Morgunblaðið - 16.03.1988, Side 29

Morgunblaðið - 16.03.1988, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 29 Bandaríkin: Viðræður Shultz og Sham- engan arangur menn felldu tvo palestínska mót- estínumanna frá því desember nú mælendur og er tala látinna Pal- kominn upp í 93. Iran-Irak: Barist af heift í borgastríðinu Nikósíu. Reuter. irs bera Washington, Jerúsalem, Reuter. GEORGE Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að honum hefði ekki tekist að telja Yitzhak Shamir á að láta af andstöðu sinni við frið- artillögur Bandaríkjastjórnar. „Við höfum rætt málin fram og aftur en ekki fundið nokkra leið til að brúa bilið milli okkar,“ sagði Shultz að loknum fundi með Shamir. Shamir sagði að enn væri enginn grundvöllur fyrir því að halda alþjóðlega friðarráðstefnu í samræmi við friðartillögur Banda- ríkjastjórnar. Hann hefur áður sagt að undirskrift Shiiltz sé það eina sem hann geti sætt sig við í tillögunum. Gert er ráð fyrir að Shamir hitti Ronald Reagan Bandaríkjaforseta að máli í dag, miðvikudag. Óeirðir héldu áfram á Vestur- bakk'Snum í gær. ísraelskir her- IRAKAR og Iranir börðust áfram af heift í gær. Eldflaugum, fall- byssuskotum og flugvélaskeytum rigndi yfir borgir beggja. „Við ætlum að gera írönskum ráðamönnum ljóst að við ætlum að breyta öllum írönskum borgum í helvíti," sagði talsmaður íraska hers- ins eftir að írakar höfðu skotið fímm eldflaugum á Teheran. Að auki réð- ust íraskar flugvélar á 11 aðrar borgir í íran. Þar á meðal var borg- in Khomein, aðsetur Ayatollahs Kho- meinis, trúarleiðtoga. íranir svöruðu í sömu mynt. Þeir skutu meðal annars 11 eldflaugum á hemaðarlega mikilvægar borgir í suðri, Basra og Nashveh. Talsménn íranska hersins sögðust staðráðnir í að beijast til sigurs en buðust til að hætta árásum á borgir ef írakar gerðu hlé á eldflaugaárásum sínum. Engar tölur hafa borist um mann- fall frá því á sunnudag er borgastríð- ið hófst að nýju eftir tveggja daga vopnahlé fyrir milligöngu Turguts Ozals, forsætisráðherra Tyrklands. Bandaríkin: Reuter Aftöku Willie Jaspers Darden mótmælt í borginni Starke í Flórída. Innfellda myndin er af Darden. Tveir lífiátnir í rafmagnsstól Starke, Flórida. Angola, Louisiana. Reuter. TVEIR sakamenn voru teknir af Iífi í rafmagnsstól í Bandaríkjun- um í fyrrinótt. Samtökin Am- nesty International, sovézki eðl- isfræðingurinn Andrei Sakharov og Jóhannes Páll páfi II höfðu hvatt til þess að lífi annars þeirra yrði þyrmt. Blökkumaðurinn Willie Jasper Darden var líflátinn í ríkisfangels- inu í borginni Starke í Flórída og Wayne Felde í borginni Angola í Louisiana. Báðir höfðu verið dæmd- ir fyrir morð, Darden árið 1973 og Felde árið 1980. Darden hefur haldið fram sak- leysi sínu og hefur því verið haldið fram að hann sé fórnardýr kyn- þáttahaturs. Undir þá skoðun hafa Sakharov og páfi tekið. í kjölfar dauðadómsins hafa komið fram vitni, sem segjast geta staðfest sak- leysi Dardens. en honum var ætíð synjað um ný réttarhöld. Darden var 54 ára og gefið að sök að hafa myrt hvítan kaupsýslumann í borg- inni Lakeland í Flórída. Felde myrti lögregluþjón fyrir áratug er hann var handtekinn fyr- ir meinta ölvun á almannafæri. Hann barðist í stríðinu í Víetnam og reyndi að fá mildan dóm með því að halda því fram að hann hefði beðið varanlegt tjón á andlegri heilsu sinni af völdum stríðsins. Gorbatsjov leggur blóm á leiði Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleið- togi lagði í gær blómsveig á leiði Jósefs Títós, fyrrverandi kommúnistaleiðtoga Júgó- slavíu. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn Sovétleiðtoga i 12 ár, en á sínum tíma lýsti Jósef Stalín, þáverandi einræðis- herra Sovétrikjanna, því yfir að Tító væri svikari við komm- únismann og lét reka Komm- Títós únistaflokk Júgóslavíu úr KO- MINTERN, alþjóðasamtökum kommúnista. Samskipti Sov- étríkjanna og Júgóslavíu hafa batnað til muna síðan. Til marks um það samþykktu leið- togar beggja ríkjanna sameig- inlega yfirlýsingu í gær þar sem kveðið er á um framtíðars- amskipti rikjanna sem og kommúnistaflokka þeirra. Fyrsti fundur varnarmála- ráðherra risaveldanna: Rætt um grundvallar- hugmyndir í vömum austurs og vesturs Bern, Reuter. FRANK Carlucci varnarmála- ráðherra Bandarikjanna og Dmítríj Jazov starfsbróðir hans frá Sovétríkjunum komu í gær til Bemar til fyrstu formlegra viðræðna varnarmálaráðherra risaveldanna. Bæði Carlucci og Jazov sögðust vona að viðræður um vopnaeftirlit, herfræði og fleira myndu reynast gagnlegar og stuðla að bættum samskiptum ríkjanna. Báðir lögðu áherslu á að ekki ætti að ræða fækkun kjarnorkuvopna eða hefð- bundinna vopna. Ráðherrarnir munu hittast í dag í bandaríska sendiráðinu og á morgun í sovéska sendiráðinu. í samræðum við fréttamenn á leiðinni til Bemar tók Carlucci harða afstöðu til Sovétmanna og sakaði þá um mikla hernaðarupp- byggingu þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað. Víetnömsk og kínversk skíp í skotbardaga Bangkok. Reuter. Víetnamar og Klnveijar sök- uðu hvorir aðra um að hafa átt upptökin að skotbardaga á Spratly-eýjum í Suður-Kína- hafi. Deila ríkin um yfirráð á eyjunum, sem eru hernaðar- lega mikilvægar. Að sögn útvarpsins í Hanoi hófu kínversk herskip skothríð á tvö víetnömsk vöruflutningaskip í höfn á Spratlys. Víetnamar hefðu svarað skothríðinni í sjálfsvörn. Útvarpið sagði að Kínveijum bæri að draga skip sín tafarlaust frá eyjunum, þær væru á víetnömsku yfirráðasvæði. Blað kínverska kommúnista- flokksins skellti skuldinni á Víet- nama og sagði þá stöðugt ögra Kínveijum á hafsvæðinu við Nans- ha-eyjar, eins og Kínverjar kalla Spratly-eyjar. Árið 1974 kom til mjög harðra vopnaðra átaka milli Kínveija og Víetnama út af eyjunum umdeildu. Þær eru í nágrenni Paracel-eyja og er talið að þar sé olía í jörð. Kínveijar, Víetnamar, Taiwanir, Malasíumenn og Filippseyingar gera tilkall til hluta beggja eyja- klasanna. — T * *^TÍZKAN Laugavegi 71 II hæð Simi 10770 J 1 Dragtii K / <9 [R

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.