Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 55

Morgunblaðið - 15.03.1988, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 55 hreinu áfengi á hvem íbúa 15 ára og eldri) og þar af leiðandi stóraukið tjón af hennar völdum. (Hufvud- stadsbladet 4. okt. 1987.) Þetta seg- ir okkur kannski meira en flest ann- að um áhrif ftjálsrar sölu milliöls í Finnlandi. 5. Norska Stórþingið virðist ekki ætla að láta tilmæli Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar um að minnka áfengisneyslu um íjórðung til alda- móta sem vind um eyru þjóta. — Þeir grípa nú til ýmissa aðgerða, m.a. að stemma stigu við flölgun áfengisdreifingarstaða. 6. Bandaríkjamenn og Sovétmenn stefna í sömu átt, hafa m.a. hækkað lögaldur til áfengiskaupa í 21 ár (hér 20 ár) en hann hafði áður verið lækk- aður í 18 ár víðast hvar í ríkjum þeirra. Og nú virðast Bretar hafa fengið nægju sína af „frelsinu" í öl- málunum. 7. Athygli hefur vakið áskorun 16 prófessora við læknadeild Há- skóla íslands til alþingismanna. Þar tala þeir sem gerst þekkja til heilsu- farslegs tjóns af völdum áfengis. í því sambandi er rétt að minna á að nýjar rannsóknir benda til að áfengi geti skaðað flest líffæri, svo og fóst- ur á meðgöngutíma, auk þess sem það veldur oft slysum sem hafa líkamsáverka eða dauðsföll í för með sér. — Kunnáttumenn segja að þekk- ing okkar á áhrifum áfengis hafi aukist meira á síðasta áratug en frá upphafi vega fram til þess tíma. Það ætti að gefa okkur vísbendingu um að nauðsyn er að hrapa ekki að neinu í þessum efnum heldur fara að öllu með gát. Að lokum minnum við á að meðal- ævi íslendinga er lengri e_n annarra þjóða. Áfengisneysla á íslandi er minni en annars staðar í Evrópu og áfengt öl ekki á boðstólum. Er út í bláinn að tengja þetta saman? Kunn- ugt er að áfengisneysla veldur fleiri ótímabærum dauðsföllum í Evrópu en aðrar orsakir sem menn geta haft áhrif á. Væri ekki verðugt við- fangsefni að rannsaka, hvem þátt lítil áfengisneysla og sérstaklega afar takmörkuð neysla áfengs öls hefur átt í því að stuðla að langlífi Islendinga? — Það gætum við gert á þeim tíma sem eftir lifir aldarinnar meðan við vinnum að því að draga úr áfengisneyslu um fjórðung. Morgunblaðið/Sverrir Anna Jóna Halldórsdóttir við vinnu í verslun sinni. Verslun með persnesk teppi ANNA Jóna Halldórsdóttir opn- aði nýlega verslunina Persn- eskar mottur og teppi á Hrísa- teigi 47. Hún hefur verið undir hand- leiðslu persneskra teppasala á handhnýttum teppum síðan 1986 og hefur sérhæft sig í persneskum teppum. Hún er einnig lærð í að gera við og hreinsa þessi teppi. Anna Jóna veitir fúslega faglegar upplýsingar um handhnýtt teppi í verslun sinni sem er opin alla virka daga frá kl. 13—18. (Fréttatilkynning) SAMSKIPTIVIÐ FJOLMIÐLA 24.3. INNRmJNTIL 22.MARS SIMh 621066 HVERNIG NÆRÐU ATHYGLI FJÖLMIÐLA OG HVERNIG NÝTIRÐU HANA SEM BEST? Á þessu námskeiði verður fjallað um: Starfsemi hljóðvarps og sjónvarps • Dagblöð og tímarit • Gerð fréttatil- __________ kynninga • Blaðamannafundi • Samskipti, við blaða- og fréttamenn • Framkomu í sjónvarpi og útvarpi • Mat á fjölmiðlum. LEIÐBEINENDUR: Magnús Bjarnfreðsson og Vilhelm G. Kristinsson, starfsmenn Kynningarþjónustunnar sf. og Björn Vignir Sigurpálsson, blaðamaður Morgunblaðsins. TlMI OG STAÐUR: 24.-25 mars kl. 8.30-17.30 að Ánanaustum 15. STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKIR FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU f ÞESSU NÁMSKEIÐI. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum15 Sími: 6210 66

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.