Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988
Flutningahöfn
framtíöarinnar
Vatnagarðar
KJettui
'Athafnasvæði
Eimskips
Kleppsvík
f" AthafnasvæðiX
)) Skipadeildar SÍS
Morgunblaðið/ GOl
Yfirlitskort af athafnasvæði Reykjavíkurhafnar við Sundahöfn.
Reykjavíkurhöf n:
Flutningahöfn
til framtíðar
REYKJAVÍKURHÖFN er elsta höfn landsins og má rekja form-
lega stofnun hennar aftur til ársins 1855, þegar gefin var út
reglugeð um stofnun hafnarnefndar. Sögu hennar má þó rekja
aftur í aldir og sjálfsagt allt aftur til landnámsaldar, ef menn
gefa sér þá forsendu að sjósókn hafi verið stunduð af Ingólfi
Arnarsyni og hans mönnum. í janúar 1856 var hins vegar fyrsti
fundur hafnarnefndar og árið 1911 voru samþykkt lög fyrir
Reykjavíkurhöfn, sem jafnframt voru fyrstu hafnarlög á landinu.
A grundvelli þeirra laga var hafist handa við gerð þeirrar hafn-
ar sem við þekkjum í dag. Hún hefur siðan verið helsta f lutninga-
höfn landsins og stöðugt elfst að vexti og viðgangi uns nauðsyn-
leg reyndist að víkka út athafnasvæðið. Árið 1968 var fyrsti
áfangi Sundahafnar tekin í notkun og áframhaldandi uppbygging
þar hefur verið og verður helsta verkefni hafnarsfjórnar
Reykjavíkur í nánustu framtíð.
I tenglsum við vinnu að aðalskipulagi fyrir Reykjavík fyrir
árin 1984 til 2004 hefur á vegum hafnarstjórans í Reykjavík ver-
ið unnið verkefni er nefnist „Flutningahöfn til framtíðar“, þar
sem leitast er við að skapa sem traustastan grundvöll að skipu-
lags- og hönnunarforsendum fyrir flutningahöfn í Reykjavík.
Gunnar B. Guðmundsson hefur gegnt starfi hafnarsijóra í
Reykjavík siðastliðin 23 ár og í eftirfarandi viðtali gerir hann
nánari grein fyrir þeirri framtíðarsýn varðandi Reykjavíkurhöfn,
sem fram kemur í skýrslu starfshóps, sem vann að verkefninu.
Gunnar sagði að í aðalskipulagi
Reykjavíkur, 1962 til 1983, hafi fyrst
verið tekin ákvörðun um að aðal-
flutningahöfn borgarinnar flyttist
inn í Viðeyjarsund. Eftir að fyrsti
áfanginn var tekinn í notkun, í
Vatnagörðum 1968, hefðu umsvifín
þar aukist smám saman og nú væru
nær allir almennir voruflutningar
komnir þangað. „Sundahöfn köllum
við allt svæðið, frá Laugamestöngum
og inn í Grafarvog, en ekki bara
Vatnagarða, eins og alger.gt er, “
sagði Gunnar. „A undanfömum
tveimur árum höfum við verið að
vinna að athugun á hvemig og hve
ört við þyrftum að byggja þessa
hafnaraðstöðu upp. Vinnuhópurinn,
sem vann undir stjóm Hannesar
Valdimarssonar aðstoðarhafnar-
stjóra, leitaðist við á grundvelli töl-
fræði, upplýsinga, spásagna og
líkinda að skapa sem traustastan
grundvöll að skipulags og hönnunar-
forsendum fyrir flutningahöfn í
Reykjavík."
