Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 Minning: SævarBerg Hermannsson Fæddur 7. apríl 1966 Dáinn 6. mars 1988 Það. er erfítt að sætta sig við það, að ungir menn, sem eiga svo mörgu ólokið, séu hrifnir á brott, rétt í byrjun ævi sinnar. Er mér og félögum mínum bárust þessar sorg- arfregnir setti okkur hljóða. Við létum hugann reika og rifjuðum upp kynni okkar af þessum ágæta dreng, sem hafði barist í gegnum ótal vandamál á stuttri ævi. Ég kynntist Sævari í gegnum íþróttimar, einkum kraftlyftingar er við stunduðum báðir. Mér er það minnisstætt að þegar við fyrstu kynni varð ljóst að hér var á ferð eldhugi. Þótt efnið væri að ýmsu leyti veikt var hugurinn sterkur og einbeittur — hindranimar vom til þess að sigrast á þeim. Sævar stundaði æfingar þegar frá byijun af miklu kappi og dugnaði og sýndi framfarir dag frá degi, þótt hann ætti mikla erfíðleika að eiga m.a. vegna sjúkdóms er hijáð hafði hann frá bamæsku og bakmeiðsla, en hann lét það ekki aftra sér frá því að lyftá ágætum þyngdum, en eink- um var hann fótsterkur. Hann sýndi undraverðar framfarir og keppti með ágætum árangri þegar á fyrstu mótum, en síðan kom bakslag í seglin, bakið gaf sig. í fyrstu féll- ust Sævari hendur og áttum við tíðar samræður um . framtíð hans sem íþróttamanns. Ég man það enn hversu mikla sorg og sársauka þessi meiðsli hans ollu honum og þá ör- væntingu er hann sýndi. En eins og sönnum einheija sæmdi ákvað Skreytum við öll tækifæri IHHniu Reykjavilcurvegi 60, eimi 53848. Álfheimum 8, sfmi 33978. Bæjarhrauni 26, simi 50202. hann að halda áfram og fara var- lega með bakið. Með fádæma viljar styrk og ákveðni tókst honum að byggja sig svo upp, að hann var farinn að sýna aftur framfarir í afli og líkamsbyggingu síðustu mánuðina fyrir andlát sitt og hafði hafið keppni að nýju. Slíkur afreks- maður var Sævar, að þó að upp risu að því er virtust óyfírstíganleg- ir erfiðlejkar, þá einungis hertu þeir hann og efldu. En Sævar var einnig góður fé- lagi, hann hafði ríkt skopskyn og átti auðvelt með að létta lund. Ég mann eftir mörgum erfiðum æfing- um með honum, sem urðu léttari og skemmtilegri, einungis af þess- um góðu og skemmtilegu eiginleik- um sem hann var gæddur. Sævar var einnig þeirri náttúru gæddur að hann öfundaði engán mann, heldur hvatti hann hvem sem var, jafnvel keppinauta sína í íþróttum. Jafnan var hann fyrstur til að óska mönnum til hamingju með árangur- inn og það voru engar uppgerðar- hamingjuóskir heldur samgladdist hann öðrum líkt og hann hefði unn- ið afrekið sjálfur. Hann var tíður gestur á kraftlyftingamótum og að jafnaði hvatti hann manna mest. Það verður ætíð ófyllt hans skarð í þeim efnum. Ríkri réttlætiskennd var hann gæddur og leið ekki óátalið, að mönnum væri hallmælt. Með þess- um eiginleikum og öðrum aflaði hann sér fjölda vina með jákvæðri og bjartri framkomu. En undir glað- legu yfirbragði var viðkvæm sál, sem var auðsærð. En Sævar var ekki langrækinn og sættist fljótlega við menn, á hveiju sem gekk. Sævar var ætíð reiðubúinn að leggja sitt af mörkum þegar á þurfti að halda. Við unnum oft sam- an við mótshald og önnur störf varðandi íþróttirnar. Dugnaður hans og ósérhlífni var með eindæm- um. Mér er enn í fersku minni