Morgunblaðið - 16.03.1988, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 16.03.1988, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 37 FJÖLMIÐLAKÖNNUN FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR Mest hlustað á Stjömima fréttir RUV enn vinsælastar einstakra dagskrárliða STJARNAN hefur tekið forystu í baráttu útvarpsstöðvanna um hylli áheyrenda, ef marka má fjölmiðlakönnun Félagsvísinda- stofnunar. Könnunin var framkvæmd í byrjun marsmánaðar. Aðalfréttatímar Ríkisútvarpsins njóta þó enn mestrar hlustun- ar, en séu þeir ekki taldir með, hefur Stjarnan vinninginn á sínu hlustunarsvæði á timanum frá kl. 8 að morgni til kl. 8 að kvöldi. Ljósvakinn hefur minnsta hlustun þeirra stöðva, sem könnunin náði til. Einnig var kannað hversu mikið er horft á sjónvarpsstöðvamar og kom i ljós, að Stöð 2 hefur vinninginn á meðan þátturinn 19:19 stendur yfir. Eftir kl. 20 tekur Sjón- varpið forystuna og heldur henni fram undir miðnætti. Fréttir eru vinsælustu dagskrárliðir beggja stöðva þá daga sem könnun- in náði yfir. Könnunin var unnin af Fé- lagsvísindadeild Háskóla íslands fyrir Ríkisútvarpið, Samband íslenskra auglýsingastofa, Is- lenska sjónvarpsfélagið, Islenska útvarpsfélagið og Hljóðvarpið hf. Úrtak var tekið úr þjóðskrá og náði til alls landsins. Stærð end- anlegs úrtaks var 823 manns á aldrinum 15 til 70 ára. 625 svör- uðu, það er 76% úrtaks. Könnun þessi var mjög ítarleg og voru niðurstöður greindar eftir ald- urshópum, kynjum og starfs- stéttum. Spurt var um hlustun á útvarp föstudaginn 4. mars og laugar- daginn 5. mars. Spurt var um hvem dagskrárlið, hvort fólk hefði hlustað eða horft á hann. í heildamiðurstöðum kemur fram hve margt fólk stillti á ein- stakar stöðvar þessa tilteknu daga. Þar kemur fram, að flestir stilltu á Rás 1 báða dagana, á landinu öllu 43% á föstudaginn, 36% á laugardaginn. Næst kom Rás 2 með 28% og 22%. Ef tek- ið er svokallað samanburðar- svæði, þ.e. þar sem hægt er að ná útsendingum allra stöðvanna, er Rás eitt enn í fyrsta sæti yfir hve margir stilla á stöðvarnar. Hins vegar kemur Stjarnan þá í annað sæti með 29% hlustun á föstudeginum og 23% á laugar- deginum. I niðurstöðunum má einnig sjá hve mikið er hlustað á útvarps- stöðvamar og kemur þá í ljós, að utan fréttatíma Ríkisútvarps- ins hefur Stjaman mesta hlustun síðdegis á landinu öllu. Ef ein- ungis samanburðarsvæðið er skoðað, er hlustað mest á Stjörn- una frá kl. átta að morgni til hádegis og síðan frá kl eitt e.h, til kvöldfréttatíma RÚV. Aðeins fréttatímar RÚV ná meiri hlust- un á þessu tímabili. Könnunin .sýnir á sama hátt hve mikið er horft á sjónvarps- stöðvarnar, þ.e. allt landið ann- ars vegar og samanburðarsvæði hins vegar. A samanburðarsvæð- inu höfðu báðar stöðvamar mest áhorf laugardaginn 5. mars, Sjónvarpið 70% og Stöð 2 52%. A landinu öllu var áhorf á Sjón- varpið mest 71%, einnig á laug- ardeginum. Stöð 2 hafði þar 44%. Morgunblaðið leitaði til forr- áðamanna þeirra útvarps- og sjónvarpsstöðva, sem könnunin var um og bað þá að segja álit sitt á niðurstöðum. Ómar og Hemmi vinsælastir Markús Öm Antonsson út- varpsstjóri Ríkisútyarpsins sagði niðurstöðurnar leiða í ljós styrk RÚV og traustan grundvöll, að mikið væri hlustað á Ríkisút- varpið og horft á .Sjónvarpið. Hann kvað niðurstöðumar at- hyglisverðar í ljósi þeirrar um- ræðu sem var um samkeppni útvarpsstöðvanna með' tilkomu Bylgjunnar á sínum tíma. „At- hyglisvert er hvemig skipting hlustunar er eftir aldri og starfs- stéttum. Yngri kynslóðin ber uppi obbann af þeirri hlustun sem kemur fram hjá Stjörnunni nú,“ sagði Markús. Um Sjón- varpið sagði hann, að það þyrfti að þjóna mjög breiðum hópi áhorfenda. „Við höfum haft fýrir því vissu, að erlendir framhalds- þættir höfði almennt til mjög stórs hóps hlustenda. I viðbótar- könnun sem gerð var fyrir Sjón- varpið sérstaklega, kemur fram að innlendir þættir þeirra Ómars Ragnarssonar og Hermanns