Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 50
7f<MTfííWM'
50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988
+
Eitt og annað fært
til betri vegar
eftir Ragnar
Gunnarsson
I janúartölublaði Þjóðlífs ritar
Óskar Guðmundsson, ritstjóri
blaðsins, grein um félag hér í borg,
sem heitir Tilraunafélagið og hefur
að markmiði „að efla samband
iifsins á jörðunni við fullkomnari
lífsstöðvar í alheimi". í grein þess-
ari er minnst nokkuð á tvö önnur
félög, Félag nýalssinna (FN) (og
Félag áhugamanna um stjörnulíf-
fræði (FÁS), og með þeim hætti
að fátt er rétt um þau sagt. Óskar
hefur staðfest, að upplýsingar þær
sem hann fékk um FN og FÁS
hafi að mestu veitt Magnús nokkur
Skarphéðinsson, Tilraunafélags-
maður, en hann var einmitt um tíma
í FN. Undirritaður hefur dvalist
erlendis og birtast eftirfarandi at-
hugasemdir þess vegna svona seint
eftir útkomu tímaritsins.
Félag nýalssinna og félag
áhugamanna um stjörnulíf-
fræði
Óskar greinir réttilega frá því
að FN hafi verið stofnað eftir and-
lát dr. Helga Pjeturss (ef einhvetjir
ekki vita skal sagt að Helgi Pjet-
urss (1872—1949) var jarðfræðing-
ur og heimspekingur, sem reit §öl-
margar greinar um lífið, eðli þess
og tilgang, og er flestar þeirra að
fínna í ritsafninu Nýall). Síðan seg-
ir hann: „Hins vegar urðu átök í
félaginu og það klofnaði fyrir
nokkrum árum í tvennt; annars
vegar hélt FN áfram að
starfa___ og hins vegar var
stofnað nýtt félag — FÁS .. .“
Hér er mjög hallað réttu máli. FÁS
var ekki stofnað í kjölfar neinna
átaka. Það er rétt að snarpar um-
ræður hafi orðið í FN fýrir mörgum
árum (meðan Magnús Skarphéðins-
son var enn félagsmaður) um
stjómun félagsins og starfshætti.
Síðar var samþykkt að opna aðra
sambandsstöð og það í Reykjavík,
en fram að því hafði félagið haft
miðstöð í Kópavogi. Reyndar segja
félagar í FN og FÁS (t.d. Helgi
Guðlaugsson, gjaldkeri FÁS og
Nýalssinni um áratugaskeið) að ósk
um að sambandsstöð yrði í
Reykjavfk hafi ekki síst verið sett
fram af landfræðilegum ástæðum,
ef svo má segja, þ.e. félagsmenn
búsettir í Reykjavík töldu eðlilegt
að hafa samastað þar, í stað þess
að þurfa að sækja fundi í annað
bæjarfélag. FN keypti húsnæði á
Njálsgötu 40, og voru haldnir þar
fundir á vegum þess í 5—6 ár. Á
þessum tíma heltust ýmsir úr lest-
inni en aðrir komu í staðinn og
varð úr þessu blandaður hópur;
voru sumir úr FN en aðrir ekki.
Raddir fóru að heyrast í báðum
félögum að heppilegra væri að
breyta þessum óformlega starfshópi
í sjálfstætt félag og var það gert í
febrúar J983. Er fjarri sanni að það
hafi gerst sem afleiðing einhverra
átaka. Stofnað var Félag áhuga-
manna um stjömulíffræði, sem
starfar á grundvelli heimspekikenn-
inga dr. Helga Fjeturss og heldur
reglulega miðilsfundi fyrir félags-
menn en einnig gesti þeirra á sér-
fundum. FÁS festi kaup á hús-
næðinu á Njálsgötunni og er lög-
skráður eigandi þess.
Óskar ritar: „Sumir telja að
Helgi (Pjeturss) hafi sjálfur verið
mjög andvígur því að eitthvert
félag yrði til um kenningar
hans.“ Manni sem hefur lesið Ný-
alsbækumar vel kemur þessi stað-
hæflng vægast sagt spánskt fyrir
sjónir, hvaða sumir em þetta með
leyfi? Helgi Fjeturss reyndi oft og
lengi að vekja athygli manna á
kenningum sínum og skoðunum.
Skipakranar
HMF framleiðir skipakrana í miklu úrvali: Krana sem leggja má
saman auk krana sem búnir eru útdregnum gálga með vökva-
knúinni framlengingu. HMF kranarnir fást með mismunandi
lyftigetu, allt frá 2,7 til 28 tonnmetra.