at- orka hans að fjáröflun fyrir utan- landsferð unglingalandsliðs í kraft- lyftingum árið 1985. Hann komst ekki'í liðið, en það dró ekki úr vinnu- gleði hans. Hann var jafnan boðinn og búinn að vínna fyrir aðra og spurði ekki að verklaunum. Ég kynntist fjölskyldu hans lítil- lega og bauð hann mér nokkrum sinnum heim í Ljósheima. Þangað var gott að koma og ríkti á heimil- inu góður og skemmtilegur andi, ástríki og hlýja. Milli móður og son- ar voru sterk tengsl og varð mér ljóst að þar var kominn sá feijumað- ur er flutti Sævar yfir stríðari strengi hins daglega lífs. Ein skemmtilegasta samveru- stund okkar Sævars var í tengslum við Landsmót UMFI á sl. ári, en þar fór fram kraftlyftingamót. Við lögðum af stað í lítilli rútu og fram- undan var sjö til átta tíma tilbreyt- ingarlaus akstur. En Sævar brá þegar á létta strengi og tók ferðin að því er virtist örskamma stund. Sævar var lífið og sálin í þessum hópi og áttum við saman ógleyman- legar stundir. En allt tekur enda. Lífinu, sem rétt var að byija, er lokið. Sævar, sem átti við erfiðari vandamál að glíma en flestir, en sá fram á að uppskera ríkulega ár^ngur erfiðis síns, er horfínn á braut. Eftir situr minningin um góðan dreng, sannan Kveðjuorð: Oskar Kjartansson gullsmíðameistari Blömastofa FnÖfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öli kvöid til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Fæddur 23. apríl 1949 Dáinn 3. mars 1988 „Glaður og reifur skyli gumna hver, unz sinn bíður bana.“ Orð Hávamála lýsa betur en langt mál hugrekki Oskars frænda, sem fallinn er frá í blóma lífsins. Þegar sjúkdóms hans varð vart fyr- ir um ári síðan og alvara hans varð ljós, hefur það að sjálfsögðu verið honum mikið áfall. Þá skal manninn reyna, þegar stáðið er frammi fyrir spumingunni um líf eða dauða. Heilsteypt skapgerð og persónu- styrkur Oskars komu þá skýrt í ljós. Lífslöngun hans og lífsþróttur var mikill og hann var tilbúinn að beij- ast fyrir lífinu og leggja allt undir. En hann vildi einnig að þessi bitra reynsla sín mætti verða öðrum til hjálpar, eins og framganga hans ber ljósan vott um. Sú framganga mun lengi í minnum höfð og á eft- ir að skilja eftir sig spor. Legsteinar MARGAR GERÐIR Mmorex/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Á sorgarstundu eru orð léttvæg. Þau geta þó yljað okkur, sem eftir stöndum, og eigum hugljúfar minn- ingar um mikinn drengskapar- mann, en hann var einn glæsileg- asti og geðþekkasti fulltrúi frænd- garðs okkar. Nú er stórt skarð höggvið í þennan garð, en Óskar var óvenju ræktarsamur og lagði sig fram um að treysta böndin við frændfólk sitt. Óskar var. sonúr þeirra Kjartans . Ásmundssonar gullsmiðs og Kristínar Bjarnadóttur konu hans. Systkini hans em Ragnar, fv. stjómarformaður Hafskips, kvænt- ur Helgu Thomsen; Þórdís, gift Valdimar Jónssyni tónlistarkenn- ara; og Kjartan verslunarmaður, kvæntur Heiðu Kolbrúnu Leifsdótt- ur. Foreldrar Kjartans vom Ás-. mundur Sigurðsson frá Vallá á Kjalarnesi, kennari og síðar bóndi á Fróðá á Snæfellsnesi, og síðast á Bár í Eyrarsveit, og fyrri kona hans Katrín Einarsdóttir. Foreldrar Kristínar vom Bjami Benediktsson, kaupmaður og póstafgreiðslumaður á Húsavík, og kona hans Þórdís