Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988
Afmæliskveðja:
Dr. Haraldur Matthías-
son, Laugarvatni
Áttræður er í dag dr. Haraldur
Matthíasson, fv. menntaskólakenn-
ari á Laugarvatni, fæddur á Gvend-
ardag, 16. mars 1908. Þáttur hans
í sögu Menntaskólans að Laugar-
vatni um nærfellt 30 ára skeið er
gildari en svo að gert verði skil í
stuttri afmæliskveðju, enda er það
ekki ætlun mín. En nokkrar minn-
ingar í tilefni afmælis hans langar
mig að færa í orð, svo sem í þakkar-
skyni fyrir langa samfylgd, raunar
bæði í beinum skilningi og óbeinum.
Þegar ég ri§a upp kynni okkar
Haralds kemur í hugann atvjk sem
varð fyrir tæplega 31 ári. Ég var
þá í hópi 27 glaðra dimittenda er
gengu í fylkingu á fund kennara
sinna líkt og í kveðjuskyni. Harald-
ur bauð okkur öllum inn og flutti
þar stutta ræðu sem ég tel mig
muna enn býsna glöggt, efnislega.
Hann kvaðst vilja ráðleggja okkur
að hafa ætíð eitthvert viðfangs- og
hugðarefni utan hins daglega,
venjubundna verksviðs, hvert svo
sem framtíðarstarf okkar kynni að
verða. Vitaskuld væri það, sagði
hann, gæfa hvers manns að hijóta
starf í samræmi við áhuga sinn og
atgervi. En hitt væri bæði óvenju-
legt og tæpast eftirsóknarvert að
gangast svo fullkomlega upp í
hversdagsstörfum að ekkert annað
kæmist að. Nú er þetta auðvitað
ekki nein einkakenning Haralds.
En ég rifja haná upp af tveimur
ástæðum: Honum tókst að koma
henni til skila á þann hátt að aldrei
hefur gleymst, og það er ég honum
enn í dag þakklátur fyrir. Og nán-
ari kynni hafa sannfært mig um
að Haraldur hefur öðrum betur
kunnað að lifa samkvæmt þessari
kenningu.
Sé litið yfir starfsævi Haralds
hlýtur það að vekja furðu hve miklu
hann hefur komið í verk. Hann lauk
kennaraprófi 22 ára gamall 1930,
lærði hraðritun og starfaði sem
þingritari á Alþingi í 21 ár
(1930—51) og á sama tíma vann
hann skrifstofustörf hjá Skipaút-
gerð ríkisins. Þá stundaði hann
reglulega íþróttir og vann að
íþróttamálum. Jafnframt öllu þessu
vann hann meira og minna við land-
búnaðarstörf og um skeið við jarð-
vinnslu.
Skömmu eftir að Haraldur flutt-
ist að Laugarvatni tók hann að
stunda ferðalög um landið ásamt
Kristínu konu sinni. Þar eignaðist
hann hugðarefni sem féll að áhuga
hans og aðdáun á landi og sögu.
Munu fáir hafa ferðast meira en
þau hjón um byggðir og óbyggðir
iandsins. Það er ólýsanleg reynsla
að ferðast með þeim á fjöllum. Og
ævinlega verð ég þakklátur fyrir
að fá að njóta öræfanna í samfylgd
þeirra í ferð kringum Langjökul
sumarið 1974. — Kunnáttu Haralds
í fjaligöngum og þekkingar á lands-
lagi nutu nemendur hans árlega í
haustferðum menntaskólans um
langt skeið.
I Ferðafélagi íslands hefur Har-
aldur látið mjög að sér kveða, og
eru þar aðrir kunnugri en ég. Af-
köst hans má nokkuð marka af því
að hann hefur ritað a.m.k. fimm
heilar árbækur félagsins og þætti
í fleirum og auk þess 50 ára sögu
félagsins 1977. Það mun vera álit
margra að í þessum ritum hafi
Haraldur notið sfn einna best. Lýs-
ingum á íslensku landslagi og leið-
um hefur hann ekki talið annað
hæfa en gegnvandað mál og meitl-
aðan stíl, enda er varla ofsagt að
hann fari þar stundum á hreinum
kostum: sem dæmi nefni ég þáttinn
Fomar landlýsingar í Árbók 1961
og inngang að sögu Ferðafélagsins
1977. Það er fagnaðarefni að stjórn
Ferðafélagsins hefur ákveðið að til-
einka Haraldi næstu árbók í viður-
kenningar- og þakklætisskyni fyrir
margvísleg störf f þágu félagsins,
að því er lesa má í nýútkomnu
fréttabréfi þess.