Áætlanasigling'ar
„Reykjavíkurhöfn hefur fyrst og
fremst verið aðal innflutningshöfn
landsins og er það enn. Smám saman
hefur hún, fyrir tilstilli nýrrar flutn-
ingatækni, einnig verið að verða
meiri og meiri útflutningshöfn, það
er að segja umskipunarhöfn fyrir
útflutningsafurðir. Þetta byggist
einkum á því að flutningamir hafa
í síauknum mæli farið yflr í áætlana-
siglingar, sem krefjast mun meiri
nákvæmni í tímasetningu og vinnu-
brögðum heldur en áður var, þegar
skipin fóru á litlu hafnimar um-
hverfis landið, og þurfu jafnvel að
sæta lagi til að komast að bryggju
vegna veðurs. í áætlunarsiglingum
gengur það hins vegar ekki heldur
verða menn að fylgja ákveðinni
tímaáætlun. Stórvirkustu tækin í
flutningakeðjunni eru skipin, sem
kosta hundruðir þúsunda á dag og
þau verða helst að skila stöðugum
afköstum. í krafti þessara áætlana-
siglinga .hefur Reykjavíkurhöfn
áfram haldið stöðu sinni sem helsta
innflutningshöfn landsins og jafn-
framt hefur hún aukið hlutdeild sína
i útflutningi, sem áður fór kannski
beint frá framleiðsluhöfnunum,"
sagði Gunnar.
„Niðurstaðá vinnuhópsins var því
sú að styrkur Reykjavíkurhafnar,
bæði nú og til frambúðar, byggðist
á því að búa sem best að þessum
áætlunarsiglingum. Reyndar má
segja að uppbygging síðustu ára
hafí beinst að því að bæta aðstöðu
þeirra sldpafélaga sem annast þessar
siglingar, sem nú eru fyrst og fremst
Eimskip og Skipadeild SIS. Strand-
flutningar eru auðvitað einnig mikil-
vægir í þessu sambandi, en þá ann-
ast nú þessi tvö skipafélög auk Ríkis-
skips. Auk þess tengjast nú sífellt
fleiri staðir á landinu Reykjavík með
landflutningum."
Gámaflutningar
„Samhliða þessári breytingu á
flutningakerfínu hefur orðið mikil
breyting á flutningatækni. Nær öll
stykkjavara og margt annað er nú
eingöngu flutt í gámum. Sem dæmi
um aukninguna á allra siðustu árum
get ég nefnt að árið 1982 fóru 45.600
gámaeiningar um Reykjavíkurhöfn,
en árið 1986 voru þær orðnar
114.500, eða um 250% aukning á
fímm árum. Á síðasta ári lætur nærri
að um 150 þúsund gámaeiningar
hafí farið um Reykjavíkurhöfn. í
skipulagstillögu okkar er að sjálf-
sögðu tekið mið af þessari nýju flutn-
ingatækni enda augljóst, að gáma-
flutningar í stórum stíl eru ekki
framkvæmanlegir nema á þeim
farmstöðvum þar sem hægt er að
koma við stórvirkum tækjum, og þá
fýrst og fremst gámakrönum, eins
og Jaka Eimskipafélagsins. Slíkur
krani á að geta afkastað frá 50 þús-
und til 90 þúsund gámaeiningum á
ári þannig að miðað við 150 þúsund
einingar þyrfti 2 til 3 gámakrana."
Framtíðarþróun
„Til að gera sér grein fyrir þróun
þessara mála til framtíðar var hann-
að tölvulíkan til að áætla heildar-
flutningsmagn til og frá landinu, en
því tengjast síðan skipastærðir, við-
leguijöldi og landrými. Flutningun-
um er síðan skipt í áætlanasiglingar
og stórflutninga. Hlutur Reykjavík-
urhafnar í þessum flutningum er
síðan áætlaður með hliðsjón af þróun
síðustu ára og er háð því að á hveij-
um tíma séu mannvirki til reiðu og
að þjónusta hafnarinnar og annarra
stofnanna og fyrirtækja sé jafn góð
eða betri en hjá samkeppnisaðilum.
Almenn flutningaspá okkar var
unnin til 10 ára eða til ársins 1996.
Sú spá var síðan framlengd um 10
og 20 ár, en ljóst er að taka verður
slíka framlengingu með miklum fyr-
irvara. Hins vegar er slík langtím-
aspá nauðsynleg til að tryggja að
hafnarsvæði, sem valin verða, hafi
vaxtarmöguleika til að mæta framt-
íðarþörfum.
Flutningaspá okkar miðar sem
sagt við það, að árið 1996 muni flutn-
ingamagn sem um er fjallað nema
um 900 þúsund tonnum í útflutningi
og um 790 þúsund tonn í innflutn-
ingi. Samtals er þetta 1.690 þúsund
tonn til og frá landinu og af þessu
magni er áætlað að rúmlega 965
þúsund tonn fari um Reykjavíkur-
höfn, þar af um 700 þúsund tonn í
áætlanasiglingum.
