Morgunblaðið - 16.03.1988, Síða 30
30 .
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988
Sovétríkim
Þrír mútuþægir
flokksleiðtogar
fremja sjálfsvíg
Moskvu, Reuter.
ÞRÍR fyrrverandi háttsettir yfirmenn í lýðveldinu Úzbekistan í Sov-
étríkjunum, sem sakaðir voru um mútuþægni í kjölfar rannsóknar á
spillingu meðal opinberra starfsmanna í héraðinu, hafa framið sjálfsvíg
að sögn dagblaðsins Komsomolskaja Pravda í gær.
I lögregluskýrslum þar sem fjallað
er um fimm ára rannsókn á spillingu
ríkisstarfsmanna í héraðinu, kemur
meðal annars fram að fjórir fyrrum
flokksritarar kommúnistaflokksins í
Úzbekístan, fyrrum formaður og
fyrrum varaformaður flokksins hafi
verið handteknir. Þrír þessara manna
hafa að sögn dagblaðsins Komso-
molskaja Pravda framið sjálfsvíg í
fangelsinu.
Að sögn sovéskra stjómvalda var
tugum milljóna rúbla stolið í valdatíð
fyrrum formanns kommúnistaflokks-
ins fÚzbekístan, Sjarafs Rasjidovs, á
árunum 1959 til 1983. Rasjidov lést
1983 en skömmu áður hófst rann-
sókn á spillingu og grimmdarverkum
háttsettra manna innan flokksins og
ríkisgeirans í lýðveldinu, sem meðal
annars leiddi til handtöku mannanna
þriggja sem frömdu sjálfsvíg.
Flakiðaf sovésku farþegavélinni
Á þessari mjmd, sem sovéska fréttastofan TASS
sendi frá sér um helgina, má sjá flakið af farþegavél-
inni, sem ellefu manna djass-fjölskylda gerði tilraun
til að ræna og beina til Vesturlanda. Að sögn TASS
sprakk sprengja um borð í véljnni, þegar sérsveitir
hersins gerðu áhlaup á hana. Átta manns létu lífið,
þar af fímm úr fjölskyldunni.
Öfgasamtök hafa gert Ind- SvíÞiáð:
land að eiturlyfjamiðstöð
Nýju Delhí, Reuter.
INDLAND er orðið að mikil-
vægri miðstöð eiturlyfjasmygls
til vestrænna landa, og þarlend
öfgasamtök fjármagna starf-
semi sína með þeim viðskiptum,
að því er Buta Singh, innanríkis-
ráðherra Indlands, sagði í gær.
Singh sagði á fundi alþjóðalög-
reglunnar Interpol og. yfirmanna
stofnanna í Evrópu og Suður-Asíu,
sem fást við eiturlyfjavandann, að
eiturlyfj'asmygl og eiturlyfjaneysla
væri orðið alvarlegt vandamál í
STEYPU
MÓT
DOKA OG
VEGGJAMÓT FYRIR
KRANA
DOKAFLEX 20
LOFTASTOÐIR OG
BITAR
MÓTAKRÆKJUR OG
TENGI
HANDFLEKAMÓT
TRÉ - STÁL - ÁL
HAKI VERKPALLAR
OG
UNDIRSTÖÐUTURNAR
ÞÚ FÆRÐ LÍKA
ALLA ALMENNA
BLIKKSMÍÐI
HJÁ OKKUR
ALLAR NANARI
UPPLÝSINGAR:
'S
BREIÐFJÖRÐS
BLIKKSMIÐJA HF
SIGTÚNI 7 R.VÍK
SÍMI 2 90 22
Indlandi. „Indland er nú orðið ein
helsta miðstöð eiturlyfjasmygls til
Vesturlanda," sagði Singh. Hann
benti á að Indland er mitt á millí
„gullna þríhymingsins" í Indókína
og „gullna hálfmánans" í Afganist-
an, þar sem ópíum er framleitt.
Singh sagði að það væri aug-
ljóst samband milli eiturlyfja-
smygls og glæpa sem öfgahópar
fremdu annars vegar, og vopna-
smyglara og skipulagðra glæpa- •
samtaka hins vegar. „Fjármunir
sem fengnir eru vegna þessara
óleyfilegu viðskipta eru notaðir til
að yfírtaka lögleg viðskipti, og
einnig til að grafa undan efnahag
Indlands og öryggi fjölmargra
þjóða.“ Hann sagði að lögregluyfír-
völd hinna ýmsu landa ættu vinna
meira saman og reyna nýjar leiðir
til að fást við vandann.
Tveir læknar sakfelldir
fyrir morð á vændiskonu
Stokkhólmi, Reuter.
SVO getur farið að rétta þurfi á ný
fundnir hafa verið sekir um morð
dómari í málinu, lét af störfum á
nokkrir kviðdómendur höfðu látið
að dómurinn kynni að vera rangur
ungrar telpu. . <►
Á þriðjudag í síðustu viku voru
læknamir tveir fundnir sekir um að
hafa árið 1984 myrt Catrinu da
Costa, 27 ára gamla vændiskonu.