Ritstörf Haralds er annars of
langt mál upp að telja. Nefna vil
ég hið yfirgripsmikla rit hans um
staðfræði Landnámu er út kom í
tveimur bindum 1982, og þýðingu
hans á sögustaðalýsingum Kálunds
í §órum bindum 1984—86. í fræði-
mennsku sinni sem annars staðar
hefur Haraldur farið nokkuð eigin
leiðir. Rit hans Landið og Land-
náma lýsir meiri staðþekkingu en
nokkur annar Landnámufræðingur
hefur aflað sér — og víða lítt bifan-
legri trú á heimildargildi landnám-
slýsinga.
Þetta mun hann allt hafa talið
til hins hversdagslega því að aðal-
hugðarefni hans var af öðrum toga,
þ.e. íslensk tunga, saga og gullald-
arbókmenntir, einkum þó tungan,
samband ritmáls og talmáls og
stíltegundir. Og þar kom að hann
einsetti sér að fylgja þessu hugðar-
efni sínu eftir með fræðilegri rann-
sókn. Til þess þurfti hann að vísu
að ljúka bæði stúdentsprófi og há-
skólaprófí, en slíka smámuni lét
hann ekki hindra sig. Samhliða fullu
starfi, með fjölskyldu og vaxandi
ómegð, lauk hann stúdentsprófi
utan skóla við Menntaskólann í
Reykjavík 1948 og kandídatsprófi
í íslenskum fræðum 1951, á
mettíma og með hinum besta vitnis-
burði. Doktorsprófi frá Háskóla ís-
lands lauk hann svo 1959, með rit-
inu Setningaform og stíll, allt sem
áður ásamt fullu starfí og síðast
húsbyggingu í ofanálag.
Haustið 1951 réðst Haraldur
kennari að Héraðsskólanum á
Laugarvatni og kenndi þá einkum
við framhaldsdeildir þær, er voru
undanfari menntaskólans. Ekki var
því að heilsa að lagt væri til hús-
næði er nægði sex manna fjöl-
skyldu, og varð að búa mjög þröngt.
En Haraldur gerði sér sem endra
nær lítið fyrir og reisti stórt, tvílyft
einbýlishús, er hann nefndi Stöng,
á árunum 1954—55. Árið 1955
varð hann fastur kennari við
Menntaskólann að Laugarvatni og
hélt því starfí til 1977, og stunda-
kennari við skólann var hann til
1982.
Það háði menntaskólanum á
fyrstu árum hans, að vegna fá-
mennis var örðugt að fá til hans
sérmenntaða kennara í öllum grein-
um. Haraldur átti verulegan þátt í
að leysa þann vanda um sinn —
með ósérhlífni sinni. Hann lét sig
ekki muna um að læra helstu grein-
ar náttúrufræðinnar til að geta
kennt þær við skólann, og dönsku
og latínu kenndi hann árum saman.
Á seinni árum kenndi hann þó eink-
um sérgreinar sínar, íslensku og
sögu. Dugnaður og samviskusemi
einkenndi kennslu hans, í framsetn-
ingu og meitluðu orðfæri var hann
nemendum sínum mikils verð fyrir-
mynd. Mun þar ýmsum hafa þótt
nógu langt gengið, en mig grunar
að slíkt sé af ásettu ráði gert og
svo sem til mótvægis við þá al-
gengu áráttu að vanmeta og rengja
öll munnmæli rannsóknarlaust.
Hinu merka starfí Haralds við
að bjarga frá glötun dýrmætri vitn-
eskju um atvinnuhætti og vinnu-
brögð fyrri kynslóða í sveitum
landsins fékk alþjóð að kynnast í
sjónvarpsþáttunum í dagsins önn.
Og um langt árabil hefur hann
starfað við skráningu þjóðhátta fyr-
ir Þjóðminjasafnið.
Haraldur hefur verið gæfumaður
í einkalífí. Hann kvæntist 1944
Kristínu S. Ólafsdóttur, og það vita
kunnugir að hjónaband þeirra er
fagurt dæmi um gifturíka sam-
fylgd. Böm þeirra urðu fjögur, öll
efnis- og mannkostafólk. En „sorg-
in gleymir engum". Yngri sonur
þeirra, Matthías, afburða náms- og
atgervismaður, lést um aldur fram
árið 1981.