Gunnarssonar hafa þó vinning- inn og njóta mestra vinsælda af öllu sjónvarpsefni sem boðið er upp á um þessar mundir. En vin- sældalistar af þessu tagi verða þó engan veginn alfarið látnir ráða ferðinni í dagskrármálum sjónvarpsins. Þar verður eins og hingað til lögð áhersla á að sýna og framleiða ijölbreytt innlent og erlent dagskrárefni. Þótt er- lendir framhaldsþættir og annað léttmeti fái mikið áhorf, verður í engu hvikað frá því hlutverki okkar að framleiða innlent efni af alvarlegum toga. Könnunin virðist ekki sýna neinar stórkost- legar breytingar. Vitaskuld hef- ur þessi mynd breyst frá þeim tíma er Ríkisútvarpið sat eitt að markaðinum. Niðurstöðurnar sýna að hjá Ríkisútvarpinu er stöðugleiki áberandi, sveiflurnar virðast gerast hjá hinum út- varpsstöðvunum. Eg er ánægður með niðurstöðurnar fyrir hönd þessarar stofnunar," sagði Markús Öm Antonsson. Spennandi tími framundan Jón Óttar Ragnarsson sjón- varpsstjóri á Stöð 2.sagðist mjög ánægður með niðurstöðumar, Stöð 2 stígi jafnt og þétt upp á við. „Ég reikna með að 19:19 verði áfram í stöðugri sókn í framhaldi af breytingúm sem gerðar voru á þættinum fyrir um mánuði. Miðað við þær breyting- ar held ég að verði mjög spenn- andi tími framundan. Við höfum líka forystu fyrri hluta dagsins og afgerandi yfirburði þegar líður á kvöldið með tilliti til fyölda myndlykla, þegar haft er í huga að um helmingur úrtaksins hafði ekki aðgang að myndlykli og því tilneyddur að takmarka sig við dagskrá Ríkissjónvarpsins. Þetta þýðir með öðram orðum að við getum um það bil tvöfaldað okk- ar tölur fyrir sjö og eftir níu sem auðvitað gerbreytir útkomunni til hins betra fyrir okkur. Við eram jafnframt mjög ánægð með hvað Stöð 2 höfðar sterklega til unga fólksins, en höfum um leið verk að vinna, að ná betur til eldri borgara og þeirra íhaldssö- mustu. Þeim fjölgar jafnt og þétt sem hafa myndlykil og nið- urstöður þessarar könnunar svara því, sem ég hef reiknað með. Hér vantar þó stöðuga mælingu. Okkur vantar að vita hvernig einstakir þættir koma út. Ég vona að hægt verði að koma því á áður en langt um líður," sagði Jón Óttar Ragnars- son. Mjög afgerandi skilaboð „Þetta eru mjög afgerandi skilaboð til Bylgjunnar og Ljós- vakans um að fólk er ekki nógu ánægt með það sem við eram að gera,“ sagði Páll Þorsteinsson útvarpsstjóri. „En við játum okk- ur ekki sigrað. Hér er mjög góð- ur hugur í fólki. Það ber að hafa í huga, að þetta er í fyrsta sinn í sjö könnunum síðan Bylgjan fór í loftið, að við komum svo illa út.“ Páll sagði augljóst að breyt- ingar yrðu hjá Bylgjunni og Ljós- vakanum, en of snemmt væri að segja í hveiju þær væra fólgnar, þar sem rétt væri byijað að ræða niðurstöður könnunarinnar. Ekki hefur heldur verið tekin nein ákvörðun um framtíð Ljósvakans að sögn Páls. Förum í rétta átt Ólafur Hauksson útvarpsstjóri Stjömunnar var að vonum án- ægður með niðurstöðumar, „... og ég er ánægður með að þetta er þriðja könnunin sem Stjaman tekur þátt í og í hverri könnun hefur hlustun á Stjömuna vaxið. Síðast vora Stjaman og Bylgjan með jafna hlutdeild. Stærsti sig- urinn er hlutdeild okkar, ef skoð- uð er hlustun á svæði ijögurra stöðva, þar höfum við afgerandi forystu og þó allt landið sé skoð- að höfum við samt mesta hlustun stóran hluta dagsins. Niðurstöð- umar eru staðfesting þess, að við eram að einhveiju eða öllu leyti að fara í rétta átt, það er stærsti hópurinn sem vill hlusta á okkar dagskrá," sagði Ólafur Hauksson. Hlutfall þeirra sem stilla einhvern tíma á hverja stöð Föstudagur 4. mars. Rás 1 Rás 2 Bylgjan 24% Stjaman Ljósvakinn Samburðarsv. 41% 23% 29% 1% Landið allt 43% 28% 20% 24% 1% Laugardagur 5. mars. Rásl Rás 2 Bylgjan 15% Stjaman Ljósvakinn Samburðarsv. 33% 16% 23% 2% Landið allt 36% 22% 13% 19% 1% Sjónvarp 3.-5. mars. RÚV Stöð 2 RÚV Stöð 2 ! RÚV Stöð 2 Fim. Fim. Fös. Fös. Lao, Lau. Samburðarsv. 