Ásgeirsdóttir. í báðar ættir stóðu að Óskari styrkir stofnar og dug- mikið fólk. Óskar kvæntist árið 1969 Herdísi Þórðardóttur og eignuðust þau þijú böm, Hilmar Þór, f. 1971; Sólveigu Lilju, f. 1972, og Davíð Þór, f. 1979. Óskar lauk námi í gullsmíði í Þýzkalandi árið 1970 og stundaði og traustan vin. Ég votta fjölskyldu hans og vinum innilegra samúðar. Hvíl í friði. Halldór E. Sigurbjömsson kraftlyftingamaður Um hádegisbilið sunnudaginn 6. mars fékk ég þær hörmulegu frétt- ir að vinur minn og félagi, Sævar Berg Hermannsson, hefði látist þá um morguninn. Getur þetta verið satt, spurði ég sjálfan mig, gat það verið að ég fengi ekki framar að njóta vináttu hans og félagsskapar? Gat það verið að þessi ungi maður hefði verið hrifinn í burtu í blóma lífsins einmitt þegar æðstu draumar hans vom í þann veginn að rætast? Víst er að örlög þessi fundust mér ósanngjöm. Ég kynntist Sævari Berg haustið 1984 gegnum sameiginleg áhuga- mál, var hann þá nýgræðingur í íþróttum þeim sem hann stundaði og vom honum svo mikils virði. Já, þeim íþróttum sem miðuðu að því að styrkja og fegra líkamann, nefni- lega kraftlyftingum og vaxtarrækt. Sævar Berg hafði frá unglings- ámm borið sjúkdóm nokkum sem var honum þungur kross. Ég veit að krankleiki hans varð til þess að hann fékk svo mikinn áhugá á íþróttum sem kröfðust atorku og hreysti. Með góðri ástundun og vilja náði hann ágætis árangri í kraft- lyftingum og síðastliðið ár miðaði hann æfingar sínar við að keppa á B-íslandsmótinu í vaxtarrækt, og hann hafði svo sannarlega unnið að því af dugnaði og eljusemi. En einmitt þegar dagurinn stóri rann upp brást honum líf. Við vomm sannarlega beygðir og niðurlútir félagar hans, já og allir sem þekktu hann, því hann var slíkur maður sem öllum þótti vænt um. Hann hafði nefnilega þá mannkosti sem em ekki öllum gefnir, að vera ætíð einlægur og góðviljaður. Hann kom oft á heimili mitt og mér leyndist ekki að hann kom frá góðu heimih og hafði hlotið gott uppeldi, enda talaði hann alltaf um foreldra sína með virðingu. Sævar var umgengn- isgóður og ráðdeild og reglusemi áttu föst tök í honum. Kímnigáfan var mikil og beitti hann henni oft en aldrei þannig að undan sviði. Og ekki verður hægt að gleyma greiðaseminni sem var annáluð af þar framhaldsnám um skeið. Hann starfaði síðan á gullsmíðaverkstæði föður síns og tók við rekstri þess að honum látnum árið 1977. Með því tók hann við ýmsum verkefnum föður síns, eins og orðusmíði fyrir íslenska ríkið, sem hann hafði sér- hæft sig í. Óskar tók mikinn þátt í félagsmálum, m.a. í félagi gull- smiða, og í síðustu sveitarstjórnar- kosningum var hann kjörinn bæjar- fulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Mosfellsbæ. Það má segja að Óskar hafi tek- ið við af föður sínum í fleiri en ein- um skilningi. Við frændur þekkjum það af eigin raun, hvemig var að leita til Kjartans þegar mikið lá við að fá trúlofunarhrínga með litlum fyrirvara og eiga ekki fyrir þeim, og f svo viðkvæmum málum mátti fyllilega treysta þagmælsku hans. „Þú borgar bara, þegar þú átt fyrir þeim.