Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988
Landakotsspítali hættir bráðavöktum:
Skapar erfiðleika hjá
öðrum sjúkrahúsum
„ÞAÐ ER ljóst, að ef Landakots-
spítali hættir bráðavöktum þá
verða þær að jafnast niður á
Landspitalann og Borgarspítala.
Það hlýtur að koma niður á ann-
arri þjónustu þessara sjúkra-
húsa,“ sagði Pétur Jónsson,
framkvæmdastjóri sljórnunar-
sviðs Landspítalans.
Afnotagjöld RUV:
Sótt um 10%
hækkun
RlKISÚTVARPIÐ hefur sótt um
10% hækkun á afnotagjöldum
útvarps og sjónvarps frá og með
1. apríl næstkomandi. Afnota-
gjöldin eru nú kr. 3.190 fyrir
hvern ársfjórðung en verða kr.
3.409 fyrir hvem ársfjórðung ef
heimild fæst fyrir hækkun.
„Það hefur verið sótt um að af-
notagjöidin verði í samræmi við
forsendur fjárlaga," sagði Hörður
Vilhjálmsson íjármálastjóri ríkisút-
varpsins. í fjárlögum er gert ráð
fyrir að afnotagjöld hækki um 15%
umfram verðbólgu á árinu. Sam-
kvæmt forsendum fjárlaga er áæti-
að að verðbólgan verði 18% frá
meðalverðlagi 1987-1988 til með-
alverðlags yfirstandandi árs. „Ef
sú áætlun stenst þá hækka afnota-
gjöld um 15% og 18% að auki á
öllu árinu," sagði Hörður.
Afnotagjöldin hækkuðu síðast
um 13%, 1. janúar síðastliðinn.
í Morgunblaðinu í gær er haft
eftir Loga Guðbrandssyni, fram-
kvæmdastjóra Landakotsspítala, að
vegna rekstrarerfíðleika sjúkra-
hússins sé nauðsynlegt að loka
tveimur deildum, með samtals 53
rúmum og í framhaldi af því hætti
sjúkrahúsið bráðavöktum þann 1.
apríl næstkomandi. Þessum vöktum
hafa Landakotsspítali, Borgarspít-
ali og Landspítali skipt með sér, en
Landakotsspítali hefur tekið fæstar
vaktir, enda það sjúkrahús minnst.
„Við þurfum að gera skipulags-
breytingar til að geta tekið fleiri
bráðavaktir," sagði Pétur Jónsson.
„Það er viðbúið að biðlistar lengist
hjá okkur, því við verðum að hafa
rúm laus vegna bráðavaktanna. Þar
við bætist, að í sumar verður að
loka nokkrum deildum, eins og ver-
ið hefur undanfarin ár, vegna skorts
á starfsfólki. Þetta gerir því illt
Jóhannes Pálmason, fram-
kvæmdastjóri Borgarspítalans,
sagði að hann fengi ekki séð að
Borgarspítalinn gæti bætt við sig
bráðavöktum. „Við erum þegar með
mikla bráðaþjónustu á slysadeild-
inni og það er takmarkað hversu
miklu er unnt að bæta við,“ sagði
hann. „Við verðum, eins og svo
margir aðrir, að loka deildum í sum-
ar vegna skorts á starfsfólki. Eg
treysti mér ekki til að svara því nú
hvemig við bregðumst við, ef
Landakotsspítalinn hættir að taka
þessar vaktir, enda hafa stjómend-
ur og yfírlæknar Borgarspítalans
ekki rætt þann möguleika."
„Gámað“ í Vestmannaeyjum.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Afli Evjabáta í gáma
MEGNIÐ af fiski Eyjamanna hef-
ur farið í gáma vegna vinnu-
deilna. Líklegt er að í næstu viku
selji þeir allt að 1.000 tonn af
ferskum fiski á erlendum mörk-
uðum, þrátt fyrir að yfirvinnu-
bann Verkalýðsfélagsins hafi ver-
ið fellt úr gildi.
Magnús Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Bergs-Hugins, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
skip frá Eimskip og Sambandinu
kæmu á moigun og föstudaginn til
Vestmannaeyja og tækju þar gáma
með físki sem seidur yrði á erlendum
mörkuðum. Hann hefði hlerað að það
væri búið að panta 30 gáma í Vest-
mannaeyjum og ef það væri rétt
færu þaðan 400 til 450 tonn af fiski
í gámum á erlenda markaði í næstu
viku. Magnús sagðist einnig hafa
grun um að þijú Vestmannaeyjaskip
seldu um 200 til 300 tonn í Bretlandi
í næstu viku.
Hilmar Rósmundsson, formaður
Útvegsbændafélags Vestmannaeyja,
sagði að enda þótt af yfirvinnubanni
Verkalýðsfélags Vestmannaeyja hafí
ekki orðið færi afli litlu trollbátanna
trúlega áfram í gáma, því stór hluti
hans væri koli sem ágætt verð feng-
ist fyrir í Bretlandi.
