Morgunblaðið - 15.03.1988, Síða 74
74
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988
Ferðalangarnir komnir til Þorlákshafnar
Morgunblaðið/Jón H Sigurmunmdsson
Átta ungmenni í hrakn
ingum á Selvogsheiði
Þorlákshöfn.
Um hádegisbilið á sunnudag
lagði fólk upp frá Hafnarfirði á
jeppum og ætlaði Krísuvíkur-
leiðina og þaðan upp í Bláfjöll.
Þegar komið var að Grinda-
skörðum sneru þrír bílanna við
en fjórir héldu áfram, tveir Bron-
co, einn Willys og Ford pick-up
diesel.
Fljótlega skall á blindbylur og
sá ekki út úr augum. Einn jeppanna
varð viðskila við hina og fór um
klukkutími í að leita að honum.
Þegar séð varð að ekki var hægt
að komast í Bláíjöll var ákveðið að
-fylgja vörðum sem liggja yfir í Sel-
vog. Ferðin gekk hægt en vörðurn-
ar enduðu loks á íjallsbrún ofan við
Hlíðarvatn. Þar var stoppað og sá
fólkið ljósin í Selvogi.
Allir bflamir voru með talstöðvar
og var fólkið mjög vel búið að öðru
leyti en því að ekkert nesti var með
í ferðinni. Um ellefuleytið náðist
talstöðvarsamband við talstöðvar-
áhugamann í Þorlákshöfn, kallnúm-
er 5295, og lét hann aðstandendur
vita um ferðir fólksins, sem reikn-
aði með að verða komið í bæinn
upp úr miðnætti.
Til að komast niður af ijallinu
þarf að aka nokkuð langt í austur
og er þar mjög erfitt yfirferðar
þannig að ferðin gekk treglega og
óhöppin byijuðu að dynja á. Fjór-
hjól sem var með í ferðinni var fljót-
lega bensínlaust, eitt dekkið á Will-
ysnum affelgaði sig, annar Bronco-
inn hætti að hlaða og drap á sér,
millikassinn í Fordinum brotnaði og
allir voru að verða bensínlausir.
Þegar þannig var komið var
ákveðið að dvelja í bílnum um nótt-
ina og bíða birtu og athuga hvort
ekki létti til. Ekki tókst að ná tal-
stöðvarsambandi aftur. Klukkan 6
á mánudagsmorgun vöktu tveir
drengir úr hópnum heimilisfólkið á
Götu í Selvogi eftir að hafa gengið
í um eina og hálfa klukkustund frá
staðnum þar sem dvalið hafði verið
um nóttina. Vegna myrkurs og of-
ankomu höfðu þeir gengið framhjá
afleggjaranum að Vogsósum sem
þó var miklu nær. Í Götu fengu
drengirnir að borða og gátu látið
vita af sér og hringt í björgunar-
sveitina í Þorlákshöfn sem komin
var á staðinn um klukkan sjö.
Þegar þangað var komið hafði
tekist að gangsetja annan Bronco-
inn með því að flytja rafgeymi á
milli bíla. Á þessum Bronco og
björgunarsveitarbílnum var fólkinu
síðan ekið til Þorlákshafnar en
þangað var komið um hálf níuleyt-
ið. Engum ferðalanganna varð
meint af volkinu enda voru þeir vel
búnir þótt hungur og kuldi hafi lítil-
lega gert vart við sig um nóttina.
- JHS
Morgunblaðið/Ámi Helgason
Þátttakendur í keppninni um titilinn ungfrú Vesturland. Ungfrú Vesturland, Halldís Höskulsdóttir er
önnur frá hægri, ljósmyndafyrirsæta Vesturlands, Halldóra Birna Jónsdóttir, er þriðja frá vinstri og
vinsæiasta stúlkan, Kristín Maggý Erlingsdóttir, er önnur frá vinstri.
Halldís Höskuldsdóttir varð
fegurðardrottiiing Vesturlands
Stykkishólmi.
Fegurðarsamkeppm Vestur-
lands fór fram á Hótel Stykkis-
hólmi föstudagskvöldið 11. mars
sl. og var hún mjög vel sótt.