HMF skipakranar eru vel varðir gegn tæringu. Þeir eru sand-
blásnir og vandlega ryðvarðir fyrir lökkun og eru stimpilstangir
krómnikkelhúðaðar eða úr krómhúðuðu, ryðfríu
stáli.HMF er vörumerki Höjbjerg Maskinfabrik A/S
í Danmörku sem framleitt hefur krana í 30 ár.
LOAfDVElARHF
SMIDJUVEGI66, PÓSThÓU=20. 202KÓFAVOGI,S.9176600
Ragnar Gunnarsson
„Vel má vera að unnt
sé að slíta setningar í
Nýal úr samhengi og
halda því fram að þar
með hafi Helgi verið
úr hófi fram þjóðernis-
sinnaður. En samheng-
inu má ekki gleyma og
nógu vandlega verður
að lesa.“
Hann var sannfærður um að hafa
uppgötvað a.m.k. að hluta til nátt-
úrulögmál í tengslum við eðli iífsins
(t.d. svefns og drauma) og fram-
hald þess og taldi það varða heill
alls mannkyns að málflutningur
sinn yrði ekki þagaður í hel. Þor-
steinn Jónsson á Ulfsstöðum, aðal-
hvatamaðurinn að stofnun FN á
sínum tíma, mun hafa sagt eitthvað
á þá leið, að Helgi Fjeturss hafl
ekki viliað \Ma
sjálfan sig, ef svo má að orði kom-
ast, og er það mjög skiljanlegt en
telja má fráleitt að Helgi hafl verið
mótfallinn því að menn stofnuðu
samtök um kenningar Nýals eftir
sinn dag.
Gefíð er í skyn í greininni að
Helgi Guðlaugsson sé formaður
FÁS: ____var stofnað nýtt félag
— FÁS, sem Helgi Guðlaugsson
leiðir.“ Helgi var að vísu einn af
stofnendum FÁS og hefur unnið
manna mest í þágu félagsins, en
formenn hafa verið þrír; þeir Bene-
dikt Björnsson, Gunnar Þ. Karlsson
og sá sem þetta ritar.
Engin tengsl við félagið
Norrænt mannkyn
Hér á undan er bent á að FN
og FÁS eru tvö sjálfstæð félög. í
grein Óskars er hins vegar auðvelt
að misskilja það. Hann segin
„Hreyfing Nýalssinna á tvö hús,
á Njálsgötu 40 og Álfhólsvegi
121___ Auk þess eiga Nýals-
sinnar jörð á Suðurlandi...“
Félag Nýalssinna á þá landareign,
sem að vísu er aðeins jarðarpartur.
Hin villandi framsetning Óskars er
aftur á móti sýnu verri í ljósi þess
sem á eftir kemur í greininni: „ ...
fólk úr Félagi Nýalssinna stofn-
aði félagsskapinn Norrænt
mannkyn, sem e.o. nafnið gefur
til kynna byggir á kenningum
um að kynstofn hvíta mannsins
sé öðrum æðri_____“ Félagsmaður
í FN hefur tjáð undirrituðum að
stofnendur félagsins Norrænt
mannkyn séu reyndar langflestir
ekki í FN. FÁS hefur engin tengsl
við félagið Norrænt mannkyn og
er á móti allri mismunun kynstofna
hvort sem fullyrðing Óskars um
stefnu þess félags er rétt eður ei.
Ef einhveijir (heimildarmaður
Óskars eða aðrir) hafa skilið Helga
Fjéturss sem svo að hann vilji mis-
muna mönnum eftir kynþætti, og
skoðunum hans megi að einhveiju
leyti líkja við hinar ömurlegu og
m 1444
AFMÆUSTILBOB 4
STERKUR 0G ENDINGARGÚÐUR
SNOWCAP ÍSSKÁPUR
Á STÚRKOSTLEGU AFMÆLISTILBOÐSVERDI
280 lítra tvískiptur kæliskápur með 45 lítra frystihólfi.
Hægri/vinstri opnunarmöguleikar. Sjálfvirk affrysting.
Mál: h: 145cm, b: 57cm, d: 60cm.
Verð áður
26.400.-
Afmælistilboösverð
21.900.-
GÆÐI Á GÓÐU VERÐI
O)
3
cu
R? 2Qfe.
SKIPHOLT 7 S: 20080 - 26800