Afli netabátanna verður hins veg-
ar að öllum líkindum verkaður í salt
en togaramir eru yfírleitt ekki með
físk sem hægt er að salta. Það voru
hins vegar söltuð hér 30 tonn af
ufsa og blálöngu úr Breka en 160
til 180 tonn úr honum er komið í
gáma sem fara með skipi á fímmtu-
daginn. Verkakallamir héma lön-
duðu úr Breka en skipveijamir settu
sjálfír í gámana að vanda," sagði
Hilmar.
Harkaleg viðbrögð Breta í Rockall-málinu:
Sögðust ekki sjá ástæðu til að ræða
frekar við Islendinga og Dani
- sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, að loknum fundi með breskum embættismönnum
London, frá fréttaritara Morgunbladsins Valdimar Unnari Valdimarssyni
„ÞEIR sögðu það hreint út, að eftir kröfugerð Dana og íslendinga
vegna Rockall-svæðisins árið 1985, sæu þeir enga ástæðu til að ræða
frekar við þessar þjóðir um málið,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson,
formaður utanríkismálanefndar Alþingis, eftir fund sem hann og
tveir aðrir nefndarmenn áttu í gær með Roger Beetham ráðuneytis-
stjóra í breska umhverfis- og siglingamálaráðuneytinu.
íslensku nefndarmennimir fengu
veður af því síðastliðinn mánudag,
að BP hefði í fyrra verið veitt leyfí
til tilraunaborana á Rockall-svæð-
inu sem Danir og íslendingar gera
tilkall til auk Breta. íslendingamir
hittu þá meðal annarra að máli
Roger Beetham og ræddu svo aftur
í dag
við hann í gær. Að sögn Eyjólfs
Konráðs Jónssonar skipuðust veður
heldur betur í lofti á milli fundanna
tveggja. „Það var ólíku saman að
jafna. Á mánudaginn fengum við
upplýsingar um þessa leyfísveitingu
til BP og fengum þá meðal annars
að sjá kort sem sýndi hvar þessar
tilraunaboranir munu fara fram.
Okkur virtist strax að þetta væri á
svæði sem verið hefur deiluefni
Breta og íslendinga og Dana og
bentum viðmælendum okkar á það.
Þegar við svo komum á fundinn
með Beetham í gær hugðumst við
taka upp þráðinn og meðal annars
að fá að skoða nánar þetta kort.
Það er skemmst frá því að segja
að nú feng^um við þvert nei. Ekki
var við það komandi að við fengjum
að skoða þetta kort. Það fór ekkert
á milli mála að einhvers staðar
hafði verið kippt í þræði á þeim
tæpa sólarhring sem liðið hafði á
milli fundanna,“ sagði Eyjólfur
Konráð.
Það var fleira sem bar vott um
það á fundinum í gær að ströng
fyrirmæli hefðu borist embættis-
mönnum þeim er ræddu við fulltrú-
ana í utanríkismálanefnd Alþingis.
Þegar íslendingamir vöktu máls á
deilunni um Rockall-svæðið og
hugsanlegum lausnum á henni voru
undirtektir viðmælendanna vægast
sagt neikvæðar að sögn Eyjólfs
Konráðs Jónssonar. „Þeir skófu
ekkert utan af því að þeir teldu sig
ekkert eiga vantalað við okkur um
þetta mál. Sögðu hreint út að eftir
kröfugerð Dana og íslendinga árið
1985 sæu þeir enga ástæðu til að
ræða frekar við þessar þjóðir. Þessi
harkalegu viðbrögð við málaleitan
okkar voru auðvitað töluvert slá-
andi, en við reyndum að halda uppi
málefnalegum umræðum. Við nafn-
greindum til dæmis tvo breska
vísindamenn sem vefengt hafa rétt
Breta til hins umdeilda svæðis og
báðum viðmælendur okkar kurteis-
islega að benda á einhveija breska
vísindamenn sem héldu fram hinu
gagnstæða. Ekki vildu þeir nefna
nein slík nöfn, sögðu einfaldlega
að bresk stjómvöld væru ekki bund-
in ákvörðunum eða tilmælum
vísindamanna. Þegar við svo bent-
um á ákvæði í alþjóðalögum, þar á
meðal hafréttarsáttmála Samein-
uðu þjóðanna, til stuðnings þeirri
kröfu okkar að Bretar grípi ekki
til neinna einhliða aðgerða á hinu
umdeilda svæði var engu líkara en
verið væri að tala við vegg. Svona
var allur þessi fundur og við íslend-
ingamir urðum þess fljótlega
áskynja að tilgangslaust væri að
halda áfram viðræðum á þessum
nótum. Fundinum lauk því snemma.