Hófst hátíðin með matarveislu
þar sem yfir 300 mættu og voru
sumir langt að komnir. Þetta er
fyrsta fegurðarsamkeppnin sem
hér hefur farið fram.
— Undirbúningur hefur staðið
nokkum tíma og sérstaklega hafði
sviðið í félagsheimilinu verið tekið
skemmtilega í gegn af Jóni Svan
Péturssyni, sem sýndi betur en
nokkru sinni áður að hann er lista-
maður. Luku menn sérstöku lofs-
orði á hversu vel til hefði tekist.
Undirbúningur keppninnar var í
höndum Eyglóar Bjamadóttur og
Jóhönnu Hauksdóttur sem stóðu sig
með prýði.
I upphafi kvöldsins lék Lúðra-
sveit Stykkishólms í hálftíma, undir
stjóm Daða Þórs Einarssonar, en
hún er skipuð 40 hljóðfæraleikur-
um. Sviðslýsingu annaðist Birgir
Sigurðsson. Dómnefndina skipuðu
Ólafur Laufdal formaður, Erla Har-
aldsdóttir danskennari, Friðþjófur
Helgason Ijósmyndari, Guðrún Erna
Magnúsdóttir og Sturla Böðvars-
son.
Carolyn Parkes sýndi dansa og
danspar frá Dansskóla Auðar Har-
alds sýndi samkvæmisdansa og var
gerður að góður rómur. Jóhannes
Kristjánsson kom með raddir
kunnra manna úr íslensku þjóðlífi
og gæddi þá skemmtilegu lífi.
Kynnir var Bjarni Sigtryggsson frá
Reykjavík.
Þegar þátttakendur gengu inn á
sviðið tóku dómarar til óspilltra
málanna og varð niðurstaða þeirra
sú að Halldís Höskulsdóttir, Laug-
argerði, ætti að krýnast sem feg-
urðardrottning Vesturlands. Tók
sinn tíma að kveða upp úrskurðinn
enda fleiri sem stóðu nærri. Guðrún
Möller frá Reykjavík krýndi fegurð-
ardrottninguna en Guðrún var feg-
urðardrottning Islands árið 1982.
Þá var kjörin ljósmyndafyrirsæta
og hlaut þann titil Halldóra Jóns-
dottir, Stykkishólmi. Vinsælasta
stúlkan var kjörin Kristín Maggý
Erlingsdóttir frá Ólafsvík. - Árni
Nílján ára Keflavík-
urmær fegurðar-
drottning Suðumesja
GUÐBJORG Fríða Guðmunds-
dóttir, 19 ára nemi í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja, var valin feg-
urðardrottning Suðurnesja 1988
úr hópi 8 stúlkna í Glaumbergi
í Keflavík sl. laugardagskvöld.
Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir
verður því fulltrúi Suðurnesja í
keppninni um titilinn fegurðar-
drottning íslands.
Oddný Nanna Stefánsdóttir, 18
ára nemi í Fjölbrautaskóla Suður-
nesja, var valin besta ljósmyndafyr-
irsætan og Margrét Örlygsdóttir,
22 ára framreiðslunemi úr Njarðvík,
var valin vinsælasta stúlkan. Það
var Kristín Jóna Hilmarsdóttir feg-
urðardrottning Suðumesja 1987
sem krýndi Guðbjörgu Fríðu eftir
að kjörið hafði verið tilkynnt.
Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir
er fædd og uppalin í Keflavík. For-
eldrar hennar eru Guðmundur Ing-
ólfsson og Guðrún Guðmundsdóttir.
Guðbjörg Fríða er yngst 5 dætra
þeirra Guðmundar og Guðrúnar.
I samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins sagði Guðbjörg að þetta
hefði verið ólýsanleg tilfinning og
að hamingjuóskum og blómum
hefði rignt yfir hana. Hún ætlar
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir
fegurðardrottning Suðurnesja
1988.
að halda sínu striki í náminu, en
hún stundar nám við Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja, og undirbúa sig
undir aðalkeppnina sem haldin
verður í Reykjavík í vor. - BB
Stúlkurnar 8 sem kepptu um titilinn fegurðardrottning Suðurnesja
1988. Oddný Nanna Stefánsdóttir, 18 ára nemi i Fjölbrautaskóla
Suðurnesja, sem valin var besta ljósmýndafyrirsætan er þriðja frá
hægri og Margrét Örlygsdóttir, 22 ára Njarðvíkingur, sem valin var
vinsælasta stúlkan, er fjórða frá hægri.
Formannafundur LH:
Af sökunarbeiðni
til Eyf irðinga
A formannafundi Landssam-
bands hestamannafélaga, sem var
haldinn á laugardaginn, var sam-
þykkt afsökunarbeiðni til eyfirsku
félaganna vegna ákvörðunar
stjórnar LH um staðsetningu
næsta landsmóts hestamanna á
Vindheimamelum í Skagafirði en
fjögur hestamannafélög við Eyja-
fjörð hafa sagt sig úr LH vegna
þessa máls.
Þessi formannafundur er sá fyrsti
sem haldinn er og var að sögn Leifs
Kr. Jóhannessonar formanns LH
fyrst og fremst haldinn til þess að
ná sáttum í þessum deilum. Á fundin-
um voru formenn nær allra hesta-
mannafélaga á landinu, þ. á m. ey-
firsku félaganna. Leifur sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að stjórn LH
hefði viljað koma til móts við Eyfirð-
inga og reyna að ná samkomulagi.
Hann sagði miklar umræður hafa
orðið á fundinum og í þeim hefði
komið fram einróma álit manna, að
stjóm LH hefði haft fullan rétt til
að ákveða landsmótsstað. Eftir
nokkrar umræður hefði komið fram
fyrirspum frá einum fundarmanna
um hvað þyrfti til að ná sáttum.
Eyfírðingar svöruðu því til, að sögn
Leifs, að afsökunarbeiðni stjórnar-
innar þyrfti og var þá gert fundar-
hlé til að semja hana. Afsökunar-
beiðnin var síðan samþykkt og sagði
Leifur, að stjóm LH hefði teygt sig
mjög langt til að reyna að ná sátt-
um. „Það vona allir, að takist sættir
í þessu máli, það var farin að vera
full mikil harka í þessu,“ sagði Leif-
ur Kr. Jóhannesson. Eyfirðingar féll-
ust á bókun um afsökunarbeiðni með
fyrirvara um afgreiðslu heima í fé-
lögum sínum.
A fundinum var lögð fram till-iga
um traustsyfirlýsingu á stjórn LH.
Þeirri tillögu var síðan vísað frá að
tillögu Tryggva Gunnarssonar for-
manns Snæfellings.
Jón Ólafur Sigfússon, formaður
Léttis á Akureyri, sagði í samtali við
blaðið, að afsökunarbeiðni stjómar
LH væri fyrsti leikurinn. Málið væri
nú í biðstöðu. „Menn em að hugsa
sitt ráð, við höldum fundi eftir páska
og ræðum þá stöðuna. Það liggur
ekkert á, þar sem félög okkar eru
utan LH og innganga verður ekki
aftur fyrr en aðalfundir félaganna
hafa samþykkt hana. Þeir fundir
verða eftir um ár,“ sagði Jón Ólafur.
„Þetta er viðurkenning á því, að á
okkur hafi verið brotið. Þessi afsök-
unarbeiðni ein og sér sameinar félög-
in ekki á ný en þetta er fyrsti vottur-
inn.“ Um tillöguna um traustsyfirlýs-
ingu til stjórnarinnar sagði Jón Ólaf-
ur: „Þetta var tillaga borin fram af
aðstandendum Vindheimamela og
varamanni úr.stjóm LH. Tillagan var
kynnt í upphafi fundarins og það
sýnir að þeir voru ekki á neinum
friðarbuxui.i í upphafi fundar. Ég
túlka frávísunina sem vott um sam-
komulagsvilja og vissan sigur fyrir
Eyfirðinga."