Áætlað er að lengd stærstu gáma-
skipa í íslandssiglingum verði um
130 metrar og djúprista um 6,5
metrar. Skip fara að öllum líkindum
stækkandi og eru tilsvarandi stærðir
Hluti af gömlu höfninni í Reykjavík. Efst til vinstri er Miðbakkinn,
þar sem Geirsgata mun liggja samkvæmt skipulagstillögu Kvosarinn-
ar.
Guunar B. Guðmundsson hafnarstjóri á svölum Hafnarhússins, þar
sem hafnarstjóm hefur aðsetur. í baksýn er Austurhöfnin og lengra
í austur má sjá inn til Sundahafnar.
upp úr aldamótum áætlaðar um 160
metrar með 9,5 metra djúpristu. Um
450 metra hafnarbakkalengd er talin
nægjanleg til afgreiðslu gámaskipa
1996, en hafnarbakkaþörf eykst í
samræmi við lengd skipa.
Rýmisþörf farmstöðva ræðst af
vörumagni, þéttleika röðunar í
geymslur og geymslutíma. Gáma-
völlur er lykilsvæði farmstöðvar, sem
gámar fara um og honum eru tengd
uppskipunarsvæði, sérhæfð
geymslusvæði, fyllingar- og tæming-
arsvæði fyrir gáma. Á jaðarsvæðum
farmstöðva er gert ráð fyrir ýmnis
konar stjómunar- og þjónustustarf-
semi. Áætlað er að stærð farmstöðva
áætlunarútgerða verði um 274 þús-
und fermetrar árið 1996 og fari yfir
400 þúsund fermetra upp úr næstu
aldamótum."
Skipulagstillagan
Niðurstöður skipulagstillögunnar
eru í stuttu máli þessan
Flutningahöfn í Reykjavík er
flutningamiðstöð landsins í krafti
þess að þar er miðstöð áætlanasigl-
inga milli landa og á strönd. í
Reykjavíkurhöfn eru farmstöðvar
skipafélaga sem stunda þessar sigl-
ingar og er starfsemi þeirra aðal-
tekjulind hafnarsjóðs. Þessi skipafé-
lög flytja þá vöru sem fellur í hæsta
flokk vörugjalda og skapa grunn að
tekjum af skipum og tiyggja stöðuga
leigu af landi. Niðurstöður flutninga-
spár eru að hlutur áætlanasiglinga
í flutningum til og frá landinu muni
fara vaxandi og þar með hlutdeild
Reykjavíkurhafnar. Meginverkefni
hafnarinnar hlýtur að vera að styrkja
stöðu þessara flutninga með skipu-
lagsaðgerðum og mannvirkjagerð.
Skipulagstillaga hafnarsvæða í
Sundahöfn tekur því fyrst og fremst
mið af þörfum áætlanasiglinga fyrir
viðlegur og land.
Hvað varðar áætlanasiglingar er
miðað við tvö skipafélög í áætlana-
siglingum milli landa. Flutningar í
gámum verða allsráðandi. Klepps-
bakki og Holtabakki eru hannaðir
með gámaflutninga í huga og mun
þróun hafnarsvæða næsta áratug
taka mið af legu þeirra. Strandflutn-
ingar, hvort sem þeir eru á vegum
ofangreindra skipafélaga, eða sérs-
takrar útgerðar eins og Ríkisskips,
verður að vera í sem nánustum
tenglsum við millilandasiglingar.
I niðurstöðum flutningaspár um
landþarfír er lögð áhersla á að skipu-
lag þurfi að vera sveigjanlegt, þann-
ig að fjárfestingin skili mestri arð-
semi. Höfnin velur ekki tæknilegar
leiðir eða þjónustu sem útgerðimar
vilja bjóða, en þarf að bjóða upp-
byggingarleiðir sem tryggja hag-
kvæm vinnubrögð. Þetta er í skipu-
lagstillögu leyst á þann hátt að nú-
verandi farmstöðvar geti stækkað
og þróast óhindrað. Land má gera í
áfögnum eftir þörfum og hagkvæmni
og fella að landrýmisþörfum fyrir-
tækjanna hvetju sinni. Til að upp-
fylla rýmisþörf er lagt til að svæði