61% 49% 65% 47% 70% 52% Landið allt 65% 42% 69% 40% 71% 44% Helmingxir boðaðra stj órnarfrumvarpa ekki fram kominn: Hálfs mánaðar páskafrí Alþingis Þinglausnir ekki dagsettar í stefnuræðu forsætisráðherra vóru boðuð 104 stjómarfrum- vörp. Þar af era aðeins 50 frum- vörp, eða tæplega helmingur, fram komin. Eftir lifir rúm vika af starfstima þingsins fram að páskafríi þess, sem stendur í tvær vikur. Alþingi kemur síðan saman til starfa á ný 11. apríl. Þinglausnir era ekki enn ákveðn- ar (dagsettar). Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al) gagnrýndi í þingskapa- rumræðu í neðri deild í gær seina- gang í framlagningu stjórnarfram- varpa sem og vinnulag þingsins. Sagði hann tæplega helming af boðuðum stjómarfrumvörpum vera fram kominn. Framundan væri hálfs mánaðar páskafrí. Allt benti til þess að stefndi í mikið óefni um vinnulag þingsins ef sinna ætti jafn mörgum málum og orð stæðu til að afgreiða eigi á þinginu. Jón Kristjánsson, forseti þing- deildarinnar, sagði rúma viku lifa af starfstíma þingsins fyrir páska- hlé, sem stæði í hálfan mánuð. Þinglausnir væru hinsvegar ekki dagsettar. Hann kvað þingforseta hafa þau ráð ein, varðandi efnisat- riði í ræðu Hjörleifs, að ýta á ráð- herra um framlagningu mála, sem ætlað væri að hljóta afgreiðslu á þinginu, sem og að knýja á þing- flokksformenn og þingnefndarfor- menn um afgreiðslu mála. Það væri gert. Friðrik Sophusson, iðnaðarráð- hérra, þakkaði þann áhuga sem Hjörleifur Guttormsson sýndi á stjómarfrumvörpum. Hann sagði að ríkisstjórnina senn endurskoða .rriosijod moiraöa þá málaskrá, sem sett hafi verið fram í haust, en ljóst væri þegar að ýmis þar boðuð frumvörp yrðu að bíða næsta þings. Málafjöldinn væri heldur ekki aðalatriðið, heldur að vanda vel til verka. Friðrik gagn- rýndi og stjómarandstöðu fyrir að draga að skila nefndarálitum og seinka þingstörfum með þeim hætti. Sverrir Hermannsson (S/AI) sagði ríkisstjórnir gjarnan oftelja frekar en vantelja á málaskrám sem lagðar væru fram að hausti. Svo hefði verið um flestar ríkisstjórnir. Hann taldi og Hjörleif standa rang- lega að málatilbúnaði sínum. Rétt- ara hefði verið að setja gagnrýni af þessu tagi fram í sameinuðu þingi, en forseti sameinaðs þings væri yfirverkstjóri þingsins, og kalla til forsætisráðherra til að svara fyrir stjómina. Sagði hann gagnrýni Hjörleifs sýndarmennsk- una einbera. •uiboleöe liJ iniiení no íúmaidfivbbol Stuttar þingfréttir Einsetinn heilsdagsskóli * * * Guðrún Agnarsdóttir og Danfríður Skarphéðinsdóttir, þingmenn Kvennalista, flytja ■ framvarp til breytinga á grann- skólalögum. Þar er lagt til að lög- bundin verði fræðsluskylda 6 ára bama á skólaárinu 1988-1989 en skólaskylda 6 ára bama á skólaár- inu 1989-90. Enn fremur að kennslutími yngri árganga verði lengdur í áföngum sem miði að einsetnum heilsdagsskóla fyrir öll böm þar sem nemendur eigi einn- ig kost á viðvera utan kennslu- stunda í þroskandi umhverfi og umsjá fullorðinna. Jafnframt verði gert ráð fyrir aðstöðu til hvíldar, einkum fyrir yngri böm, og að- stöðu fyrir öll börn til að matast. Nemendur í yngstu bekkjum verði að meðaltali 14 en 18 að meðal- tali í öðrum bekkjum. * * * Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, mælti í gær fyrir framvarpi til breytingar á lögum Húsnæðisstofnunar. Framvarpið kveður á um að ríkisstjómin „taki ákvörðun um vexti af innlánum skylduspamaðarreikninga hjá Byggingarsjóði ríkisins". * * * Ólafur Granz og fleiri þing- menn Borgaraflokks flytja tillögu til þingsályktunar sem felur heil- brigðisráðherra að láta hefja und- irbúning að stórauknu forvamar- starfi gegn háum blóðþrýstingi. í þessum tilgangi skal ráðherra m.a. beita sér fyrir setningu laga og reglugerðar um rekstur sérbú- inna eftirlitsbifreiða þar sem færu fram blóðþiýstingsmælingar og annað forvamarstarf. Kostnaður greiðist úr ríkissjóði. MICROSOFT HUGBUNAÐUR 4Í&A T-rrr—Trtrrrr:. .6BCÍ1UÍ89V *Q() £&S
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.