“ Ekki var það síðra að leita til hans, ef gulltryggja þurfti hjóna- okkur félögum hans. Við vinir Sæv- ars stöndum nú eftir fátækári en áður og íþróttir okkar líka, en eftir eigum við ljúfar minningar um sannan íþróttamann og góðan dreng. Ég votta aðstandendum hans og öðrum ástvinum dýpstu samúð. Valbjörn Jónsson Sævar Berg Hermannsson var félagsmaður í Kraftlyftingasam- bandi íslands. Hann var einn af fyrstu félagsmönnum þess og jafn- framt einn af þeim áhugasamari, hvort sem í starfi eða leik. Hann var íþróttamaður góður og sýndi miklar framfarir frá fyrstu tíð. Sævar var sérstaklega skemmtileg- ur og líflegur keppnismaður og setti lit á þau mót er hann tók þátt í. Erfið bakmeiðsl komu í veg fyrir keppni hans um skeið, en það aftr- aði honum ekki frá því að taka til hendinni utan vallar. Hann var jafn- an reiðubúinn til þess að aðstoða félagið við hvers konar störf og hlífði sér hvergi. Hann var einnig einn af hörðustu talsrhönnum íþróttarinnar, líkamsræktar og hreysti almennt. Hugur hans stefndi til stóraf- reka, en ýmsir erfiðleikar töfðu hann í þeim markmiðum. Hann hafði nýhafíð keppni að nýju er hann lést, langt um aldur fram. Að honum er sjónarsviptir og verð- ur skarð hans vandfyllt. En minning hans lifir. Kraftlyftingasamband Islands vottar aðstandendum hans og vinum innilega samúð í harmi þeirra og missi. Kraftlyftingasamband Islands Við félagar í Félagi áhugamanna um vaxtarrækt (FAV) horfum nú á bak einum félaga okkar, Sævari Berg Hermannssyni. Hann var virk- ur í starfi okkar og alltaf tilbúinn að hjálpa til, ef til hans var leitað. Hann tók að sér nokkur verkefni fyrir FÁV og leysti þau með prýði af hendi. Við erum þakklátir honum fyrir starf hans og vináttu. Það er með sárum trega sem við kveðjum þennan unga vin okkar. Stjórn FÁV bandið með verðugri gjöf. Alltaf var gott að leita til Kjartans, og þannig var Óskar líka, enda um margt líkur föður sínum. Þess naut næsta kyn- slóð, bömin okkar, sem voru í sömu hugleiðingum og við áður. Meðan gullsmíðaverkstæði Kjartans Ásmundssonar var í Fjala- kettinum í Aðalstræti ríkti þar sér- stakt andrúmsloft. Þangað komu margir til að spjalla og spila í bak- herberginu, og meðal þeirra voru ýmsir, sem settu svip á bæjarlífið. Þangað var notalegt að koma og menn fundu að þeir voru velkomn- ir. Eftir að Óskar tók við verkstæð- inu varð engin breyting á þessu, þótt ekki kæmu þar allir sömu menn og áður. Ljúft viðmót hnns og elskusemi laðaði fólk að honum. Það er sjónarsviptir að Óskari Kjartanssyni og mikill söknuður og tregi í hugum frænda og vina, þeg- ar svo mikilhæfur maður og góður drengur hverfur úr hópnum. I erfi- ljóði Jens Hermannssonar eftir Ás- mund afa hans, í bókinni „Ásmund- ur Sigurðsson frá Vallá, ævi hans, ættir og niðjar“, en hann féll einnig frá á besta aldri, eru þessar ljóðlín- ur: 0 drottinn, sem grætt getur meinin hvers manns, þú miskunnar faðirinn blíði, sjá bömin hin ungu og brúðina hans sem bugar nú sorgin og kvíði. Ó veittu þeim svölun og veittu þeim fró, 6 veittu þeim huggun og gleði og ró, og gefðu þeim vonina, sterkasta vininn í striði. Við hugsum til konu hans og bama, móður og systkina og biðjum þess að þau standi af sér storminn og styrkist við.þessa þungu raun. Manndómur Óskars, hins glaða og hugrakka nianns, verði þeim leiðar- ljós. Sigurður Ásmundsson, Gylfi Ásmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.