Um leið og ég þakka Haraldi
ánægjuleg kynni og samfylgd áma
ég honum og Kristínu og bömum
þeirra, Jóhönnu, Ólafi og Þrúði, og
fjölskyldum þeirra, heilla og far-
sældar í tilefni áttræðisafmælisins.
Kristinn Kristmundsson
Það er ótrúlegt, en satt: Dr.
Haraldur Matthíasson er áttræður
í dag. Þó fínnst mér hann vera al-
veg eins og hann var fyrir meira
en hálfum fímmta áratug, þegar
ég sá hann fyrst, fáum árum áður
en hann kvæntist systur minni
Kristínu Sigríði, grannur, teinréttur
og skarpleitur. I farsælu hjónabandi
varð þeim fjögurra bama auðið,
tveggja dætra og tveggja sona.
Yngri sonurinn dó langt um aldur
fram, en hin systkinin þtjú eru
dugandi borgarar í blóma lífsins.
Haraldur fæddist að Háholti í
Gnúpvetjahreppi 16. marz 1908.
Hann er einn af fímm bömum
Matthíasar Jónssonar bónda og
konu hans Jóhönnu Bjamadóttur,
sem lengi og síðast bjuggu að Fossi
í Hrunamannahreppi. Ekki þykist
ég halla á öðlinginn Matthías, þótt
ég segi, að móðir dr. Haralds hafí
verið einhver gáfaðasta kona, sem
ég hef kynnzt.
Eins og vænta má af ætt og
uppruna, ólst Haraldur Matthíasson
upp í sveit og lá þar hvergi á liði
sínu. Sat hann t.d. heilt sumar á
jarðýtu og sléttaði land á bújörð
foreldra sinna. En allt stuðlaði að
því, að strax sem ungur sveinn
hneigðist hann til bókar. Fyrsti
áfanginn á menntabraut var sá, að
Haraldur lauk kennaraprófí 22 ára
gamall. En þá hófst langur kafli í
ævi hans, sem einhver kynni að
kenna við brauðstrit. Til dæmis
vann hann almenn skrifstofustörf
drýgstan hluta fímmta áratugarins.
Að þeim ólöstuðum telur Haraldur
annan starfa hafa gefið sér meira:
Hann var þingskrifari í 22 ár.
Kveðst hann sízt hvafa viljað missa
af þeirri lífsreynslu. Við þær skrift-
ir varð hann m.a. vitni að þingrof-
inu fræga 14. apríl 1931 og er nú
einn til frásagnar um rás atburða
þann dag innan veggja Alþingis.
Hvað sem öðru leið, lá Haraldur
alltaf í bókum. Hann var snemma
þrautlesinn í íslenzkum fomritum
af öilu tagi og hvers kyns öðmm
þjóðlegum fræðum og gerþekkir
sögu lands og þjóðar. Það dugir
víst ekki að kveina, en slíkt er minni
Haralds, að vafalaust finna fleiri
en ég til smæðar sinnar í návist
hans, þegar hann ræðir hugðarefni
sín.
Nú gerast mikil tíðindi. Haraldur
Matthíasson tekur til við að búa sig
undir stúdentspróf utan skóla. Á
þv( voru engin vettlingatök. Ég sé
Harald enn fyrir mér, þar sem hann
sat með dolk í annarri hendi og oft
með grátandi bam á hné sér og las
af fágætri einbeitni. Hann lauk
prófi með sóma frá Menntaskólan-
um í Reykjavík og stóð þá á fer-
tugu. Skylt er að geta þess með
þökk, að dr. Bjöm heitinn Guð-
finnsson hratt Haraldi út í þetta
ævintýri, og blessuð sé minning
hans.
Þrem árum síðar útskrifaðist
Haraldur sem cand. mag. í íslenzk-
um fræðum frá Háskóla íslands.
Doktorsprófí lauk hann frá sama
skóla 1959. Ritgerðin heitir Setn-
ingaform og stíll og fjallar á frum-
legan hátt um eðli aukasetninga.
