júm ofl trú.
HARPA gefur lífinu lit.
HÖRPUSKIN fæst í
10 björtum staðallitum
en litamöguleikarnir
eru mun fleiri.
Skiptu um lit á
skammdeginu - með
HÖRPUSKINI.
AUK hf. 111.15/SlA