Saksóknari sagði að þeir hefðu tælt
hana inn í krufningastofu spítala og
eftir að hafa átt við hana kynmök
hefðu þeir myrt hana, hlutað líkið í
sundur og skilið bútana eftir á rusla-
haugi. Saksóknari byggði á fram-
burði dóttur annars læknisins sem
í máli tveggja lækna í Svíþjóð sem
á vændiskonu. Birgitta Karlholm,
fimmtudag í sfðustu viku eftir að
f ljós þá skoðun sina f blaðaviðtali
en hann var byggður á framburði
var 18 mánaða gömul er atvikið átti
sér stað. Seinna sagði hún móður
sinni frá því að hún hefði séð föður
sinn og félaga hans myrða konuna
en þeir neita staðfastlega.
Veijendur hinna ákærðu drógu
framburð telpunnar í efa og sögðu
að ekki þætti sýnt að da Costa hefði
verið myrt. Höfuð hinnar látnu hefur
ekki enn fundist og segja lögfræðing-
amir að hún gæti hafa látist af öðr-
um orsökum.
í viðtölum við Aftonbladet viður-
kenna nokkrir kviðdómendur að þeir
hafí ekki verið vissir í sinni sök. Sex
manna kviðdómur og dómari í málinu
skáru úr um sekt mannanna. Fimm
töldu þá seka en einn kviðdómandi
og dómarinn, Brigitta Karlholm,
sögðu mennina saklausa. í dómnum
segir að þeir skuli gangast undir
geðrannsókn áður en refsingin fyrir
brotið verður ákveðin. Birgitta Karl-
holm segist ekki geta unnið með
kviðdómnum að málinu eftir þær
yfírlýsingar sem fram hafa komið í
fjölmiðlum. Allt bendir því til að rétta
þurfí á ný í málinu. «
Þjóðernisróstur breiðast út í Kína:
Skipulega stefnt að fækk-
un tíbetsku þjóðarinnar
— segja talsmenn tíbetskra þjóðernissinna
The Daily Telegraph.
MÓTMÆLI Tfbetbúa að undan-
förnu hafa ekki einvörðungu
beinst gegn yfirráðum Kínverja
heldur hafa stjórnvöld einnig
verið sökuð um að reyna að hefta
fjölgun tibetsku þjóðarinnar.
Ónefndir heimildarmenn i Pek-
ing hafa staðfest að óeirðir hafi
brotist á nokkrum stöðum utan
eiginlegra landamæra Tíbets af
þessum sökum. Tíbet munkar
fullyrða að sfjórnvöld neyði kon-
ur með skipulegum hætti til að
gangast undir ófrjósemisaðgerð-
ir og fóstureyðingar.
Heimildarmenn sem nýkomnir
eru til Peking frá Qinghai-héraði
segja að átta munkar séu enn í
haldi eftir að hafa mótmælt stefnu
stjómvalda. Er þetta í fyrsta skipti
sem fréttir berast af mótmælum
meðal Tíbetbúa , sem búa utan eig-
inlegra landamæra landsins. Hermt
er að tíbetskir þjóðemissinnar hafi
efnt til mótmæla í fjölmörgum hér-
uðum, sem heyrðu undir Tíbet allt
til ársins 1965, eftir mannskæðar
Router
íbúar í Lhasa, höfuðborg Tíbets, við lík eins þeirra sem létu Iifið í
óeirðunum í borginni þann 5. þessa mánaðar.
óeirðir í Lhasa, höfuðborg Tíbets,
í október á síðasta ári.
Bær einn í Qinghai-héraði, sem
nefnist Tongren, gengur þessa dag-
ana undir nafninu „Litla Lhasa“. í
desembermánuði efndu námsmenn
og kennarar þar til fjölmennra
mótmæla vegna yfírráða Kínveija.
Tíbet munkar tóku einnig þátt í
mótmælunum og voru tíu þeirra
handteknir. Tveimur þeirra hefur
verið sleppt en mikil spenna er sögð
ríkjandi í héraðinu ekki síst eftir
að þjóðemissinnar tóku á ný að
festa upp veggspjöld þar sem stefna
stjómvalda er fordæmd.
Ófrjósemisaðgerðir
Þjóðemissinnar saka stjómvöld
um að standa fyrir skipulegum
ófijósemisaðgerðum auk þess sem
fullyrt er að tíbetskar konur séu
neyddar til að láta eyða fóstrum
þó svo að lög kveði á um að minni-
hlutahópar skuli undanþegnir regl-
um stjómvalda um „æskilega fjöl-
skyldustærð". Hermt er að sjö kon-
ur hafi látið lífíð á þessu ári eftir
að hafa gengist undir slíkar aðgerð-
ir í Huangnan-héraði. Þjóðemis-
sinnar segja að embættismenn
flokksins í héraðinu hafi verið verð-
launaðir vegna fjölda læknisað-
gerða á tíbetskum konum, sem þar
búa. Einn heimildarmaðurinn held-
ur því fram að flokksfulltrúar láti
ofsækja ungar tíbetskar stúlkur og
elta þær uppi. „Þeir meðhöndla