Að kandídatsprófi loknu fluttust
þau Haraldur og Kristín ásamt
bömum sínum að Laugarvatni, þar
sem Haraldur hóf kennslustörf við
héraðsskólann. En síðar kenndi
hann við Menntaskólann að Laugar-
vatni, eftir að hann var stofnaður,
allar götur þar til, að Haraldur lét
af störfum fyrir aldurs sakir. Var
hann alla tíð virtur jafnt af nemend-
um sem samkennumm. En eftir
áratuga kennslu settist Haraldur
sjálfur ásamt konu sinni á skóla-
bekk og lærði bókband. Ekki veitti
af. Þó að mörg bókin skarti á heim-
ili þeirra hjóna, er annað eins óinn-
bundið. Sjálfsagt er það fágætt
utan bókasafna, ef ekki einsdæmi,
að Haraldur á dagblaðið Tímann
frá upphafi til þess dags, er nafni
hans var breytt um skeið. Er allt
þetta safn fagurlega innbundið eft-
ir árgöngum.
Fyrst í stað bjó Haraldur með
íjölskyldu sinni í útihúsi, síðar í
kjallara héraðsskólans, en þar kom,
að þau Kristín reistu sér á staðnum
myndarlegt einbýlishús, þar sem
þau eiga heima enn. Einnig komu
þau sér upp litlum sumarbústað að
Fossi og hafa átt þar marga
ánægjustundina.
Á yngri árum sínum var Harald-
ur Matthíasson ötull íþróttamaður
og starfaði árum saman að íþrótta-
málum. Ef til vill lýsir nokkuð
áhuga hans í þeim efnum heilla-
skeyti eitt, sem þeim hjónum barst
á brúðkaupsdegi frá félögum Har-
alds: „Fyrst þolhlaup, þá sprett-
hlaup, nú brúðhlaup."
Haraldur Matthíasson er ekki
einungis íþrótta-, fræði- og málvís-
indamaður, heldur og mikilvirkur
rithöfundur og meistari íslenzkrar
tungu. Hann samdi mikið rit um
staðfræði Landnámabókar. Það
kom út í tveimur bindum 1982 og
heitir Landið og Landnáma. í fram-
haldi af því lét Haraldur sig ekki
muna um það að þýða á íslenzku
geysilegt rit, Bidrag til en histor-
isk-topografísk Beskrivelse af Is-
land, eftir Kristian Kaalund. Það
kom út í fjórum bindum 1984—
1986: íslenzkir sögustaðir.
Haraldi Matthíassyni er margt
til listanna lagt, en auk þess er
hann einhver mesti ferðagarpur,
sem uppi er á íslandi. Allt frá
bemsku heillað landið þennan
mann. Hann hefur margsinnis
kembt það homanna á milli þvert
og endilangt frá dýpstu dölum og
upp á efstu tinda, þekkir jafnt
byggð sem óbyggðir og er með ólík-
indum minnugur á ömefni og kenni-
leiti. Það er ævintýri að ferðast
með Haraldi Matthíassyni, og hef
ég þó gert allt of lítið af því. Ef
guð lofar, eins og Haraldur orðar
það sjálfur, fer hann næsta sumar
sína 30. ferð sem leiðsögumaður á
söguslóðir Njálu. Yfír ferðum Har-
alds öllum er sérstök heiðríkja, og
aldrei fer hann svo úr byggð, að
ekki sé kona hans Kristín með í för.
Um Harald má segja, að hann
lesi landslagið og geymi í trúu minni
sínu eins og annað. En hann ætlar
þetta yndi fleirum en sjálfum sér.
Hann hefur skrifað fimm af árbók-
um Ferðafélags íslands og að auki
sögu þess. Það er þvf engin tilvilj-
un, að dr. Háraldur er heiðursfélagi
Ferðafélagsins. Þá skal þess og
getið, að Haraldur var í fyrra
sæmdur íslenzku fálkaorðunni.
Mál er að linni, og er mér þó
farið líkt og Agli forðum, að „mærð-
ar efni vinar míns . . . valið liggja
tvenn ok þrenn á tungu mér“.
Þegar ég að lokum lít um öxl,
þekki ég engan mann, sem líkist
meira en Haraldur Matthíasson
Einbúa Stephens G., sem engin
veður hagga.
Heill sé Haraldi áttræðum.
