Morgunblaðið - 16.03.1988, Síða 4

Morgunblaðið - 16.03.1988, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 Ársreikningur Flugleiða fyrir áríð 1987 samþykktur: Tap á rekstrí Flugleiða nam 194 milljónum króna Norður-Atlantshafsflugið aðalástæða rekstrartapsins AFKOMA Flugleiða versnaði um 420 mUljónir króna á síðasta ári frá árinu á undan og varð hagnaður á árinu 14,5 milljón- ir króna. Rekstrartap varð 194 milljónir árið 1987 en árið 1986 varð hagnaður upp á tæpar 350 milljónir króna. Breyt- ingin varð því neikvæð um 544 milljónir en hagnaðurinn nú, þrátt fyrir rekstrartapið, stafar af hagnaði af sölu eigna um 239 milljónir. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða sagði við Morgunblaðið að gengisfall dollars og kostnaðar- hækkanir hérlendis hefðu leitt til umtalsverðs taps á Norður-Atl- antshafsflugi félagsins. Ekki hefði verið hægt að hækka fargjöld fé- lagsins í Bandaríkjunum, vegna þess að þaðan kæmi meirihluti farþeganna á þessari leið og sam- keppnin á flugleiðinni væri mjög VEÐUR hörð. Mörg flugfélög væru farin að bjóða lág fargjöld og kostnaðar- hækkanir hérlendis hefðu gert samkeppnisstöðu Flugleiða erfiða. Sigurður sagði að verið væri að endurskoða Norður-Atlantshafs- flugið og miðað væri við að ákveðnar tillögur lægju fyrir eftir nokkra mánuði. Hann sagði að ekki yrði dregið úr flugi á leiðinni á þessu ári en verið væri að at- huga hvert umfang flugsins ætti að vera á árinu 1989 og ljóst að þar yrði um samdrátt að ræða ef rekstrarskilyrði breyttust ekki til batnaðar. Hann sagði aðspurður að ekkert lægi fyrir um breytingu á flugvélakosti félagsins á þessari leið þótt slíkt væri alltaf í skoðun; einu ákvarðanimar um flugvéla- kaup væru á tveimur Boeing 737- 400-vélum sem nota ætti í Evrópu- flug. Sigurður sagði að annar rekstur félagsins, bæði Evrópuflug og inn- aniandsflug, hefði gengið vel og hefði eigið fé Flugleiða aukist og væri nú 1.184 milljónir króna. Heildarveltan á síðasta ári nam 8,2 milljörðum, sem er 19,8% / DAG kl. 12.00: Heimitd: Veóurstofa Islanda (Byggt á veðurspá kl. 16.16 I gær) I/EÐURHORFUR I DAG, 1S.3. '88 YFIRLIT í gær: Yfir Skotlandi er 970 mb lægð og önnur álíka um 800 km suöur af Hornafirði og þær hreyfast báðar austur. Yfir norðaustur Grænlandi er 1.025 mb hæð. SPÁ: Allhvöss norðanótt austast á landinu en norðaustan eða austan kaldi víðast annars staðar. Él verða á Norðaustur- og Aust- urlandi og á annesjum norðanlands, en bjart verður að mestu sunn- anlands og vestan. Frost 3—7 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Austan- eða norð- austanátt og talsvert frost um mestallt landið. Él á annesjum norð- anlands og austan og vestur með suðurströndinni, en annars úr- komulítið. y. Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / •» / * / * / Slydda * * * * * * * Snjókoma 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur _Skafrenningur |T Þrumuveður aukning milli ára. Heildarfar- þegafjöldi var 872.774 sem er 13,6% aukning og 25% aukning var á fraktflutningum. Á árinu störfuðu að meðaltali 1.716 starfs- menn hjá Flugleiðum og launa- greiðsiur námu 1.926 milljónum króna. Á aðalfundi Flugleiða, sem haldinn verður 22. mars nk., mun stjóm félagsins leggja til að greiddur verði 10% arður og að hlutafé verði aukið um 50% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa, þannig að hlutaféð hækki úr 315 í 472,5 milljónir. Bretland: 54 krónur fyr- ir þorskkílóið KLAKKUR VE seldi 208 tonn í Grimsby i gær fyrir 11,6 milljónir króna. Meðalverð var 55,30 krón- ur. Bergey VE seldi 141 tonn í Hull í gær á 8,2 milþ'ónir króna. Meðalverð var 68,35 krónur. Uppi- staðan í afla beggja var þorskur og seldist hann á 54 króna meðal- verði. I Bretlandi voru seld í fyrradag 349 tonn af fiski úr gámum á 22,2 milljónir króna. Meðalverð var 63,73 krónur. Uppistaðan af fískinum var 136 tonn af þorski sem seldist á 58,55 króna meðalverði, 107 tonn af ýsu, sem seldist á 66,43 króna meðalverði og 63 tonn af kola sem seldist á 76,81 króna meðalverði. xm VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri +3 alskýjeð Reykjavík +2 alskýjað Björgvin 2 lóttskýjað Helsinki +3 snjókoma Jan Meyen +7 snjókoma Kaupmannah. 