Að sögn Eyjólfs Konráðs hafði
hann samband við (slenska utanrík-
isráðuneytið að fundinum loknum
og gerði því grein fyrir gangi mála
og viðbrögðum hinna bresku emb-
ættismanna. Ólafur Egilsson sendi-
herra hafði jafnframt samband við
sendiherra Dana og gerði honum
grein fyrir gangi þessara viðræðna
íslensku sendinefndarinnar og
hinna bresku embættismanna.
„Málið lítur ekki skemmtilega út
eins og staðan er í dag. Bretar
hafa gert sig uppvísa að því að
bijóta reglur alþjóðalaga um lausn
deilumála og íslendingar geta auð-
vitað ekki tekið slíku þegjandi og
hljóðalaust. Við munum viðra þetta
mál aftur á morgun þegar við förum
á fund utanríkismálanefndar breska
þingsins. Þar fáum við að heyra
hljóðið í stjómmálamönnum, sem
vonandi verða eitthvað jákvæðari
en embættismennimir sem við hitt-
um í dag,“ sagði Eyjólfur Konráð
Jónsson, formaður utanríkismála-
nefndar Alþingis, að lokum.
Gurevich
efstur með
4,5 vinnmga
SOVÉSKI stórmeistarinn
Gurevich hefur tekið forustuna á
alþjóðlega skákmótinu á Akureyri
með 4,5 vinninga. Sjötta umferðin
fór fram í gær og urðu úrslit þau
að Gurevich vann Adoijan, Tisdal
vann Jón G. Viðarsson, Dolmatov
og Polugaevsky sömdu um jafn-
tefli og sömuleiðis Ólafur Kristj-
ánsson og Karl Þorsteins og Jó-
hann Hjartarson og Jón L. Arna-
son. Skák Helga Olafssonar og
Margeirs Péturssonar fór í bið
og verður tefld áfram klukkan
11 i dag.
Staðan eftir sex umferðir er því
þannig að Gurevic er með 4,5 vinn-
inga, Jóhann með 4 vinninga og eina
óteflda skák. í 3. sæti er Margeir
með 3,5 vinninga og biðskák. í 4.-6.
sæti eru sovésku stórmeistaramir
Dolmatov og Polugaevsky og Karl
Þorsteins með 3,5 vinninga. Adoijan
og Tisdal eru í 7.-8. sæti með 3 vinn-
inga, Helgi situr S 9. sæti með 2,5
vinninga, óteflda skák og biðskák.
Jón L. er með 2 vinninga og Akueyr-
ingamir Jón Garðar og Ólafur með
0,5 vinninga hvor.
Sjöunda umferðin hefst í Alþýðu-
húsinu kl. 17 í dag. Þá teflir Mar-
geir við Gurevich, Polugaevsky við
Helga, Adoijan við Jóhann, Jón L.
við Jón G., Karl við Dolmatov og
Tisdal við Ólaf.
Kosningar í Háskólanum:
Vaka hafði betur
VAKA, félag lýðræðissinnaðra
stúdenta, fór með sigur af
hólmi í kosningum til Stúdenta-
ráðs og Háskólaráðs Háskóla
íslands, sem fram fóru í gær.
Vaka fékk samtals um 51% at-
kvæða, sem er mesta kjörfylgi
félagsins síðan árið 1956.
Kjörsókn var með betra móti í
gær. í kosningum til Háskólaráðs
greiddu alls 2.098 manns at-
kvæði. Vaka fékk 965 atkvæði,
en Röskva, samtök félagshyggju-
fólks, 933. Hvort félag fær því
einn fulltrúa í Háskólaráð. Auðir
seðlar og ógildir voru 200. í kosn-
ingum til Stúdentaráðs greiddu
2.098 atkvæði og fékk Vaka 955
en Röskva 923. Vaka hlýtur því
átta fulltrúa af fimmtán, sem nú
voru kosnir f Stúdentaráð, en
Röskva sjö. Auðir seðlar eða ógild-
ir voru 221.
„Þetta er stórkostlegt," sagði
Benedikt Bogason, formaður
Vöku, er Morgunblaðið innti hann
álits á úrslitunum. „Þessi úrslit
sýna að ósk stúdenta er sú að
Stúdentaráð verði faglegt hags-
munabaráttutæki og sinni þeim
hagsmunamálum sem snerta
stúdenta beint, þannig að stúdent-
ar geti staðið sameinaðir að sínum
málum. Þeir hafa treyst Vöku til
að fara með forystu hagsmuna-
baráttu sinnar. Þetta sýnir líka
að þrátt fyrir að við höfum verið
í minnihluta í Stúdentaráði hefur
fólk hlustað á okkur. Pyrst og
fremst er þetta þó árangur þrot-
lausrar vinnu, þar sem margir
hafa lagt sitt af mörkurn," sagði
Benedikt Bogason.