Ólafur M. Ólafsson
Á áttræðisafmæli dr. Haralds
Matthíassonar lít ég í huganum
yfir farsæla ævi hans. Haraldur
fæddist í Háholti í Gnúpveijahreppi
í Ámessýslu. Foreldrar hans vom
sæmdarhjónin Matthías Jónsson og
Jóhanna Bjamadóttir, sem lengst
af bjuggu á Skarði í Gnúpverja-
hreppi. Börn þeirra hjóna vom fimm
og er Haraldur næstelstur. Fleiri
vom þó að jafnaði í heimili því ófá
böm nutu þess að búa á heimilinu
í lengri eða skemmri tíma. Þau
hjónin vom orðlagt gáfufólk og
lögðu mikla áherslu á íslenska
menningu. Hallaðist ekki á um
myndarbrag og menningu á heimil-
inu.
Haraldur fór í Kennaraskóla ís-
lands og brautskráðist þaðan árið
1930. Hugur hans stóð til lengra
náms þó að því væri ekki við kom-
ið fyrr en síðar. Að loknu kennara-
prófi starfaði hann meðal annars
sem þingritari á Alþingi og hjá
Skipaútgerð ríkisins. Haraldur sneri
sér að nýju að námi á fímmta ára-
tugnum og tók stúdentspróf árið
1948. Þaðan lá leiðin í nám_ í
íslenskum fræðum í Háskóla ís-
lands og lauk hann cand.mag. prófí
árið 1951 og doktorsprófi 1959.
Kennsla var aðalstarf Haralds,
lengst við Menntaskólann á Laugar-
vatni árin 1953—1973.
Auk kennslustarfa hefur Harald-
ur verið mikilvirkur fræðimaður og
rithöfundur á sviði sögu lands og
þjóðar. Þekkja fáir landið, sögu
þess og tungu betur en hann. Ein-
stök þekking hans á þessu þrennu
samtvinnast listilega í verkum hans.
Verkin em íjölbreytt, meðal annars
má nefna bækur, ritgerðir, greinar,
útvarpsþætti og heimildasöfnun um
forn vinnubrögð. Þótt ég muni ekki
telja upp verk hans hér vil ég minna
á nokkur þeirra: Landið og land-
náma, ritverk í tveimur bindum um
landið og staðfræði þess, gefið út
1982, íslenskir sögustaðir, þýðing
ásamt ítarlegum skýringum á hinu
mikla ritverki P.E. Kristian Kálund:
Bidrag til en historisktopografisk
beskrivelse af Island (1877) gefíð
út í ijórum bindum á ámnum
1984—1986, fjölmargar land- og
ferðalýsingar í árbókum Ferðafélag
íslands og kvikmyndin í dagsins
önn — um fom vinnubrögð, sem
sýnd hefur verið í sjónvarpi og kvik-
myndahúsum.
Mín fyrstu kynni af Haraldi vom
eftirminnileg. Þegar Hekla gaus 5.
maí 1970 bauð dóttir hans, Þrúður,
mér í sérstaka ferð á vegum Ferða-
félags íslands sem skipulögð var
til að sjá gosstöðvamar. Haraldur
og kona hans, Kristín Ólafsdóttir,
vom einnig með í þessari ferð. Á
meðan eldurinn lýsti upp himininn
og náttúmöflin umbreyttu landinu
á stóm svæði skýrðust fyrstu drætt-
imir í mynd minni af þessum stór-
brotna manni, sem stundum minnir
mig sjálfur á eldfjall. Krafturinn
og atorkan em einstök og við fyrstu
kynni er ytra borðið hijúft. Nánari
viðkynning leiðir hinsvegar mikla
hlýju í ljós.
Haraldur kvæntist Kristínu Ól-
afsdóttur árið 1944. Heimili þeirra
á Laugarvatni er hlýlegt, höfðing-
legt og einkennandi fyrir þau bæði.
Þar hef ég átt margar ánægjulegar
stundir og er það einn þeirra staða
sem mér þykir best að koma á. Þau
hjónin em ákaflega samrýnd og
samhent. Oft hef ég komið niður á
morgnana á heimili þeirra, fengið
mér morgunkaffi í eldhúsinu og
heyrt óminn af samræðum þeirra
úr svefnherberginu, en Haraldur
færir konu sinni kaffí í rúmið á
hveijum morgni. Á hverju sumri
ferðast þau saman um landið, bæði
vegna ánægjunnar og ritstarfa
Haralds. Mér er það minnisstætt
að fyrir skömmu barst rigninga-
sumarið mikla l955 í tal einhverra
hluta vegna. í því sambandi velti
Haraldur fyrir sér hvað þau- hjónin
hefðu gert það sumarið. Hvomgt