1 alskýjað Narssarssuaq +2 snjókoma Nuuk +10 skýjað Ósló 0 léttskýjaö Stokkhólmur 0 þokumóða Þórshöfn 4 skýjað Algarve 20 lóttskýjað Amsterdam 9 rígnlng Aþena vantar Barcelona 14 mistur Berlín 2 snjókoma Chicago +8 léttskýjað Feneyjar 14 þokumóða Frankfurt 8 alskýjað Qlasgow E rignlng Hamborg 1 snjókoma Las Palmas 20 léttskýjað London 11 rigning Los Angeles 11 skýjað Lúxemborg 7 rigning Madríd 16 mistur Malaga 22 heiðskirt Mallorca 17 skýjað Montreal +2 snjókoma New York vantar Parls 10 skýjað Róm 16 skýjað Vín 1 slydda Washington +2 skýjað Winnipeg +10 alskýjað Vaiencia 22 hefðskfrt Lést í um- ferðarslysi Akraneal. MAÐURINN sem lést í umferðar- siysi síðastliðinn föstudag hét Pétur Torfason. Pétur var bóndi að Höfn í Mela- sveit. Hann var 88 ára gamall og lætur eftir sig eiginkonu og upp- komin fósturböm. -J.G. Borgarráð: Beðið með byggingu ammoníaks- geymisins BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt, að beðið verði með að byggja nýjan ammoníaks- geymi við Aburðarverksmiðju rikisins i Gufunesi, þar til hag- kvæmnisathugun á rekstri verksmiðjunnar hefur farið fram. Borgarráð telur jafn- framt rétt að taka undir til- mæli Almannavamanefndar Reykjavíkur að ekki verði flutt til landsins ammoníak á vegum verksmiðjunnar að sinni. f samþykkt borgarráðs segir: „Borgarráð samþykkir að taka undir ályktun Almannavarna- nefndar Reykjavíkur um rekstur Áburðarverksmiðju ríkisins. Jafnframt telur borgarráð rétt, að bíða með að ráðast í byggingu á nýjum kældum ammoníaks- geymi fyrir verksmiðjuna þar til hagkvæmnisathugun, sem til stendur að gera og óskað er eft- ir að hraðað verði, hefur átt sér stað.“ í bókun Sigrúnar Magnús- dóttur, borgarfulltrúa Framsókn- arflokksins, við afgreiðslu máls- ins kemur fram hún tekur heils- hugar undir allar tillögur er tryggja öryggi borgarbúa. Hún vekur athygli á að hætta stafi af fleiri fyrirtækjum en Áburðar- verksmiðjunni, þar sem áður fyrr voru gerðar aðrar öryggiskröfur til fyrirtækja. Meðal annars stafí hætta af notkun norður- suður- brautar á Reykjavíkurflugvelli og þvl spuming hvort borgaryfir- völd eigi ekki nú þegar, að beina því til flugyfirvalda, að nota brautina einungis í neyðartilfell- um þar til innanlandsflug verði flutt til Keflavíkurflugvallar eins og Framsóknarflokkurinn hefur lagt til. íslendingar og Bandaríkjamenn: Skipst á tillögum um vísindanefnd hvalveiðiráðsins ÍSLENDINGAR og Bandaríkjamenn hafa skipst á drögum að sameigin- legum tillögum þjóðanna um breytingar á vísindanefnd Alþjóðahval- veiðiráðsins, i samræmi við niðurstöðu fundar í Washington í síðasta mánuði. íslendingar unnu að áætlun um að nefndin taki tillit til vist- kerfis sjávarins í heild þegar fjallað er um hvalarannsóknir og hval- veiðar og Bandaríkjamenn gerðu tillögur að breytingum á uppbygg- ingu vísindanefndarinnar. Að sögn Guðmundar Eiríkssonar þjóðréttarfræðings eru tillögur fs- lendinga m.a. 1 því fólgnar að sér- stakur liður verði í starfsáætlun vísindanefndarinnar þar sem stærð hvalastofna verði metin með tilliti til vistfræðilegs samhengis og I öðru lagi hvaða áhrif breytingar á stofn- stærðinni, bæði fækkun og fjölgun dýra, kunni að hafa á heildarvist- kerfí sjávaríns. Guðmundur sagði að tillögur Bandaríkjanna miðuðu m.a. við að umQöllun í undimefndum vfsindanefndarinnar yrði minnkuð svo starf nefndarinnar verði virkara. Guðmundur sagði að hvor aðili um sig myndi nú skoða drög hins en ekki væri búið að ákveða endan- lega í hvaða formi síðari umfjöllun verður. Næsti ársfundur Alþjóða- hvalveiðiráðsins verður haldinn í lok maí, en fundur vísindanefndarinnar verður I byijun maí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.